Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1974 Norrænt hafnaþine haldið í Reykjavík 4 1 GÆR hófst á Hótel Esju f Reykjavfk norrænt hafnaþing. 60 fulltrúar sækja þetta þing, sem er f fyrsta skipti haldið hér á landi. Þinginu Ifkur f dag. Forráðamenn hafna á Norður- löndum hafa haft með sér sam- starf síðan 1962, og eru þingin haldin annað hvert ár. Þau sækja hafnarstjórar og forráðamenn borga. Aðalmál þingsins hér eru tvö, í fyrsta lagi mengun hafanna af völdum hafna og skipa og í öðru lagi fjármál hafna. Urðu mjög líf- legar umræður um þessi mál á þinginu í gær. Áætlað er að þing- fulltrúar fari til Vestmannaeyja f dag. Biskup vísiterar Ráðherrar hinnar nýju rfkisstjórnar á þingfundinum í gær. A myndinni til vinstri eru þeir Gunnar Thor- oddsen, Ölafur Jóhannesson og Geir Hallgrímsson forsætisráðherra, en á myndinni til hægri eru Matthí- as Bjarnason, Matthfas Á. Mathiesen, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson. Einar Ágústs- son var fjarverandi á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda. Frá sameinuðu þingi í gær: Viðbrögð við stefnuyfirlýsingu BISKUP tslands, hr. Sigurbjörn Einarsson, mun um helgina vfsi- tera sóknir f Rangárvallaprófasts- dæmi. Ferð biskups hefst í dag, og verður dagskráin sem hér seg- ir: Föstudaginn 30. ágúst kl. 11: Keldnakirkja. Sama dag kl. 14: Oddakirkja. Sama dag kl. 21: Stórólfshvolskirkja. Laugar- daginn 31 ágúst kl. 14: Akur- eyjarkirkja. Sunnudaginn 1. september kl. 14: Breiða- bólstaðarkirkja. Sama dag kl. 17: Hlíðarendakirkja. Guðsþjónusta verður í öllum kirkjum. í upphafi fundar í sam- einuðu Alþingi í gær gerði Geir Hallgrfmsson, forsæt- isráðherra, grein fyrir stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnar sinnar, og er hún birt í heild á forsíðu blaðs- ins í dag. Er forsætisráð- herra hafði lesið stefnuyf- irlýsinguna, sagði hann: „Ég hefi nú greint frá stefnuyf- irlýsingu rfkisstjórnarinnar. Af ásettu ráði er hún ekki í löngu máli, enda verður frekari grein gerð fyrir þeim málum, er ríkis- stjórnin mun beita sér fyrir, í stefnuræðu forsætisráðherra, þegar regluiegt þing kemur sam- an í haust. Herra forseti. Ríkisstjórnin væntir þess að eiga gott samstarf við alla þing- menn. Það er von mín og ósk, að víðtæk samstaða megi takast með- al þings og þjóðar um lausn að- kallandi vandamála, öllum lands- mönnum til hagsbóta og heilla." Ragnar Arnalds, formaður Al- þýðubandalagsins, sagði efnislega m.a., í umræðu um stefnuyfirlýs- inguna: Hægri stjórn hefur tekið við af vinstri stjórn. Landsfólkið mun verða þess vart á misjafn- lega þægilegan hátt. Samstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks hafa löngum reynzt hinar íhaldssömustu. Yfirlýsing stjórnarinnar er um fátt stefnumarkandi, raunar al- mennt spjall um sjálfsagða hluti, sem flestir eru sammála um, en hvergi sagt hvað gera skuli til lausnar vandans né hvernig. Varðandi landhelgismálið er at- hyglisvert, að hvergi er á það minnzt, á hvern veg skuli haldið á málum, er bráðabirgðasamkomu- lagið við Breta rennur út. Það ýtir undir þann ugg, sem Alþýðu- bandalagsmenn hafa látið í ljós varðandi framvjndu þessa máls. I einu er stefnumörkunin þó skýr, í svonefndum öryggismál- um. Þar er stefnan öll í anda Sjálfstæðisflokksins. Auðséð er, að háttv. utanríkisráðherra er kominn á annað skip, með annað föruneyti, og hefur vent sínu kvæði í kross. Þingmaðurinn taldi, að búast mætti við harkalegum aðgerðum, sem bitna myndu á láglaunafólki. Lífskjörum almennings myndi stefnt f hættu. Vinnufriði væri stýrt inn á háskalegt ófriðartíma- bil. Slfkt gæti orðið þjóðinni dýrt. Að lokum lýsti þingmaðurinn andstöðu Alþýðubandalagsins við ríkisstjórnina og stefnu hennar. Benedikt Gröndal, varaform. Alþýðuflokksins, sagði efnislega m.a.: Reynslan af starfi Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks hefur verið miður góð og kallað fram öfl íhalds og sérhagsmuna, en þokað frjálslyndari öflum í skugga. Peningaöfl þjóðfélagsins eru helzt innan þessara flokka. Stjórn þeirra verður því stjórn forstjóranna en ekki fólksins. Stefnuyfirlýsingin sjálf segir fátt og er lítt stefnumarkandi, nema í utanríkismálum, Þar er stefnan nokkuð skýrt mörkuð og f samræmi við yfirlýsingu meiri- hluta þjóðarinnar í sfðustu Al- þingiskosningum. Alþýðuflokkur- inn er í meginatriðum sammála þessum þætti stefnuyfirlýsingar- innar. Segja má, að stefnuyfirlýsingin f jalli um markmið, sem allir séu í sjálfu sér sammála um, en úrræð- in til að ná þeim markmiðum eru ekki nefnd. Allt bendir til, að stjórnarflokkarnir hafi gert með sér leynisamning um sjálf úrræð- in, sem ekki hefur séð dagsins ljós. Þá er athyglisvert, að kosn- ingaloforð Sjálfstæðisflokksins um 200 mflna landhelgi 1974 er nú yfirfært á árið 1975. Hvergi er f stefnuyfirlýsing- Framhald á bls. 18 Vonandi tekst að ná jákvæðu alþjóða- samkomulagi í hafréttarmálum Rætt við Ahti Karjalainen, utanríkisráðherra Finnlands AHTI Karjalainen, utanrlkisráð- herra Finnlands. hefur komið oft til Islands áSur, og I stuttu samtali við blaðam. Mbl. f gær lét hann þau orð falla, að heimsóknir hing- að væru mjög ánægjulegar. Karjalainen sagðist ætla að bregða sér I lax á laugardag, en hann hefur áður rennt fyrir laxi og þá fyrir norðan og sagðist hafa fengið nokkra, þótt enginn hefði verið stór. Á morgun föstudag, að lokn- um ráðherrafundinum, mun Karjalainen einnig afhjúpa minnis- töflu, um gjöf Finnlands til Vest- mannaeyinga, en þeir hafa gefið hingað mörg hús, sem þegar hafa verið reist. Karjalainen sagði, að andrúms- loftið á utanríkisráðherrafundinum væri prýðilegt. Þar væri rætt í bróð- erni og af áhuga um fjölda mörg mál Nefndi hann til dæmis öryggis- mál Evrópu, almenn alþjóðamál, at- burðina í Portúgal, á Kýpur og í Grikklandi, svo og i nýlendum Portúgala í Afríku og fleira. Einnig væru tekin til meðferðar mál, sem teldust smærri, en skiptu Norðurlönd meginmáli og svo ýmis- legt annað, sem upp kæmi hverju sinni Þessir haustfundir utanrikis- ráðherranna miðuðu ekki hvað sizt að þvi, að fulltrúar Norðurlanda bæru saman bækur sínar, áður en Allsherjarþing Sameinuðu þjóðánna hefst í New York Sagðist Karjalain- en vera sannfærður um nytsemi þessara funda og teldi að þeir væru í fyllsta máta nauðsynlegir Karjalainen sagði aðspurður, að hann hefði ekki sótt ráðstefnuna i Caracas. Sin skoðun væri, að þar hefði framvinda mála verið mjög á þá lund, sem búast hefði mátt við, undirbúningur og byrjunarviðræður. Siðan mætti ætla, að á þeim ráð- stefnum sem fyrirhugaðar væru á næsta ári um hafréttarmál, tækist að móta jákvæða stefnu og ná einingu um alþjóðasamþykkt. Stærstu málin i finnskum stjórn- málum og finnsku þjóðlifi nú eru efnahagsmálin, að sögn ráðherrans. — í Finnlandi er ætlað, að verð- bólgan verði um 1 7% á þessu ári, sagði hann, — og vitaskuld er keppikefli okkar að hafa hemil á henni, þótt það hafi langt frá tekizt. Sömuleiðis er halli á utanríkisvið- skiptum okkar og eru þessi tvö mál það, sem mest orka fer í að halda I skefjum. Ég veit, að þetta eru reynd- Framhald á bls. 18 Ahti Karjalainen. • • 011 ríki Sameinuðu þjóðanna verða að taka afstöðu Finnar fá kosningarétt í Svíþjóð „Það er svo, að margir hafa mis- skilið, hvað hlutleysi táknar, og vilja líta á það þannig, að hlutlaust land megi ekki taka afstöðu. Okkar hlut- leysi felst i því að vera ekki þátttak- endur i varnar. eða hernaðarbanda- lögum og að segja ekki öðrum þjóð- um stríð á hendur". Þetta sagði Sven Andersson utanríkisráðherra i viðtali við Morgunblaðið í gær, þegar hann var spurður um álit sitt á þeirri gagnrýni, sem Svíar hafa orðið fyrir vegna afskipta sinna af málum, sem sumir hafa viljað kalla innanríkismál. „Við höfum sérstaklega verið gagnrýndir fyrir afstöðu okkír til Vietnam málsins. Nú er það svo, að samkvæmt Parisar samkomulaginu eru tveir striðandi aðilar, annars vegar stjórnin í Saigon og hins vegar Frelsishreyfing Vietnam. Við höfum veitt þeim siðarnefnda aðstoð, ekki til vopnakaupa heldur til uppbyggingar, því að eins og kunnugt er ræður frelsishreyfingin Rætt við Sven Andersson, utan- ríkisráðherra Svíþjóðar yfir svæði, sem verst hefur orðið úti í bardögum. Vegna þessarar að- stoðar höfum við orðið að fá opnaða skrifstofu frelsishreyfingarinnar í Stokkhólmi, svo að við getum samið við hana beint um ráðstafanir á fjármagni frá Svíþjóð. Mér er Ijóst, að við höfum verið gagnrýndir mikið fyrir þetta, en ég álít, að hvert aðildarland Sameinuðu þjóðanna verði að taka afstöðu, og við sem smáríki höfum eðlilega samúð með öðrum smáríkjum, sem verða fyrir þrýstingi frá stórveldunum." — Hefur hlutleysistefna ykkar verið dregin i efa í Sviþjóð? „Nei, um hana er fullkomin sam- staða allra flokka" — Er nokkuð talað um nýjar kosningar i Sviþjóð? „Það var talað um kosningar fyrr í ár, en nú eru þær ekki lengur til umræðu. Ástæðan er sú, að sam- staða hefur náðst með rikisstjórninni og Þjóðarflokknum um stuðning við mikilvæg mál, eins og skattalækk- anir og almannatryggingar, sem koma fyrir þingið I haust. Við þetta, að samstaða borgaraflokkanna rofn- aði, urðu líkurnar á kosningpm litlar, þannig að ekki er búizt við þeim, fyrr en kjörtimabilinu lýkur árið 1975". — Nú eru uppi auknar kröfur um 200 mflna efnahagslögsögu. Mun það skaða hagsmuni Svia, ef slík lögsaga verðuralmenn regla? „Við höfum tvö höf að fást við. Framhald á bls. 18 Sven Andersson heilsar Einari Ágústssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.