Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGUST 1974 18 Þingsályktunartillaga: Fresta ber lokun Keflaví kurs j ónvarps — Stefnuyfirlýsing f gær var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um frcstun á takmörkun á styrklcika útsendinga sjónvarpsstöðvar á Keflavfkurflugvclli. Flutnings- maður er Albert Guðmundsson, alþingismaður. Tillagan cr svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rfkis- stjórninni að hefja nú þegar samninga við yfirstjórn Banda- rfkjamanna á Keflavfkurflugvelli um að fresta um óákveðinn tfma takmörkun á styrkleika útsend- inga og breytingum á útsend- ingargeislum sjónvarpsstöðvar Keflavíkurflugvallar. Jafnframt fclur Alþingi rfkisstjórninni að láta fara fram athugun á, hvaða möguleikar eru til staðar fyrir tsland að kemast f samband við Sovézkir kafbátar á kreiki London, 29. ágúst. Reuter. F'JÓKIR sovézkir kafbátar eru á leið til Miðjarðarhafs og flug- vólar ýmissa NATO-landa fylgjast með ferðum þeirra, að þvf er Atlantshafsbandalagið til- kynnti f kvöld. Kafbátarnir sigldu vestur fyrir trland og munu sigla fram hjá Gíbraltar um helgina. 1 fylgd með þeim er birgðaskip. Kafbátarnir cru 2.000 lestir hver, af gerðinni „Foxtrot". Þeir munu eiga að leysa af hólmi ein- hverja af kafbátum þeim, sem Rússar hafa nú á Miðjarðarhafi. Stóri-messudag- ur í Skálholti A SUNNUDAG, 1. september, verður hinn svonefndi Stóri- messudagur haldinn f Skálholti f sjötta sinn. Allmargir prestar, organistar og leikmenn safnast þá saman á staðnum og halda heilagt frá morgni til kvölds. Barnaguðsþjónusta hefst í kirkjunni að venju kl. 10 árdegis. Síðan verður lesmessa kl. 11.30, tíðagerð kl. 1. e.h., messa kl. 2, almenn samkoma kl. 3.30, messa kl. 5, messa kl. 6.30 og náttsöngur kl. 9 sxðdegis. Torfærukeppni Stakks verður á sunnudaginn BJÖRGUNARSVEITIN STAKK- UR Keflavík/Njarðvík mun halda torfæruaksturskeppni sunnudaginn 1. september n.k. kl. 14.00 f námunda Ilagafells við Grindarvfkurveg. Keppnin hefur verið árlegur fjáröflunarliður tal viðhalds og endurnýjunar á tækjabúnaði sveitarinnar og nýtur sífellt auk- inna vinsælda. Mikil aðsókn reykingafólks ISLENZKA bindindisfélagið stendur fyrir námskeiði til að hjálpa fólki að hætta reykingum. Námskeiðið verður í Árnagarði og hefst sunnudaginn 1. sept. kl. 20:30. Fullpantað er nú á þetta nám- skeið, en í athugun er að hafa annað námskeið kl. 6 sömu dag- ana (1. — 5. sept.). Innritun í það námskeið fer fram þessa daga í síma 13899. útsendingar erlendra sjónvarps- stöðva gegnum hið alþjóðlega fjarskiptakerfi, Telstar, og þá um leið afla upplýsinga um kostnað við slfkt.“ í greinargerð með tillögunni segir þingmaðurinn m.a., að hann vilji koma í veg fyrir að skertur verði réttur fólks í lýðfrjálsu landi til valfrelsis um sjónvarps- efni, sem í boði er hverju sinni. Slík skerðing á valfrelsi almenn- ings sé vanmat á menningu þjóðarinnar, sem þoli, að sínu mati, hvers konar menningarsam- skipti við aðrar þjóðir. Þing- maðurinn segir hvorki Alþingi né ríkisstjórn hafa rétt til íhlutunar um það, hvaða dægrastyttingu eða fjölmiðil fólk velur sér innan veggja eigin heimila, svo fremi það brjóti ekki í bága við Iands- lög. Þingmaðurinn telur öll fjar- skiptatæki, hvort heldur eru í um- sjón varnarliðsins eða íslenzkra yfirvalda, öryggistæki, sem gætu komið að miklu gagni, ef skyndi- lega þyrfti til að grípa í neyðartil- fellum. Þá telur þingmaðurinn það skyldu stjórnvalda við þjóðfélags- þegnana, að þeir fái að njóta, svo fljótt sem auðið er og kostnaðar- hlið þess máls leyfir, aðgangs að beinu sambandi við sjónvarps- sendingar erlendra stöðva, á sama hátt og tíðkast um útvarpsnotkun. Að lokum segir þingmaðurinn í greinargerð sinni, að höft og bönn, sem brjóti í bága við rétt- lætismeðvitund einstaklinganna, séu tilgangslaus, og nái ekki fram að ganga. — Eins og hnýsa Framhald af bls. 3. hann anzi mikla roku og stökk og náði þá út rumum 100 metrum af hjólinu. Mér tókst þó að nUdda honum upp að landinu f rólegheit- um og þá kom Jón teilernum á hann. — Hvernig flugu tók hann? — Black Doctor nr. 2 með Iftilli rauðri fjöður. — Hvað var hann langur? — Hann var 120 cm, hængur. mikið leginn, og eru menn á þvl, að hann hafi verið 36—37 pund nýrunninn I ána. — Þetta er væntanlega þinn stærsti lax? — Já, sá langstærsti, þeir veiðast ekki margir svona stórir. Við óskum Adam til hamingju með metlax sumarsins. — Eru þeir að fá’ann Framhald af bls. 3. á nýjum svæðum. Við slepptum ný- lega 6000 slíkum seiðum og ætluð- um að hafa þau 12000, en gátum ekki fengið fleiri. Þá slepptum við 2000 tveggja ára seiðum í ána í vor. Anni er skipt i 4 svæði, tvö silunga- svæði með 8 stöngum og tvö laxa- svæði með 4 stöngum. Yfirleitt fæst ekki lax á silungasvæðunum og svo öfugt á laxasvæðunum, Nú eru ís- lendingar við veiðar, en útlendingar voru lengst af í sumar." Norðurá Þættinum ætlar að ganga erfið- lega að ná í tölur um veiði í Norður- á. Guðrún Kristjánsdóttir ráðskona í veiðiheimilinu hafði aðeins bók um veiðina i ágúst og er hún um 2 70 laxar, en hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur var okkur sagt, að félag- ið væri ekki búið að fá allar bækur. Hins vegar er vitað, að veiðin i Norðurá hefur verið miklu lélegri i sumar en undanfarin ár, og sáratreg veiði hefur verið undanfarið Er þar um að kenna vatnsleysi eins og alls staðar hér sunnanlands Laxá í Leirársveit Sigurður Sigurðsson í StóraLamb- haga sagði og svipaða sögu; þar er vatnsleysið alla að drepa Talsverður lax er í á’nni, en aðeins um 680 laxar komnir á land. Veiði þar lýkur 1 5 sept — Sprenging Framhald af bls. 32 hausti sl. 10 ár, að því er sænskir jarðskjálfafræðingar segja. Sprengingin í gær mældist 6,6 stig á Richterkvarða í Uppsölum. Þetta mun vera fyrsta margra megatonna kjarnorkusprengjan, sem Rússar sprengja neðanjarðar, síðan Nixon var í Moskvu og Rúss- ar og Bandaríkjamenn undirrit- uðu bann við kjarnorkuspreng- ingum af ákveðinni stærð, þ.e. yfir 150 kílótonn. En sprengingar á minni kjarnorkusprengjum hafa haldið áfram. — Tenging Framhald af bls. 15 hefði ekki verið ætlunin, hefði það verið tekið skýrt fram eftir tilkynninguna um geimskotið á mánudaginn. I þess stað bentu tilkynningarn- ar um ferðina til þess, að tenging yrði reynd og að geimfararnir yrðu lengi úti í geimnum. Brezkur áhugamaður telur, að Sojus 15 geti hafa farið fram hjá Saljut og eytt of miklu eldsneyti. Hann sá til geimskipanna í gær og fjarlægðin milli þeirra var tölu- verð. Sérfræðingar telja, að Rússar hefðu tæpast reynt næturlend- ingu í stað þess að bíða f nokkrar klukkustundir og lenda i björtu nema Sojus hafi skemmzt eða eldsneytisbirgðirnar hafi verið orðnar litlar. Veikindi eða slys á geimförunum eru nánast útilok- uð. — Öll ríki Framhald af bls. 2 Annars vegar Eystrasalt og hins vegar sá hluti Atlantshafs, sem við deilum með Dönum og Norð- mönnum. Það er augljóst, að ef sænskir sjómenn verða útilokaðir frá einhverjum hluta þessara svæða, þar sem þeir hafa veitt í áratugi, þá skaðar það hagsmuni okkar. Við höfum þess vegna reynt að vinna að málamiðlunarlausn í Caracas, en þetta er mjög erfitt mál. Aðalatriðin í þessum efnum liggja hins vegar fyrir, en aðeins er eftir að gera út um smáatriði sem þessi". — Það hefur verið talað um, að Finnar búsettir i Sviþjóð, fái þar kosningarétt. hvað viltu segja um það? „Finnarnir fá rétt til að kjósa í sveitastjórnarkosningum árið 1975. Reyndar gildir þetta ekki aðeins um þá, heldur einnig um alla aðra út- lendinga, sem búsetu hafa í Sviþjóð. Það er til athugunar i nefnd á vegum Norðurlandaráðs, hvort þetta verði gert að norrænni reglu, sem ég vona að verði Þetta veltur hins vegar á lögum einstakra ríkja, en okkar af- staða er skýr". — Hvað hefur helzt verið til umræðu á fundum ykkar ráðherr- anna? „Það eru þessi gömlu mál Við erum að undirbúa allsherjaþing Sameinuðu þjóðanna og erum að reyna að finna leiðir til sameigin- legrar afstöðu í ýmsum málum" — Vonandi Framhald af bls. 2 ar vandamál, sem alls staðar koma við og flestar þjóðir stríða við I mismunandi ríkum mæli. — Nú hefur komið til tals, að Finnar, búsettir í Svíþjóð, fái þar kosningarétt I byggðakosningum. Er sennilegt, að sú þróun verði, að Norðurlandabúar geti kosið hver i þvi landi, sem þeir dveljist i á Norðurlöndum ef þetta verður ofan á? — Þetta hefur enn ekki verið til lykta leitt. En við mundum vissulega fagna því, enda eru um 300 þúsund Finnar í Sviþjóð og því nokkuð rétt- lætismál þarna á ferðinni. Það má vel vera, að síðan verði framhaldið, að við getum neytt kosningaréttar til byggðakosninga hver hjá öðrum. En hvergi hygg ég þetta þó vera eins aðkallandi og í Sviþjóð, sakir þess hve þarna er um mikinn fjölda að ræða Karjalainen itrekaði síðan, að hann hygði gott til laxveiða um helgina Hann sagðíst eiga hér marga og góða vini og kunningja og ferð til íslands væri sér jafnan til- hlökkunarefni. Framhald af bls. 1 munasamtök þau, sem hlut eiga að máli. 2. Utgjöld rfkisins og annarra opinberra aðila: Gætt sé ítrasta sparnaðar í rekstri ríkisins og op- inberra stofnana og ríkisútgjöld- um sett ákveðin takmörk miðað við þjóðartekjur. Komið verði á sem haganlegustu fyrirkomulagi opinberrar þjónustu jafnhliða eðlilegri verkaskiptingu á milli rikis og sveitarfélaga og aukinni yfirsýn og aðhaldi að útgjalda- áformum. 3. TEKJUÖFLUN RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA: Haldið verði áfram athugunum, sem staðið hafa yfir á þessu sviði. Á almenn- ar launatekjur skal ekki lagður tekjuskattur. Skattar fyrirtækja séu miðaðir við það, að þau búi við hliðstæð skattakjör og gerist í nágrannalöndum okkar. Tekin sé upp virðisaukaskattur í stað sölu- skatts og stefnt að staðgreiðslu- kerfi skatta svo fljótt sem verða má. Réttarstaða iandshlutasamtaka verði ákveðin og sveitarstjórnar- lög endurskoðuð. Sveitarfélögum séu falin aukin verkefni og fjár- hagslegur grundvöllur þeirra endurskoðaður til þess að tryggja sjálfstæði þeirra og framkvæmda- getu. 4. Skipan lánamála: Endurskoð- að sé skipulag og starfsemi fjár- festingarsjóða og lánastofnana í því skyni að tryggja eðlilega og samræmda starfsemi þeirra og hagkvæmni í rekstri. í því sam- bandi komi notkun verðbréfa- markaðar, verðtrygginga og vaxta til athugunar m.a. f þvi skyni að auka fjáröflun til þeirra innan- lands jafnframt þvi, sem dregið verði úr erlendum lántökum. 5. Verðlagsmál: Undirbúin sé ný löggjöf um verðmyndun, við- skiptahætti og verðgæzlu. Stefnt sé í átt til almenns eftirlits neyt- enda með viðskiptaháttum til að tryggja heilbrigða samkeppni og eðlilega verðmyndun verzlunar- og iðnfyrirtækja til bættrar þjón- ustu fyrir neytendur. Haft sé sam- ráð við hagsmunasamtök þau, sem hlut eiga að máli. Framkvæmdir og uppbygging Byggðasjóður verði efldur og verkefni hans endurskoðuð í þvi skyni að samræma aðgerðir í byggðamálum og sett verði heild- arlöggjöf um þau efni. Framlag til sjóðsins nemi2% af útgjöldum fjárlagafrumvarps. Endurskoðuð verði lög um Framkvæmdastofnun ríkisins og í — Viðbrögð Framhald af bls. 2 unni minnzt á ýmis félagsleg mál- efni, sem gert var hátt undir höfði i stjórnarsamstarfi Alþýðuflokks- ins við Sjálfstæðisflokkinn. Alþýðuflokkurinn mun taka mið af hagsmunum láglaunafólks í andstöðu sinni við núverandi ríkisstjórn. Andstaða hans mun þó vera ábyrg og málefnaleg, sagði Benedikt Gröndal að lokum. Karvel Pálmason, þingmaður SFV, sagði efnislega: Formaður Framsóknarflokks- ins, sem lofaði vinstri stjórn í kosningabaráttunni, hefur nú ekki einungis myndað stjórn með Sjálfstæðisflokknum, heldur og fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann hefði myndað hægristjórn og helmingaskiptastjórn. Annarleg sjónarmið tveggja að- ildarflokka að vinstri viðræðum hefðu komið í veg fyrir myndun vinstri stjórnar. Stefnuyfirlýsing stjórnarinnar væri svo óskýr, að erfitt væri um hana að fjalla. Forsmekk stefn- unnar hefði þó almenningur feng- ið fyrir fáum dögum, þegar hinn nýi þingmeirihluti hefði fryst kaupgjaldið á sama tíma og bú- vöruverð hefði hækkað verulega. Síðan rakti þingmaðurinn stefnumörkun SFV í kosninga- baráttunni. Sagði hann að sam- tökin mundu fylgja fast fram því sambandi mörkuð stefna um það hvernig haga skuli áætlana- gerð og framkvæmdum m.a. í eft- irtöldum greinum: Endurnýjun fiskiskipaflotans. Endurbætur hraðfrystihús- anna. Uppbygging vinnslustöðva iandbúnaðarins. Þróun iðnaðar. Skipan ferðamála. Opinberar framkvæmdir. Byggðaþróun f samráði við sveitarfclög og samtök þeirra. Lögö verði áherzla á aukinn hraða í virkjun islenzkra orku- gjafa, bæði til iðnvæðingar og í þvi skyni að gera íslendinga óháð- ari innfluttri orku. Meðal brýn- ustu verkefna eru. 1. Að hraða stórvirkjunum og gera áætlun um virkjun vatns- og varmaorku landsins þannig, að næg orka verði fyrir hendi til almenningsþarfa og aukins iðnað- ar og iðju. 2. Að tryggja sem fyrst með nýjum virkjunum næga raforku á Norðurlandi og öðrum landshlut- um, sem eiga við orkuskort að búa. 3. Að koma upp hitaveitum hvar sem aðstæður leyfa en tryggja öðrum sem fyrst raforku til húshitunar. 4. Endurskoða skal skipulag, stjórn og eignaraðild orku- öflunar- og dreifingarfyrirtækja. 200 sjómílna landhelgi Ríkisstjórnin mun fylgja fram ályktun Alþingis frá 15. febrúar 1972 um útfærslu landhelginnar i 50 sjómilur. Stefna ríkisstjórnarinnar er að færa fiskveiðilandhelgi íslands út í 200 sjómílur á árinu 1975 og hefja þegar undirbúning þeirrar útfærslu. Jafnframt verði áherzla lögð á nauðsynlega friðun fiski- miða og fiskistofna með skynsam- lega nýtingu veiðisvæða fyrir augum. Öryggi landsins tryggt: (Sjá stefnuyfirlýsingu stjórnar- innar í öryggismálum á forsíðu blaðsins i dag). Stjórnarskráin endurskoðuð: Stjórnarskráin verði endur- skoðuð á kjörtímabilinu. Auk þess mun ríkisstjórnin beita sér fyrir endurbótum á löggjöf og stjórnarframkvæmd eftir því sem þörf krefur. þeirri stefnumörkun um hags- muni láglaunastétta og uppbygg- ingu landsbyggðarinnar. Samtök- in myndu veita stjórninni harða andstöðu, í samræmi við sjónar- mið jafnaðar- og samvinnustefnu, en vera málefnaleg f allri afstöðu sinni. — Bretland Framhald af bls. 1 ráðherra vilji gjarnan vera Frjáls- lynda flokknum hjálplegur, þar sem það kæmi sér verr fyrir thaldsflokkinn en Verkamanna- flokkinn, ef hann ynni á í kosn- ingunum. Frjálslyndi flokkurinn hlaut 6 milljón atkvæða í kosningunum 28. febrúar, en aðeins 15 þing- menn af 635. Verkamannaflokkurinn hefur síðan verið í forystu minnihluta- stjórnar, en virðist nú bjartsýnn á að geta unnið starfhæfan meiri- hluta. Wilson ávarpar þing verkalýðs- sambandsins í Brighton í næstu viku og bollalagt hefur verið, hvort hann boði þá nýjar kosning- ar, þótt nú sé talið sennilegra, að hann dragi tilkynninguna lengur. Efnahagsmálin munu setja svip sinn á kosningabaráttuna og því verður að mestu leyti barizt um sömu málefni nú og í kosningun- um í febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.