Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1974 17 Mennta- skólinn r á Isa- firði: Þegar komið er til Isafjarðar er margt, sem ber vott vexti og grósku I bæjarfflaginu. Fjórir nýir skuttogarar og myndar- legur bátafloti færa að landi hráefni til vinnslu I frystihús- um. Ný fbúðarhverfi skjóta upp kolli. AIIs staðar blasa við framkvæmdir og lifandi starf. Bær, sem átti við fólksflótta að strfða, skortir nú vinnuafl, og húsnæðisekla er helzta vanda- málið. Það er margt á döfinni, sem gefur tsafirði nýjan og ferskan blæ, þó að hitt dyljist engum, að bærinn stendur traustum fótum f sögurfkri fortfð, enda höfuðstaður Vestfjarða um langt árabil. Eitt af þvf, sem mótar hinn nýja svip og á eftir að verða bæjarfélaginu ómet- anleg lyftistöng, er hinn nýi menntaskóli þeirra Vestfirð- inga, sem rfsa á f áföngum á næstu árum. MENNTASKÓLINN A ÍSAFIRÐI Tfðindamaður Morgunblaðs- ins sneri sér til Jóns Þórðar- sonar, verktaka, sem vinnur að þvf að gera að veruleika hinn vestfirzka draum um eigin menntaskóla. Hér verður laus- lega rakin frásögn hans um byggingaráformin. Byrjað var á 1. áfanga bygg- ingaframkvæmda árið 1971, hluta heimavistar, þar sem einnig verða kennarafhúðir. Þessi áfangi varð fullgerður á rúmu einu ári og var tekin f notkun f september 1972. Aætl- Jón Þórðarson verktaki framan við heimavist Menntaskólans á lsafirði, 1. byggingaráfanga. Rabbað við Jón Þórðarson verktaka ísafirði félagsins. Á undanförnum ár- um hefur Jón annast byggingu allmargra fbúðarhúsa á tsa- firði. MIKIL BYGGINGAÞÖRF Jón Þórðarson sagði, að mikil breyting til batnaðar hefði orð- ið f skipulagsmálum tsafjarðar- kaupstaðar, og stefnt væri að þvf að hafa jafnan tiltækar byggingalóðir. Þörf fyrir aukið fbúðarhúsnæði væri og mjög brýn. A tsafirði hefði Iftið ver- Fimm byggingaáfangar anir f byggingaframkvæmdum hérlendis standast ekki alltaf, svo varlega sé til orða tekið, en þessi áfangi byggingafram- kvæmdanna gaf væntanlegum notendum sfnum gott fordæmi um stundvfsi. Annar áfangi byggingafram- kvæmda er viðbótarheimavist og mötuneyti. Að þessum áfanga er nú unnið samkvæmt áætlun, og verður þessi hluti heimavistarinnar væntanlega tekin til afnota f ár. Stefnt er að þvf, að mötuneytið verði full- byggt f september á næsta ári. Þriðji byggingaráfanginn verður skólahúsið sjálft. Mjög æskilegt er, að hægt verði að bjóða það út á næsta ári. Aður en byggingarframkvæmdir skólahússins hefjast, verður þó að fjarlægja hús og skúra, er nú standa á væntanlegri bygg- ingarlóð hússins, en það er tsa- fjarðarkaupstaðar að leggja til lóð undir byggingarnar. Eins og er fer kennsla fram f gamla Barnaskólanum, sem byggður var 1901. Mötuneyti skólans býr við þröngan kost f kjallara Húsmæðraskólans á tsafirði. I fjórða áfanga verður enn unnið að byggingu heimavistar, sem verður fullbyggð með þeim áfanga. Framkvæmdatfmi hefur enn ekki verið fastákveð- inn. Og lokaáfangi fram- kvæmdanna er bygging fþrótta- húss. Enn er svo ótalinn frá- gangur lóða og umhverfis, en stefnt er að því að búa hinum væntanlegu byggingum skólans rúmt og smekklegt umhverfi. STEINIÐJAN Aðspurður um önnur verk- efni sfn sagði Jón Þórðarson, að hann ræki fyrirtækið Steiniðjuna á tsafirði, sem er rörasteypa og sér Vestfjörðum fyrir þjónustu á þvf sviði. Einnig ræki hann trésmfðaverkstæði, m.a. 1 sambandi við verktaka- störf sfn, en auk byggingar Menntaskólans vinnur hann að byggingu fbúðarhúss, stækkun á húsnæði Steiniðjunnar og stækkun á húsnæði tshúss- ið byggt þar til fyrir örfáum árum, að f jörkippur hefði færzt f íbúðarbyggingar og sfðar hefðu mörg ný hús risið. Aðal- lega væru byggð einbýlishús, en Byggingarfélag verkamanna væri nú að reisa stóra fbúða- blokk. Enn væri ekki hafin bygging leigufbúða, en leitað hefði verið heimildar til stór- átaks á þeim vettvangi. Margar stofnanir á staðnum væru og f misgóðu leiguhúsnæði, sem ekki væri til frambúðar. Aformuð væri bygging heilsu- gæzlustöðvar, sjúkrahúss og elliheimilis. Framundan væri þvf mörg og mikil verkefni á tsafirði á þessum vettvangi. sf. Þórarínn Þórarínsson fyrrv. skólastjóri: Skálholtsskóli sóttur heim EINN er sá skóli í landinu, sem ólíkur er öllum öðrum skólum að því leyti, að inntökuskilyrði eru þar engin nema lágmarksaldur, nemendur geta að verulegu leyti ráðið hvað þeir læra og þar eru engin próf tekin, — lýðháskólinn f Skálholti. Skálholtsskóli er sniðinn eftir sams konar skólum á Norðurlönd- um, en þar hefur þetta skólaform reynzt frábærlega vel og lýðhá- skólarnir mikilsmetnar mennta- stofnanir. Eigi skal þvf neitað, að við, sem stuðluðum að stofnun þessa skóla, ólum nokkurn ugg í brjósti um það, að aðsókn yrði dræm tii að byrja með, jafnvel svo dræm, að skólanum gæfist ekki tími til að sanna tilverurétt sinn. Að minnsta kosti átti þetta við um þann, er þessar línur ritar. Svo virðist sem áhrifa lífsgæða- kapphlaupsins gæti æ meir á skól- um í seinni tíð. Þeir fremur metn- ir til framtiðarmunaðar en mann- bóta, þar sem hvers kyns réttinda- próf, sem í raun réttri eru ávísan- ir á hærri laun, — eru sett ofar öllu öðru. Mér urðu það því mikil ánægju- tíðindi, er það spurðist, að aðsókn að Skálholtsskóla þegar frá upp- hafi var meiri en skólinn rúmaði og lék mér því nokkur forvitni á að vita, hvað það var, sem olli þvf að þessi próflausi skóli varð fyrir valinu hjá þessu unga fólki, sem leita vildi sér frekari menntunar. Þessi ástæðan til þess að ég heim- sótti skólann sl. vor, nokkru áður en upp var staðið og fékk að leggja nokkrar spurningar fyrir nemendur. Nemendur voru algerlega óvið- búnir og fengu sem næst eina kennslustund, 45 mín., til að svara. Til að gera svörin sem trú- verðust var þess óskað, að þau yrðu afhent óundirrituð og því jafnframt heitið, að enginn sæi þau, er kennsl gæti borið á skrift- ina. Alls voru 26 nemendur spurðir, 9 stúlkur og 17 piltar, einn nem- andi var fjarverandi. Meðalaldur reyndist vera 18,4 ár og hafði 21 nemandanna lokið gagnfræða- prófi, einn miðskólaprófi og þrír unglinga prófi. Þá var þar ein þýzk stúlka, sem var stúdent að mennt. Dvaldi hún í skólanum sem skiptinemandi kirkjunnar og hafði náð undraverðu valdi á ís- lenzku eftir eins vetrar dvöl hér- lendis. Meðal nemendanna var einn Færeyingur, 21 árs að aldri, gagnfrðingur frá menntaskóla Færeyinga í Þórshöfn. Fyrsta spurningin, sem lögð var fyrir nemendurna, var þessi: Hvers vegna fóstu f lýðháskól- ann? Svörin voru margvísleg og margar ástæður tilnefndar, alls um 30. Flestir nefndu sem ástæðu, að í skólanum væru m.a. kenndar aðrar og forvitnilegri greinar en í öðrum skólum, nema þá í æðri skólum, — vegna um- tals, — löngunar að læra meir, — til að rifja upp fyrra nám, — eða til að komast í gagn með nám að nýju. Nokkrir tilnefna sem ástæðu val á framtíðarnámi og starfi, — til að búa sig undir lífið, Þórarinn Þórarinsson. sumir uallaþaðeinfaldlegatil að þroskast. Þá minnast aðrir á val- frelsið um námsgreinar sem ástæðu, einn telur sig hafa verið orðinn of gamlan til að fara í landsprófsdeild (21 árs) og annar segist hafa staðið á krossgötum um skólaval, svo eitthvað sé nefnt af þeim mörgu ástæðum, er nem- endur töldu fram. Þýzka stúlkan telur, að val hennar á framtíðar- starfi hafi nokkru ráðið og eins það að kynnast fslenzku fólki, sem hefði verið í skóla. Færeyingur- inn sagðist hafa komið til að læra islenzku og kynnast íslenzku menningarlifi. Næsta spruning, sem lögð var fyrir nemendurna, var þessi: Hvert telur þú mesta gagnið, sem þú hefur haft af veru þinni hér? Svörin við þessari spurningu gáfu þeim fyrri lítið eftir í fjöl- breytni. I svörunum minnast nemendur á um þrjátíu mismun- andi not, sem þeir hafi haft af dvölinni, og verður lítillega minnzt hér á nokkur þeirra. Flest- um ber saman um, að þeir hafi þroskazt mikið, — öðlazt félags þroska, — lært að leggja sjálf- stætt mat á hlutina — öðlazt sjálfstraust og rétt sjálfsmat og jafnfram lært að taka meira tillit til annarra en þeir hefðu áður gert, fleiri en einn minnist á þessa auknu tillitssemi til ann- arra. Einn segir, að dvölin hafi styrkt sinn siðferðilega grunn. Þá telja ýmsir, að mesta gagnið sé fólgið í þvi að kynnast nýjum greinum og tilefna þá gjarnan svokallaðar lýðháskólagreinar, en þær eru samfélagsfræði, saga, trúarbragðasaga, siðfræði og heimspeki. Tilnefnt erfélagsmála námskeið, sem haldið var í skól- anum, og hefði það ásamt fleiru orðið þess valdandi, að þeir fóru að hugsa rökréttar, sjóndeildar- hringurinn hefði víkkað svo auð- veldara reyndist að taka ákvörð- un um framtíðina. Er þá komið að þriðju spurning- unni, en hún var þessi: Hefur þú orðið fyrir vonbirgð- um með skólavistina og hafi svo verið þá segðu, 1 hverju þau von- brigði voru aðallega fólgin? Nítján nelnendanna svöruðu spurningunni neitandi og fast að helmingur þeirra með einhverju áherzlu orði, t.d. nei, alls ekki, — þvert á móti o.s.frv. Fimm töldu sig hafa orðið fyrir nokkrum von- birgðum, þótt þeir að flestu leyti væru ánægðir með dvölina. Von- birgði þessara voru í þvi fólgin t.d. að of mikið aðhald væri í skólanum, skólinn of bundinn klukku og stundaskrá, bæta þyrfti við greinum og aldur of dreifður (17—21 ár) Færeyingn- um fannst skólinn of dýr miðað við skóla í Færeyjum. Tvö svaranna voru neikvæð að því leyti, að aðeins er minnzt á það, sem vonbirgðum olli. Hjá öðrum var þaðof mikil pressa i sumum fögum, en hinum skortur á íþróttaaðstöðu. Það voru fleiri sem minntust á hörgul á íþrótta- aðstöðu og að útivist hefði þurft að vera meiri, þótt enginn hafi orðið fyrir jafnmiklum vonbirgð- um í þvi sambandi og þessi eini. Þýzka stúlkan lætur þessari spurningu ósvarað. Fjórða spurningin var þessi: Vildir þú ráðleggja ungu fólki, t.d. vinum þfnum og kunningjum, að sækja þennan skóla og ef svo er þá hvers vegna? Hvergi virðist viðhorf nemendanna til skólans lýsa sér betur en í svörum þeirra við þessari spurningu og er því brugðið á það ráð að birta efnis- legan útdrátt úr svörum allra nemendanna 26, hvers um sig, og er þankastrik látið skilja á milli hinna einstöku svara. Kom þá fyrst svör stúlknanna niu: Allir hafa gott af því, — læra að verða manneskjulegri, — þeir hafa gott af þvi, — tækifæri til að kynnast mörgu nýju, — sérstak- lega fólki, sem ekki veit hvað það vill, — til að komast aftur i gang með nám, — dvölin er bæði skemmtileg og fræðandi, — öll- um, sem eru óráðnir, — og — af þvi að hægt er að læra sérstaklega Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.