Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. AGÚST 1974 19 — Skálholtsskóli Framhald af bls. 17 mikið í skóla, þegar hægt er að velja um hvað maður vill læra. — Hér var það svar þýzku stúlk- unnar, sem rak lestina. Þá kemur útdráttur úr svörum piltanna: Skólinn hefur svo margar val- greinar og hann vikkar sjóndeild- arhring manns, — mæli með skól- anum sem síðasta skóla á náms- braut, — enginn hefur efni á að hætta námi eftir gfrgr., — hér ríkir svo góð stemmning sakir fá- mennis og hægt er hér að læra greinar, sem ekki eru kenndar í gfrsk., — í von um að skólinn reynist öðrum eins vel og hann reyndist mér, — þroskar skilning fólks á því, sem er að gerast í kringum það, — hér lærir maður að bera ábyrgðina á sjálfum sér, en ekki að varpa henni á aðra, — hollt fyrir alla að gista hér einn vetur, — dvöl hér þroskar og menn verða sjálfstæðari, — skap- ar nauðsynlega kynningu á milli landa, styrkir tengslin á milli nor- rænu bræðranna, — (svar Færeyingsins) getur unnið upp í námi, sem tapað er, — einkum þeim, sem telja sig orðna of gamla til að læra, en vilja þó menntast meira, — skólinn er tiltölulega léttur, en gefur marga möguleika, — þeim, sem þurfa að bæta sér það upp, sem þeir hafa misst, — jafnvel ef menn hafa tíma til, þvf að dvöl í Skálholti er að flestu leyti þroskandi fyrir ungt fólk og metnaðargjarnt, — sérstaklega fólki, sem hætt hefur námi um tíma, en hefur sig ekki af stað aftur. — Allir þessir svöruðu fyrri hluta spurningarinnar ját- andi og sumir með áherzlu, eiga því svör þau, sem hér hafa verið tilfærð, við síðari hluta spurningarinnar. Hvers vegna? Einn piltanna er varkárari í sínu svari en hann segir: — Ég tel það svo einstaklingsbundið hvað hefst upp úr skóladvölinni, get því ekki ráðlagt neinum að sækja skólann. I næstu spurningu, sem nem- endur voru beðnir um að svara, var spurt, hvort þeir teldu rétt að efla bæri og fjölga lýðháskólum á tslandr. öll voru svörin á einn veg um að efla bæri lýðháskólann í Skálholti og búa hann betur tækj- um og aðstöðu, t.d. til líkamsþjálf- unar. Margir vildu fjölga þessum skólum t.d. að hafa annan fyrir Norðurland, og jafnvel einn í hverjum fjórðungi. Aðrir vildu fara hægar í sakirnar, bíða svo betur sæist, hvernig Skálholts- skóli þróaðist. Síðasta spurningin var svo á þessa leið: Annað, sem þú vilt segja um skólann og dvöl þfna hér f vetur? Þegar hér var komið svörunum var hinn afskammtaði tími mjög á þrotum, en þó svöruðu langflestir þessari spurningu að einhverju leyti. Kom fram í svörunum mikil ánægja með dvölina, sem þeir töldu að hefði verið fræðandi og skemmtileg, hefði fært þeim mikinn þroska og gefið þeim margar góðar minningar, bæði um skólann og þennan sögufræga stað, sem þeir töldu ákjósanlegan fyrir svona skóla. Þá létu margir í ljós þakklæti sitt til þeirra, sem stuðlað hefðu að stofnun skólans og með því gert þeim mögulega þessa eftir- minnanlegu skóladvöl. Enn var í þessum lokasvörum mikið lof borið á séra Heimi Steinsson og komust nokkrir svo að orði, að vandfundinn yrði hæfari skóla- stjóri bæði sakir frábærra kennsluhæfileika og stjórnsemi. — Ég gat um það, að spurn- ingarnar hefðu komið nemendum algerlega á óvart og það varð ég að segja, að ekki komu svörin mér minna á óvart. I þeim virðist mér birtast manndómsþroski meiri en ég hafði búizt við og annað gildis- mat á hlutunum. Þá sýna svör nemendanna annað, svo eigi verður um villzt. Þau sýna þá brýnu þörf, sem skapazt hefur fyrir svona frjálsa skóla, þar sem nemendur fá nokkru ráðið um hvað þeir færa og þar sem nemendur fá nokkru ráðið um hvað þeir læra og þar sem manngildismat er sett ofar einkunnum og prófvottorðum. Jassdansskóli * Sigvalda Innritun hafin í alla flokka Kennt verður: Jass character, jass show serie og fleiri jass dansar Upplýsingar í síma 8326 frákl. 10—12 °g 1—7 Kennarar — Íslenska Vér höfum sem áður kennslubækur i íslensku eftir Gunnar Finnboga- son, cand. mag., fyrir sérskóla, 3. og 4. bekk i gagnfraeða- skóla og framhaldsskóla: Málfari (ný útgafa) — málfræði, setningafræði, hlióðfræði, Mál og íjóð, málnotkun, bragfræði, Ijóðalestur, Málið mitt, sama efni og í Málfara og Máli og Ijóðum, Listvör og Ritvör, kénnslubækur í stafsetningu og ritgerðarsmið, Ugla, stafsetning og ritgerðir, bók með nýju sniði, Stafsentingin nýja og greinarmerkjasetning, bæklingur (32 siður). Þeir kennarar sem hyggjast kenna bækurnar geta fengið ókeypis eintak, ef þeir gera útgáfunni viðvart. Bókaútgáfan Valfell Simi 84178 — Pósthólf 5146. |Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu 2 - 2. leikvika — leikir 24. ágúst 1974. Vinningsröð: 112 — 111 —1X2—211 1. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 41.000,00 3607 8180 g611 36275 38385 + 38683 2. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 1.100,00 379 4135 8087 387 4455 8101 604 4482 8189 606 4801 8861 861 4844 9118 + 1 784 5085 9263 + 1895 5453 9451 2223 5995 961 1 2376 6511 10811 2450 7061 10991 2795 7295 1 1045 2870 7366 1 1623 3962 7376 1 1920 + nafnlaus 1 1939 12154 12197 12700 1 3024 1 3476 13862 13891 13892 14215 1 5435 35055 35131 35286 35377 35646 35650 35866 35886 35886 36013 36101 36283 36283 36469 36921 F: 1 0 vikna 37012 38293 + 37372 38296 + 37854 38302 + 37942 38321 + 37943 38410 37983 38429 38016 38938 38016 38954 38282 + 38989 38285 + 38285 + 38286 + 38290 + 39120 39199 53391 F Kærufrestur er til 16. sept. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstof- unni. Vinningar fyrir 2. leikviku verða póstlagðir eftir 1 7. sept. Flandhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK Lögtaksúrskurður Keflavík, Grindavik og Gullbringusýsla. Lögtaksúrskurður fyrir vangreiddum þinggjöld- um samkvæmt skattreikningi 1974, er féllu í eindaga þann 15. þessa mánaðar, var upp- kveðinn í dag, þriðjudaginn 27. ágúst 1 974. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignaskattur, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, slysatrygginga- gjald vegna heimilisstarfa, iðnaðargjald, slysa- tryggingagjald atvinnurekenda skv. 36. gr. laga nr. 67/1971 um almannatryggingar, líf- eyristryggingagjald skv. 25. gr. sömu laga, atvinnuleysistryggingagjald og launaskattur. Ennfremur nær úrskurðurinn til skattsekta sem ákveðnar hafa verið til ríkissjóðs. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Keflavík, 27. ágúst 1974. Bæjarfógetinn í Keflavik og Grindavík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.