Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. AGÚST 1974 | íhRlíTIAFIiflTIII MORGimiBLAÐSIIliS Jöfnunarmark Víkingsá elleftu stundu Ingi Björn Albertsson, Val og Þórhallur Jónasson, Vfking í baráttu um knöttinn í leiknum f fyrrakvöld. JÖFNUNARMARK Vfkinga f undanúrslitaieik sfnum f bikar- keppni KSÍ við Val á Laugardals- vellinum í fyrrakvöld, var ná- kvæm eftirmynd marks, sem Valur fékk á sig f leik sínum við Kaflavfk á sunnudagskvöldið. Dæmd var aukaspyrna á Val við vítateigslínu. Valsmennirnir stilltu sér upp f sömu stöðu og f leiknum við Keflavfk, markvörð- urinn stóð f sömu sporunum og þá og skot mótherjans lenti á nákvæmlega sama stað f markinu og þá. Munurinn var aðeins sá, að nú var það Hafliði Pétursson, sem skoraði, og skot hans var öllu betra og fastara en var hjá Stein- ari Jóhannssyni á dögunum. Það voru því ánægðir Víkingar, sem skokkuðu út af Laugardals- vellinum í dimmumótunum í fyrrakvöld og á sama hátt daprir Valsmenn. Sigurinn hafði blasað við þeim og þeir gátu fyrst og fremst kennt sjálfum sér um hvernig fór. Það hefði hins vegar verið í hæsta máta ósanngjarnt ef Vals- menn hefðu farið með sigur af hólmi í þessari viðureign. Ef nokkuð var, þá voru Víkingarnir skárri aðilinn í þessum slaka leik, þeir voru meira með knöttinn, reyndu frekar að leika honum á milli sín og skapa sér færi og börðust betur en Valsmenn. Hins vegar áttu Valsmenn öllu fleiri tækifæri til að skora mörk í leikn- um en Víkingar — en það er engan veginn nóg að fá tæki- færin, það eru ekki þau, sem ráða úrslitum leiksins, heldur mörkin. Fyrrí hálfleikur þessa leiks var eins og það versta, sem íslenzk knattspyrnulið geta boðið upp á, og kalla menn þó ekki allt ömmu sfna í þeim efnum. Þófið og hnoð- ið var endalaust — knötturinn gekk mótherja á milli og oftast á miðjunni. Seinni hálfleikurinn var örlítið skárri, það greiddist stundum úr flækjunni, en ósköp var knattspyrnan samt tilþrifalítil hjá liðum, sem berjast um rétt til þátttöku í úrslitaleik bikarkeppn- innar — annars stærsta knatt- spyrnumótsins hérlendis. Valsmenn léku undan vindi í seinni hálfleik, og tókst þeim nokkrum sinnum að skapa sér sæmileg tækifæri. Var þar einkum Ingi Björn Albertsson á ferðinni, en hann er laginn að koma sér í færi, en á sama hátt laginn að misnota þau. Víkings- vörnin var óvenjulega slök í þessum leik og gaf Valsmönnun- um of mikinn tíma,— þannig átti hún t.d. möguleika á að koma í veg fyrir markið, sem Valur skor- aði á 17. mínútu hálfleiksins. Það mark bar þannig að, að Alexander Jóhannesson fékk knöttinn sendan inn fyrir vörn Víkinganna — greinilega rang- stæður. Víkingarnir virtust treysta á, að línuvörðurinn sæi það, sem allir aðrir sáu, og fóru ekki á móti honum. Lék Aiexand- er upp að endamörkum og gaf fyrir markið, en þar var þá hópur leikmanna fyrir. Tókst Herði Hilmarssyni að skjóta og í netið sigldi knötturinn, LOfyrirVal. En skömmu fyrir leikslok tókst Víkingi að jafna. Ekki var mikill glansbragur yfir því marki. Sigurður Haraldsson missti knött- inn frá sér og eftir þóf barst knötturinn til Kára Kaaber, sem hafði nógan tíma til þess að senda hann í Valsmarkið, 1:1. Framlengt var í 2x15 mínútur og skömmu fyrir lok fyrri hálf- leiks framlengingarinnar skoraði Alexander annað mark Vals- manna, eftir ágætlega tekna horn- spyrnu frá vinstri. Stóð síðan 2:1 fyrir Val fram á siðustu sekúnd- urnar, er Víkingur skoraði, svo sem fyrr hefur verið lýst. Liðin verða því að leika að nýju — sinn þriðja leik á skömmum tíma, þar sem þau eiga að mætast í íslandsmótinu á sunnudaginn. Mikill tröppugangur virðist vera á getu Valsliðsins og Víkingsliðsins í sumar. Víkingarnir byrjuðu keppnis- tímabilið vel og sigruðu þá t.d. í Reykjavíkurmótinu, en sfðan virðist stöðugt hafa sigið á ógæfu- hliðina. Valsmenn áttu góðan kafla nú seinni hluta sumars, en virðast dottnir niður í þá meðal- mennsku, sem þeir voru í til að byrja með. Framlína liðsins er mjög bitlítil og leikmenn í henni sennilega í senn óheppnir og klaufskir. Munar örugglega miklu fyrir liðið, að Hermann Gunnars- son hefur ekki getað leikið með því í sumar vegna meiðsla. Hann kom reyndar inná í framleng- ingunni í þessum leik, og var ekki að sökum að spyrja. Hann gerði usla í Víkingsvörninni og skapaði færi. Beztu leikmenn liðanna í þess- um leik voru þeir Páll Björgvins- son og Öskar Tómasson hjá Vík- ingi og Jón Gíslason og Jóhannes —VIÐ reiknum jafnvel með að tapa leiknum, en við mætum með okkar sterkasta lið og erum ákveðnir að selja okkur dýrt, sagði Halldór Bjarnason formaður knattspyrnudeildar Völsungs fyrir leik þeirra við Is- landsmeistarana frá Akranesi f undanúrslitum Bikarkeppninnar. Það var mikill áhugi fyrir leikn- um og komu margir langt að, enda voru áhorfcndur um 1000, sem er met aðsókn á Húsavfk. Veður var fremur óhagstætt þegar leikurinn fór fram og töldu ráðamenn Völsungs, að mun fleiri hefðu komið, ef veður hcfði verið betra. Völlurinn á Húsavík er mjög góður malarvöllur, þannig að allar aðstæður voru eins og bezt verður á kosið. Völsungar byrjuðu leikinn af miklum krafti og gerðu harða hríð að marki Skagamanna, sem vörðust og sneru síðan vörn í sókn. Á 9. mín. Iagði Eyleifur knöttinn til Matthíasar, sem fór léttilega í gegnum vörnina og skoraði framhjá markverðinum með öruggu skoti. Fátt var um marktækifæri í fyrri hálfleik, þar sem leikurinn fór að mestu fram á milli vítateiganna, en sterkar Eðvaldsson hjá Val. Hefur Jóhannes þó oftast verið betri í sumar. Vörn Valsliðsins var annars sterkasti hluti liðsins, og barðist oft af dugnaði. Tveir leikmenn fengu áminn- ingu í leiknum: Jón Gfslason og Hörður Hilmarsson. Er þetta þriðja áminning Harðar í sumar og fer hann því sennilega í keppnisbann í næsta Ieik. varnir beggja liðanna gáfu engin tækifæri. Strax á 47. mín. varði Sigurður Pétursson markvörður Völsungs glæsilegan skallabolta frá Matthfas Hallgrfmsson — skoraði fyrir Skagamenn á Húsavík. Dómari leiksins var Hannes Þ. Sigurðsson og var frammistaða hans í samræmi við annað í þessum leik. Hversu oft hefur það ekki verið sagt um Hannes að hann væri einn okkar beztu dómara? En i gær var hann skuggi af því sem hann gerir bezt. Ákaflega ónákvæmur og sumir dómar hans furðulegir, eins og t.d. þegar harin sleppi vítaspyrnu Matthíasi og kannski hefur þetta haft þau áhrif á leikmenn liðsins, að þeir fóru að sækja í sig veðrið og áttu nokkrar skemmtilegar sóknarlotur Á 66. mín. var Hreinn Elliðason i góðu færi, en hann hitti ekki markið. Nokkru síðar var Hermann kom- inn einn innfyrir vörnina, en Davíð kom út og varði. Skaga- menn áttu einnig sín tækifæri, sem ekki nýttust, en á 82. mín. skoraði Teitur annað mark Skaga- manna. Var hann með knöttinn á vítateigslínu og skaut að mér sýndist lausu skoti með vinstra fæti. Varnarmenn skyggðu á markvörðinn, sem kastaði sér, en of seint og knötturinn hafnaði í netinu. Á 89. mín. var Eyleifur í „dauðafæri“ en skot hans geigaði og fór langt framhjá markinu. Lauk leiknum því með 2:0 sigri Akurnesinga, sem var eftir atvik- um sanngjarnt, en sigurinn gat allt eins orðið minni. Völsungar tóku vel á móti ís- landsmeisturunum í þessum leik. Fyrir leikinn afhenti Gfsli Haraldsson fyrirliói þeirra fyrir- liða Skagamanna stóran og mik- inn blómvönd. Síðast börðust þeir Brotið fyrir utan — Ástæðan fyrir þvf, að ég dæmdi ekki vftaspyrnu, var einfaldlega sú, að ég taldi, að varnarleikmaður Víkings hefði byrjað að brjóta á Vals manninum utan vftateigs, sagði Hannes Þ. Sigurðsson dómari í leik Vals og Víkings, um hið umdeilda atvik, sem gerðist f seinni hálfleik leiks- ins, er margir töldu, að Hann- es hefði fært brot Víkingsins út fyrir teiginn. — Lfnurnar á vellinum eru mjög óskýrar og þess vegna hljóp ég strax á staðinn, sem ég taldi að brotið hefði átt sér stað, og var það fyrir utan víta- teíg. Hitt er svo annað mál, sagði Hannes, — að Víkingur- inn hélt áfram að brjóta af sér inni f vftateignum, og þar gerðist það, sem flestir töldu, að ég hefði dæmt á. Dómaratrfóið í þessum leik: Hannes Þ. Sigurðsson, Ey- steinn Guðmundsson og Einar Hjartarson eiga að dæma inn- an tíðar leik f trlandi. — Það er tæpast hægt að segja að það sé spennandi að fara þangað, sagði Hannes, — ég hef reynd- ar aldrei komið til trlands, og þeir sem dæmt hafa þar, láta ekki illa af þvf. En auðvitað getur maður átt allra veðra von. á Víking en dæmdi í hennar stað aukaspyrnu á vítateigslínu, þ.e.a.s. færði spyrnuna til um marga metra. Rangstöðudómar Einars Hjartarsonar voru einnig einkennilegir á tíðum, t.d. þegar Valsmenn skoruðu fyrra mark sitt. Áhorfendur: 883 eins og hetjur leikinn til enda og sýndu á köflum góða knattspyrnu. Beztu menn í liði þeirra voru Hreinn Elliðason og Hermann Jónasson í framlínunni, en í vörn- inni átti Guðmundur Jónsson góðan leik, sömuleiðis Gísli Haraldsson bakvörður og mark- vörðurinn Sigurður Pétursson. I liði Skagamanna var enginn sér- stakur sem bar af. Liðið i heild átti góðan leik, en styrkur liðsins liggur fyrst og fremst í því, að þar er engan veikan hlekk að finna. Dómari var Rafn Hjaltalín og var hann slakur að þessu sinni. Furðulegast af öllu fannst mér, er hann dæmdi aukaspyrnu á Akur- nesinga rétt fyrir utan vitateig þeirra. Varnarmenn stilltu sér upp einaðmetrafráen Völsungar mótmæltu og vildu fá þá aftar, sem von var. Rafn tók það ekki til greina og færði knöttinn aftar. Einn leikmaður hlaut gula spjaldið, en það var Benedikt Valtýsson, en hann greip í peysu eins sóknarmanns Völsunga, þegar hann var að missa hann inn fyrir sig. Annars var leikurinn prúðmannlega leikinn, þrátt fyrir talsverða baráttu. Hdan. Völsungar börðust af dugnaði, en töpuðu 0:2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.