Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1974 22 Minning: Þorsteinn Ingólfs- son íþróttakennari Fæddur 28. október 1949. Dáinn ll. ágúst 1974. Þorsteinn hennar Ingu okkar er dáinn. Þessi dimma harmafregn barst okkur, þegar þau og börnin, sem þeim var trúað fyrir í fjar- lægu landi, áttu eftir nokkra daga, áður en þau kæmu heim til vina og ættingja eftir rúmlega 2ja mánaða dvöl í sól og sumri. Þessi góði, hrausti drengur, sem Inga okkar valdi sér að lífsförunaut, varð okkur sannur sonur. Við sá- um og fundum í honum allt hið bezta, sem prýðir góðan dreng. Þegar við fréttum lát náins og kærs vinar, erum við svo ósköp smá, jafnvel neitum að trúa. Ung- ur maður er kallaður burt af svið- inu í byrjun leiks. Því fyrir Þor- steini og konu hans var sviðið fullmótað. Hann var íþrótta- kennari, bæði höfðu þau lokið kennaraprófi og starf þeirra og áhugamál voru unnin saman því að bæði kenndu við Höfðaskólann í Reykjavík, og þaðan voru börn- in, sem þau höfðu umsjón með í sumar, er starfsdegi þessa unga manns lauk svo skyndilega. Þeim ungu hjónunum var það sameiginlegt að helga þessum börnum krafta sína, að koma þeim til aukins þroska, voru aldrei í vafa um, að þau höfðu valíð rétt. Margs er að minnast, þótt samfylgdin yrði ekki löng. „Allt var gott sem gerði hann“ getum við með sanni sagt um Þor- stein okkar. Það voru margar ánægjustundirnar, er við fyrir norðan áttum með ungu hjónun- um. Þeirra hamingja var okkar. Það var okkur gleði að fylgjast með þeim, vonum þeirra og árangri á þessari skömmu sam- leið, sjá húsið þeirra rlsa af grunni, vera með þeim í leik og starfi. Það voru góðir dagar, sem því miður urðu of fáir. Við álykt- um og ráðgerum svo margt, en einn ræður. Þar duga engin svör við því, er á hugann leitar við slíkar kringumstæður, aðeins vissan um, að „látinn Iifir“. Við, sem bárum gæfu til að kynnast Þorsteini, gerum I sann- leika þessi orð að okkar. Við kveðjum I djúpri þökk ástkæran tengdason, sem dóttirin yngri kom inn í líf okkar, hún gat ekki betur valið, það var allra álit. Við þökkum og munum um ókomna tíð þakka af heilum hug allt of stutta samfylgd góðs drengs. Við biðjum Guð að blessa Þorstein okkar. Elsku dóttir, Ingibjörg, Ingólf- ur og bræður við biðjum Guð að líta til ykkar á þessum sorgar- stundum, hjálpa og blessa minn- ingar ástkærs eiginmanns, sonar og bróður. Tengdaforeldrar. Við, handknattleiksmenn úr Ármanni, vorum að koma heim úr æfingar- og keppnisferðalagi, er við heyrðum, að félagi okkar Þor- steinn Ingólfsson hefði lagt í annað og stærra ferðalag, sitt hinzta. Okkur var tjáð, að Steini, en svo var Þorsteinn nefndur af félögum slnum, hefði látizt fjarri átthögum sínum I suðrænu landi. Við svo óvænta andlátsfregn verða menn gripnir vanmáttar- kennd og undrun. Það er svo ótrú- legt finnst manni, að Steini sé horfinn hér af jörð. Þorsteinn Ingólfsson hafði starfað með okkur I handknatt- leiksdeild Ármanns I 4—5 ár, en áður hafði hann stundað sund- knattleik. Hann komst fljótlega I röð fremstu leikmanna okkar, og lék hann með meistaraflokki frá 1970. Þær eru ófáar ánægjustund- irnar, sem við félagarnir áttum saman innan vallar sem utan, enda er það fátt sem veitir jafn- margar gleðistundir og íþróttir. En til þess að njóta þeirra veróur að leggja af mörkum mikið félags- starf. Lendir sú vinna oftast á herðum fárra einstaklinga. Þor- steinn Ingólfsson var einn þess- ara fórnfúsu manna, og verður starf hans víst aldrei fullþakkað. Hann var I stjórn handknattleiks- deildarinnar árin 1972—73 og starfaði sem gjaldkeri, en lét af störfum síðastliðið vor vegna mik- illa anna. t Faðir okkar, JÓN G. JÓNSSON, verður jarðsunginn frá Akureyr- arkirkju mánudaginn 2. sept. kl. 13 30 Daníel Jónsson, Ólafur Jónsson, Valgarð Jónsson, Gunnar Jónsson. Þorsteinn starfaði sem leikfimi- kennari við Höfðaskóla I Reykja- vík, þar sem hann kenndí sein- þroska börnum. Starf hans dró hann til hinna suðrænu Ianda, þar sem hann lézt. Mönnum hefur oft verið líkt við tré. Sum tré eru síung og veik- byggð og þarfnast stöðugrar um- önnunar og skjóls. önnur eru stór og sterk og veita skjól. Þannig var Steini. Hann var likastur stóru tré, sem verndaði lággróðurinn með sterkum greinum sínum. Helzta einkenni hans var fórn- fýsi. I starfi sínu og leik var hann ávallt reiðubúinn að fórna tíma og erfiði, svo að aðrir mættu gleði njóta. Konu Þorsteins, Ingibjörgu Harðardóttur, og öðrum aðstand- endum vottum við samúð okkar. Fátt annað en tíminn getur lægt öldur sorgarinnar. En megi hlut- tekning okkar og samúð sln nokk- urs, veitum við hana af heilum hug. Handknattleiksdeild Ármanns. Okkur langar til að skrifa nokk- ur kveðjuorð I minningu góðs vinar og samstarfsmanns, Þor- steins Ingólfssonar. Við kynntumst Steina fyrst, þegar við kenndum saman I fyrra- vetur I Höfðaskóla. Þá strax fund- um við, að hann var traustur maður, sem gott var að starfa með. Þegar ákveðið var, að Þor- steinn og Inga, kona hans, færu með börnunum I sumardvöl til Mallorca, og það kom I okkar hlut að starfa með þeim, vissum við, að við yrðum samhuga hópur. Þá reyndi fyrst raunverulega á sam- starf okkar og traust hvers til annars við erfiðar aðstæður, fjarri heimalandinu, þar sem við vorum eins og ein stór fjölskylda meðal ókunnugra. Og Steini var alltaf tilbúinn til hjálpar, ef eitt- hvað bjátaði á og fljótur að gera gott úr öllu með sínu jafnaðar- geði. Hann átti mikinn þátt I starfi okkar og oft mæddi meira á honum en okkur hinum, þvl að hann var sá sterki I okkar hópi, sem aldrei brást. Síðustu dagana, sem við vorum saman, glöddumst við öll yfir ánægjulegu og vel heppnuðu sumri, en ekki grunaði okkur þá, að svo sorglegur atburður sem lát Þorsteins, mundi eiga sér stað, áður en við héldum heim. En bilið er oft skammt milli blíðu og éls. Það er sárt að þurfa að kveðja hann Steina, en við munum aldrei gleyma honum. Við erum þakklát- ar fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast honum og þeim mannkostum, sem hann var gæddur. í okkar augum verður hann ætíð tákn hins milda og sterka. Við vottum Ingu, foreldrum hans og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúð. Auðbjörg og Ásthildur. Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir. Hvers vegna og af hverju? Hversu oft hef ég ekki spurt Guð, síðan mér barst þessi helfregn að morgni 11. þ.m., en ég fæ ekkert svar. Ég vil þakka fyrir þessi fáu ár, sem við höfum átt samleið með Þorsteini Ingólfssyni, ótal minn- ingar líða um huga minn, ferðalög um jól heim I Skagafjörð og aðrar hátlðir, helgarferðir um hásumar, veiðidagur iBlöndu.ogsvo mætti lengi telja, en fátækleg orð geta svo lítið sagt. 25 ár er ekki langur aldur, en samt hafði þessum mæta dreng orðið svo mikið úr verki. öllum frístundum sínum varði hann á sem beztan og heil- brigðastan hátt. Iþróttir áttu hug hans frá barnæsku og af alhug vann hann íþróttafélagi sínu og varð því ávallt til sóma. Ég minn- ist þess, er við fylgdum föður mín- um til grafar I janúar s.l., er Þor- steinn bar kistu hans; hvern hefði grunað, að þessi karlmannlegi og sterki maður yrði næstur. Ég vil þakka honum alla þá hlýju og vinsemd, er hann sýndi föður mínum I veikindum hans, bæði hér I Reykjavík og á Sauðárkrók. Þann 4. september 1971 gekk Þorsteinn að eiga bróðurdóttur mlna, Ingibjörgu Harðardóttur kennara frá Sauðárkróki. Ég og fjölskylda mín erum stolt af þvi að hafa átt svo góðan dreng á meðal okkar I þessi fáu ár, og þar mun hans ávallt verða minnzt sem fyrirmynd ungra manna. Og við þig elsku Ingalill, hvað get ég sagt, ég bið góðan Guð að vaka yfir þér og styrkja þig I þinni miklu sorg. Foreldrum hans og bræðrum biðjum við einnig Guðs blessunar. Far þú I friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Anna Jóna og Sigurður Ólafsson. Hann Steini er horfinn sjónum okkar — Þegar við hjónin fengum þessar fréttir á sunnudags- morguninn 11. ágúst s.I. kom fyrst fram I huga mér: „Nei, það getur ekki verið, það getur ekki hafa gerzt, Steini, þessi hrausti og sterklegi maður, sem aldrei hafði kennt sér neins meins, alltaf hress og kátur I vinahöpi og reiðu- búinn að hjálpa, ef svo bar undir. En hversu lltils megum við gegn Guði, sem alla kallar til sín að lokum. Þegar ég lít yfir þennan tima, sem við fengum notið með þeim Steina og Ingu systur minni, koma svo ótalmargar minningar fram i huga mér, þótt árin hafi ekki verið mörg. — Mér er einna minnistæðast, er við bjuggum öll saman s.l. vetur hér I Reykjavík, þar komu hans góðu eiginleikar bezt fram. Framtíðin virtist blasa svo björt við þeim hjónum, þau áttu svo margt sameiginlegt framar mörgum öðrum, kenndu við sama skóla, og oft gátu þau setið timunum saman og rætt um, hvernig hægt væri að gera meira fyrir börnin I Höfðaskólanum, og þeirra takmark var að fullgera húsið, sem þau höfðu að mestu leyti unnið að sjálf, leigja það síðan og fara erlendis til að sér- mennta sigíkennslu hugfatlaðra barna, sem 4ttu hug þeirra allan. Þetta lýsir því meðal annars, hve samhent þau Inga og Steini voru bæði I atvinnu sinni og utan henn- ar. Steini, sem fékk að vera svona stutt hérna megin, fékk miklu meira áorkað en margir fá á langri æfi. Stundirnar með hon- um gleymast aldrei, sérstaklega ekki ungum dreng. sem séfellt spyr um hann. Þetta fáum við ekki skilið, þótt vissan og trúin um endurfundi að lokinni göngu hér styrki okkur og hjálpi I þess- um mikla missi. Systir mín sér á bak yndisleg- um og ástríkum eiginmanni. Við þig get ég ekki sagt annað en: Drottin styrki þig og leiði á þess- um tímamótum æfi þinnar og hjálpi þér að halda áfram starfi ykkar. Foreldrum, bræðrum og mág- konum vottum við hjónin og son- ur okkar dýpstu samúð. — Góður guð blessi minningu ástkærs mágs og vinar. Brynja Harðardóttir og Kristinn F. Guðjónsson. Kveðja frá samkennurum. Á sólbjörtum sumardegi eins og þeir gerast fegurstir á Islandi barst okkur fegnin um sviplegt fráfall hans I fjarlægu landi. Og það syrti I hugum okkar, dimm- an skugga dró fyrir sól þessa dags, okkur setti hljóð, við slíkar harmafregnir verður manni orðs vant. Þegar við kvöddum hann I vor, glaðan og reifan, önnum kafinn og stórhuga, grunaði okkur slzt, að það yrði síðasta handtakið. Við áttum von á, að hann tæki til starfa með okkur I haust ötull og samvizkusamur I starfi sínu, drenglundaður og góður félagi, sem aflað hafði sér vináttu og trausts, bæði nemenda og sam- kennara. Við vissum, að hann hafði, ásamt eftirlifandi eigin- konu sinni, lagt nótt við dag til að koma húsinu, sem þau voru að byggja, undir þak, áður en þau færu ferð með nemendum úr skólanum okkar til sumardvalar á Mallorca. Við vissum, að þau horfðu björtum augum til fram- tíðarinnar, tvær samhentar mann- eskjur I blóma lífsins, dugmikið fólk, traust og gott. Og nú er hann skyndilega allur. Við drjúpum höfði i innilegri t Sonur okkar, SVAVAR MARTIN SVAVARSSON, lézt af slysförum 28. ágúst. Kristin Hafsteinsdóttir, Svavar M. Carlsen. t Faðir okkar og tengdafaðir SIGURÐUR GUÐNASON Eskihlíð 10, lézt i Landspítalanum þann 28. ágúst. Margrét Sigurðardóttir Engilbert Sigurðsson Kristrún Guðmundsdóttir Sólveig Sigurðardóttir Ágúst Kjartansson Helga Sigurðardóttir Valgeir Einarsson SigurðurE. Sigurðsson Sigrlður Kristinsdóttir Elín Sigurðardóttir Stefán Karl Linnet Ásta Thorarensen t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi ÓLAFUR R. BJÖRNSSON stórkaupmaður, Fjölnisvegi 3, andaðist 19 ágúst s I. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð Gyða Gunnarsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir Guðmundur Guðmundsson Gunnar Ólafsson Margrét Leósdóttir Ólafur Ólafsson Ótöf L. Bridde og barnabörn. Útför móður okkar SÓLRÚNARINGVARSDÓTTUR frá Bakkastig 11, Vestmannaeyjum, Kleppsvegi 32. verðurgerð frá Landakirkju laugardaginn 31. ágústkl. 2. Ágústa Sveinsdóttir, Berent Sveinsson, Garðar Sveinsson, Tryggvi Sveinsson. t Móðir okkar ELÍN AÐALBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, laugardaginn 31. ágúst kl 1 0 30 árdegis. Guðný Kristmundsdóttir, Gunnþóra Kristmundsdóttir. t Hjartans þakkir færum við öllum okkar vinum og kunningjum, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNUJÓNSDÓTTUR frð Aldarminni, Stokkseyri. Lilja Bjarnadóttir, Ólafur Guðjónsson, Óskar Bjarnason, Sigurjóna Marteinsdóttir, Jóhannes Bjamason, Dagbjört Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.