Morgunblaðið - 04.10.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.10.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKT0BER 1974 3 Jóhann Hjálmarsson: AKVÖRÐUN sænsku akademí- unnar að skipta Nóbelsverð- launum milli þeirra Eyvinds Johnsons og Harry Martinsons kemur ekki á óvart. Vitað var, að akademfan hafði hug á að veita sænskum höfundum verð- iaunin. Eftir lát Vilhelms eflaust eftir kvikmyndinni). Hann elst upp f fátækt, hrekst frá einum vinnustað til annars, hneigist til róttækra stjórn- málaskoðana. Eyvind Johnson var snemma svarinn andstæð- ingur nasisma og fasisma og deilir hart á þessar stefnur f Harry Martinson Skrautfjöður í hatt gamalla höfunda Mobergs var mun auðveldara en áður að velja Nóbelsverð- iaunhafa. Ivar Lo Johansson er að vfsu á lífi. Johnson og Martinson eru báðir félagar f akademfunni. Það breytir þó engu. Þeir eru óumdeilanlegir fuiltrúar sænskra bókmennta. Nóbelsverðlaun eru orðin skrautf jöður f hatt gamalla höf- unda. Eyvind Johnson (f. 1900) og Harry Martinson (f. 1904) eru ekki f hópi þeirra sænsku rithöfunda, sem nú setja mest- an svip á sænskar bókmenntir. Tfmi þeirra er að mestu liðinn. Yngri höfundar eins og til dæmis Lars Ahlin, Sven Delblanc, Per Olof Sundman, Lars Forssell og Thomas Tranströmer verða að vfkja fyrir gömlu mönnunum þegar um mciriháttar viðurkenning- ar er að ræða. En að þeim kem- ur sjálfsagt Ifka. Einstaka sinnum verða Nóbelsverðlaun til þess að vekja athygli á rithöfundum, sem ekki hafa lokið æviverki sfnu. Dæmi um þetta eru Hall- dór Laxness (1955), Albert Camus (1957), Alexander Solsjenitsfn (1970) og Heinrich Böll (1972). En Nóbelsverðlaun eru engan veg- inn trygging fyrir langlffi rit- höfunda. Lfklegt er að þau verði lögð niður f framtfðinni eða róttækar breytingar gerðar á þeim. Skáldsögur Eyvinds John- sons eru flestar f breiðum epfskum stfl, en hann hefur einnig lagt sitt af mörkum til endurnýjunar skáldsögunnar. Skáldsögur hans fjalla um mannleg vandamál á mjög raunsæjan hátt, eru oft um- ræða um stjórnmálakenningar og heimspeki. Sumar eru tákn- rænar og það hefur vafist fyrir mörgum að skýra boðskap þeirra. Frægasta verk Johnsons eru skáldsögurnar fjórar: Nu var det 1914 (1934), Hár har du ditt liv! (1935), Se dig inte om! (1936) og Slutspel f ungdomen (1937); sameiginlegt heiti þeirra er Komanen oin Olof. 1 Romanen om Olof lýsir Eyvind Johnson bernsku- og æskuárum sfnum (sumir muna skáldsögum sfnum. Sfðar meir gerðist hann einnig ákafur and- kommúnisti. 1 Strándernas svall (1946) sækir hann inn- blástur f Odysseifskviðu. Evrópa eftirstrfðsáranna er efni margra skáldsagna hans. Johnson hefur verið kallaður Evrópumaðurinn f sænskum bókmenntum vegna þess hve margar skáldsögur hans eru mótaðar af dvöl hans f ýmsum Evrópulöndum, einkum Þýska- landi, Frakklandi og Sviss. Ein þekktasta skáldsaga hans Drömmer om rosor och eld (1949) fjallar til dæmis um gaidraofsóknir f Frakklandi á sautjándu öld. Þótt hann fjalli oft um fornöldina f skáldsögum sfnum leitast hann við að varpa ljósi á margt f samtfmanum með þvf að tengja saman fortfð og nútfð. Til vitnis um slfka Eyvind Johnson viðleitni er skáldsagan Hans Nádes tid (1960), sem hann fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir fyrstur manna 1962. „Að vera skáldsagnahöfund- ur þýðir meðal annars að gera játningu sfna“, sagði Eyvind Johnson f erindi, sem hann flutti f Háskóla tslands 21. aprfl 1958. Segja má að hann hafi frá upphafi verið þessum orðum trúr. Hann hefur þorað að glfma við hin erfiðu og sársaukafullu vandamál. Harry Martinson ólst upp f fátækt eins og Eyvind Johnson, sigldi ungur út f heim, menntaði sig sjálfur eins og allir hinir svokölluðu sænsku öreigarithöfundar. Skáldsögur hans fjalla um ferðir, eirðar- lausan förumann, sem finnur hvergi ró. 1 Resor utan mál (1932) og Kap Farvál (1933) rfs frásagnarlist Martinsons hátt. Hann hefur lýst bernsku- og æskuárum sfnum f skáldsög- unum Násslorna blomma og Vágen ut (1935—36). t sfðustu bókum Martinsons verður sænsk náttúra sffellt nær- tækara viðfangsefni um leið og hann gagnrýnir vald tækninn- ar, vélarinnar, yfir manninum. Harry Martinson vakti ungur athygli sem frábært ljóðskáld, nýjungamaður f skáldskap. 1 Ijóðaflokknum Aniara (1956) yrkir hann um samnefnt geim- skip á leið út f tómið. Enginn veit hvert stefnir Bölsýni og efi um framtfð mannsins setur svip sinn á Aniara eins og ljóðabækurnar Grásen f Thule (1958) og Vagnen (1960). 1 Dikter om ljus och mörker (1971), sem minnir á fyrstu ljóðabækur Martinsons, ekki sfst vegna yrkisefna úr fjar- lægum löndum, er meiri birta og jafnvægi en f fyrrnefndum bókum. Kfnversk lffsspeki hefur haft mikið gildi fyrir Harry Martinson, bergmál frá henni er vfða f Ijóðum hans. Skáldverk Harrys Martinsons eru f rfkara mæli en verk ann- arra sænskra skálda mótuð af þvf lffi, sem hann hefur lifað sjálfur, eigin reynslu. Þetta á einkum við um æskuverk hans. Með aldrinum hefur hann orðið heimspekilega sinnaður, leitað visku f gömlum bókum. Það sem er kannski mest heillandi við skáldskap hans eru minn- ingarnar frá farmennskuár- unum. I þeim er hreint og nær- andi sjávarloft. Jón úr Vör hefur þýtt all- mörg ljóð eftir Harry Martin- son. Gott sýnishorn þessara þýðinga er að finna f ljóðabók Jóns Maurildaskógi (1965). Skáldsaga Martinsons Netf- urnar blómgast f þýðingu Karls tsfelds kom út 1957. Nautaslátrun í meira lagi Breiðdalsvík 3. okt. VIÐ HÉR á Breiðdalsvík urðum fyrir litlum óþægindum af hret- inu, sem gekk yfir Austfirði i fyrri viku. Hér er sláturtíð í fullum gangi og gengur vel. Fiski- ri var heldur lélegt hjá bátunum í sumar, nema helzt hjá skuttog- aranum Hvalbak. Hin nýja við- bygging frystihússins er orðrn fokheld, og verður væntanlega tekin í notkun næsta ár. I sumar var endurgerður um 400 metra vegarkafli fyrir olíumöl hér í kauptúninu, og verður olíumölin væntanlega lögð næsta ár. Nauta- slátrun var með meira móti, enda var töluvert um, að menn keyptu kálfa I Eyjafirði, og hafa þeir alið þá í þrjú misseri og slátrað svo. Voru þetta orðnir vænstu gripir hjásumum. —Fréttaritari. Leiðrétting: Kolbeinn Agnarsson í MORGUNBLAÐINU I gær í grein frá Seyðisfirði urðu þau mistök, að Kolbeinn Agnarsson var sagður Jakobsson. Eru við- komandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. BANNXNU AFLETT Á STRANDAGRUNNI Sjávarútvegsráðuneytið aflétti f gærmorgun banni við veiðum á friðunarsvæði þvf, sem verið hef- ur á Strandagrunni frá 15. júlf s.l., og geta þvf bæði fslenzkir og brezkir togarar hafið þar veiði á ný. Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra sagði f samtali við Morgunblaðið f gær, að þessi ákvörðun hefði verið tekin af því að óeðlilegt hefði verið að hafa svæðið lengur lokað, þar sem til- tölulega lítið af smáfiski væri á því nú. Þetta umrædda svæði markast af eftirgreindum punktum: 66° 47° ’N _ 22° 24 ’V, 67° 00 ’N — 22° 24 ’V, 67° 00 N — 20° 49 ’V, 66° 34 ’N — 21° 26 ’V. 1 Hafrannsókna- stofnunin fylgist betur með í framtíðinni Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú farið fram á það við Hafrann- sóknastofnunina, að vel verði fylgzt með rækjuveiðunum i ísa- fjarðardjúpi, og þær heimilaðar um leið og seiðamagnið fer minnkandi. Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra sagði í samtali við Mbl. í gær, að þeir í ráðuneytinu hefðu orðið jafn hissa og rækju- sjómenn fyrir vestan, þegar til- kynningin um veiðibannið var birt, aðeins 12 klukkustundum áð- ur en veiðar áttu að hefjast, 30. september s.l. „Svona lagað má ekki endur- taka sig aftur og stofnun eins og Hafrannsóknastofnunin á að hafa nægan tíma til rannsókna, áður en veiðar eiga að hefjast og því finnst mér ekki til of mikils mælzt, að tilkynning um veiði- bann komi tímanlega, þegar gera þarf álíka ráðstafanir aftur,“ sagði ráðherra. Enn góðar sölur í Þvzkalandi ISLENZK fiskiskip fá enn gott verð fyrir fsfisk f V-Þýzkalandi. 1 gærmorgun seldu tvö skip þar og fengu bæði ágætis verð. Annað skipið fékk yfir 70 kr. meðaiverð, sem er það næst hæsta, sem feng- izt hefur á haustinu. Vestri frá Patreksfirði seldi 87,8 lestir fyrir 138.800 mörk eða 6,2 millj. kr. Meðalverðið er kr. 70,70. Aðeins Gunnar frá Reyðar- firði hefur fengið hærra meðal- verð í haust. Aflinn, sem Vestri var með, var mest stórufsi. Þá seldi skuttogarinn Hólmanes frá Eskifirði 103 lestir af blönd- uðum fiski fyrir 6,1 millj. kr. Meðalverðið var tæpar 60 kr. Þess má geta, að þótt sölur skip- anna séu háar í milljónum, þá dregst mikið frá þessum tölum eftir löndun, þar eð 33—35% af brúttóverði fer í kostnað í Þýzka- landi. Þar er innflutningstollur stærsti liðurinn, eða 15%. Við þetta bætist svo 11,2% útflutn- ingsgjald, þannig að um 46% dragast strax frá heildarsölu- verði. Þjónar segja ekki upp kjarasamningum ALLMÖRG félög hafa nú bætzt f hóp þeirra 50, er sagt höfðu upp kjarasamningum f byrjun vik- unnar, en endanleg tala þeirra lá ekki fyrir — hvorki hjá Alþýðu- sambandinu né sáttasemjara rfkisins. Tvö félög hafa hins vegar fellt að segja upp samning- um og eru það Félög starfsfólks á veitingastöðum og Félag fram- reiðslumanna. Á fundi Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri nýlega kom fram tillaga um, aó félagsmenn settu sjálfir upp taxta frá og með 1. nóvember, og yrði efnt til verk- falls, fengizt hann ekki samþykkt- ur. Við þessa tillögu kom breyt- ingartillaga, þar sem gert var ráð fyrir, að Eining leitaði samstöðu með öðrum verkalýðsfélögum í þessu efni og var hún samþykkt. Jafnframt var stjórn og trúnaðar- mannaráði Einingar veitt umboð til að fylgja þessari tillögu eftir með þeim ráðum sem talin væru nauðsynleg. Sigöldumenn fengu 20 þús. kr. uppbót JÚGÓSLAVNESKA fyrirtækið Energoprojekt, sem annast fram- kvæmdir við Sigöldu, efndi f gæi til fundar með verkstjórum og flokksstjórum fyrirtækisins þai efra. A fundinum tilkynnti forstjóri þess, Ivan Berger, að fram- kvæmdaáætlunin fyrir september hefði staðizt i öllum aðalatriðum og stjórnendur fyrirtækisins þar af leiðandi ákveðið að greiða starfsmönnum uppbót þá, sem heitið var í byrjun mánaðarins — kr. 20 þúsund. Jafnframt lýsti Berger þvi yfir, að á mánudag mundi stjórn fyrirtækisins taka ákvörðun um, hvort eins yrði farið að varðandi framkvæmda- áætlunina fyrir október. Lýst eftir vitnum FÖSTUDAGINN 20. sept. s.l. varð árekstur milli Volkswagenbíls og strætisvagns á mótum Kringlu- mýrarbrautar og Sléttuvegar. Þetta gerðist um klukkan 17,30. Einhverjir farþegar í vagninum munu hafa séð, hvernig þetta at- vikaðist, og eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa samband við um- ferðardeild rannsóknarlögregf- unnar í sfma 21100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.