Morgunblaðið - 04.10.1974, Page 13

Morgunblaðið - 04.10.1974, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÖBER 1974 13 Starfshópur rauðsokka: Andleg kynvilla Síðastliðinn sunnudag var i fyrsta sinn vígð kona til prests- embættis á Islandi. Rauðsokkar fagna þvi, að þetta skarð er rofið í múr fordómanna, og telja það vonum seinna, þar sem nú er öld liðin siðan konur áttu þess fyrst kost að setjast á skólabekk hér á landi. A Norðurlöndum fer konum fjölgandi i prestastétt, þótt enn gæti þar nokkurrar andstöðu, sem á þó fremur rót sina að rekja til kirkjunnar en safnaðanna. Þess eru dæmi, að biskupar hafi neitað að vigja konur og einnig, að karlkyns guðfræðikandidatar vilji ekki taka vígslu um leið og þær. I Morgunblaðinu 29. sept. sl. eru viðtöl við nokkra menn i til- efni af vfgslu Auðar Eir Vilhjálmsdóttur. Einn viðmæl- andinn, sem ekki vill sætta sig við vígslu hennar er úr hópi þjónandi presta og ber hann fyrir sig guð- fræðileg rök. Að kristin trú sé notuð sem kúgunartæki, er ekki ný bóla. Ótaldir eru þeir þjónar kirkjunn- ar, sem hafa þóst finna í kenning- um hennar rök fyrir alls kyns fordómum. Sá er illa villtur í trú sinni, sem telur kynferði prestsins skipta meira máli en boðskapinn. Mundi ekki nærri lagi að kalla slíkt and- lega kynvillu? Hins vegar ber það þroska Súg- firðinga gleðilegt vitni, að þeir telja andlegum þörfum sínum muni engu miður þjónað af vígðri konu en karli, eins og fram kemur í viðtali við oddvita þeirra í Mbl. sama dag. Rauðsokkar óska Auði Eir þess, að af starfi verði hún vegin og metin — það er f samræmi við sjónarmið þeirra. Hæfni til að gegna störfum hlýtur að byggjast á gerð einstaklingsins án tilljts til kynferðis. Réttur til að hasla sér völl á að vera óskoraður — það eru hin einföldu rök og hljóta þau ekki að duga mönnum best f mannheimi? Starfshópur rauðsokka um jafnréttismál október 1974. Þurfður Magnúsdóttir Björg Einarsdóttir Lilja Ölafsdóttir Skulu konur þegjaá safnaðar- samkomum? Inilaö álit* klrrka og kikmanna á vignlu fyrala falrnzka kvrnprrttlsins F.g fagna þvf afl konur vigist til prrslNstarfa Samkvjrmt ínI. lugumrrrkkrrt til f> rirstiiöu aA vigja konu Kolilrgt að kynin • “ »kipti mrflsrr 2; verkum i hvrrri “ atétt Trlrkkisjálfsairl • a A knnur gangi . inniftllKtftrf vrgna k> nfrrAis • !rins 3ír Október: Föstudagserindin í húsi Guðspekifél. Ingólfsstræti 22 hefjast kl. 9. 4. okt. Mystik í Sólarljóðum 11. okt. Vísindi og dulræn fræði 18. okt. Hafa jurtir vitund ) 25. okt. Um Daoisma. í sláturtíðinni húsrr.æður athugið: Höfum til sölu vaxbornar pappaöskjur undir hvers konar matvæli. Öskjurnar eru mjög hentugar til geymslu á sláturafurðum og öðrum þeim, matvælum sem geymast eiga í frosti. Komið í afgreiðsluna, gengið inn í portið að Norðanverðu. Kassagerð Reykjavíkur, K/eppsveg 33. STANLEY ft; Næst þegar þú kaupir verkfæri, vertu viss um að _______ þaðsé Afhending skírteina Kennsla hefst f rá og með 7. okt. Reykjavík Brautarholt 4 föstud. 4. okt. frá kl. 4 —10 eh. Félagsheimili Fáks Skirteini afhent i Brautarholti 4. Breiðholtshverfi Fellahellir (kjallara Fellaskólans) laugardaginn 5. okt. frá kl. 1— 7 eh. Kópavogur Félagsheimilinu (efri sal) föstudaginn 4. okt. frá kl. 3 — 7 eh. Hafnarfjörður Hringjum i nemendur. Seltjarnarnes Félagsheimilinu laugardaginn 5. okt. frá kl. 5—7 e.h. Keflavík Tjarnarlundi laugardaginn 5. okt. frá kl. 2—7 e.h. Upplýsingasímar 20345 og 25224

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.