Morgunblaðið - 04.10.1974, Qupperneq 17
MORGUNBLÁÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1974
17
— folk — fólk
I
norðan-
garra
w
ölfus-
rétt
Það má ekki milli sjá, hvort fleira er af fé eða fðlki f almenningnum. I baksýn sést, hvernig byggðin f Hveragerði þrengir að réttinni.
Ljósm. Mbl. Br. H.
AÐ VENJU var réttað f
Ölfusrétt fimmtudaginn
í 23. viku sumars, sem að
þessu sinni bar upp á 26.
september. Réttin er
léleg orðin, enda komin
til ára sinna, var hlaðin
úr hraungrjóti fyrir
rúmri öld. Þá þótti hún
mikið mannvirki, en
sfðan hefur tfmans tönn
á henni unnið, auk þess
sem byggðin f Hvera-
gerði þrengir að henni úr
öllum áttum. Því er lík-
legt, að dagar hennar
verði brátt taldir.
Morgunblaðsmenn
skruppu í Ölfusrétt að
morgni fimmtudagsins.
Það var norðanstrekking-
ur þennan dag og mjög
kalt í veðri. Fjölmenni
var í réttinni, og á stund-
um virtist vera fleira fólk
í almenningnum en fé.
Vegna kuldans voru
flestir klæddir í úlpur
eða annan vetrarfatnað.
Eins og vænta mátti voru
börn og unglingar í
meirihluta. t þeirra aug-
um er alltaf sami ævin-
týrablærinn yfir réttun-
um.
Réttarforingi í Ölfus-
rétt hefur síðustu 18 árin
verið Sigurður Auðuns-
son. Hann er Skaftfell-
ingur að ætt og uppruna,
en hefur verið í Ölfusinu
síðustu 30 ár. Hann sagði,
að gangnamenn hefðu
fengið þokkaleg veður.
Færra fé var nú á fjalli
en venjulega, því eitt-
hvað af fé hafði skilað sér
sjálft heim vegna kuld-
anna. Þá sagði Sigurður
að lokum, að sér virtist
féð ekki nema í meðallagi
vænt, og ekki eins vænt
af fjalli og í fyrra.
Markið skoðað frá öllum sjónarhornum.
Þeir eldri létu sitt ekki eftir liggja.
Af réttarveggnum var gott útsýni, bæði fyrir menn og hunda.