Morgunblaðið - 04.10.1974, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKTÖBER 1974
— Hjartabíilinn
Framhald af bls. 32
inga. Beint slmasamband verði
milli deildanna.
1 öðru lagi er gert ráð fyrir
endurskipulagningu innlagna f
sjúkrahúsið, þ.e. að sjúkrahús-
in tvö taki á möti sjúklingum
annan hvorn sólarhring og bif-
reiðin aki sjúklingi beint á við-
komandi sjúkrahús. I þriðja
lagi er lögð á það áherzla, að
læknismenntaður maður eða
læknastúdent fari alltaf með
bifreiðinni f útköll vegna
hjartasjúklinga á Reykjavfkur-
svæðinu. Ef um erfið tilfelli
væri að ræða, gæti starfsfólk
bifreiðarinnar kallað til aðstoð-
ar lækni þjálfaðan f endurlffg-
un. Þegar bifreiðin fer langa
leið, t.d. til Suðurnesja eða til
Selfoss vegna hjartasjúklinga,
fer þjálfaður læknir með bif-
reiðinni.
í fjórða lagi er bent á að bæta
þurfi tækjabúnað bifreiðarinn-
ar frá þvf sem nú er með
hjartarafsjá, talsstöðvarsam-
bandi við annað hvort sjúkra-
húsið og betri útbúnað til
öndunaraðstoðar. 1 fimmta lagi
segir að leggja verði áherzlu á
að mennta sjúkraflutninga-
menn sem bezt f endurlffgun
og meðferð hjartatruflana.
Lögregla, skátar, hjálparsveitir
og jafnvel almenningur eigi að
læra hjartahnoð og munnblást-
ur. Almenningi verði a.m.k.
kynnt einkenni bráðrar krans-
æðastfflu og hvað skuli til
bragðs taka, ef grunur leikur á
sjúkdómnum.
Árni Kristinsson læknir
sagði, að Blaðamannafélagið
hefði í upphafi rætt um bif-
reiðakaupin við sérfræðinga
sjúkrahúsanna f hjartasjúk-
dómum, en sfðan ekki söguna
meir. Vissu þeir ekki, hvernig
málið þróaðist, fyrr en þeir
lásu f blöðum f vetur, að ákveð-
ið hefði verið að kaupa bflinn.
Arni sagði, að ekki hefði verið
haft samband við sérfræðinga
Landspftalans og hann hefði
grennslazt fyrir um það á
Borgarspftaianum og þaðan
væri sömu sögu að segja.
Hjartasjúkdómafélagið hef-
ur um mörg undanfarin ár haft
mikinn áhuga á kaupum á slfk-
um bfl og hefur mikið athugað,
á hvern hátt ætti að reka bif-
reiðina. Sagði Árni, að hugsa
þyrfti upp nýtt kerfi, sem starf-
rækja þyrfti bflinn eftir. Fyrst
og fremst á bfllinn að vera við
Landspftalann eða Borgarspft-
alann, eftir þvf á hvorum stað
vakt er. Sagði Árni, að alltof
svifaseint væri, að fyrst þyrfti
fólk að hringja í neyðarlækni,
hann að koma og hringja sfðan
á bflinn. Sagði Arni, að gera
þyrfti mjög miklar breytingar
til þess að unnt yrði að reka
bflinn, svo að tilætlað gagn yrði
af honum. Rekstur hans yrði
dýr og nauðsynlegt væri að
læknir, læknakandidat eða
gjörgæzluhjúkrunarkona væri
með f bílnum.
Enn hefur sérfræðingum f
hjartasjúkdómum ekki verið
sýndur bfllinn og má það furðu-
legt teljast. og má það furðu-
legt teljast. Þó sagði Árni, að
hann hefði skoðað bflinn af eig-
in frumkvæði og gert sér ferð
til slökkviliðsins gagngert til
þess. Nauðsynlegt væri og að
endurbæta tækjakost bflsins.
Þar á meðal þarf að koma fyrir
f honum talstöð, sem læknirinn
f bflnum getur notað til þess að
hafa samband við sérfræðing f
sjúkrahúsinu. Á hjartadeildum
sjúkrahúsanna kvað hann
ávallt vera bakvakt og þvf væri
hér ekki um mikið vandamál að
ræða. Núverandi vaktakerfi
lækna er of seintvirkt fyrir
þennan bfl og hann kallar á
endurbætur f þessum efnum.
Bfllinn getur gert mikið gagn,
ef hann er rétt notaður — og á
þann hátt, sem upphaflega var
ráð fyrir gert.
I áðurnefndu viðtali f Tíman-
um segir Rúnar Bjarnason, að
hann voni, að tækin verði
aldrei notuð f bflnum, þar sem
ógjörningur væri að gera það.
Hins vegar gætu þau komið að
góðum notum f heimahúsum
eða á götum úti — ef Iæknir er
t.d. staddur heima hjá sjúkl-
ingi. Um þessa staðhæfingu
Rúnars sagði Árni Kristinsson:
„Ef tæki, sem keypt eru f bfl-
inn, eiga ekki að notast, hafa
þau ekkert þar að gera og þar
með er tilgangur bflsins úr sög-
unni. Þá má allt eins kaupa
ódýran flutningabfl til þess að
flytja tækin á milli staða.“ Auk
þess sagðist Árni efast um, að
almennir heimilislæknar hefðu
þá tækjaþekkingu, sem krafizt
er til þess að nota tækin. Kvað
Árni hér vera um algjört und-
anhald frá upphaflegri hug-
mynd um notkun bflsins að
ræða og að alrangt væri að ekki
væri unnt að vinna með tækj-
unum f bflnum. Áðeins þyrfti
að gera á honum svolitlar end-
urbætur.
Tfminn spurði Rúnar Bjarna-
son, hvort hjartabfll væri ekki
rangnefni á bflinn. Hann svar-
aði: „Já, það sem eru raunveru-
legir hjartabflar eru nokkurs
konar skurðstofur á hjólum.
Þeir bflar eru svona á stærð við
minni gerðina af strætisvögn-
um. Þar eru alla jafna við störf
læknir, hjúkrunarkona og einn
eða tveir hjálparmenn. Það er
skemmst frá þvf að segja, að
þessi bfll er ekkert f Ifkingu við
það“. Um þetta sagði Árni
Kristinsson læknir: „Ég hef séð
hjartabfla í Bandarfkjunum,
Englandi og f Danmörku og á
öllum þessum stöðum eru not-
aðar minni gerðir af sendif erða
bflum. Heilbrigðismálastofnun
Sameinuðu þjóðanna, WHO,
hefur og gefið út staðal fyrir
sjúkrabfla og þar er mælt með
tveimur stærðum, litlum bflum
eins og hér eru og heldur stærri
bflum sem hjartabflum. Okkar
hjartabfll er að vfsu ekki af
þessari stærð, en þar raunar
ekki miklu á stærð. Þegar
sjúklingur er kominn f hjarta-
bfl, á allur tæknilegur búnaður
að vera þannig, að það er eins
og sjúklingurinn sé kominn f
sjúkrahúsið. Eftir að sjúkling-
urinn er kominn f bflinn, skipt-
ir ekki máli, hve hratt er ekið.“
Árni kvað það hins, vegar rétt
vera, að það væri dýrt að reka
bfl sem þennan. Tilgangurinn
er, að læknir geti fylgzt með
sjúklingnum á leið til sjúkra-
hússins og til þess þarf mikið
skipulag.
Arni Kristinsson sagði, að sér
fyndist, að ekki ætti aðeins að
nota hjartabflinn til aðstoðar
hjartasjúklingum, heldur fyrir
mikið veikt eða slasað fólk yfir-
leitt. Það er einnig unnt að
senda lækni með bflnum. Bfll-
inn ætti að vera stórslysabfll,
enda væri bráð kransæðastffla
eða skyndidauði stórslys. Ekki
væri ljóst, hve yfirvöld vildu
leggja mikið fé til reksturs
bflsins og þvf hefðu læknarnir
stungið upp á, að heilbrigðis
ráðuneytið skipaði nefnd til
þess að fjalla um rekstur
bflsins. Hann kvað lækna Land-
spftalans og Borgarspftalans
mikið hafa rætt um bflinn og
rekstur hans og eru þeir sam-
mála um þær kerfisbreytingar,
sem gera þarf, til þess að hann
komi að þvf gagni, sem upphaf-
lega var ætlazt til.
Morgunblaðið hafði f gær
samband við Eið Guðnason, for-
mann Blaðamannafélags Is-
lands, sem sagði, að ekki væri
við Blaðamannafélagið að
sakast, þótt ekki hafi tekizt enn
sem komið er að reka þennan
bfl sem fullkominn hjartabfl.
„Aðrir aðilar þjóðfélagsins
verða að leysa fram úr þvf
máli“, sagði Eiður, „og eins
fjárhagsvandamálum, er skap
ast við rekstur bflsins sem
hjartabfls". Um kaup bflsins
sagði Eíður: „Félagið beitti sér
fyrir kaupum á þessum bfl, og
hann er búinn tækjum f sam-
ráði við lækna. Ef hins vegar
svo gleðilega tekst til, að unnt
verður að reka bflinn með
lækni, þá verða áreiðanlega
engin vandakvæði á þvf að afla
þess búnaðar sem þarf til þess
að bfllinn verði fullkominn
hjartabíll".
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Kirkjan okkar virðist ekki stefna að öðru en eignasöfnun.
Við erum sffellt með fjársafnanir til nýrra bygginga, nýrra
tækja og nýrra bflastæða. Vel veit ég, að þetta er nauðsynlegt,
en mér er spurn: Er þetta helzta hlutverk okkar? Ég verð oft
sár og leiður, þegar ég sé alvöruleysi sumra safnaðarmanna f
trúarefnum, og á ég þar einnig við starfsmenn safnaðarins.
John Bunyan hafði næman, andlegan skilning.
Hann sagði einu sinni: „Kirkjan verður ekki metin
eftir fegurð hennar, byggingarstíl né eignum, held-
ur eftir því fólki, sem lifir trúfastlega því markmiði,
sem kirkjan keppir að.“
Margir þeir, sem vilja, að kirkjur séu dýrar og
tignarlegar, líta að sjálfsögðu svo á, að aðeins hið
bezta og vandaðasta hæfi Guði. Það er sannleiks
korn í þessu. Samt megum við ekki gleyma þeirri
staðreynd, að meginmarkmið safnaðarins er, að ljós
Krists skíni fyrir tilstilli safnaðarmanna. Jesús
sagði: „Þér eruð ljós heimsins," og þá átti hann að
sjálfsögðu við „hið innra ljós“, ekki dýra kerta-
stjaka, steinda glugga og glæsta gripi.
í einni borginni hér er hópur manna, sem hefur
..veggjalausa kirkju“. Þeir hittast í loftstofu til bæna
og til að biðja um handleiðslu Guðs, og síðan fara
þeir út á breiðstrætin, í fátækrahverfin og á aðra
staði, þar sem fólk er, og boða fagnaðarerindið um
Krist. Það getur verið, að þetta sé sannari söfnuður
en sá, sem er til húsa í veglegustu byggingu landsins.
Yfir
500
seiði
Unnur Skúladóttir fiskifræö-
ingur sagði í viðtali við Mbl. í
gærkvöldi, að það væri ekki rétt,
að Dröfn hefði verið búin að vera
við rannsóknir í Djúpinu áður en
fundurinn var haldinn með skip-
stjórnarmönnum á Isafirði. Þegar
sá fundur var haldinn, hefði
báturinn verið að koma frá rann-
sóknum á Breiðafirði og Arnar-
firði, en í rannsóknarleiðangur-
inn hefði hann farið 21. sept. s.l.
Seiðamagnið hefði ekki komið í
ljós, fyrr en eftir þann fund og
væri það hreint ekki lítið.
Togað var á 40 stöðum í Djúp-
inu, sagði Unnur, og á 19 stöðum
af þessum 40 reyndust seiði vera
fleiri en 500 á togtíma, en 500 ýsu-
eða þorskseiði teljum við hámark
þess, að hægt sé að leyfa veiði.
Ég hef reiknað út, hvað seiða-
magnið var í raun mikið á togtfma
á 16 stöðum af 19 og kom í ljós, að
seiðin reyndust að meðaltali rösk-
lega 1000. 59 bátar eru nú búnir
að sækja um rækjuveiðileyfi og
sjá allir, hvað gæti gerzt, ef þeim
'væri leyft að veiða nú. Hinsvegar
vitum við vel, að skipstjórar í
Djúpinu reyna ávallt að forðast
seiðin, en aldrei er hægt að
treysta því, að illa geti ekki farið,
sagði Unnur.
Heraðstoð USA
enn takmörkuð
Washington 2. október — AP.
ÖLDUNGADEILD Bandankja-
þings samþykkti enn í dag að
stöðva alla hernaðaraðstoð við
sérhvert land, sem notaði vopn
frá Bandaríkjunum til árásarað-
gerða. Var þetta breytingartillaga
við frumvarp um 2,5 milljarða
dollara aðstoð við erlend ríki, og
féllu atkvæði 48—34.
— íþróttir
Framhald af bls. 31
Anderlecht
PAUL van Himst, leikmaður
belgíska landsliðsins, sem lék með
þvl hér á dögunum, átti mjög góð-
an leik, er lið hans Anderlecht
mætti fékkneska liðinu Slovan
Bratislava I seinni leik liðanna I
Evrópubikarkeppni meistaraliða,
en leikið var I Brussel I fyrrakvöld.
Skoraði van Himst eitt mark sjálf-
ur og lagði annað upp. Sigraði
Anderlecht I leiknum 3:1, eftir
2:0 I hálfleik. Auk Himst skoruðu
þeir Coeck og Thissen mörk
Anderlecht en Masny skoraði
mark Tékkanna. Fyrri leik liðanna
lauk með sigri Bratislava 4:2, og
var því samanlögð markatala eftir
leikina tvo 5:5, en Anderlecht
kemst I aðra umferð, þar sem liðið
skoraði fleiri mörk á útivelli.
Áhorfendur að leiknum I Brussel
voru 32.000.
Dynamo Moskva
REGLAN um mörk á heimavelli og
útivelli kom sovézka liðinu
Dynamo Moskva I aðra umferð
UEFA-bikarkeppninnar I knatt-
spyrnu, en Moskvubúarnir sigruðu
Öster frá Sviþjóð I leik I Sovétrlkj-
unum ! fyrrakvöld, 2:1, eftir 1:0
fyrir þá ! hálfleik. Svlarnir unnu
hins vegar fyrri leikinn 3:2. Mörk-
in ! leiknum ! fyrrakvöld skoruðu
fyrir Dynamo þeir Yevruzhikhin og
Petrushin, en Svensson skoraði
mark Öster.
— Bílasala
Framhald af bls. 2
160 þúsund. Þrátt fyrir að salan
hefði verið mjög róleg undanfarið
sagði Sigfús, að jafnan seldust
einn til tveir bílar á dag af Mini
eða Landrover-dísel, enda hinn
fyrrnefndi sérlega neyzlugrannur
á bensín og hinn síðarnefndi
morgfoldar
markoð vðar
notaði alls ekki bensín, en hinar
öru bensínhækkanir undanfarið
hefðu auðvitað einnig áhrif á bíla-
söluna. ,
Hjá Fiatumboðinu fékk Morgun-
blaðið þær upplýsingar, að þar
hefði salan dregizt geysilega
saraan frá því að hún var sem
mest I sumar, en þó væri að
meðaltali seldir um tveir bflar á
dag. Söluhæstu Fiatbflarnir hafa
hækkað milli 80—100 þúsund
vegna gengisfellingarinnar og
söluskattshækkunarinnar. „Engu
að sfður er töluverð eftirspurn
enn þá, mikið hringt hingað og
spurt, en fólk virðist hrökkva
töluvert við, þegar það heyrir
verðið," sagði forsvarsmaður
Fiatumboðsins.
— Kilimanjaró
Framhald af bls. 32
af allrl fyrirgreiðslu, en f
stuttu samtali við Morgunblað-
ið f gær sögðu þeir, að ferðin
hefði verið hin ævintýraleg-
asta, bæði fróðleg og skemmti-
leg. Þeir félagar höfðu 20 inn-
fædda burðarmenn með sér f
leiðangrinum, en þeir fóru þó
ekki upp á efstu tindana. Vitað
er um einn Islending, sem áður
hefur gengið á Urutind, en það
er Agnar Kofoed-Hansen flug-
málastjóri; hann taldi þá ferð
mjög erfiða vegna hins þunna
lofts.
Loftveiki hrjáði einnig þá
þrjá, sem gengu á hæsta tind-
inn, og m.a. sofnuðu tveir
þeirra þarum stund hrelnlega
duttu út af. Áður en þeir fóru
niður aftur, reistu þeir fslenzka
fánann á þessum hæsta tindi
Afrfku. Nánar verður sagt frá
ferðalagi Eyjapeyjanna hér f
blaðinu sfðar.
— Nóbels
Framhald af bls. 1
gegn kommúnisma og nasisma á
árunum eftir 1930.
Verðlaunin nema 550.000
sænskum krónum, og er þeir fé-
lagar voru að þvf spurðir, í hvað
þeir myndu eyða peningunum,
sagðist Johnson ekki vita það, en
Martinson sagði, að sinn helm-
ingur færi í að borga skuldir og
skatta og nægði þó ekki til.
Vangaveltur eru uppi um það,
að ástæðan fyrir því, að Johnson
og Martinson fengu verðlaunin í
ár, hafi verið sú, að akademían
hafi ekki viljað draga athyglina
frá Alexander Solzhenitsyn, er
hann kemur á Nóbelshátíðina til
að taka við verðlaununum, sem
honum voru veitt 1970.
— Engin bilbugur
Framhald af bls. 30.
sér — það er enginn mulnings-
vélarbragur á henni um þessar
mundir, heldur þvert á móti var
hún stundum næsta svifasein og
bauð Framleikmönnunum upp á
ýmislegt, sem á að vera unnt að
komast hjá.
Stefán Gunnarsson kom einna
bezt út af Valsmönnum í þessum
leik, svo og Jón Karlsson, sem átti
ágæta spretti á köflum. Guðjón
Magnússon olli hins vegar von-
brigðum, en hann var eitthvað
miður sfn og óheppinn með skot
sín. Hið sama má reyndar segja
um Gunnstein, sem hvað eftir
annað fór inn úr hægra horninu,
en lét jafnan verja hjá sér.
Mörk Fram: Stefán Þórðarson
6, Pálmi Pálmason 5, Björgvin
Björgvinsson 2, Hannes Leifsson
1, Kjartan Gfslason 1, Pétur Jó-
hannsson 1.
Mörk Vals: Ólafur H. Jónsson 4,
Jón Karlsson 3, Stefán Gunnars-
son 2, Jón Pétur Jónsson 1, Gunn-
steinn Skúlason 2, Jóhannes
Stefánsson 1, Bjarni Guðmunds-
son 1;
Dómarar: Björn Kristjánsson
og Kristján örn Ingibergsson. Hið
sama má segja um þá og suma
leikmennina, þeir byrjuðu mjög
vel, en þegar á leikinn leið fór að
gæta svolftils ósamræmis hjá
þeim. Ekki verður þó. annað sagt
en að þeir hafi komizt ágætlega
frá leiknum, þegar á heildina er
litið.
—stjl.