Morgunblaðið - 04.10.1974, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 04.10.1974, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. OKT0BER 1974 19 — Samgöngumál Djúpmanna Framhald af bls. 11 öðru dagsverki í verkalaun svo einn hinna mestu mjólkurbænda hér um slóðir komist hjá þvi að hella niður nokkur hundruð mjólkurpottum, svona rétt í þann mund, er kýrnar eru að fara úr fjósunum. Þar áttu guð og sólin að þurrka landið og bóndinn að bíða í þögulli undirgefni þess, er verða vildi. Það skal heldur ekki í efa dregið, að þeim sé þröngur stakkur skorinn fjár- hagslega, en oft veltur þó á nokkru, hve góður vilji áorkar r þessum málum sem öðrum og skilningurinn á þeim skilyrðum, sem lökust má telja Hinu er ekki að leyna, að stórfé mun þurfa til að koma vegunum hér í sæmilegt horf. Búum við langleiðina ennþá við vega- troðninga, sem í vordaga þeirra fram- kvæmda voru af fáum krónum teygðir sem lengst og eru margir hér nú verr settir ! aðdráttum sínum og mjólkur- flutningum frá heimilunum en meðan hesturinn og klakkurinn voru styrkustu burðarásarnir í þeirri gerð. Enda sýna verkin merki ! þeirri reynd, að mólkur framleiðslan er að leggjast niður, þar sem öryggið er ekkert til að koma henni á markað og flestir trénast upp á Vélapakkningar Dodge '46—'58, 6 strokka Dodge Dart '60—'70, 6—8 strokka. Fiat, allar gerðir Bedford, 4—6 strokka, dísilhreyfill Buick, 6 — 8 strokka Chevrol. ' 48—'70, 6—8 str. Corvair Ford Cortir.a '63—'71 Ford Trader, 4—6 strokka Ford D800 '65—'70 Ford K300 '65— '70 Ford, 6—8 strokka, '52—'70 Singer - Hillman - Rambler Renault, flestar gerðir Rover, bensín- og dísilhreyflar Skoda, allar gerðir Simca Taunus 12M, 17M og 20M Volga Moskvich 407—408 Vauxhall, 4—6 strokka Willys '46 —'70 Toyota, flestar gerðir Opel, allar gerðir. Þ. Jónsson & Co Símar: 8451 5- Skeifan 1 7. 84516. þv! að standa úti í gaddi og byl við snjómokstur með lítilli handskóflu til að komast á milli bæja, en hella mjólk- inni að öðrum kosti niður I ræsið hjá sér langtimunum" saman. Þetta er sú blákalda og nöturlega staðreynd, sem við blasir og á ekkert skylt við það, þar sem mjólkin er sótt heim að fjósdyrun- um á hverjum einasta degi ársins, bóndanum svo að segja að fyrirhafnar- lausu. Þetta m.a.a gerir það að verkum að flyija verður hingað í sjávarþorpin á annað hundrað þúsund lltra af nýmjólk og rjóma, sem ekki er þó nema um helmingur þess, sem þyrfti, þvi að oft er litlamjólkað fá, og auk þess skyr og smjör í stórum stil. Flutningskostnaður þessa mjólkurmagns skiptir hundruð- um þúsunda króna, svo að ekki er of i lagt, að á aðra milljón króna kosti bara flutningur þess mjólkurmagns, sem á vantar, að mjólkurþörfinni séfullnægt. Svona er nú sagan af búskaparað- stöðunni við Djúpið okkar hérnaá því herrans ári — ellefu alda byggðar ári okkar ástkæru þjóðar og er það þá nokkuð mikið upp ! sig að taka hjá Dalakonunni, henni Rögnu á Lauga- bóli, þótt henni finnist, að meðan búskaparaðstaðan er ekki betri en raun er á, megi leggja aðrar áætlanir á hilluna, þar til betur úr rætist. Ég vil hins vegar segja það, að hér þarf traustra manna tak til að snúa vörn I sókn, svo sterka sókn, að ekkert undan láti. Við eigum á þvi heimtingu og rétt, að til okkar sé litið. Við erum hér borin og barnfædd og hér viljum við vera. Við erum samgróin þeirri sveit, sem alið hefur okkur síðan við vorum börn og lékum okkur I varpan- um. Harðbýli höfum við þolað um árabil I rikara mæli en flestir aðrir. ísar, kal og klakar hafa kollvarpað afkomu okkar og framtíðarvonum. Við eigum eftir að borga skuldirnar, sem við söfn- uðum á sex ára samfelldu grasleysis- timabili við að kaupa hey ofan I skepn- urnar okkar til þess að byggðin þurrk- aðist ekki út og yrði eins og eyðimörk. Og gegnum. allar þær raunir hefur samfélagið ekki séð nokkra minnstu ástæðu til að sýna bændum þessarar byggðar hinn minnsta vott um aðstoð, eða svo lítinn, aðengandrótil fram- dráttar úr því sem komið var Eitt minnsta sveitarfélagið, sem vitanlega eru bændurnir einir, stendur undir svipuðum skuldaþunga vegna þessa áminnzta árferðis, sem að tiltölu væri nú á Reykvíkingum um fjórir milljarðar króna, og er þá ekki einn fjórði tjónsins < talinn með og ekki heldur hið gifurlega tjón, sem hvergi er talið, en er vægt áætlað ekki minna en annað eins. Hitt vil ég að komi fram og af alhug þakka, að það voru bændurnir um allt landið, sem skildu aðstæður okkar og seldu okkur hey ofan á hey, án nokk- urrar tryggingar um greiðslu. Ég er að vona, að flestir hafi fengið þar fyrir sitt. Ég á margt eftir í pokahorninu, sem ég gæti minnzt á, en þetta er þegar orðið lengra en vera átti i upphafi þessara orða. En það er mér Ijóst, að margur má gá til sólar áður en svo yfir jafnast í búskaparlegri aðstöðu hér við Djúp, að ekki verði hætta á ennþá meiri grisjun byggðar en þegar er, og þykir þó flestum nóg. Vélsmidja ORMS & VÍGLUNDARsf. LAGMÚLA 9 SÍMI 86199 REYKJAVIK óska að ráða járnsmiði, vélvirkja, plötusmiði, rafsuðumenn. Sími 861 99. Kodak I Kodak ■ Kodak I Kodak HjKodak KODAK Litmgndir á^dögum HANS PETERSEN H/f. BANKASTR. 4 SÍMI 20 313 GLÆSIBÆ SÍMI 82S9Q Alliance Francaise Frönskunámskeið Kennt er i mörgum flokkum fyrir byrjendur og lengra komna. Kennarar eru franski sendikennarinn, Jacpues Raymond, og Marcelle Raymond. Innritun i Bókaverslun Snæbjarnar, Hafnarstræti 4 og 9, simar 14281 og 1 1936. Væntanlegir nemendur komi til viðtals i Háskólann (10. stofu) mánu- daginn 7. október. Minjagripir frá Landsmóti Vindheimamelum. Til sölu: Veggplattar, könnur, umslög, hesta- póstur, dómar ofl. Landssamband hestamannafélaga Hverfisgötu 76. S: 10646. Úrbeinum kjötiö Nautaskrokka Kálfaskrokka Svínaskrokka Folaldaskrokka Tilbúið beint í f rystikistuna Laugalæk 2. REYKJAVIK. Simi 3 5o2o I Afrræiishátíð Starfsstúlknafélagið Sókn heldur afmælishátíð í tilefni af 40 ára afmæli félagsins að Hótel Borg í kvöld föstudaginn 4. október kl. 21 . Dagskrá hátíðarinnar verður: 1. Formaður, Guðmunda Helgadótt- ir setur hátíðina og kynnir fyrsta formann félagsins, Aðalheiði Hólm. 2. Margrét Auðunsdóttir flytur ræðu. 3. Guðrún Á Símonar, óperusöng- kona syngur einsöng. 4. Karl Einarsson flytur skemmti- þátt. 5. Dans. Aðgöngumiðar fyrir félagskonur og gesti þeirra fást á skrifstofu félagsins trúnaðarmönnum á vinnustöð- um félagsins. Aðgangur er ókeypis. _ , Stjormn. Caterpiller jaröýtur til sölu Til sölu Catepillar jarðýtur D 7, með og án riftannar og Catepillar jarðýta D 6 án riftannar. Upplýsingar veittar hjá Jarðýtunni s.f., Ármúla 40. Skip frá Japan Nálægt 10. október koma hingað til lands umboðsmenn all margra japanskra skipasmíðastöðva, skipaverkfræðingur og viðskiptastjóri. Þessir aðilar hafa hug á, að ræða við islenzka útgerðarmenn um ýmsar tegundir fiskiskipa, og aðhæfa framleiðslu sína að íslenzkum aðstæðum. Þeir, sem hafa hug á að ræða um þessi málefni við hina japönsku fulltrua, vinsamlegast sendið nafn og heimilisfang til Magnúsar Viglundssonar, Pósthólf 80, Austurstræti 17, Reykjavík. Það skal tekið fram, að afgreiðslutimi skipanna er yfirieitt stuttur. Magnús Vfglundsson hf., Austurstræti 17. Pósthólf 80. Símar 13057, 21557. Heimasimi 41 523.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.