Morgunblaðið - 23.10.1974, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÖBER 1974
7
Endurheimtur 1 árs seiða
fjórfalt meiri en 1973
Stórglæsilegur árangur í Kollafirði
Bráðabirgðaniðurstöður rann-
sókna á endurheimtum I Kolla-
fjarðarstöðinni líggja nú fyrir í
skýrslu eftir Árna (saksson. Þar kem-
ur fram að endurheimturnar í ár eru
einhverjar þær beztu frá því að stöð-
in tók til starfa. Alls var sleppt
23300 seiðum, eins og tveggja ára,
vorið 1973 og af þvi skiluðu sér
3065 laxar eða að meðaltali
12,2%, sem er feiknagóður árang-
ur.
Af þessu magni voru 11100 seiði
merkt, annaðhvort með Carlinmerkj-
um eða merkjum frá Neil og Sons i
Bretlandi, auk þess, sem þar af voru
2300 uggaklipptir. Samtals skiluðu
sér 1 186 merktir laxar, sem gerir
skilaprósentuna 10,7 fyrir merktan
fisk. 11800 ómerktum seiðum var
sleppt og af því skiluðu sér 1660,
sem þýðir um 14% endurheimtur,
sem er algert met. Tekið var eftir því
í þessu sambandi, að heimtur
ómerktra fiska og fiska, sem voru
uggaklipptir, voru mjög svipaðar,
enda er það svo, að sú uggaklipp-
ing, sem hér var framkvæmd, háir
fiskinum minnst I lífsbaráttu hans í
sjónum 328 klaklaxar voru nerktir,
eftir að þeir höfðu verið kreistir og
þeim sleppt í desember. Daginn eftir
að þeim var sleppt, hófst mikið
kuldakast, sem stóð í nokkra daga
og lagði Kollafjörð þá. Sýnt þótti þá,
að þessum löxum myndi ekki vegna
vel og voru endurheimturnar aðeins
1,2%, samborið við 30% árið áður.
Merktu seiðunum var sleppt árið
1973 í 12 flokkum. í sex flokkum
voru tveggja ára seiði, 1 árs seiði I 5
flokkum, auk þess, sem 430 eins og
tveggja ára seiðum var sleppt úr
flotbúri úr sjávartjörn um miðjan
október
Það, sem vekur hvað mesta at-
hygli, eru endurheimtur 1 árs seið-
anna, sem voru frá 6,6% upp !
10,6%. Þessi seiði höfðu öll verið
alin ! 35 vikur við náttúrlega birtu,
gegnum plastþak á eldisstöðinni.
Hitastigið var haft tiltölulega hátt,
nema ! janúar og febrúar, er náttúru-
hitinn var látinn halda sér til að ná
fram eðlilegum vetrarskilyrðum.
Þessar birtutilraunir hófust 1971 og
Merktur hoplax f Kollafirði
kom þegar ! Ijós, að eðlileg birtuskil-
yrði juku mjög endurheimtur 1 árs
seiðanna. Voru þetta mjög mikil-
vægar niðurstöður, því að menn
voru fremur farnir að hallast að þvi,
að rækta yrði seiðin ! 2 ár til að ná
sæmilegri endurheimtu. Ýmsar til-
raunir voru gerðar á flokkunum 5 og
m.a. var einn flokkurinn alinn á
feitmetisfóðri, og annar á fitulausu
fóðri. Kom ! Ijós, að mikill munur
var á endurheimtum úr þessum
flokkum. Aðeins 6,6% af seiðunum,
sem alin voru á feita fóðrinu, skiluðu
sér, en 10,6% af þeim, sem alin
voru á fitulausu fóðri Báðar þessar
fóðurtegundir voru frá fyrirtækinu
Fiskfóður i H/F og bjó dr. Jónas
Bjarnason til formúlurnar. Meðal-
heimtur 1 árs seiðanna voru 8,5%,
sem er fjórum sinnum betri árangur
en náðist 1973 og var þá bezti
árangurinn frá opnun stöðvarinnar.
Eru þessar endurheimtur stórglæsi-
legur sigur fyrir Kollafjarðarstöðina
og þá menn, sem að henni standa,
og miklar fréttir fyrir fiskeldis- og
fiskræktarmenn á íslandi
Endurheimtur tveggja ára seið-
anna voru einnig betri en áður og
námu frá 9,3% — 1 1,6% og var
meðaltalið þar 9,7%. Eins og fyrr
segir voru meðalendurheimturnar
12,2% og er vafasamt, að betri
árangur hafi nokkru sinni náðst hjá
svipaðri eldisstöð þótt vtða væri leit-
að enda hafa endurheimturnar vakið
verðskuldaða athygli erlendra vís-
indamanna og er ástæða til að óska
Kollafjarðarmönnum til hamingju
með sumarið.
Nú standa yfir umfangsmiklar til-
raunir i Killafirði, sem kostaðar eru
af Sameinuðu þjóðunum og munu
fyrstu niðurstöður af nýrri merkinga-
tilraun væntanlegar næsta sumar.
Eins árs seiði ! eldiskeri.
Hálfir grísaskrokkar Nýslátraðir grísaskrokkar, skorið, hakkað og merkt eftir óskum kaup- anda. 488 kr. kg. Til sölu Benz '66 og Bedford '70 vöru- bifreiðar. Eru í góðu ásigkomulagi.
Kjötmiðstöðin Laugalæk, simi 35020. Upplýsingar i síma 92-1559 á skrifstofutima.
Hálfir nautaskrokkar úrvals nautakjöt í hálfum skrokk- um tilbúið i frystikistuna. 397 kr. k9- Kjötmiðstöðin, sími 35020. Grindavik Til sölu 3ja herb. ibúð á neðri hæð. Sérinngangur. Laus strax. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavik simar 1 263 og 2890.
Njarðvik Til sölu nýtt einbýlishús i Ytri- Njarðvik ásamt stórum bílskúr. Söluverð 6,2 millj. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík, sími 1420. Atvinna Stúlka óskast til aðstoðar i af- greiðslu okkar. Bifreiðastöð Steindórs s.f., Hafnarstræti 2.
Atvinna óskast 25 ára námsmaður í öldungadeild M.H. óskar eftir vinnu. Allt kemur til greina. Hef bílpróf. Uppl. i sima 73563. Kynditæki óska eftir að kaupa 3 V2—4 fm miðstöðvarhetil með öllu tilheyr- andi. Upplýsingar í síma 93-721 1.
Til sölu Moschwith '66 Upplýsingar í síma 19713, eftir kl. 7 á kvöldin. Keflavík Til sölu litið einbýlishús í góðu standi i óinnréttuðum kjallara. Geta verið 3 herb. eða litið ibúð. Eigna- og verðbréfasalan, Hringbraut 90 simi 3222.
Innréttingasmíði Smíðum eldhúsinnréttingar, klæðaskápa ofl. Tilboð eða tíma- vinna. Fljót og góð afgreiðsla. Uppl. i smiðastofunni Hringbraut 41 á daginn og i síma 16517 á kvöfdin. Til sölu Datsun diesel módel '71 Upplýsingar í síma 99-1555, Selfossi.
Óska eftir2ja—3ja herb. ibúð á Húsavik. Upplýsingar i sima 18728 eftir kl. 8 á kvöldin. Bronco '66 Til sölu er Ford Bronco '66. Upplýsingar í sima 83263, Tunguvegi 12 Reykjavák.
Hestamenn Til sölu nokkur folöld af Hindis- víkurkyni. Upplýsingar i sima 83363 á kvöldin. Keflavík Til sölu gott 2ja hæða ibúðarhús við Austurgötu, ásamt stórum bil- skúr. Má seljast i tvennu lagi. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavik simi 1420
Prjónakonur takið eftir Kaupum lopapeysur. Hækkað verð. Einnig vettlinga og sjón- varpssokka. Seljum þriþættan lopa. Móttaka 1—3. Unex, Aðalstræti 9. Mussur, dömuskyrtu- blússur, herraskyrtur seldar beint af lager til verzlana. Þekktur framl. Tilb. merkt: „3577", sendist Herming Annonce, Reklame Bureau, Bred- gade 1 5, DK 7400 Hern g, Dan- mark.
Til sölu á Patreksfirði góð íbúð, 3 herb. og eldhús ásamt herb. í kjallara. Uppl. I síma 94-1293 milli kl. 7 og 8 á kvöldin. ÞEIR DUKR UIÐSKIPTin SEHl nucLvsni
Gengisfellingar koma og gengisfellingar líða hja,
en Toyota bílarnir hafa sýnt að fjárfest-
ing í þeim stendur ávallt fyrir sínu.
Toyota bíll er trygg fjárfesting.
TOYOTA
TOYOTA AÐALUMBOÐ HÖFÐATÚNI 2 REYKJAVlK
SlMAR 251118,22716 . UMBOÐIÐ A AKUREYRI BLÁFELL SÍMI 21090
Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu