Morgunblaðið - 23.10.1974, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1974
10
Aðalfundur
félags sjálfstaeðlsmanna I Austurbæ og Norður-
mýri verður haldinn í Templarahöllinni v/Eiríks-
götu, miðvikudaginn 23. október kl. 20.30.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra mætir á
fundinum og ræðir stjórnmálaviðhorfið.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
Akranes
Þór FUS á Akranesi heldur umræðufund um bæjarmálefni i Sjálf-
stæðishúsinu Heiðarbraut 20 miðvikudaginn 23. október.
Málshefjandi verður Guðjón Guðmundsson bæjarfulltrúi.
Austurland
Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi verður
haldinn á Höfn í Hornafirði 25. og 26. október n.k. og hefst
föstudaginn 25. okt. kl. 20.30 í Hótel Höfn.
Stjórnin
Spilakvöld í Hafnarfirði
Spilað verður miðvikudaginn 23. okt. í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu
29, Hafnarfirði. Góð verðlaun. Kaffi.
Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði.
Aðalfundur Stefnis
verður haldinn 30. okt. kl. 8.30 í sjálfstæðishúsinu.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stefnir F.U.S.
Austurland
Sjálfstæðisfélögin í Austur — Skaftafellssýslu
halda almennan fund um hafréttarmál laugar-
daginn 26. okt. kl. 2 e.h.
Frummælandi Þór Vilhjálmsson, prófessor.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Austurland
Sjálfstæðisfélögin í Austur-
Skaftafellssýslu halda árshátið
sína laugardaginn 26. okt. í
Hótel Höfnkl. 20.
Flæður og ávörp flytja alþingis-
mennirnir Sigurlaug Bjarnadóttir
og
Sverrir Hermannsson.
Skemmtiatriði.
Stjórnin.
Toyotaer
tmustw
biU
Gæðaeftirlitið
TOYÖTA AÐALUMBOÐ HÖFÐATUNI 2
REYKJAVlK SlMAR 25111 & 22716. UMBOÐIÐ
A AKUREYRI BLAFELL SlMI 21090
er sennilega það strang-
asta í heimi (trúlega þó að
Rolls Royce undanskildum)
Ný gerð skoðanakönnun
meðal 11.240 bíleigenda
á Norðurlöndum sýnir
að fæstir verksmiðjugall-
ar komu fram á Toyota
bílum.
#TOYOTA
VATNSDÆLUR
GRUNDFOS
vatnsdælur
fyrir heitt og
kalt vatn
fyrirliggjandi.
Mjög hagstætt
verð
ÍSLEIFUR JÓNSSON HF.,
BYGGINGAVÖRUVERZLUN,
Bolholti 4, símar 36920—36921.
STJÓRNUNJiRFÉLAG ÍSLANDS
Námskeið 1974-75
Fjölbreytt námskeiðahald verður i vetur. Fyrsta námskeiðið hefst
mánudaginn 28. október kl. 1 3:30 og verður um ALMENNA STJÓRN-
UN. Eftirtalin námskeið verða haldin í vetur:
Stjórnunarsvið:
Stjórnun I : Mád. 28. og þrid. 29. okt. og 4. og 5. febr.
Stjórnun II: Mád. 1 0. marz, þrid. 1 1. marz, mid. 1 2. marz og fid. 1 3.
marz.
Stjórnun III: Mád. 1 7. marz, þrid. 1 8. marz, mid. 1 9. marz og fid. 20.
marz
Stjórnunarleikur: Föstud. 1 4. marz og laugard. 1 5. marz.
Stefnumótun fyrirtækja: Mád. 7. apríl, þrid. 8. apríl, mid. 9. april, Fid.
1 0, apríl.
Sölusvið:
Sala: Mád. 1 1. nóv. þrid. 1 2. nóv., mid., 1 3. nóv. og fid. 1 4. nóv.
Tengslun (Public Relations): Föd. 1 5. nóv. og laud. 1 6. nóv.
Utanríkisverzlun: Þrid. 1 0. des, mid. 1 1. des., fid. 1 2. des. og föd. 1 3.
des.
Framleiðslusvið:
Framleiðsla: Mád. 18. nóv., þrid. 19. nóv., mid. 20. nóv. og fid. 21.
nóv.
CPM-áætlanir: Föd. 22. nóv., laud. 23. nóv., mánd. 25. nóv. og þrid.
26. nóv.
Birgðastýring: Mid. 27. nóv., ogfid. 28. nóv.
Gæðastýring: Föd. 29. nóv. og laud. 30. nóv.
Fjármálasvið:
Frumatriði rekstrarhagfræði: 30. okt.—4. nóv. og 27. jan. — 30. jan.
Fjármál I: Mán. 17. febr., þrid 18. febr., mid. 19. febr. og fid. 20.
febr.
Fjármál II: Mád. 3. marz, þrid. 4. marz, mid. 5. marz og fid. 6. marz.
S krifstof ustjórn:
Skrifstofustörf: Mád. 1 0. febr., þid. 1 1. febr. og mid. 1 2. febr.
Eyðublaðatækni: Mád. 24. febr., þrid. 25. febr., mid. 26. febr., fid.
27. febr. og fsd. 28. febr.
Bókhaldssvið:
Bókfærsla: Mád. 20. jan., þrid. 21. jan., mid. 22. jan., og fid. 23. jan.
Frumatriði rekstrarhagfræði: 30. okt—4. nóv. og 27. jan.—30. jan.
Rekstrarbókhald: Þrid. 5. nóv., mid. 6. nóv. og fid. 7. nóv.
Önnur námskeið:
Ensk viðskiptabréf: Mád. 2. des., þrid. 3. des. og mid. 4. des.
Fundatækni: Föd. 6. des., laud. 7. des. og mád. 9. des.
Símanámskeið: Fid. 6. febr., föd. 7. febr. og laud. 8. febr.
Tölvutækni: Fid. 1 7. april, föd. 1 8. apríl og laud. 1 9. april.
Æskilegur undanfari flestra námskeiðanna er FRUMATRIÐI REKSTR-
ARHAGFRÆÐI, sem hefst miðvikudaginn 30. okt. n.k.
Fjöldi þátttakenda á hverju námskeiði er takmarkaður.
Aukin þekking gerir rekstur-
inn arðvænlegri.
Frekari rpplýsingar og skráning þátttakenda hjá Stjórnunarfélagi
íslands i síma 82930.
Gamla Akra-
borgin sótt
á næstunni
GAMLA Akraborgin, sem legið
hefur f Reykjavfkurhöfn frá þvf í
byrjun ágústmánaðar, verður sðtt
af hinum nýja eiganda einhvern
næstu daga. Um tfma voru menn
farnir að ðttast, að hinn nýi eig-
andi, Bretinn Michael J. Batty,
ætlaði ekki að koma til að sækja
skipið, þar sem ekkert heyrðist
frá honum, en nú nýverið hafði
hann samband við Björn Magnús-
son, vélfræðing, sem annazt hefur
skipið I sumar og tilkynnti komu
sfna til landsins.
Björn Magnússon sagði I sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að
söluverð Akraborgarinnar væri
67 þús. sterlingspund. Batty hefði
tjáð sér, að hann ætlaði að breyta
skipinu og gera úr þvl rann-
sóknarskip, en hverskonar rann-
sóknarskip það verður hefur
hann ekki látið uppi.
Þá höfðum við samband við
Þórð Hjálmarsson framkvæmda-
stjóra Akraborgar og spurðum
um hvernig rekstur nýja skipsins
gengi. Hann sagði, að reksturinn
gengi eins og við væri að búast.
Reksturinn gæti aldrei orðið hag-
kvæmur fyrr en búið væri að út-
búa hafnaraðstöðu fyrir skipið á
Akranesi og í Reykjavfk. Um
þessar mundir væri verið að koma
upp hafnaraðstöðu fyrir skipið á
Akranesi og væri vonazt til, að þvl
verki lyki í vor. Þegar við
spurðum Þórð hvort hann vissi
hver kostnaðurinn við verkið
yrði, sagði hann, að núverandi
áætlun hljóðaði víst upp á 60
millj. kr., en raddir heyrðust um,
að hann yrði enn meiri.
Þórður sagði, að ágætlega gengi
að stjórna skipinu í Akraneshöfn,
en þess væri reyndar að geta, að
lítið hefði reynt á það enn, þar
sem veður hafa oftast verið ágæt.
Seldi fyrir
7,2 millj. kr.
TOGARINN Júpfter frá Reykja-
vfk seldi 114 lestir af fiski f V-
Þýzkalandi fyrir 7.2 millj.
kr. Meðalverðið var kr. 63.45.
Að sögn Ingimars Einarsson-
ar framkvæmdastjóra Félags
íslenzkra botnvörpuskipaeigenda
hefur fiskverð á þýzka markaðn-
um lækkað nokkuð að undan-
förnu, sérstaklega þó verð á milli-
ufsa. Mun hér ráða mestu inn-
flutningur til Þýzkalands á milli-
ufsa frá Hollandi. Sá ufsi mun að
mestu veiddur í Norðursjónum.
Slysahelgi á
Suðurnesjum
Grindavík mánudag:
LÖGREGLAN var hér f mjög
miklum önnum alla aðfaranótt
sunnudagsins vegna slysa og um-
ferðaróhappa. Nokkru eftir að
hún hafði flutt slasaðan pilt á
sjúkrahúsið I Keflavík, varð að
varpa honum á dyr með sín
meiðsli, vegna þess að orðið hafði
umferðarslys I Kúagerði og
sjúkrahúsið gat ekki sinnt þeim
slösuðu nema pilturinn sem
slasaðist á Grindavíkurveginum
nokkru áður yrði fluttur til
Reykjavíkur — í Borgarsjúkra-
húsið. Var það gert.
Fréttaritari.