Morgunblaðið - 23.10.1974, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKT0BER 1974
11
Jón Guðmundsson frá
Þingeyri — sextugur
JÓN Guómundsson er fæddur á
ísafirði 23. október 1914, sonur
hjónanna Guðlaugar Runólfs-
dóttur og Guðmundar Jónssonar
vélstjóra. Jón byrjaði sjómennsku
14 ára gamall eins og fleiri Vest-
firðingar, þá á línuveiðum með
hinum kunna skipstjóra Páli
Jónssyni, en hann var föðurbróðir
Jóns.
Jón hefur verið traustur og
duglegur sjómaður og gat þvf
valið um skiprúm, enda var hann
alltaf með landskunnum afla-
mönnum svo sem Þorsteini
Eyfirðingi, Guðmundi Júnf og
Barða Barðasyni. Með þessum
skipstjórum var Jón bæði á línu-
veiðum og síldveiðum.
Jón átti lengi heima á Þingeyri
við Dýrafjörð, en 1947 fluttisr
hann til Patreksfjarðar og réðíst
þar á botnvörpunginn Vörð o^var
á honum þar til hann sökk 29.
janúar 1950. Þá fíuttist hánn til
Hafnarfjarðar og hefur síðan
Sigurður Snorrason bóndi á
Gilsbakka er áttræður í dag.
Sigurður er fæddur á Laxfossi í
Stafholtstungum 23. okt. 1894.
Voru foreldrar hans Snorri Þor-
steinsson bóndi á Laxfossi og
kona hansGuðrún Sigurðardóttir.
Snorri faðir Sigurðar var frá
Húsafelli, bróðir Kristleifs fræði-
manns á Stóra-Kroppi, en Guðrún
móðir hans var frá Efstabæ, systir
Ásgeirs á Reykjum föður Magnús-
ar skálds, Leifs prófessors og
þeirra bræðra. Ungur fluttist
Sigurður að Húsafelli og átti þar
sín æsku- og uppvaxtarár. Hinn
23. júní 1923 kvæntist hann Guð-
rúnu Magnúsdóttur prófasts á
Gilsbakka Andréssonar. Hófu þau
hjón þá búskap á Gilsbakka. Hef-
ur Sigurður nú búið þar í fimmtíu
og eitt ár. Síðustu áratugina hefur
verið togarasjómaður en alltaf
verið heppinn með pláss. Jón var
nýbúinn að vera á annan áratug
hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur,
lengstaf með hinum vinæla skip-
stjóra Sigrjóni Stefánssyni.
Jón hefur marga hildi háð. Svo
stærstu atvik séu nefnd. bá lenti
hann f „Fróðaslysinu" 11. marz
1941, þegar félagar hans voru
skotnir niður báðum megin við
hann. Þá „Varðarslysinu" sem
enginn gleymir, 29. janúar 1950,
og svo þegar togarinn Júlí fórst, f
því illræmda veðri á Nýfundna-
landsmiðum, 8. febrúar 1959. Þá
var Jón með hinum valinkunna
skipstjóra Benedikt ögmundssyni
á Júní, sem þá var mjög hætt
kominn, en aldrei hefur Jón
gefist upp, — alltaf haldið á
sjóinn aftur.
Kona Jóns er Guðmunda Þor-
valdsdóttir, þau eiga nú heima á
Laufásvegi 10 í Reykjavík og á 60
ára afmælisdaginn ætlar hann að
Magnús sonur hans einnig verið
bóndi á Gilsbakka.
Þau Sigurður og frú Guðrún
eignuðust 3 börn, sem öll lifa. Þau
eru: Magnús bóndi á Gilsbakka,
kvæntur Ragnheiði Kristófers-
dóttur frá Kalmanstungu, og Sig-
ríður og Guðrún, sem búsettar
eru í Reykjavík.
Hinn 9. september 1943 missti
Sigurður Guðrúnu konu sína. Var
þá mikill harmur kveðinn að Sig-
urði og fjölskyldu hans er sú
mikla ágætiskona var horfin af
heimi. En Sigurður og fjölskylda
hans voru samhent og sterk og
hélt öllu í horfi. Árið 1946 kvænt-
ist Sigurður öðru sinni önnu
Brynjólfsdóttur frá Hlöðutúni,
mikilli ágætiskonu. Hefur heimili
þeirra staðið með miklum blóma
nú f tæp 30 ár.
vera við sfn störf um borð f
Ingólfi Arnarsyni. Þangað veit ég
að margir munu hugsa hlýtt til
hans og senda heillaóskir, þvf svo
er Jón gerður að hann má ekkert
aumt sjá án þess að vilja hjálpa.
Guð gefi honum starfsþrek til
að endast hálfa öld á hafi úti, þar
vantar lftið á.
Með bestu kveðju frá mér og
minni konu.
Ottó Þorvaldsson
frá Svalvogum.
Sigurður á Gilsbakka er gáfað-
ur maður eins og hann á kyn til.
Menntun hans er mikil og djúp-
stæð þeirrar gerðar, sem bezt er
og styrkust. Tveggja vetra nám í
Hvftárbakkaskóla var vissulega
gott vegarnesti til styrktar heima-
arfi. En Sigurður hefur aldrei lát-
ið staðar numið í leit að þekkingu
og mennt. Hann er bóndi af lífi og
sál, mikill þar að þekkingu og
athöfn allri svo sem hverjum er
ljöst, er sækir hann heim. Bók-
menntir og þekking öll er honum
hugstæð, og íslenzk tunga er fög-
ur frá hans hendi, hvort heldur er
í riti eða ræðu.
Heimilið á Gilsbakka er mikið
að allri rausn og gerð. En það er
meira. Margir, bæði yngri og
eldri, hafa átt þar skjóls að leita
og notið þar umhyggju og hlýju.
Fyrir þetta og ótalmargt fleira vil
ég þakka nú á merkisdegi. Og
síðast en ekki sízt vil ég þakka
fyrir mig og mína alla, ég þakka
fyrir órofa vináttu og góðvild —
fyrir allt svo gott á 42 ára sam-
fylgd.
Einar Guðnason.
Sigurður Snorrason
Gilsbakka - áttræður
Félag ísl. gullsmiða 50 ára
19. október s.l. voru liðin 50 ár
frá stofnun Félags fslenzkra gull-
smiða.
Stofnendur félagsins voru 29,
en nú eru félagar um 60 talsins.
Af stofnendum eru fimm á lífi,
og hafa þeir verið gerðir að
heiðursfélögum f tilefni hálfrar
aldar afmælisins. Þeir eru Guð-
jón Bernharðsson, Guðmundur
Þorsteinsson, Kjartan Ásmunds-
son, Leifur Kaldal og Öskar Gfsla-
son. Tveir gullsmiðir aðrir höfðu
verið gerðir að heiðursfélögum
árið 1951, en það voru þeir Jóna-
tan Jónsson og Jón B. Eyjólfsson,
sem báðir áttu sæti f fyrstu stjórn
félagsins.
1 tilefni af 50 ára afmælinu
hefur Félag íslenzkra gullsmiða
gefið 50 þúsund krónur til kaupa
á verkfærum, sem nota á við verk-
lega kennslu f faginu f Iðnskól-
anum.
Nú vinnur Þór Magnússon þjóð-
minjavörður að samantekt gull-
smiðatals, og munu þar taldir allir
þeir gullsmiðir, sem vitað er til,
að hafi lagt stund á þessa iðn
hérlendis.
Af annarri starfsemi félagsins
er það að segja, að safnað hefur
verið saman gömlum verkfærum,
sem ætlunin er að verði vfsir að
iðnminjasafni.
Þá hafa verið stofnuð útflutn-
ingssamtök gullsmiða. Samtökin
hafa starf að í samráði við ÍJtflutn-
ingsmiðstöð iðnaðir, og hafa sam-
tökin tekið þátt f sýningum og
kaupstefnum á erlendum vett-
vangi.
Stjórn Félags fslenzkra gull-
smiða skipa nú: Dóra Jónsdóttir,
formaður, Jens Guðjónsson, ritari
og Guðmundur Björnsson, gjald-
keri.
Þessi mynd var tekin f afmælishófi félagsins s.l. laugardag af fimm nýjum heiðursfélögum ásamt konum
þeirra, talið frá vinstri: Öskar Gfslason og frú, Guðmundur Þorsteinsson og frú, Guðjón Bernharðsson,
Kjartan Asmundsson og Leifur Kaldal og frú.
Bóndi kynntist Bakkusi
í kaupstaðarferðinni
ÞAÐ ERU engin ný sannindi að
áfengisneyzla f óhófi slævi dóm-
greind manna, og það sannreyndi
Ifka bóndi einn, sem fékk sér
fullmikið neðan f þvf f kaup-
staðarferð um helgina. Bóndinn
hafði drukkið stfft, en þegar leið
á nóttu fór hann að finna til
svengdar. 1 þann mund var hann
staddur inn við Nesti við Elliðaár
og gerði hann sér Iftið fyrir, braut
rúðu f veitingasölunni og skreið
inn. Þar nældi hann sér f harðfisk
og fleira lostæti og hafði á brott
með sér.
Þegar lögreglan fékk hins
vegar tilkynningu um innbrotið,
var bóndinn reyndar þegar kom-
inn í hennar vörzlu. Hafði leið
hans legið upp í Breiðholt, þar
sem fyrir varð mannlaus íbúð, og
lagðist hann til svefns á gólfinu.
Var lögreglan beðin um að fjar-
lægja manninn og nestismat hans
um nóttina og þegar tilkynningin
kom um innbrotið, vfsaði malur-
inn óðar á bóndann.
Annars var mikið um innbrot
um helgina, og var sagt frá all-
mörgum þeirra í sunnudagsblað-
inu. En auk þess má nefna, að
brotizt var inn f Matstofu Austur-
bæjar og stolið skiptimynt, svo og
inn f fyrirtækið Stafn hf. og tré-
smiðaverkstæði þess f Brautar-
holti 2, án þess að nokkurs væri
þar saknað og sömu sögu er að
segja um Híbýlaprýði, þar var
farið inn en engu stolið að þvf að
5éð verður. Einnig var brotizt inn
í gróðrarstöðina Akur við Suður-
landsbraut og stolið einhverju af
tóbaki úr Vöruflutningamiðstöð-
inni við Borgartún.
S^júkraflug frá
Fornahvammi
Þyrla L'andhelgisgæzlunnar var
kvödd í sjúkraflug að Forna-
hvammi í fyrradag, en þar hafði
gestkomandi maður veikzt
skyndilega og var hann fluttur á
Borgarspftalann.
athugun staðfestir að séu allir kostnaðar-
liðir við bílrekstur athugaðir (kaupverð, endur-
söluverð, viðhald, bensíneyðsla o. s. frv.) reynist
hver ekinn km ódýrastur á
Toyota eftir 100.000 km
akstur, S kr. 0.22/km.
TOYOTA
TOYOTA AÐALUMBOÐ HÖFÐATUNI 2 REYKJAVlK SlMAR
25111 &22716. UMBOÐIÐ Á AKUREYRI BLÁFELL SlMI 21090
BAHCO
VERKFÆRIN SEM ENDAST
Fást hjá okkur í miklu úrvali
Verzlun ValdPoulsen hf.
Suðurlandsbraut 1 0.
Símar38520 31142