Morgunblaðið - 23.10.1974, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÖBER 1974
13
Gögn Nixons
áfram í umsjón
ríkisvaldsins
Washington,
22. okt. Reuter.
ALRlKISDÓMARI f Washing-
ton hefur kveðið upp þann úr-
skurð, að segulbandsspólur og
skjöl Richards Nixons fyrrum
forseta varðandi embætti hans
I Hvfta húsinu, skuli áfram
vera f höndum rfkisins. Nixon
getur hins vegar fengið aðgang
að þessum plöggum og afrit af
þeim að vild.
(Jrskurður þessi, kveðinn
upp af Charles Richey dóm-
ara, er sagður talsvert áfall
fyrir lögfræðinga Nixons, sem
reyndu að halda til streitu
gildi samkomulags, sem Nixon
hafði gert við stjórn Fords 7.
september sl. um, að hann
fengi þessi gögn f hendur.
I dag var haldið áfram yfir-
heyrslum yfir John Dean og
var þá leikin segulbandsspóla
með upptöku af einum síðasta
fundi hans og Nixons, 16. apríl
1973, en þar sagðist Nixon m.a.
hafa verið að gera að gamni
sínu, þegar hann talaði um að
ná í eina milljón dollara til
aðstoðar þeim mönnum, sem
stóðu að innbrotinu í aðal-
stöðvar demókrataflokksins í
Watergate 17. júní 1972. Sak-
sóknari reyndi að fá því frest-
að, að segulbandsspólan yrði
leikin, en John Sirica dómari
úrskurðaði, að hún skyldi leik-
in f dag.
Vasiukov er
efstur - Larsen
1 þriðja sæti
Manilla, Filippseyjum
22. okt. AP.
EVGENY Vasiukov, stórmeist-
ari frá Sovétrfkjunum, hefur
tekið forystuna f stórmeistara-
mótinu á Filippseyjum, en
hann vann biðskák við
Ljubojevic frá Júgóslavfu f
næst sfðustu umferð mótsins.
Hefur hann nú 10 vinninga.
Petrosjan frá Sovétrfkjunum
er í 2. sæti með 9 vinninga og
Bent Larsen frá Danmörku er
þriðji með 8V4 vinning. Larsen
hafði lengi framan af forystu á
mótinu. I fjórða sæti eru
Gheorghiu frá Rúmenfu og
Gligoric frá Júgóslavfu með
átta vinninga hvor. Sfðasta
umferðin verður tefld á morg-
un, miðvikudag. Fyrstu verð-
laun eru fimm þúsund dollar-
ar.
Gamli Heath
gamnar sér
við stelpurnar
WILLIAM Heath, 86 ára gam-
all faðir Edwards Heaths, leið-
toga thaldsflokksins, skýrði
blaðamönnum svo frá á dögun-
um, að „einn af stærstu kost-
unum við það að vera jafn
gamall og ég, er sá, að þá get ég
gert allt mögulegt, sem ella
yrði til, að karlmenn myndu
gefa mér duglega á hann. Til
dæmis get ég kysst stúlkur í
samkvæmum að vild og eigin-
menn þeirra kæra sig kollótta
— þeir halda ég sé of gamall til
að hafa nokkuð gaman af
því... En það er einmitt mesti
misskilningur. Ég hef hrein-
ustu unun af því að stíga f
vænginn við stelpurnar. Og
það eina, sem ég hef á móti
þessu frjálslynda samfélagi,
er, að það er fjörutíu árum of
seint á ferðinni...“
Helgar-
ferðir
fjöl-
skyld-
unnar
FLUGFÉLAG tslands hefur nú
Friðrik Sophusson, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins, og Brynjólfur Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Stjórnunarfræðslunnar.
Skipulagsbreytingar á stjóm-
___ r ¥ • ar Rætt við Brynjólf
unarnamskeiöum iektor
A NÆSTUNNI hefjast stjórn-
unarnámskeið Stjórnunarfélags
Íslands og Stjórnunarfræðsl-
unnar, en þessir aðilar hafa nú
ákveðið að skipuleggja f samein-
ingu námskeiðahald á vetri kom-
anda. Gerðar hafa verið ákveðnar
skipulagsbreytingar á stjórnunar-
námskeiðunum, þar sem hvert
námskeið verður sjálfstæð eining
og gert er ráð fyrir, að námskeið-
um megi raða saman á margvfs-
legan hátt. Þá verður nú boðið
upp á átta ný námskeið til viðbót-
ar þeim fjórtán, sem áður voru.
Framkvæmdastjóri Stjórnunar-
fræðslunnar er Brynjólfur
Sigurðsson og framkvæmdastjóri
Stjórnunarfélags tslands er Frið-
rik Sophusson.
Brynjólfur Sigurðsson sagði í
samtali við Morgunblaðið, að
helstmbreytingar, sem nú ættu
sér stað varðandi stjórnunarnám-
skeiðin, væru skipulagsbreyt-
ingarnar og fjölgun námskeiða.
Nú yrði tekin upp námskeið í
bókfærslu, rekstrarbókhaldi,
tengslun, birgðastýringu, gæða-
stýringu, framhaldsnámskeið í
stjórnun, stefnumótun fyrirtækja
og útflutningsverzlun.
Aðspurður sagði Brynjólfur, að
Stjórnunarfélag Islands væri
áhugamannafélag, sem stofnað
hefði verið 1961, og það hefði
haldið námskeið um einstaka
þætti stjörnunarmála. Hins vegar
hefði það komið á daginn, þegar
NÍUNDA þingi Sjómannasam-
bands Islands lauk 13. október s.l.
og var Jón Sigurðsson endurkjör-
inn formaður sambandsins. 1
frétt frá þinginu segir, að menn
hafi verið sammála um það, að s.l.
ár hafi verið fslenzkum fiski-
mönnum frekar hagstætt. Þó telji
þingið, að þeir menn sem voru á
bátum, sem Iftið öfluðu og báru
aðeins úr býtum kauptryggingu,
hafi ekki verið ofsælir af sfnum
tekjum, þar sem telja verði að
kauptrygging sé alltof lág, en hún
er samkv. samningum sem undir-
ritaðir voru s.l. vor aðeins 58 þús.
kr. með vfsitölu og fatapeningum
fyrir 12—18 klst. skylduvinnu á
sólarhring.
Þá segir, að þingið treysti því,
að í næstu bátakjarasamniiigum
verði stefnt að þvi, að hækka
kauptryggingu verulega frá því
sem nú er, þrátt fyrir þá láglauna-
uppbót, sem þegar hafi verið
ákveðin á kauptryggingu báta-
manna, svo og að hækkuð verði
hlutakjör verulega frá því sem nú
er.
íslendingar gengu í Fríversiunar-
bandalagið, EFTA, að gera þyrfti
stærra átak í þessum efnum, en
Stjórnunarfélagið gat risið undir.
Talið hafi verið nauðsynlegt í því
sambandi að koma á samfelldum
kynningarnámskeiðum um stjórn-
unarmálefni. Stjórnunarfélagið
hafi átt sinn þátt í því, en til þess
að koma þessum námskeiðum á
laggirnar hefði Stjórnunarfræðsl-
an verið stofnuð, en hún starfaði
á vegum iðnaðarráðuneytisins. I
þessu sambandi hefði verið höfð í
huga vandamál iðnaðarins eftir
inngönguna í Fríverslunarbanda-
lagið.
Brynjólfur sagði ennfremur, að
námskeið Stjórnunarfræðslunnar
Jón Sigurðsson
Ennfremur segir, að þingið
telji, að ef ekki fáist einhver lag-
færing á kaupi og kjörum togara-
manna, verði ekki hjá því komizt
að beita róttækum aðgerðum . og
það fyrr en seinna. Einnig mót-
mælir þingið þeim bráðabirgða-
lögum, sem sett voru 20. sept. s.l.,
þar sem ráðin voru tekin af Verð-
lagsráði sjávarútvegsins með því
að ákveða, að fiskverð mætti ekki
hækka meir vegna þess gengis-
sigs, er átt hafði sér stað, svo og
gengisfellingar sfðar. Jafnframt
mótmælir þingið harðlega þeim
skerðingum á hlut fiskimanna, er
gerð var með bráðabirgðalögun-
um, þar sem hækkuð var gjald-
taka f Stofnfjársjóð fiskiskipa og
að auki tekið nýtt gjald f svo-
nefndan Olíusjóð, en hækkunin á
gjaldinu f stofnfjársjóð og hið
nýja olíugjald nemur um
9—11,5% tekjurýrnun.
Eins og fyrr segir þá var Jón
Sigurðsson endurkjörin formaður
Sjómannasambandsins, en aðrir í
stjórn eru Kristján Jónsson,
hefðu fyrst og fremst verið kynn-
ingarnámskeið um undirstöðuat-
riði varðandi stjórnun fyrirtækja.
Þau hefðu spannað yfir öll megin-
svið fyrirtækjarekstrar, fram-
leiðslu, sölu, fjármagn, stjórnun
og skrifstofuvinnu. Hver þátttak-
andi hefði þurft að taka öll nám-
skeiðin. En nú hef ði verið gerð sú
breyting á, að þetta samfellda
námskeið hefði verið leyst upp í
svið, sem hver og einn gæti valið
úr. 1 framhaldi af þessari breyt-
ingu hefðu námskeið Stjórnunar-
félagsins verið samræmd starf-
semi Stjórnunarfræðslunnar og
þau væru nú einskonar fram-
haldsnámskeið fyrir hvert svið
fyrir sig. Til viðbótar mætti svo
nefna Utflutningsmiðstöð iðnað-
arins, sem skipulegði námskeið
um útflutningsverslun. öll þessi
starfsemi myndaði nú eina heild.
Að sögn Brynjólf Sigurðssonar
eiga menn, eftir þessa breytingu,
að geta valið sér raðir námskeiða.
I fyrsta lagi gætu menn valið röð,
er spannaði öll svið fyrirtækja-
stjórnunar. Þar væri um að ræða
námskeið Stjórnunarfræðslunn-
ar. I öðru Iagi gætu menn valið
raðir námskeið innan hvers ein-
staks sviðs og þar kæmu fram-
haldsnámskeið Stjórnunarfélags-
ins til sögunnar. Þá gat hann þess,
að námskeiðin væru skipulögð
mjög þétt I þeim tilgangi, að fólk
Framhald á 23
Hafnarfirði, Pétur Sigurðsson,
Reykjavík, Arsæll Pálsson,
Hafnarfirði, Tryggvi Helgason,
Akureyri, Hilmar Jónsson, Kefla-
vík, Sigfinnur Karlsson, Neskaup-
stað, Árni Ingvarsson, Akranesi,
Bjarni G. Gestsson, Isafirði,
Guðmundur Guðmundsson,
Grundarfirði, Högni Magnússon,
Vestmannaeyjum, Guðlaugur
Þórðarson, Keflavík og Sverrir
Jóhannsson, Grindavík.
SAMTÖK skattstofufólks heitir
félag sem stofnað var s.l. laugar-
dag og er sérfélag innan starfs-
manna félags rfkisstofnana.
Einar Ölafsson, formaður
Starfsmannafélags rfkisstofn-
ana, setti stofnfundinn, en
því næst flutti Haraldur Stein-
þórsson, framkvæmdastjóri
B.S.R.B. ávarp um nýjustu við-
horfin í launamálum.
Miklar umræður spunnust um
röðun skattstofufólks í launa-
tekið upp sérstakar helgarferðir
fyrir fjölskyldur og einstaklinga.
Er þetta gert í samvinnu við hótel
I Reykjavfk, á Akureyri, Húsavfk,
Egilsstöðum, Hornafirði og f
Vestmannaeyjum. Veita bæði
flugfélagið og hótelin verulegan
afslátt frá gjaldskrám sfnum.
Ferðir þessar, sem eru ætlaðar
til hvfldar og skemmtunar, verða
seldar þannig, að greitt er f einu
lagi fyrir flugfar, hótelgistingu
og morgunverð. Hér verður ein-
ungis um helgarferðir að ræða,
sem standa frá föstudegi eða
laugardegi til mánudags. Þær
verða þvf ýmist þrfr dagar og
tvær nætur eða fjórir dagar og
þrjár nætur. Með þessum ferðum
opnast möguleikar til góðra hvfld-
ar- og skemmtiferða bæði frá
Reykjavfk og til Reykjavíkur.
Þeim sem koma til Reykjavíkur
í þessum ferðum stendur til boða
að gista á þremur hótelum, Hótel
Sögu, Hótel Esju og Hótel Holti.
Meðan á dvölinni í Reykjavík
stendur gefst þátttakendum kost-
ur á að kynnast því, sem efst er á
baugi hverju sinni í félags- og
menningarmálum, fara i leikhús,
á hljómleika o.fl. jafnframt því að
njóta hvfldar og þæginda, sem
slfk ferð og dvöl á góðu hóteli
býður upp á.
Samskonar ferðir, þar sem flug-
far, gisting og morgunverður er
innifalinn, verða farnar frá
Reykjavík til fyrrnefndra staða.
Með helgarferðum til þessara
staða gefst gestum kostur á
ómetanlegri kynningu og fróðleik
um þá staði sem heimsóttir eru.
Vfða eru samkomur, leiksýningar
og dansleikir haldnir um helgar.
Þá hefur uppbygging atvinnu-
vega verið ör viða um land á
undanförnum árum og margt
merkilegt að sjá i þeim efnum.
Fyrst um sinn munu þessar
ferðir vera í gildi til 15. desember
n.k., en hefjast sfðan aftur 10.
janúar og gilda fram f miðjan
marz. Sem dæmi um verð má
nefna, að frá isafirði kostar
þriggja daga ferð með gistingu og
morgunverði á Hótel Esju kr.
6.050, á Hótel Holti kr. 6.350 og á
Hótel Sögu kr. 7.050. Sé um
fjögurra daga ferð að ræða, kostar
ferðin með gistingu á Hótel Esju
kr. 7.100, á Hótel Holti kr. 7.700
og Hótel Sögu kr. 8.600.
Frá Akureyri kostar þriggja
daga ferð (tvær nætur) með gist-
ingu á Hótel Esju kr. 6.250, á
Hótel Holti kr. 6.600 og á Hótei
Sögu kr. 7.300.
Ferð frá Reykjavík til Akureyri
með gistingu á Hótel KEA kostar
í þrjá daga kr. 6.250. 1 fjóra daga
kr. 7.400. 1 þessu verði er 19%
söluskattur innifalinn. Börn
innan 12 ára greiða helming
verðs.
Skrifstofur og umboðsmenn
Flugfélagsins um allt land munu
veita aðstoð við útvegun hótel-
rýmis, aðgöngumiða o.s.frv., ef
óskað er, og veita aðra fyrir-
greiðslu.
flokka og um framtíðarverkefni
samtakanna. Einnig var rætt um
skattamál.
Kjörin var stjórn Samtaka
skattstofufólks, og er hún þannig
skipuð: Formaður Rögnvaldur
Finnbogason, Reykjavík, aðrir f
stjórn: Jón Áskelsson, Hafnar-
firði, Valur Haraldsson, Hellu,
Ólafur Þórðarson, Akranesi og
Bjarghildur Sigurðardóttir, Egils-
stöðum.
Jón Sigurðsson endurkjörinn
formaður Sjómannasambandsins
- Samtök skattstofufólks stofnuð -