Morgunblaðið - 23.10.1974, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1974
IÞROTTAFRETTIR MORGUNBLAflSIHfS
IR og Armann sigruðu
Sjö af Briisselförunum 1950: Frá vinstri: Guðmundur Lárusson, Magnús Jónsson, Torfi Bryngeirsson,
Finnbjörn Þorvaldsson, Gunnar Huseby, örn Clausen og Pétur Einarsson.
Huseby heiðraður
1 GÆRDAG boðaði stjórn Frjáls-
fþróttasambands Islands til hófs
að Hótel Loftleiðum. Tilefni hófs-
ins var, að á s.l. vetri, nánar til-
tekið í nóvember 1973, átti Gunn-
ar Huseby, maðurinn sem hvað
hæst hefur borið hróður fslenzkra
fþrótta, fimmtugsafmæli. Hófið
sátu auk boðenda og Gunnars for-
ystumenn fþróttamála og kepp-
endur Islands á Evrópumeistara-
mótinu f Briissel árið 1950, að
undanskildum Hauki Clausen,
Jóel Sigurðssyni og Ásmundi
Bjarnasyni.
öllum þeim, sem með íþróttum
fylgjast, mun kunnugt, að á árun-
um um og eftir 1950 var gengi
íslenzkra frjálsíþrótta hvað mest.
Kveikjan að þeim Ijóma var frá-
bært afrek Gunnars Huseby, sem
sigraði á eftirminnilegan hátt í
kúluvarpi á Evrópumeistaramót-
inu í Osló árið 1946. I kjölfarið
myndaðist harðsnúinn flokkur
frjálsfþróttamanna sem skapaði
tslandi nafn á sviði frjálsra
íþrótta.
I upphafi hófsins í gær bauð
örn Eiðsson, formaður F.R.l,
heiðursgestinn, Gunnar Huseby,
og aðra gesti velkomna. Meðal
annars sagði Örn: „Það er
ánægjulegt að vera hér meðal
þeirra fþróttamanna, sem gert
hafa garð Islands hvað frægastan.
Þeir reistu Islandi merki á
Evrópumeistaramótinu í Brtissel
árið 1950, merki sem tslendingum
mun seint úr minni líða. Sá ís-
Iendinganna sem hæst bar f
Brlissel er þó vafalaust heiðurs-
gesturinn okkar, Gunnar Huseby,
sem sigraði á glæsilegan hátt í
kúluvarpinu. Jafnvel þótt hann
hefði staðið aftan við hringinn
hefði hann ekki orðið af sigrin-
um. En það voru fleiri íslending-
ar sem áttu sigri að hrósa í Brtiss-
el. Torfi Bryngeirsson sigraði f
langstökki og örn Clausen varð
annar f tugþraut. Með þessum
glæstu afrekum skipuðum við Is-
lendingar okkur á bekk með
fremstu frjálsíþróttaþjóðum ver-
aldar. T.d. má geta þess, að Sovét-
menn hlutu einnig tvö gull, en
Svíar, Norðmenn og Finnar eitt
hver þjóð."
Þetta var í annað sinn I röð sem
Gunnar Huseby varð Evrópu-
meistari f kúluvarpi. Hið fyrra
var á E.M. f Osló 1946. Þá kastaði
hann 15,56 m. I Bríissel bætti
hann árangur sinn verulega, kast-
aði 16,74 m, sem jafnframt var
Islandsmet, met sem stóð til árs-
ins 1968 eða 17 ár.
Að lokum sagði Örn: „Nú við
þessi tímamót í ævi Gunnars
Huseby þykir okkur í stjórn
F.R.I. tilhlýðilegt að sýna í verki,
að afrek hans og félaga hans eru
geymd en ekki gleymd“. Að svo
mæltu afhenti hann Gunnari
fagra styttu sem þakklætisvott.
Þeir Sveinn Björnsson, varafor-
seti I.S.Í., og Einar Sæmundsen,
formaður K.R., tóku einnig til
máls. Báðir óskuðu þeir Gunnari
til hamingju og minntust þess hve
stoltir Islendingar hefðu verið af
frækilegum afrekum þeirra fé-
laga.
Að lokum tók heiðursgesturinn
til máls og sagði m.a.: „Það er
margs að minnast frá þessum ár-
um. Ég ætla þó ekki að fjölyrða
um það við þetta tækifæri, það
mun bíða betri tíma. Hæst ber þó
minninguna um góðan félagsskap
og mikinn drengskap. Þá, ekki
siður en nú, þurfti einbeitni og
dugnað til að komast í fremstu
röð íþróttamanna. Við gerðum
okkur þess fulla grein. Baráttan
var hörð og áhuginn mikill, enda
skilaði þetta allt sér i góðum ár-
angri. Að lokum vil ég þakka hlý
orð í minn garð, og þennan glæsta
grip“.
TVEIR leikir fóru fram í Reykja-
víkurmótinu í körfuknattleik í
fyrrakvöld. ÍR sigraði Fram með
88 stigum gegn 68, og Ármann
sigraði IS með 83 stigum gegn 75.
— Nú er aðeins fjórum leikjum
ólokið, Valur:IS, KR:Fram,
Valur:lR og KR:Ármann. Greini-
legt er, að síðasti leikur mótsins,
sem verður milli KR og Ármanns,
og fer fram n.k. sunnudag verður
úrslitaleikur mótsins. KR þarf að
sigra til að fá aukaleik við Ár-
mann, en Ármenningum nægir
einfaldlega sigur í leiknum til að
sigra i mótinu.
ÍR átti lengi vel í miklu basli
með Fram, og leiddu Framarar
lengst af í fyrri hálfleiknum t.d.
20:16 og 32:28, en IR náði að jafna
og komast yfir 34:32 fyrir hálf-
leik. Og síðan fóru ÍR-ingar að
síga fram úr í seinni hálfleiknum,
og unnu að lokum 20 stiga sigur
eins og áður sagði. Aðeins einn
maður í liði IR sýndi umtalsverða
getu, Kolbeinn Kristinsson.
Leikur Ármanns og IS var all-
sögulegur. Armann fékk óska-
byrjun og komst í 16:1, en
stúdentar unnu hægt og bftandi á
allan hálfleikinn sem eftir var og
höfðu þá jaf nað 40:40.
Ármann náði síðan yfirburða-
stöðu f síðari hálfleik, komst i
57:48 þegar IS skoraði aðeins 8
stig fyrstu 11 mfn. hálfleiksins
Síðan fór að halla undan fæti
fyrir Ármanni, og IS seig á það,
sem eftir var hálfleiksins. Komst í
8 stiga mun nokkrum mín. fyrir
leikslok en lengra ekki.
Þessi leikur var afar harður,
bæði liðin spiluðu grimmilega
vörn, og var geysileg barátta í
fráköstunum. Aldrei var gefið
neitt eftir, og oft varð úr heil-
mikill gauragangur. Það, sem
gerði útslagið fyrir Ármann, var
góður varnarleikur í s.h. þegar
þeir léku maður gegn manni f
vörninni, auk þess var hittni ÍS
liðsins þá afar slök. — Næstu
leikir verða á föstudag, þá leika
KR:Fram og IS:Valur.
Árhus KFUM áfram
Arhus KFUM sigraði
færeyska liðið Kyndil með 27
mörkum gegn 17 f seinni leik
liðanna f Evrópubikarkeppn-
inni f handknattleik, en leik-
urinn var háður f Færeyjum á
laugardaginn. Arhus KFUM
sigraði einnig f fyrri leiknum,
þá 34—13.
I leiknum f Færeyjum var
Bjarne Larsen markhæstur f
liði Árósaliðsins, skoraði hann
5 mörk.
Arhus KFUM heldur þvf
áfram f Evrópubikar-
keppninni.
GOÐUR ARANGUR HREINS
HREINN Halldórsson, HSS, náði
mjög góðum árangri í kúluvarpi á
innanfélagsmóti, sem tR-ingar
gengust fyrir sl. fimmtudags-
kvöld. Lengst kastaði Hreinn
18,80 metra, en kastserfa hans var
mjög jöfn og glæsileg: 18,65 —
18,68 — 18,80 — 18,55 — 18,64 og
18,37 metrar.
1974 1973 1972 1971 1970 1969
ARSENAL - WEST ham 0-0 1-0 2-1 2-0 2-1 0-0
BURNLEY - EVERTON 3-1 - - 2-2 1-2 1-2
CHELSEA - STOKE 0-1 1-3 2-0 2-1 1-0 1-0
COVENTRY - CARLISLE - - - - - -
DERBY - MIDDLESBRO - - - - - 3-2
IPSWICH - MANCH. CITY 2-1 1-1 2-1 2-0 1-1 2-1
LIVERPO0L - LEEDS 1-0 2-0 0-2 1-1 0-0 0-0
LUTON - TOTTENHAM - - - - - -
NEWCASTLE - LEICESTER 1-1 2-2 2-0 - - 0-0
SHEFFIELD UTD. - BIRMINGH. 1-1 0-1 - 3-0 6-0 2-0
WOLVES - Q. P. R. 2-4 - - - - 3-1
0XF0RD - FULHAM 0-0 0-0 1-0 - - 1-0
Stefán Halldórsson
og Axel 1 landsliðið
— ÉG er bjartsýnn á, að við náum
sæmilegri útkomu I leikjunum I
Sviss, sagði Birgir Björnsson, lands
liðsþjálfari og einvaldur, f viðtali við
Morgunblaðið í gær, en íslenzka
handknattleikslandsliðið hélt utan f
morgun til fjögurra landsleikja, við
Luxemburg, Sviss, Vestur-Þýzkaland
og Ungverjaland.
— Það verður að skoða þessa ferð
fyrst og fremst sem æfingaferð hjá
liðinu, sagði Birgir, — enda munu
landslið hinna þjóðanna einnig Ifta
svo á mótið ! Sviss. Þetta verður
einskonar kynding fyrir veturinn, en
stærstu verkefni hans að mínum
dómi verða landsleikirnir við Austur-
Þýzkaland og svo Norðurlandamótið.
Birgir sagði. að breytingar hefðu
verið gerðar á fslenzka landsliðinu
fyrir ferðina. Ákveðið hefði verið að
fá Axel Axelsson til leikjanna og
Stefán Halldórsson. Víkingi, hefði
verið valinn f liðið, en Stefán Þórðar-
son settur út.
— Stefán Þórðarson var settur út
úr liðinu fyrir agabrot, sagði Birgir,
— en ástæðan fyrir þvf, að Axel var
kallaður til leikjanna, var fyrst og
fremst sú, að við treystum ekki full-
komlega á, að Gunnar Einarsson
verði orðinn heill heilsu og eins ligg-
ur það ekki enn fyrir hvort Ólafur
Einarsson má leika með okkur. Sam-
kvæmt nýjustu fréttum er Ólafur
enn f leikbanni og verður unz fjallað
hefur verið um mál hans f fram-
kvæmdastjórn alþjóðasambandsins.
Birgir sagði, að þar sem engir
leikir væru f þýzku 1. deildar keppn-
inni um helgina hefði reynzt auðvelt
að fá Axel til að koma. Hann hefur
nú leikið tvo leiki með liði sfnu f
Bundesligan og hefur líðið unnið þá
báða. Skoraði Axel þó ekki nema eitt
mark ! seinni leiknum.
GETRAUNASEÐILL NR 11 26. október 1974 sunday MIRROR SUNDAY TIMES NEWS OF THE WORLD SUNDAY EXPRESS sunday telegkaph MORGUNBLAÐIÐ OTVARPIÐ r SJÓNVARPID NISJA j Q Q 3 co S S < TlMINN z z t-f 2 Q O A SAMTALS
1 X 2
ARSENAL - WEST HAM 2 X X 2 x X X . 1 2 1 1 X 3 6 3
BURNLEY - EVERTON X 1 X X 1 1 1 1 X 1 1 2 7 4 1
CHELSEA - STOKE X X 2 ? 1 1 1 X X X X i 4 6 2
COVENTRY - CARLISLE 1 1 X 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 1 0
DERBY - MIDDLESBRO 1 1 1 X 2 X X 1 1 2 X 1 6 4 2
IPSWICH - MANCH. CITY X 1 X 2 X 1 2 1 X X 1 X 4 6 2
LIVERPOOL - LEEDS 1 1 1 X 1 2 1 1 1 X 1 1 9 2 i
LUTON - TOTTENHAM X X 1 X X 2 1 2 X X 1 X 3 7 2
NEWCASTLE - LEICESTER X X X 1 1 1 1 1 1 t 1 1 9 3 0
SHEFFIELD UTD. > BIRMINGHAM X X X X 2 X X X 1 2 1 I 3 7 2
WOLVES - QUEENS PARK X 1 I X 2 1 2 1 1 1 1 1 8 2 2
OXFORD - FULHAM X 2 2 2 2 2 1 X 2 2 2 2 1 2 9