Morgunblaðið - 27.10.1974, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1974
fólk — fólk — fólk — fólk
J
Rætt við
r
Asgrím
Halldórsson
kaupfélags-
stjóra á Höfn
Nýja frystihúsið á Höfn. Ljösm. Mbl. Þórleifur Ölafsson
„Talið sjálfsagt að bera mikið
í frystihúsin eftir 2—3 ár”
Á NÆSTA ári verður tekið f notk-
un á Höfn f Hornafirði eitt fuil-
komnasta frystihús Iandsins, en
húsið sem er á tveimur hæðum að
hiuta er rösklega 600 fermetrar
að stærð. Nú þegar er búið að taka
hiuta þess f notkun, það er mötu-
neyti starfsfóiks, frystigeymslur
ogfrystitæki, sem notuðhafa ver-
ið til að frysta loðnu. Ekki er enn
nákvæmlega vitað hve mikið
þessi bygging muni kosta, en gert
er ráð fyrir að kostnaðurinn verði
um 350 miilj. kr. ef miðað er við
að framkvæmdum ljúki á næsta
ári. Framkvæmdastjóri frysti-
hússins er Ásgrfmur Halldórsson,
kaupfélagsstjóri á Höfn, en hann
hefur gert kaupfélagið þar að
stórveldi á þeim árum, sem hann
hefur stjórnað þvf.
Ákvörðun tekin 1969
„Ákvörðun um byggingu þessa
frystihúss var tekin um áramótin
1969—1970,“ sagði Ásgrímur þeg-
ar við ræddum við hann og bætti
við, „það var um tvennt að velja,
annað hvort að endurbyggja
gamla húsið eða byggja nýtt.
Niðurstaðan varð sú, að ekki
kæmi til greina að endurbyggja
gamla húsið, þar sem mikið óhag-
ræði hefði skapast af því. Gamla
frystihúsið, verður þó notað
áfram. Því verður breytt f hús
fyrir landbúnaðarvörur, en þar
ÖIl snyrtiherbergi eru fifsalögð f
hólf og gólf
verður frystigeymsla og sláturhús
í framtíðinni."
„Hvenær hófust áætlanagerðir
um nýju bygginguna?“
„I júlí 1970 var fyrsta áætlunin
gerð og þá átti húsið að kosta 75
millj. kr. í júlf 1972 var gerð
endanleg áætlun, en þó höfðu ver-
ið gerðar verulegar breytingar á
húsinu, aðallega varðandi alla
þjdnustu við starfsfólk. Upphaf-
leg stærð hússins var 4040 fer-
metrar, en eftir breytinguna varð
það 6665 fermetrar. Sú áætlun,
sem kom þá, hljóðaði upp á 150
millj. kr. auk véla sem við eigum
sjálfir, að upphæð 22.7 millj. kr. í
febrúarmánuði sJ. vorum við
búnir að leggja í húsið 153 millj.
kr., en þá hljóðaði byggingaráæti-
unin upp á 284 millj. kr., en ef við
gerum ráð fyrir að byggingunni
ljúki á næsta ári ætti kostnaður
ekki að fara yfir 350 millj. kr.“
„Þið leggið mikið upp úr öllum
aðbúnaði starfsfólksins. Borgar
það sig?“
Góð aðstaða
starfsfólks
„Það er rétt, að f þessari bygg-
ingu verður mikið lagt upp úr
allri aðstöðu fyrir fólkið. Ég tel að
þótt þessi aðstaða hafi mikinn
kostnað f för með sér, þá muni
hann skila sér. Sfðastliðinn vetur
tókum við mötuneyti frystihúss-
ins f notkun og þar boröar allt
aðkomufólk, sem vinnúr í frysti-
húsi KASK og eins og þeir að-
komumenn, sem eru á bátunum
hérna. Þetta fólk allt ber það
mikla virðingu fyrir þessum stað,
að umgengni er öll til fyrirmynd-
ar. Það má kannski segja, að í
fljótu bragði virðist kannski óeðli-
lega mikið vera lagt í húsið, en ég
tel að eftir 2—3 ár verði talið
sjálfsagt að frystihús verði svona
úr garði gerð. Öll áherzla hefur
verið lögð á, að stór og rúmgóð
snyritherbergi, þar sem eru með-
al annars margir sturtuklefar,
þvóttahús til að þvo hlífðarföt,
eins og t.d.sloppastarfsfólsins. Þá
verður einnigí húsinu þjálfunar-
salur, þar sem hægt verður að
kenna fólki, hvernig á að með-
höndla fisk í vinnslu og ennfrem-
ur kennsla f hreinlæti. Ennfrem-
(Jr frystigeymslu frystihússins
Borðsaiur mötuneytisins er bjartur og rúmgóður
ur verður rannsóknarstofa f
tengslum við fiskvinnsluna."
Fyrsti áfanginn 1972
„Hvaða áfangi var fyrst tekinn í
notkun?“
„Fyrsti áfanginn var tekinn í
notkun 1972, en það er 1000 lesta
frystigeymsla. Á þessu ári var
mötuneytið tekið í notkun og
sömuleiðis var hafist handa við að
frysta loðnu í vinnslusalnum f
vetur, en þessa dagana er fryst
síld þar.“
„Hvernig verður aðstaðan í
vinnslusalnum?"
„1 sjálfum vinnslusalnum verða
tvær vinnslulínur, er svo má segja.
Önnur verður fyrir almenna fisk-
vinnslu, hin fyrir loðnufreystingu
að vetrarlagi, en humarvinnslu að
sumarlagi. Um þessar mundir er
verið að byrja á fiskmóttöku, en
hugmyndin er að taka móttökuna
og kæligeymslu fyrir fiskinn í
notkun á komandi vetrarvertíð. í
vor er svo hugmyndin að humar-
vinnslan verði flutt í húsið og það
fullgert fyrir lok ársins 1975, ef
fjármagn fæst.
Sjálf fiskmóttakan á að geta
tekið 160 lestir af fiski, en síðan
er kæld geymsla sem á að taka 240
lestir. Frystigeymslan tekur svo
eins og áður er getið 900—1000
lestir. Reiknað er með að afkasta-
geta hússins miðað við 10 tfma
vinnu á sólarhring verði801est-
ir af slægðum fiski með haus. Þar
að auki mun söltunarstöðin geta
saltað 100 lestir á dag, þegar með
þarf.“
„Eru engar nýjungar f hús-
inu?“
100 tonn fryst
á sólarhring
„Þær eru vafalaust margar, en
nefna má skrúfupressuna svo-
nefndu, sem notuðervið frysting-
una. Þetta eru mjög afkastamikil
tæki og við getum með þeim fryst
4—5 tonn á klukkutíma eða 100
lestir á sólarhring ef með þarf.“
„En þurfið þið ekki, þegar
frystihúsið verður fullbúið, að
eignast afkastameiri veiðiskip?"
Skuttogarakaup
á döfínni
„Jú, og hugmyndin er að kaupa
hingað skuttogara. Nú þegar er
búið að stofna hlutafélag til þess
og einnig er búið að fá tilskilin
leyfi. Aðaleigendur hins nýstofn-
aða hlutafélags eru: Fiskvinnslu-
stöðin h.f., Fiskimjölsverksmiðj-
an h.f. og Borgey h.f. En þótt búið
sé að fá tilskilin leyfi til skut-
togarakaupa, hefur af mörgum
ástæðum ekki verið hægt að
hrinda málinu í framkvæmd.
„Hvernig veröur löndurnarað-
stöðu háttað?"
„Landað verður úr bátunum
hér fyrir framan frystihúsið og
verður landað beint upp á færi-
bönd, sem síðan flytja fiskinn
þessa 15 metra leið frá byggju-
hausnum I húsið, en það sparar
bæði tíma og penina."
140 manns við vinnu
„En hvað munu margir vinna
í húsinu, þegar starfsemin verður
komin 1 fullan gang?“
„Við reiknum með að þar vinni
100—140 manns, en í gamla hús-
inu hafa unnið 60—70 manns.
Gamla frystihúsiö var byggt á ár-
unum 1946—1948, og þá eingöngu
til vinnslu á landbúnaðarvörum.
Á árunum 1951—1962 var það
stækkað mikið með það fyrir aug-
um' að betra yrði að vinna sjávar-
afla í því. Og það má geta þess, að
í fyrsta skipti, sem fiskur var
flakaður og saltaður á vetrar-
vertíð á Hornafirði var árið 1952,
fram til þess tíma hafði fiskurinn
eingöngu verið saltaður."
— Þ.Ö.
f
fólk — fólk — fólk — fólk