Morgunblaðið - 27.10.1974, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÖBER 1974
Farvegur Jökulsár á Brú, sem er ein af stóru
jökulánum þremur, sem hugmyndir eru um að
tengja saman f eina mikia Austf jarðavirkjun. Jarð-
fræðirannsóknir hafa farið fram á öllum svæðinu
og skýrslur f vinnslu.
V atnsafls-
rannsóknir
víðsvegar
um landið
ÞEGAR rætt er um okkar miklu
ónýttu orku f fallvötnum og jarð-
varma, og hugmyndir eða áætlan-
ir um vinnslu hennar, viil oft
gleymast hve stórt verkefnið er
og umfangsmikið. Um leið og
farið er að ræða möguleikana á
virkjun á einhverjum stað, hættir
okkur leikmönnum til að halda,
að nú megi bara fara að virkja og
byrja á framkvæmdum. Við ger-
um okkur af eðlilegum ástæðum
litla grein fyrir þvf, hve lltið er I
rauninni vitað um þetta land,
vötn þess, jarðlög og eðli og hve
tfmafrekar — og dýrar — rann-
sóknir á þvf eru, sem hægt er að
byggja á. M.a. með þetta f huga
ræddum við í samtali við orku-
máiastjóra, Jakob Björnsson, um
rannsóknir orkustofnunarmanna
á ýmsum hugsanlegum vatnsafls-
virkjunarstöðum, f framhaldi af
fyrra viðtali um samkeppnisað-
stöðu okkar við aðrar þjóðir um
orkuvinnslu og virkjun
jarðvarma. Til hægðarauka tók-
um við hringferð um iandið og
byrjuðum á Vestf jörðum.
— I sumar höfum við unnið á
Glámuhálendinu að jarðfræði- og
vatnafræðirannsóknum, með það
fyrir augum að gera þar áætlanirj
um vírkjanir, sagði Jakob. Ætlun-
in er að gera heildarúttekt á
möguleikum til vatnsaflsvirkjun-
ar á Vestfjörðum. Jú, samanborið
við aðra staði á landinu eru
virkjunarmöguleikar á Vestfjörð-
um ekki miklir, en miðað við þarf- ,
ir Vestfjarða eru þeir samt tals- |
verðír. Ef til vill er sú orka, sem |
þar fæst, nokkru dýrari en víða
annars staðar. I sumar höfum við
semsagt lokið við mælingar á
Glámusvæðinu. Kort hafa þegar
verið gerð af þeim hluta Glámu-
svæðisins, þaðan sem vötnum
hallar í Borgarvog og Dynjandis-
vog í Arnarfirði. I vetur er ætlun-
in að teikna kort af þeim hlutum
svæðisins, sem eftir eru. Þá höf-
um við aðallega í hug tvær
virkjanir. Annars vegar einhvers
staðar í Djúpinu og hins vegar á
Barðaströndinni, við Suður-Fossá,
vegna hugsanlegrar virkjunar
þar, sem gæti fyrst og fremst haft
gildí sem varastöð fyrir þennan
hluta Vestfjarða. En hún er of
lítil, til að verulega muni um
hana til orkuvinnslu.
0 Blönduvirkjun
með lóni á heiðinni
— Á Norðurlandi höfum við
fyrst og fremst unnið við Blöndu,
sagði orkumálastjóri, er talið
barst að þeim landshluta. Við
erum búnir að mæla svæðið og
þetta ár hefur verið unnið að þvl
að teikna yfirlitskort, sem við er-
um að fá. Auk þess var byrjað á
borunum þarna i sumar. Þessi
virkjun er þannig hugsuð, að stífl-
að verði frammi á Auðkúluheiði
og vatnið mest leitt I skurðum út
eftir hálendinu vestan Blöndu og
síðan virkjað með neðanjarðar-
stöð niður í Blöndudalinn vestan-
megin frá, nokkru neðan en
Guðlaugsstaðir. Þetta yrði um 130
mw rafstöð.
— Hvað um lónið? Hafið þið
gert einhverjar vistfræðirann-
sóknir þar?
— Frammi á heiðinni yrði
nokkuð stórt lón. Og segja má, að
þar þurfi vistfræðirannsóknir að
koma til. Að vfsu ekki á sama hátt
og I Þjórsárverum. Þarna er það
ekki fuglavarp, heldur beit, sem
við munum athuga. Við
hyggjumst kortleggja hvaða beiti-
land mundi fara undir vatn við
mismunandi virkjunartilhögun
og fá sérfræðing til að meta
beitargildi þess lands. Þar mun-
um við byggja á gróðurrannsókn-
um og gróðurkortagerð Ingva
Þorsteinssonar.
— Saman við hvaða aðra staði
yrði þessi virkjun borin. beear
valið verður um virkjanir?
— Til dæmis má bera þessa
virkjunarmöguleika saman við
staði hér á Suðurlandi, þar sem
við vitum nokkurn veginn hvaða
möguleikar eru fyrir hendi. Og ef
við tökum Norðurland, þá yrði
samanburðurinn til dæmis við
Dettifoss og Kröflu.
Annars erum við með í athugun
tvær tiltölulega litlar virkjanir í
Skagafirðinum — um 30 mw hvor
— við Jökulsárnar, eða nánara
tiltekið við Merkigil og Villinga-
nes. Af þessum tveimur
virkjunarstöðum held ég að óhætt
sé að segja, að okkur lítist betur á
virkjun við Villinganes, sakir
betri aðstæðna þar. Utlit er fyrir,
að orkukostnaður frá þessum
virkjunum verði verulega hærri
en frá Dettifossi, Kröflu eða
Blöndu. Þarna yrði tiltölulega
litið mannvirki, aðeins stifla I
gljúfrinu og stöð hjá. Á þessum
stað eru fyrst og fremst eftir ein-
hverjar boranir. Þær voru á
áætlun okkar fyrir næsta ár, en
ekki er alveg ljóst ennþá hve
mikið fé fæst til þeirra. Fáist það
ekki næsta ár, þá gerum við þær á
árinu 1976.
0 Dettifoss-
' virkjun efnileg
t — Og þið eruð langt komnir
'með rannsóknir á Jökulsá á
Fjöllum? Eru nokkrir vankantar
á virkjun þar?
— Já, þar höfum við verið við
boranir nokkur undanfarin ár.
Við erum að búa okkur undir að
gera I vetur einskonar yfirlits-
skýrslu um virkjunarmöguleika
við Dettifoss á grundvelli allra
þessara rannsókna. Við eigum
von á, að sú skýrsla muni sýna að
þarna sé um hagkvæma virkjun
að ræða, með fullkomlega sam-
bærilegu verði við það, sem gerist
hér sunnanlands. Þetta yrði
160—170 mw virkjun, sem gerð
yrði I einu lagi. Rannsóknir eru
komnar það langt á veg, að ekkert
er því til fyrirstöðu að taka megi
ákvörðun um hvort þarna skuli
virkja eða ekki. Ekkert hefur
komið fram, sem útilokar mann-
virki þarna. En að vlsu þarf ýmis-
legs að gæta. Við höfum gert
mælingar á hugsanlegum hreyf-
ingum jarðlaga og hreyfingar
hafa raunar komið I ljós. En til-
gangur þessara mælinga er fyrst
og fremst sá, að gera það fært að
velja mannvirkinu stað þannig að
sllkar jarðlagahreyfingar valdi
ekki skemmdum á þessu, eða sem
allra minnstum.
— Þar skammt frá er svo
Krafla, þar sem unnið er að
virkjunarundirbúningi og langt
komið með að bora tvær rann-
sóknaholur. Allar likur benda til
þess, að vonir um hitastig þar
muni standast. Ef þessi borun ber
þann árangur, sem við vonumst
til, þá geri ég ráð fyrir, að næsta
sumar megi hefja vinnsluboranir.
Verði virkjuð 55 mw, þarf að bora
15 holur, sem tekur væntanlega
2—3 ár, en það fer mjög eftir því
hve lengi er hægt að vinna að
borun á hverju ári vegna tíðar-
fars. Þess er ekki vænzt, að öflun
gufu munu tefja það, að Kröflu-
virkjun komist I gagnið. Enda
þótt 15 holur þurfi fyrir 55 mw
afl, getur stöðin unnið með lægri
afköstum þótt ekki sé búið að
bora þær allar. Rætt hefur verið
um, að Kröfluvirkjun gæti náð
fullum afköstum 1978 eða þar um
bil.
— En ef svo færi, að tilrauna-
boranir sýndu, að ekki væri hag-
kvæmt að virkja við Kröflu, hvað
þá?
— Éf boranirnar gefa neikvæða
niðurstöðu, þá heimila lögin að
stöðin sé staðsett við austánvert
Námafjall og þar er reiknað fneð,
að borun gefi góðan árangur.
Búið er að bora svo mikið á Náma-
f jallssvæðinu, að óhætt er talið að
reikna með þessu.
— En þar koma til erfiðari
umhverfisvandamál, er það ekki?
— Ég veit ekki hvort þau eru til
muna örðugri I sjálfu sér. Við
höfum kannað þetta talsvert, m.a.
frárennslisvatnið, sem er svipað
hvort heldur er frá Kröflu eða
Námaskarði. Frá báðum stöðum
er gert ráð fyrir að sleppa vatninu
út I hraun, sem þarna liggur fyrir
austan, Búrfellshraun. Þar sígur
það niður I grunnvatnið. Það tek-
ur grunnvatnið nokkurn tíma að
ná fram á yfirborðið, hvort heldur
er I Mývatni eða annars staðar. Á
leiðinni kólnar vatnið og fellir út
efni, sem I þvi eru. Við eigum
ekki von á, að þetta hafi skaðleg
umhverfisáhrif. Sérstaklega
hefur því verið gefinn gaumur
hvort Mývatni væri hætta búin,
en við getum ekki séð, að svo geti
orðið, frá hvorum staðnum sem
vatnið kemur. Þar styðjumst við
m.a. við þá vinnslu, sem nú á sér
stað I Bjarnarflagi, sem er miklu
nær Mývatni en sá staður I Búr-
fellshrauni, þar sem vatninu yrði
sleppt niður. Fylgzt hefur verið
með vatni, t.d. I Grjótagjá, og ekki
orðið vart ,við neinar breytingar
eftir að vinnsla hófst við Bjarnar-
flag. Ef stöðin yrði sett við aust-
anvert Námafjall, mundu væntan-
lea hverfa hverirnir, sem þar eru
nú, og er ferðamönnum hugsan-
lega eftirsjón að þeim. En þeir
gætu þá fengið Kröflu I staðinn,
ef hún dugar ekki til jarðvarma-
vinnslu, sem við búumst raunar
við að hún geri.
— Ef Kröfluvirkjun getur ekki
komizt I fullt gagn fyrr en 1978,
verður þá ekki of langt bil á milli
virkjana? Verður nokkur afgang-
ur af rafmagni hér að sunnan?
— Menn hafa verið að gera sér
vonir um að hluti þeirrar línu,
sem er verið að leggja norður,
verði tilbúinn I lok ársins 1975,
þannig að létta megi Norðurlandi
vestra af Laxársvæðinu. Til þess
þarf að ljúka við kaflann úr
Borgarfirði að Blönduósi a.m.k.
Gert er ráð fyrir, að rafmagn
verði tiltækt sunnanlands inn á
þá línu mestan hluta ársins. Og þó
að geti komið þau tilvik sem hér
um ræðir, yrði það rafmagn, sem
flytja mætti I lok 1975, fyrst I stað
einkum notað á Norðurlandi
vestra og þannig létt á Laxár-
svæðinu, en þaðan er ekki um að
Orka.