Morgunblaðið - 27.10.1974, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.10.1974, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1974 _____JÓN ÚR VÖR: BANAKRINGLUV ERKURINN Stundum er sagt við mig: Þú sem ert að skrifa í blöðin, hvers- vegna hreyfirðu ekki þessu og þessu sem fólk tiltekur. Ég hlýt að svara: Skrifa mjög sjaldan í blöð og næstum eingöngu um sama efnið: Kjaramál rithöfunda. Þetta er grátlega satt. Það er líkt á komið fyrir mér og sumum pistlahöfundum sértrúar- safnaðanna. Við spyrjum: Að hvaða gagni kemur þetta sífellda nudd? Og huggun okkar er þessi: Þó að við heyjum vonlitla baráttu og komum litlu til leiðar, getur þó skeð að eitthvert þeirra sannleiks- korna, sem okkur auðnast að sá, spíri einhverntima i hugskoti annars manns, sem betri hefur aðstöðu og sambönd. Hann getur þá með góðri samvisku trúað því að honum hafi sjálfum dottið það í hug, og tekið málið upp á sína arma. En hversvegna skrifarðu ekki um annað og vinsælla efni, kynni einhver að spyrja. Enn hlýt ég að svara sannleikanum samkvæmt. Ég er rithöfundur, stéttvís rithöf- undur. Ég skrifa um það, sem ég er beðinn að skrifa um, og tek fyrir það borgun. Rithöfundur, sem býður blöðum, timaritum eða öðrum fjölmiðlum að skrifa fyrir lítið eða aðeins fyrir ánægjuna af því að sjá nafn sitt og skrif á prenti, er eins og vinnufús kaup- maður, sem af einskærri hugsjón og hollustu við atvinnurekendur býðst til að vinna kauplaust við höfnina í frítíma sínum. Nú veit ég, að þeir menn eru til, sem finnst það bara fallegt og eftirbreytnisvert að vinna fyrir lítið. En þetta er einmitt ein af þeim dyggðum, sem er dálftið vafasöm, þegar betur er að gáð. Hún getur komið sér illa fyrir aðra, enda geta þeir einir leyft sér að vinna fyrir lítið eða ekkert, sem hafa tryggt eigin efnahagsaf- komu á öðrum vettvangi. Hvað myndu þeir hafnarverkamenn segja, sem yrðu gerðir afturreka af vinnustað vegna þess ódýra vinnuafls, sem ég tek hér til dæmis? Hvernig ætli verkalýðn- um hefði gengið í kaupgjalds- og mannréttindabaráttu sinni, ef svona gustukamenn við atvinnu- vegina hefðu verið látnir vaða uppi síðustu áratugi? En hversvegna er hann Jón nú að tala um þetta? Er þetta ekki óþekkt fyrirbrigði? Ónei. Þetta er nú einmitt það sem enn er að gerast. Enn hefur okkur rithöfundum, lfklega einu mönnunum á landi hér, ekki tekist að koma félagsmálum okkar í það horf, að við sjálfir — hvað þá aðrir — taki mark á okkur. Nýlega var gerður samn- ingur um heildarsamtök rithöf- unda, ný útgáfa á eldra formi. En glundroðinn er furðu lffsseigur. „Ekki batnar Birni enn bana- kringluverkurinn," segir i göml- um húsgangi. Eins og margoft hefur verið frá sagt í fréttum var á síðastliðnu vori stofnað nýtt Rithöfundasam- band. Það á að hafa alla forystu í kjarabaráttu rithöfunda. Stjórn þess skipa fimm menn, en auk þess var á rithöfundaþingi kosið 12 manna rithöfundaráð. 1 samn- ingum við gömlu félögin tvö, var ákveðið, að þau yrðu, ef þau vildu lifa áfram, valdalausir klúbbar, sem ekki var ætlast til að töluðu opinberlega fyrir hönd stéttar- innar. En auðvitað getur hver rit- höfundur sem einstaklingur sagt sitt álit á hverju sem er milli himins og jarðar — og eru þar ekki undanskilin kjaramál rithöf- unda. Margir sáu það fyrir, að ef gömlu félögin ætluðu að lifa áfram, yrði að breyta nöfnum þeirra. Nöfn þeirra voru á sfnum tíma miðuð við það að hvort félag- ið fyrir sig vildi láta stjórnarvöld líta sig sem aðalmálsvara stéttar- innar. Reynsla síðustu daga sýnir að hér dugar ekkert hálfkák. For- maður Hagalínsfélagsins virðist hafa misskilið þann samning, sem gerður var með stofnun Rithöf- undasambandsins — og hefur nú ruglað flest dagblöðin, útvarp og sjónvarp einu sinni enn í riminu — og þar með þjóðina alla. En kannski er þó annað enn alvarlegra: Fréttin af fyrsta fundi hins nýja Rithöfundaráðs. Rithöf- undaráð, hvað er nú það, spyrja menn. Þar er nú annar misskiln- ingurinn frá. Eftir mfnum skiln- ingi og margra fleiri átti sá 12 manna hópur, sem kosinn var á rithöfundaþinginu, að vera stjórn Rithöfundasambandsins til ráðu- neytis, vera nokkurskonar undir- deild. En nú hefur það gert sjálft sig að „sérstofnun" og kosið sér stjórn. Þetta held ég að tólfmenn- ingarnir hafi haft mjög vafasama heimild til. Og sannfærður er ég um það, að þessi skipan mála verður ekki til blessunar. Eins og nú er lítur yfirbygging rithöfundasamtakanna svona út: Rithöfundafélag íslands (vinstri menn) form. Vilborg Dagbjarts- dóttir, Félag ísl. rithöfunda (með Hagalínsstefnu) formaður Jónas Guðmundsson, Rithöfundasam- band íslands (allsherjarstéttar- félag) formaður Sigurður A. Magnússon, loks Rithöfundaráð („sérstök stofnun") formaður Indriði G. Þorsteinsson. Er hér ekki enn að gerast það, sem við héldum að við hefðum fengið nóg af, tugir toppmanna I stjórnum, sem keppast við að koma á fram- færi við fjölmiðla nýjum og nýj- um samþykktum með myndabirt- ingu og miklum bægslagangi. — Og síðan rfkir algjör þögn? Við sitjum áfram f sama farinu. Það gæti orðið all flókið reikningsdæmi fyrir embættis- menn ráðuneytanna að meta verð- leikahlutabréf þessa fríða for- ingjahóps með tilliti til boða í ráðherraveislur. Verkefni Rithöfundasambands- ins eru mörg og má varla dragast lengur að stjórn þess taki til höndum. Nýlega voru samþykkt á Alþingi ný höfundalög. Væri ekki rétt að fara að taka þau til alvar- legrar athugunar, byggja starf okkar á þeim, sjá hvernig þau reynast? Ég þarf ekki að minna á samningsleysi rithöfunda við Ríkisútvarpið, það ófremdar- ástand hefur ríkt í mörg ár. Ný- lega var sagt frá því í blaðaviðtali við einn af ráðamönnum útvarps- ins, að tilteknar dagskrár, — sem ekki þykja víst afburða uppbyggi- legar —, væru fluttar meðal annars vegna þess að efni þeirra þyrfti ekki að greiða eða að það fengist fyrir lítið gjald. Hvað væri sagt ef ráðamenn háskóla eða menntaskóla tækju við aðsendum fyrirlesurum á þeim forsendum, að þeir fengjust fyrir lítið og væri því hægt að spara kennaralaun. Ég hef heyrt opinbera ráða- menn telja það aðalsmerki út- varpsins hér að mikill hluti hins talaða orðs sé frá svokölluðu al- þýðufólki, hér sé lítill greinar- munur gerður á hinum lærðu og ólærðu. Það er að vísu satt, að margt af þvf besta í útvarpi og sjónvarpi er frá „almenningi" komið. En samt er það mjög var- hugaverð stefna að láta þessa al- þýðudýrkun — mér liggur við að segja alþýðusnobb — ráða ríkjum endalaust og athugasemdalaust. Allir menn og allar stéttir þjóð- félagsins eiga rétt á því að koma fram í fjölmiðlum, en ekki vegna þess að þeir geri minni kröfur en aðrir um gjald fyrir þjónustu sina. Á meðan ekki er sóst eftir sérhæfileikafólki, verður örðugt fyrir þessar menningarstofnanir að koma sér upp góðum hópi út- varps- og sjónvarpsmanna. Þarna er sérstaklega þrengt að rithöf- undum, sem í rauninni ættu að eiga öðrum greiðari aðgang að þessum stofnunum. Reyndin er sú, að þeir komast þar sjaldnar að en eðlilegt mætti teljast, einmitt vegna framboðs þeirra, sem ekki þurfa að gera miklar kaupkröfur. Hvað yrði sagt, ef ráðamenn út- varps og sjónvarps réðu til verk- legra framkvæmda ófaglært fólk? Ef slíkt væri gert myndu margir hrópa: Hér er verið að brjóta landslög! Eins og ég hef áður tekið fram er ég ekki að amast við góðu efni frá fólki, sem ekki er félagsbund- ið í samtökum rithöfunda, rithöf- undar eiga engan einkarétt á við- skiptum við útvarp, sjónvarp eða bókaútgefendur. En Rithöfunda- samband Islands er viðurkennt af ríkinu sem samningsaðili rithöf- unda — og þess vegna eiga rithöf- undar ekki að þola það, fremur en hafnarverkamenn, að ófélags- bundnir aðilar bjóði þjónustu sína ókeypis eða með undirboð- um. Það er líka til skaða að margir aðilar eða einstaklingar geri mismunandi kröfur fyrir hönd stéttarinnar og f hennar nafni, nema að það sé þá skýrt fram tekið að hver einstaklingur geri það á sína ábyrgð — og það vil ég taka fram, að ég geri í öllum mínum skrifum. — En lagalegan rétt til samninga eða verkfalls- hótana hefur aðeins einn aðili: Rithöfundasamband tslands og það verður að búa svo um hnút- ana, að fjölmiðlar og allur al- menningur viti hvar hið eiginlega stéttarfélag rithöfunda er að finna. sös Hjúkrunarkona. Starf hjúkrunarkonu við Heilsuverndarstöð Hafnarfjarðar er laust til umsóknar. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 3. nóvember n.k. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. HVAR SEM A ER LITIO ••• ALLIR VEGIR FÆRIR Á YOKOHAMA YOKOHAMA SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ EÐA ÁN NAGLA Ú7SÖLUSTAÐIR UM LANDALLT SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA • VÉLADEILD Jón úr Vör.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.