Morgunblaðið - 27.10.1974, Síða 25

Morgunblaðið - 27.10.1974, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÖBER 1974 25 1 sáttmála hinna Sameinuðu þjóða, f málsgreininni, sem kemur á eftir innganginum — Vér, hinar sameinuðu þjóðir, erum staðráðnar f að bjarga komandi kynslóðum frá hörmungum ófriðar — er talað um að staðfesta virðingu og gildi mannsins, um jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða og að stuðlað skuli að félagsleg- um framförum og bættum lffs- kjörum við aukið frelsi. Ég var að fletta upp þessum setningum til notkunar f tölu um Sameinuðu þjóðirnar f tveimur skólum á 29. afmælis- degi samtakanna sl. fimmtu- dag, og gera það að venju upp við mig að segja krökkunum, að stofnunin, og þá heimurinn lfka, hefði á þessum árum þrátt fyrir allt gengið til góðs götuna fram eftir veg, þó að velunn- arar hefðu oft orðið fyrir von- birgðum. En eitthvað vildi ekki falla f þetta sinn inn f myndina. Hvað var það? Það er farið að selja mannsál- ir fyrir korn. Og allur heimur- inn horfir á og kinkar bara kolli. Er þetta svosem ekki f lagi? Sovétmenn selja Bandarfkja- mönnum árlega frelsi a.m.k. 60 þúsund Gyðinga og annarra óþægra f landi þeirra fyrir „beztukjara" viðskiptasamn- ing, sem m.a. felur f sér kaup á korni, 2200.000 tonnum á þessu ári, og góð lánakjör. Og lofa Kissinger þvf í kaupbæti að vera ekkert að nfðast á þeim, sem sækja um að flytja frá Sovétrfkjunum. Þetta er birt f opinberum fréttum, Prfsinn er semsagt frelsi einnar mann- eskju á móti 37 tonnum af korni. Allt klárt og f lagi. Engin mótmæli. Engin hneykslun. Hvernig á lfka hneykslunar- alda að fara af stað? Það setti enginn mótmælin f gang f þetta sinn. Mín trú á mannkynið, Sameinuðu þjóðirnar, mann- gildið og okkur öll hrapaði nokkur þrep niður á við. Dugði ekki einu sinni til hugarhægð- ar að fiska upp ummæli Bertr- ants gamla Russels, þegar hann gerði upp viðhorf sitt til heims- ins eftir bitra reynslu, f eftir- mála ævisögu sinnar. Þar segir hann m.a: „Ég kann að hafa haldið, að vegurinn til heims frjálsra og hamingjusamra manna væri styttri en hann er f raun, en ég hafði ekki rangt fyrir mér, þegar ég hélt, að möguleiki væri á slfkum heimi og að lífsskoðanir, sem miða að því að færa hann nær, séu þess virði. Lff mitt hefur persónu- lega og félagslega verið eftir- sókn eftir draumsýn. Persónu- lega með þvf að standa ekki á sama um hið göfuga, fagra og milda; að láta stundarinnsæi fara að miðla speki á tfmum vaxandi heimsku. Og félagslega með þvf að sjá fyrir hugskots- sjónum þetta óska samfélag, þar sem einstaklingarnir vexa frjálsir úr grasi og þar sem ágirnd og öf und deyja út, vegna þess að þær hafa ekkert til að nærast á. Þessu hefi ég trú á, og heimurinn hefur ekki bifað mér, þrátt fyrir allan sinn hrylling." Gamli heimspekingurinn reyndi að vera bjartsýnn þrátt fyrir allt. En það er víst ein- kenni bjartsýnismannsins að taka auðveldu leiðina og trúa þvf, að gildi mannsins væri, hvað sem við aðhöfðumst, með- an svartsýnismaðurinn hrópar hátt um að þetta sé hvort sem er allt farið til fjandans, hvað sem við tökum til bragðs. Svo verður bara að velja á milli. I þetta sinn stóð það f mér að sveiflast yfir á bjartsýnina um gildi mannsins og framtfð þessa heims, sem klfgjar ekki við þvf að selja frelsi fólks fyrir korn. Ég þekki ekki vilja guð- anna og guðirnir eru vfst f Moskvu, Washington og Pek- ing. En kannski er frelsi manneskjunnar raunar kaup- andi fyrir hvað sem er. o Hér er litla. yndœla jörSin En þa8 Ijóta andlit, sam maður sér Ég hefi fyrir satt — kannski það séu bara Gróusögur — að það sé andstætt flestra eðli að vera hamingjusamur f fangelsi. Indjánahöfðinginn Jósep af Nez, Perces-flokknum lýsti við- horfi sfnu á þessa leið á árinu 1877: „Leyfið mér að vera frjáls maður — frjáls til að ferðast, frjáls til að stanza, frjáls til að vinna, frjáls til að verzla við hvern sem ég kýs, frjáls að velja mfna eigin kenn- ara, frjáls til að fylgja trú feðra minna, frjáls til að hugsa og tala og frjáls að mfnum eigin athöfnum — og þá skal ég hlýða lögunum og beygja mig undir hegningu. Hvenær sem hvftir menn fara með Indjána eins og þeir fara hver með ann- an, þá verður komizt hjá ófriði. Við verðum allir eins, með einn himin yfir okkur og eitt land f kring um okkur og eina stjórn fyrir alla.“ Ætli það sé ekki eitthvað svipað þessu, sem verið var að reyna að koma með fínni orð- um á framfæri f sáttmála Sameinuðu þjóðanna f San Francisco 1945. En eitthvað virðist samt hafa skolazt til þetta um virðingu og gildi mannsins, úr þvf farið er að verðleggja frelsi hans á við nokkur tonn af korni. Og allir klappa. Þetta var góð lausn á málinu! Allt er orðið friðsam- legra. Það, sem falið er í snjó, kem- ur fram í leysingum, segir málshátturinn, sem byggir eins og aðrir slfkir á haldgóðri reynslu. Og nú er víst leysing í stjórnmálum heimsins og við fögnum þvf. Þá fer að koma ýmislegt fram, sem hulið var. Þá er um að gera að láta sig ekki klfgja við. Alls ekki mót- mæla! AIls ekki hneykslast! Bara kætast! Vona bara að þeir, sem telja frelsi einhvers virði, geti ræktað nógu mikið korn til að kaupa ferðafrelsi allra ánauðugra f veröldinni, hvort sem það er geðfellt eða ekki. Þetta er sennilega tekju- öflunarleið fyrir fátækar þjóð- ir eða bruðlsamar — selja bara fólk! óðadeildar forsetaskrifstofu USSR, Hannes Jónsson, mna, I. N. Zemskov, utanrfkisráðherra norðurlanda- udoly, fulltrúi, Helgi Gfslason, fyrsti sendiráðsritari, iv, aðstoðarforstöðumaður norðurlandadeildar utan- íkrifstofu, A. I. Grigaruk, fulltrúi protokolldeild Samanburður yðar á starfsemi „Springers-sveitarinnar" — og út- gáfuskilyrðum f Rússlandi nútím- ans, þar sem allsráðandi ríkis- kerfi tortímir þeim, sem öðru vísi hugsa, er, fyrirgefið mér, svfvirði- legur. Þér skírskotið til dæma um blaðadeilur, sem frá yðar sjónar- miði eru ekki leyfilegar. En við skfrskotum til fjalla af líkum — þar á meðal einnig líka rithöf- unda. Samkvæmt yðar röksemda- færslu eru sem sagt Hitler og Stalin hið sama og hvassar deilur í blöðum? Hinn óháði rithöfundur í Rúss- landi nútímans er settur á bekk með glæpamönnum og geðveikis- sjúklingum, en þar eru, eftir því sem okkur er sagt, timar frjáls- lyndis. Þess vegna get ég engan veginn verið yður sammála, þegar þér leggið heiðarlegt vestrænt forlag og sovézku leynilögregluna að jöfnu . . . Hefðuð þér, þegar þér genguð fram mér til varnar — sem ég ævinlega minnist með þakklæti, — hlotið 7 ára fanga- búðavist fyrir þær skoðanir yðar (en slikt hefur skeð hjá okkur, t.d. varðandi Alexander Ginsburg eða Juri heitinn Galansgow, sem lézt í fangabúðunum), þá mynduð þér, að ég held, betur skilja mun- inn á aðstæðum útgáfustarfsemi í austri og vestri. Tímaritið Kontinent er sjálf- stætt timarit, sem hefur mjög víð- tæku og fjölbreyttu menningar- hlutverki að gegna. Þess vegna er mér það óskiljanlegt, hvers vegna yður finnst nauðsynlegt að trufla útgáfu tímarits, sem enn hefur ekki séð dagsins ljós — tfmarits, sem þér hafið enn ekki lesið eitt einasta tölublað af og sem þér dæmið einvörðungu hvað gæði snertir eftir vörumerki forlags- ins . . . Hugsun yðar beinist að öðrum hlutum. Þér hafið áhyggjur af þvf, hver standi á bak við og ráði stefnunni að tjaldabaki á lævis- legan hátt með fjármagni sínu. Hjá okkur var þetta kallað ,,klær heimsveldissinna" — en nú erum við hættir að iíta á söguna eins og leynilögreglumenn. Okkur verður hvorki hægt að hræða né kaupa með peningum, eftir að við höfum þolað þjáningar fangabúðanna. Herra Grass, við skulum ræða um bækur, bókmenntastörf og rit- höfunda, en ekki um auðhringa . . . Ég vona á sama hátt og hinir rithöfundarnir, sem starfa saman við Kontinent, að mér megi auðn- ast til hinzta dags að halda fast við það sjónarmið: að skrifa sam- kvæmt minni hjartans sannfær- ingu. Meðtakið mína fyllstu virðingu, herra Grass. Andrei Sinjavskij, Paris, 10. okt. 1974.“ Svo mörg eru þau orð. En þetta bréf Andrei Sinjavskys lýsir vel muninum á baráttu rithöfunda og menntamanna i Sovétríkjunum og á Vesturlöndum. Fyrir austan tjald er þessi barátta upp á lif og dauða og ekki út í bláinn að tala um „fjöll af Iíkum“ í því sam- bandi, í lýðræðislöndunum vest- antjalds geta rithöfundarnir í mesta lagi lent í blaðadeilum og slegið sig til riddara — vegna færni sinnar! Allt hlýtur þetta að vera íhug- unarvert, ekki sízt með tilliti til langhundanna í Þjóðviljanum um þessi efni, en þeir birtust, eins og kunnugt er, á laugardögum, en nú á sunnudögum með öðru sam- bærilegu efni — enda hafa þeir Þjóðviljamenn með sunnudags- efni sínu nú tekið þá ákvörðun að halda hvíldardaginn a.m.k. ekki heilagan! Ætli þess verði t.a.m. langt að bfða að útlagarnir, sem standa að Kontinent, fái til te- vatnsins á síðum Þjóðviljans, a.m.k. kæmi engum á óvart, þótt reynt yrði að slæva áhrifin af skrifum þessara snillinga og and- legu þrekmenna með fullyrð- ingum um að þeir skrifi nú grein- ar sínar með blóði úr blekbyttum vestrænna fasista, eins og Novosti, Tass og APN (sem sumir kalla „fréttastofur") væru visar til að orða það. íslenzk frétta- stofa í Moskvu En fyrst minnzt var á þessar sovézku „fréttastofur" er ekki úr vegi að minna á, að þær starfa hér á landi I skjóli rússneska sendi- ráðsins, sem er öllum sendiráðum stærra og aðsópsmeira, eins og kunnugt er, enda eitt umfangs- mesta sendiráð Sovétríkjanna í vestrænu landi. Hér i Mbl. hefur í mörgum greinum verið minnzt á þá svívirðu, að „fréttastofur" þessar sendi út nið, róg og lygi í skjóli þeirra réttinda, sem sendi- ráð njóta hér á landi sem annars staðar, m.a. um Solzhenitsyn og Kína svo að dæmi séu nefnd. Auð- vitað eiga þessar sovézku „frétta- stofur“ ekkert skylt við fréttastof- ur á vestrænan mælikvarða, þær eru ekkert annað en lygamyllur og það er móðgun við íslenzku þjóðina, þegar Sovétmenn nota diplómatísk réttindi sfn hér á landi eins og gert hefur verið I „fréttabréfum" áróðurs- og níð- stofnana eins og Novosti og APN. Að vísu segja sumir, að gott sé að Sovétar afhjúpi sig með þessum hætti, allir sjái í gegnum blekk- ingarvefinn. En ti! þess er svo sannarlega ekki ætlazt. Og hverjir þurfa á þessari lygi að halda? I þessu sambandi má minna á, að í stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðis- flokksins í utanríkis- og varnar- málum, sem birt var hér í Mbl. 22. júní sl. um utanríkis- og varnar- mál, er m.a. komizt svo að orði.í 4. lið: „öryggisgæzla beinist ekki einungis að því sem gerist utan landamæra islenzka nkisins. Einnig verður að tryggja, að er- lendir aðilar, sem stofna kunna öryggi rfkisins í voða, hreiðri ekki um sig innanlands. Sérstaklega ber að gæta þess í stjórnmálasam- bandi íslands við önnur ríki, að þar sé fylgt gagnkvæmni eins og frekast er kostur. Settar skulu reglur um fasteignakaup sendi- ráða á íslenzku landi." Þessi stefnuyfirlýsing er skýr og afdráttarlaus. Samkvæmt henni ber Sjálfstæðisflokknum, sem nú hefur tekið við stjórnar- forystu, að sjá um að gagn- kvæmni, eins og komizt er að orði, sé ríkjandi í stjórnmálasambandi Islands við önnur ríki. Morgun- blaðið treystir því, að ríkisstjórn- in taki þetta mál upp og komi á einhverju jafnvægi í þessum efn- um, því að ekki verður því trúað að stefnuskrá Sjálfstæðisflokks- ins sé marklaust pappírsgagn. Mætti í því sambandi benda á, að vel kæmi til greina, að erlend sendiráð hefðu ekki umfangs- meiri starfsemi hér á landi en Islendingar i öðrum löndum. Ef Sovétmenn ætla t.a.m. að halda áfram „fréttamiðlun" sinni hér á landi með áróðursmiðstöðvum Novosti og APN, væri t.a.m. ekki úr vegi, að Islendingar kæmu sér upp svipaðri aðstöðu i Moskvu, enda eru hæg heimatökin, þar sem fyrrverandi blaðafulltrúi fs- lenzku rikisstjórnarinnar er nú sendiherra i Sovétrikjunum. Honum ætti að vera i lófa lagið að stjórna upplýsingamiðstöð is- lendinga i Moskvu, þar sem m.a. væri kynnt, með útgáfu rita á rússnesku, sem dreift væri til al- mennings, aðild Islendinga að Atlantshafsbandalaginu, nauðsyn þessarar aðildar til að tryggja öryggi íslands, auk margvislegra upplýsinga um sovézka kafbáta, herskip og njósnaflugvélar við Is- land og ekki sízt um velferðar- ríkið Island og ágæti þess. En auðvitað ætti að vera sá munur á upplýsingum islenzkrar frétta- miðstöðvar i Moskvu og þeirrar sovézku hér, að sú íslenzka ætti ávallt að hafa það, er sannara Framhald á bls. 47

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.