Morgunblaðið - 27.10.1974, Síða 34

Morgunblaðið - 27.10.1974, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1974 Sigurlilja Siguröar- dóttir — Minning Laugardaginn 19. þ.m. lézt frú Sigurlilja Sigurðardóttir hús- móðir frá Vestmannaeyjum að heimili Laufeyjar dóttur sinnar og Guðlaugs tengdasonar síns að Furulundi 8 Garðahreppi. Hún verður jarðsett frá Landakirkju f Vestmannaeyjum, mánudaginn 28. þ.m. Sigurlilja hét hún fullu nafni. Hún var látin heita f höfuðið á afa sínum og ömmu, foreldrum föður síns. 1 daglegu tali var hún nefnd Lilja. En víst er það, að nafnið sitt, hálft eða heilt, bar hún með rentu. Sannkölluð Sigurlilja var hún á akri þess manndómsreits er hún var gróðursett f. Sigurlilja var fædd 24. desem- ber 1891 i Móakoti i Innra-Njarð- víkurhverfi. Foreldrar hennar voru hjónin Guðný Jónsdóttir ættuð úr Borgarfirði suður og Sigurður Pétur Sigurðsson, sem fæddur var í Kvíabekkjarsókn við Ólafsfjörð. Þau Guðný og Sig- urður Pétur hófu búskap sinn í Móakoti árið 1890 og bjuggu þar í 3 ár. Þaðan fluttust þau hjón að býlinu Innri-Njarðvík og áttu þar heima það sem eftir var að þeirra skammvinna samverutíma. Sig- urður Pétur dó á bezta aldurs- skeiði 37 ára gamall, 7. júnf 1898. Þau Guðný og Sigurður eignuðust fimm börn, fjórar dætur og einn son. Fyrsta barnið þeirra hét Sigríður Ingibjörg. Var hún skammlíf, dó skömmu eftir fermingaraldur. Hin systkinin komust öll til fullorðinsára. Þau ólust upp öll sín bernskuár í Njarðvíkum, en þau voru eftir aldursröð Siguriilja, Jón Björg- vin, sem nú býr í Reykjavík, Lauf- ey á Fögrubrekku í Vestmanna- eyjum, dáin fyrir allmörgum árum, og Ólafía, búsett í Reykja- vík. Eftir lát föður síns fór Sigur- lilja til afa síns og ömmu, Sigurð- ar Sigurðssonar og Lilju Þórðar- dóttur, sem þá bjuggu í Móum þar f hverfinu. Var hún hjá þeim þar til Lilja amma hennar dó 26. september 1902, tæplega 66 ára að aidri. Sigurður afi Sigurlilju var fæddur í Hólmfastskoti 21. október 1830. Móðir hans var Her- dís Pétursdóttir ættuð úr Rípur- sókn í Skagafirði. Hún hafði verið vinnukona f Bakkakoti í Leiru og trúlofast Sigurði syni Sigurðar Sigurðssonar bónda og formanns þar. Þeir feðgar drukknuðu þann 29. nóvember 1830. Sigurður yngri unnusti Herdísar var þá 18 ára gamall. Sigurður faðir hans hafði áður búið í Garðhúsum f Garði og var hann formaður þar árið 1811, en þá bjargaðist hann af báti er hvalur braut. Kona Sigurðar var Guðrún Jónsdóttir frá Rauðnefsstöðum. Af þessu má sjá að föðurætt Sigurlilju átti sterkar rætur á Suðurnesjum. Sigurður afi hennar ólst upp í Tjarnarkoti hjá Herdísi móður sinni. Hafði hún gifzt Guðbrandi Andréssyni frá Hólmfastskoti, ættuðum úr Leirum. Þegar Sigurður var rösklega tvftugur að aldri flutti hann burt úr Njarð- víkum noðrur í land. Giftist hann þar Lilju Þórðardóttur Jónssonar frá Burstabrekku í Kvíabekkjar- sókn. Þau giftu sig árið 1860 og voru þá vinnuhjú á Vatnsenda þar f sveit. Bjuggu þau þar norðurfrá í röskan áratug en komu f Njarðvíkur árið 1871. Sigurður var röskleikamaður og stundaði sjómennsku mest af sinni tíð hér suðurfrá. Hann var hringjari í Njarðvíkurkirkju f röska þrjá áratugi. Sigurður lézt í hárri elli 26. júní 1914 og átti þá heima hjá hjónum Stefáni Er- lendssyni og Ingigerði Gunnars- dóttur í Ytri-Njarðvfk. Guðný móðir Sigurlilju átti heima f nokkur ár í Njarðvíkum eftir lát manns síns. Lengst af var hún hjá hjónunum Magnúsi Magnússyni og Beníu Illugadóttur f Hólm- fastskoti. Síðar fluttist hún suður í Hafnir og bjó þar lengi með Jóni Jónssyni bónda og formanni í Merkinesi. Guðný er látin fyrir allmörgum árum, en Jón nú fyrir skömmu. Alla tíð var mjög náið vináttu- samband með þeim Sigurlilju og Guðnýju móður hennar. Sama er t Sonur okkar, JÓHANNES ÞORVALDSSON, lézt 25 þ.m. Margrét Jónsdóttir, Þorvaldur Ármannsson. t Útför móður okkar, ELÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Bergþórugötu 1 2, fer fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 28 október kl. 1 3.30. Börnin. Eiginmaður minn. t HARALDUR VÍGLUNDSSON. fyrrv. tollvörður. Seyðisfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. október kl. 13,30 Arnbjörg Sveinsdóttir. t Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR SIGMUNDSSONAR, Meðalholti 6, ferfram mánudaginn 28. október kl 1 5.00 frá Fossvogskirkju. Blóm afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bentá Kvennadeild Slysavarnarfélagsins í Reykjavík F. h barna, tengdabarna og barnabarna, Vigdls Ólafsdóttir. að segja um þau systkinin öll. Þau voru afar samrýmd og kær hvort öðru. Eftir lát ömmu sinnar var Sigurlilja tekin í fóstur af þeim Guðmundi Gfslasyni og Guðfinnu Eyjólfsdóttur er þá bjuggu í Há- koti þar í hverfi. Áður höfðu þau hjón tekið Ólafíu systur Sigurlilju í fóstur. Ólust þær systur upp í Hákoti fram undir tvítugsaldur. Það var ekki talað um hagvöxt, háþróun, lúxus eða velmegun á Suðurnesjaheimilunum á þeim árum, þegar þær systur voru að alast upp í Hákoti. Þær ólust upp við allt annað og minna af ver- aldlegum efnum en nú þætti vera í lágmarki lífsgæða. Oftast nær var nægjanlegt til að borða, en stundum var það tæplega. Ég hef oft hugleitt, hvað það var, sem hún Sigurlilja hafði í sínum minningarheimi, er hún talaði um bernskuárin sín f Hákoti og minntist fósturforeldranna. Sama er að segja um Ólavfu systur hennar. Þær kölluðu fóstur- foreldrana sína ævinlega pabba og mömmu. Þær systur höfðu aldrei annað að segja um sína veru þar en þakklætis og vinarhlý orð. Það var hvorki fé né mennt- un, er þær höfðu fyrir að þakka. Það var einhver annar auður, er þeim hafði þar hlotnazt, sem þær bjuggu að. Sigurlilja fékk lítils- háttar barnaskólalærdóm, líkt og hann gerðist á þeim tímum. Sá skóli var ýmist í ytra eða innra hverfinu og þegar hún gekk I skólann út f ytra hverfi, gat það komið fyrir, að hún yrði veður- teppt og hélt hún þá til hjá Stefáni Erlendssyni og Ingigerði konu hans í Ytri-Njarðvík. Þá var þar til heimilis Guðmundur Gottskálksson, hinn þekkti og bráðsnjalli hagyrðingur. Honum hefur litizt vel á telpuna, greind hennar og góðan þokka. Eitt sinn var það, að hún varð veðurteppt þar á heimilinu og þegar hún fór að lesa lexíurnar sfnar um kvöldið orti Guðmundur eftirfarandi vís- ur um hana: Greind nú þylja greinir fyr,/ görpum skiljanlega. / Sunnuhylja sólin er, / Sigurlilja vel að sér./ — Sig á stað hún bráðum býr, / búin glaðri sinnu. / Svofnerstraða seljan skýr, / sýnir blað Guð- finnu. Guðmundur Gottskálksson var góður vinur Hákotsfjölskyld- unnar og hefur hann viljað, að þau fallegu hrósyrði er hann orti um Sigurlilju kæmust fyrir augu fjölskyldunnar og hefur hann þvi skrifað þau á blað. Satt mun það, að snemma var Sigurlilja vel gefin og vel gerð og fylgdu þeir góðu kostir henni alla ævi. Hún var falleg kona, virðuleg, með t Jarðarför móður minnar, HILDAR MAGNÚSDÓTTUR, Minni-Bakka. Seltjarnarnesi, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. þ.m. kl. 1 0,30. Fyrir hönd aðstandenda, Lárus Lárusson. Útför, t ÞORGEIRS EINARS JÓNSSONAR vélstjóra frá Haukadal I Dýrafirði, verðurgerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. októberkl. 3 e.h. Júllana Egilsdóttir, Guðfinna H. Þorgeirsdóttir, Hálfdán H. Þorgeirsson, Jón H. Þorgeirsson, Friðþjófur H. Þorgeirsson Kristján H. Þorgeirsson, Styrmir H. Þorgeirsson. t Hjartans þakkir til ykkar allra, fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, HALLSTEINS HINRIKSSONAR, kennara Sérstakar þakkir færum við stjórn og félögum öllum I Fimleikafélagi Hafnarfjarðar fyrir ómetanlega hjálp og vináttu fyrr og síðar, Guð blessi ykkur öll Ingibjörg Árnadóttir, börn, tengdabörn og bamabörn. framúrskarandi rósamt geð, veit- andi hlýju og gleði til þeirra, sem í návist hennar voru. Þetta veit ég að satt er að það vita þeir, sem þekktu hana lengst og bezt. Þegar Sigurlilja var á ferð í Njarðvíkum voru það hátiðisdag- ar hjá vinum hennar og kunningj- um. Þá ljómuðu skærast minn- ingar hennar frá uppvaxtarárun- um. Um tvítugsaldur fluttist Sigur- lilja til Vestmannaeyja og giftist þar unnusta sínum Eyvindi Þórarinssyni, ættuðum frá Fossi í Mýrdal. Þau voru gefin saman þann 23. marz 1913. Eyvindur var vel þekktur athafnamaður þar í Eyjum um hálfrar aldar skeið. Hann var formaður á mótorbátum og hafsögumaður um langt árabil og ýmis fleiri störf hafði hann þar með höndum. Eyvindur var eink- ar geðþekktur og virðulegur maður. Þau hjón hafa áreiðanlega verið í mörgu lfk og var þeirra sambúð því hin ákjósanlegasta. Það var ekki tjaldað til einnar nætur, þegar þau Sigurlilja og Eyvindur, ung og glæsileg, gengu í heilagt hjónaband. Það farsæla band stóð f 51 ár og nær 5 mánuði. Eyvindur lézt 21. ágúst 1964, þá 72 ára að aldri. Þau Sigurlilja og Eyvindur bjuggi í Vestmannaeyjum alla sína samverutíð og eignuðust 8 börn, fjóra drengi og fjórar stúlk- ur. Tveir drengir, Hans Ottó og Hans Björgvin, dóu kornungir og dóttir þeirra Jóna Sigríður dó fárra ára gömul. Sigriður Ingi- björg var sjúklingur alla sína lífs- tíð hún dó rúmlega tvítug að aldri. Eftirlifandi börn þeirra eru Elías Þórarinn Iæknir, kvæntur bandarískri konu, Lynn Eyvinds- son, og eru þau búsett f Banda- rfkjunum. Guðný Laufey gift Guðlaugi Stefánssyni útgerðar- manni frá Gerði í Vestmannaeyj- um. Þau hjón eru nú búsett að Furulundi 8 í Garðahreppi. Guð- finna Sigurlilja, gift Karli Jóns- syni verzlunarmanni, og eru þau búsett í Vestmannaeyjum. Þórar- inn Guðlaugur ógiftur, bjó með móð.ur sinni eftir að faðir hans lézt. Hann á nú heima í Vest- mannaeyjum. Auk sinna eigin barna ólu þau Eyvindur og Sigur- lilja upp tvær fósturdætur, Elísu Þorsteinsdóttur og Emilfu Davíðs- dóttur. Þær eru báðar afkom- endur þeirra hjóna. Sigurlilja var afar staðföst kona og mikil og góð móðir, trúuð og vönduð að virðingu sinni og veit ég að það vegarnesti hefur hún fengið í ríkum mæli frá Guðfinnu fósturmóður sinni, enda var mikill kærleikur með þeim meðan þær lifðu. Lét Sigurlilja dóttur sína heita nafni hennar. Og nú er þessi eftirminnilega kona farin til frænda og vina og er nú Ólafia systir hennar ein eftir á lífi af fjölskyldunni þeirra í Hákoti. En lifið gengur sinn gang, þar og hér. Eftir meira en hálfrar aldar dvöl f Vestmannaeyjum voru Eyjarnar orðnar meira en hálft lífið hennar. Og þegar stóra stundin rann upp hina eftirminni- legu gosnótt fór hún sem aðrir Vestmannaeyingar til megin- landsins. Hún dvaldist fyrst hjá fósturdóttir sinni í Reykjavík, en fór síðan til Laufeyjar dóttur sinnar. Á þessu tímabili var hún tvfvegis á sjúkrahúsi. Dætur hennar hafa sagt mér, að aldrei hafi heyrzt æruorð frá henni vegna þess sem yfir gékk. Á einum stað stendur: „1 rósemi hjartans skal styrkur þinn vera“, og á öðrum stað stendur: „Allt það góða eru gjafir frá gjafaranum allra góðra hluta“. Sælir eru þeir, sem hljóta slíkar gjafir. Þessar góðu gjafir hlaut Sigur- lilja í rfkum mæli. Hafi hún hjartans þakkir fyrir órofa tryggð sína og vináttu við foreldra mína og frændur, er hún var samtíða. Lifi hún sæl í ljóssins heimi. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur systkinum til allra ættingja hinnar látnu heiðurskonu. Guðmundur A. Finnbogason. Afmælis- og minning- argreinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á 1 miðvikudagsblaði, að berast í sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera 1 sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili. t Móðir okkar, INDIANA KRISTJÁNSDÓTTIR, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 23. október. Jarðarförin er ákveðin þriðjudag- inn 29. október kl. 1 30. Blóm afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar, er bent á Elliheimili Akureyrar. Börn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.