Morgunblaðið - 27.10.1974, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1974
AÐALFUNDUR
Félags sjálfstæðismanna i LAUGARNESHVERFI
verður haldinn þriðjudaginn 29. október kl.
30:30 i Kassagerð Reykjavikur
Dagskrá fundar:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Ræðumaður: Matthias Á. Matthiesen, fjármála-
ráð herra.
Mætið stundvislega og takið með nýja félaga.
Stjórnin.
AÐALFUNDUR
Landsmálafélagsins Varðar verður haldinn í
Átthagasal, Hótel Sögu miðvikudaginn 30. októ-
ber n.k. kl. 20:30.
FUNDAREFNI:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Ræða: Matthias Bjarnason
sjávarútvegsráðherra.
Stjórnin.
Málfundafélagið Óðinn
heldur aðalfund fimmtudaginn 31. október n.k.
kl. 20 i Miðbæ, Háaleitisbraut 58—60.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Ræða: Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra.
3. Önnur mál.
Félagar fjölmennið!
Stjórnin.
Sjálfstæðiskvennafélag
Árnessýslu
Sjálfstæðiskvennafélag Árnessýslu heldur AÐ-
ALFUND í sjálfstæðishúsinu Tryggvagötu 8,
Selfossi miðvikudaginn 30. október kl. 9 e.h.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Ræddar lagabreytingar.
Sigurlaug Bjarnadóttir, alþingismaður ræðir um
stjórnmálaviðhorfið.
Stjórnin..
Félagskonur fjölmennið.
Seltjarnarnes:
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags
Seltirninga
verður haldinn mánudaginn 28. október í
Félagsheimilinu og hefst kl. 21.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Matthias Á Mathiesen fjármálaráðherra ræðir
um stjónmálin.
3. Önnur mál.
Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes-
kjördæmi mæta á fundinn, eftir því sem við
verður komið.
Stjórnin.
Aðalfundur Samtaka
ungra sjálfstæðismanna
í Norðurlandskjördæmi
verður haldinn í Félagsheimili Húsavíkur sunnu-
daginn 1 0. nóv. kl. 1 3.30.
Dagskrá:
1. Þingsetning.
2. Kjör þingforseta. þingritara og kjörnefndar.
3. Ávarp. Friðrik Sópusson form. SUS.
4. Skýrsla stjórnar.
5. Lagabreytingar.
6. Kjördæmaskipanin.
7. Húsnæðismál ungs fólks. Þorvaldur Mawby.
8. Önnur mál.
10. Þingslit.
Allir ungir sjálfstæðismenn i Norðurlandskjör-
dæmi eystra eiga rétt á þingsetu.
Stjórnin.
eystra,
Skautbúningagerð
og skjólgóðar flíkur
Þjóðhátíðarsumar Islendinga
1974 er gengið um garð, en hlý
sólbros frá heiðum himni hafa
leikið um virðulegar þjóðhátið-
ir viðsvegar um land. Hafa þær
sýnt að íslenzk þjóðarsál á
innan sinna vébanda sterkan
samtakamátt, er metur meira
sæmd en vanvirðu.
Ber okkur sem stóðum utan
við starfsviðið að færa þakkir
þeim, sem létu strengi Islands-
hörpunnar hljóma fagurlega.
Á hátíðasumrinu okkar fyr-
nefnda hafa án efa margir ein-
staklingar og stofnanir átt stór
afmæli. Langar mig að minnast
hér lítið eitt á 30 ára afmæli
húsmæðraskólans á Löngu-
mýri, þótt það marki ekki þátta-
skil í þjóðarsögu. I þvi hófi
hefði ég gjarnan viljað vera og
hitta þar f jölmennan hóp kærra
fornvina minna, en hugurinn
gat aðeins dvalið þar, því ég lá
veik i sjúkrahúsi. En alltaf er
það nú notalegt að dvelja í
faðmi skagfirzku fjallanna i
vöku og svefni.
I afmæli þessu bárust skól-
anum margar vinarkveðjur og
m.a. höfðinglegar peninga-
gjafir frá sýslusjóði Skagafjarð-
ar og kvenfélagi Akureyrar-
kirkju. En veglegasta gjöfin
var frá 30 árgöngum sem dvalið
hafa í skólanum, ásamt núver-
andi kennurum hans. Var það
vandað og dýrt pianó, sem um
þær mundir sat fast í tolli í
Reykjavík. Nú er þetta dýr-
mæta hljóðfæri komið þangað,
sem þvi var ætlað að fara, og
var leikið á það í fyrsta skipti í
haust við skólasetningu.
Vil ég leyfa mér sem stofn-
andi skólans og velunnari hans
að þakka allar þessar höfðing-
legu gjafir, en þó meira vinar-
hug, sem á bak við stendur.
Óvenju fátt nemenda var þar
nú við skólasetningu, en vonir
standa til að þeim fjölgi bráð-
lega með námskeiðastúlkum.
Þar eru góðir kennslukraftar,
tvær fastráðnar kennslukonur
auk forstöðukonu.
Nýlega var saumakennarinn
frá Löngumýri á ferð hér i
Reykjavík að leita eftir
fegurstu efnum í skautbúninga
handa nemendum, er óskuðu að
sauma þá. Finnst mér vel við-
eigandi að islenzkum þjóð-
búningum, og þó einkum skaut-
búningum, fjölgi eftir föngum
á þessu þjóðhátiðarári. Skaut-
búningur er líklega fegursti
þjóðbúningur, sem finnst í
veröldinni.
Ég skora á ykkur námskeiðs-
stúlkur í Löngumýrarskóa, að
sauma ykkur skautbúninga hjá
hinum duglega og haga sauma-
kennara, sem þar er, og gaman
væri ef fyrrverandi nemendur
búsettir i grennd við skólann,
hefðu tækifæri til að koma sér
upp slíkum skartklæðum.
Að gefnu tilefni vil ég taka
fram, að skólinn á Löngumýri
hefur aldrei verið nein guð-
fræðideild, þótt hann sé nú
eign þjóðkirkjunnar, en vil þó
bæta við, að undirstöðu sjálfs-
uppeldis nemandans vill skól-
inn byggja á grundvelli hins
glaða kristindóms, sem telur
æðsta hlutverkið að leggja
ótrauður á brattann f leit að
stöðugt bjartara ljósi, svo hægt
sé að lýsa samferðafólkinu og
rétta þeim hjálparhönd, sem á
þurfa að halda.
Ég óska að mitt kæra ættar-
land megi ætfð eiga göfuga og
sterka þjóð, sem metur meira
innri en ytri menningu — þjóð
er kýs öðru fremur auðæfi sem
hvorki mölur né ryð fær grand-
að. Þá munu andleg f jöll okkar
tslendinga rísa hátt með virðu-
legri reisn, klæðast fögrum
þjóðbúningum og líta með vel-
þóknun og þakklæti á landið,
sem Guð hefur gefið þeim er
búa hér við hið yzta haf.
Megi andlegur þroski þeirra
hjálpa þeim til að skynja ætíð
fegurð himins, þótt þeir standi
báðum fótum á jörðu.
Beztu þakkir, kveðjur og
heillaóskir til vina minna víðs-
vegar um land. Guð gefi þeim
jafnan þær gjafir sem þeir
þurfa helzt á að halda.
Ingibjörg Jóhannsdóttir
Frá Löngumýri.
Almennur stúdentafundur
verður haldinn í félagsstofnun stúdenta við
Hringbraut mánudaginn 28. október kl. 3.
Fundarefni:
Horfur og aðgerðir í lánamálum.
Tillaga stjórnar stúdentaráðs um að leggja
niður Stúdentafélag Háskóla íslands.
St/órn S.H.Í
BARNAÚLPUR
í FJÖLBREYTTU
ÚRVALI.
MJÖG VANDAÐAR
OG FALLEGAR.
Póstsendum
*-0lfun
tískuverzlun æskunnar,
Þingholtsstræti 3.