Morgunblaðið - 31.10.1974, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 31.10.1974, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTOBER 1974 13 Pétur Þorsteinsson: w Abending til Guðmundar W Oskarssonar 1 MORGUNBLAÐINU þann 22. þ.m. birtist grein eftir einhvern Guömund Óskarsson, er bar yfir- skriftina „Herstöövarandstæðing- ur — en vill Keflavíkursjónvarp“. Þar fjallar hann um grein eftir Sigurlaugu Bjarnadóttur alþing- ismann. Telur hann grein Sigur- laugar vera „það argasta aftur- hald og forpokaðasta íhald, sem lengi hafi birztíMbl. “Hinsvegar tel ég grein Sigurlaugar vera eitt hið frjálslyndasta sem birzt hafi í Mbl. um langan tíma, og hafi hún mikla þökk fyrir. En kveikjan, að skrifum mínum um þetta mál er niðurlag greinar Guðmundar. Þar segir: „Ég álít herinn hingað kominn sem full- trúa heimskunnar, blekkingar- innar, lygarinnar, hatursins og ágirndarinnar í heiminum og vildi því losna við hann helzt strax. En úr því hann er hér að vilja meirihluta þjóðarinnar er þá nokkur ástæða til að vera með rembing og hroka gagnvart her- stöðinni. Verðum við ekki að við- urkenna hana sem illa staðreynd, en láta fólkið sjálft um að varast áhrifin frá henni.“ I þessum út- drætti er spurt óbeinna spurn- inga, sem ég tel nauðsyn vera á að Guðm. og fleiri sama sinnis fái svör við, þótt fátækleg verói. Til þess að hafa her þarf menn. I her eru menn, sem búið er að forheimska eða eru forheimskað- ir fyrir. En nú gæti eitthvað af þessum mönnum farið að hugsa. Og hvað er þá betra en forheimsk- andi fjölmiðill. Sjónvarpið. Þar eru hermennirnir mataðir á ákveðnum upplýsingum, sem eru heppilegar fyrir „kerfið", þannig að þeir verða að villuráfandi, for- heimskuðum verum. En þar sem sjónvarpið nær út fyrir íverustaði hermannanna til mikils megin- hluta þjóðarinnar, er ekki nema von að áhrif þess verði töluverð. Smámsaman forheimskar það þá Islendinga, sem horfa á það og brátt hneigjast þeir að því, að vera hersins hér á landi sé óhjá- kvæmileg. Og brátt verður þannig komið, að þeir halda að herinn þurfi að vera hér um aldur og ævi. Þess vegna er höfuðnauðsyn á að lokað verði algjörlega fyrir sjónvarpið, þannig að fólk geti tekið rökrétta ákvörðun um veru hersins. Ég lít svo á, að þeir sem rita undir „Frjálsa menningu" og rit- uðu einnig undir „Varið land", séu þar með að viðurkenna það, að þeir vilji halda í herinn bara fyrir sjónvarpið, en ekki til þess að tryggja þátttöku okkar i vest- rænu samstarfi. Það er þvi enginn vafi á því, að sumir þeirra, sem rituðu undir „Varið land“ gerðu það vegna sjónvarpsins. Og það er engan veginn vist, að herinn sé hér að vilja meirihluta þjóðarinn- ar og engan veginn megum við viðurkenna hann sem illa stað- reynd. Jafnvel þótt allir íslend- ingar væru með herstöðinni en Guðm. Óskarsson væri einn and- stæðingur hennar, mætti hann ekki gefast upp og segja þetta vera „illa staðreynd". Þvert á móti hefði hann fullkominn rétt til þess að vara alla forheimskaða Islendinga við henni og ekki „viðurkenna hana sem illa stað- reynd" heldur berjast til þrautar, þannig að það sem hann áliti vera réttast og sannast myndi sigra. Reykjavík á veturnóttum, Pétur Þorsteinsson. JHotfiunblitbib nucivsincflR ^-«22480 Af sérstökum ástæðum getum við enn afgreitt tvo sumarbústaði af þessari gerð á næsta vori. Hagkvæmir greiðsluskilmálar, ef samið er strax. Upplýsingar í síma 51 888 og 52680. Tvinninn sem má treysta. Hentar fyrir allar gerðir efna. Sterkur — lipur. Óvenju mikið litaúrval. DRIMA — fyriröll efni Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson &Coh.f. Útgerðarmenn Grásleppunetaslöngur úr garni nr. 15 til af- greiðslu strax. Verð á 120 faðma slöngu kr. 1.975.— Eigum einnig netaflot á kr. 10.70 pr. stk. Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík, sími 4 1444. Rom Londo ftpn lum- tíon Pons Vetrarkapur - 36-52 T erylenekápur - 36-52 Buxnadragtir - 36-48 Kuldaúlpur - 36-48 Peysur og síðbuxur 0* POSTSENDUM VERÐLISTINN V/ HLEMMTORG 1950 Minjagripir frá AlþingishátíÖinni 1930 eru verömætir ættargripir nú. Ef aö líkum lætur, eiga minjagripir Þjóöhátíöarnefndar 1974 einnig eftir aö margfaldast aö verömæti meö árunum. Veggskildirnir sem Sigrún Guöjónsdóttir listamaöur hannaöi og hlaut verölaun fyrir, kosta í dag kr. 7.494Þeir eru framleiddir meö sérstakri áferö hjá Bing og Gröndahl. Tryggiö yöur þessa kjörgripi á meöan tækifæri er til. Þeir fást í helstu minjagripaverslunum um land allt. Þjóöhátíöarnefnd 1974 pP***

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.