Morgunblaðið - 31.10.1974, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÖBER 1974
20
Landsleikur í blaki:
r
Skotar unnu Islendinga 3:0
Frá Pétri Eirfkssyni, frétta-
manni Mbl. á iandsleik Skotlands
og íslands f Edenborg.
Skotar sigruðu Islendinga,
3—0, f landsleik f blaki, sem fram
fðr fyrir troðfullu húsi áhorfenda
f íþróttahöll Edenborgar f gær-
kvöldi. Var mikil stemmning
meðal áhorfenda á meðan á
leiknum stóð og heimaliðið óspart
hvatt, enda hafði þvf verið spáð
fyrirfram, að leikur þessi yrði
sennilega jafn og tvfsýnn, ekki
ÍRSKA lýðveldið sigraði Sovét-
ríkin f landsleik í knattspyrnu,
sem fram fór í Dublin í gær-
kvöldi, 3—0. Staðan í hálfleik var
2—0. Sami maðurinn, Don
Givens, skoraði öll mörkin Ileikn-
um. Þetta var fyrri leikur Irlands
og Sovétríkjanna í sjötta riðli
Evrópubikarkeppni landsliða f
knattspyrnu, en með þeim í
riðlinum eru Tyrkland og Sviss.
Júgóslavía — Noregur
Júgóslavía sigraði Noreg, 3—1,
í fyrri leik liðanna í 3. riðli
Evrópubikarkeppni Iandsliða, en
leikið var í Belgrad í gærkvöldi.
Staðan í hálfleik var 1—1. Mörk
Júgóslavíu skoraði Vukotic á 43.
mín., og Katalinski á 58. og 72.
mín. Mark Norðmanna skoraði
Flemming Lund á 36. mínútu.
Svíþjóð — N-trland
Leikurinn var liður í keppni 3.
riðils Evrópubikarkeppni lands-
liða og fór fram í Stokkhólmi.
Norður-Irar sigruðu í leiknum
— íþróttir
Framhald af bls. 35
hann hafði unnið aftur til heims-
meistaratitilsins og sannað
hversu gífurlega góður hnefaleik-
ari hann er.
ALI HRESS
— AÐVONUM
Fyrir keppnina hafði
Muhamméd Ali lýst því yfir að
þetta yrði sín síðasta keppni, hver
svo sem úrslitin yrðu, en eftir
keppnina sagði hann hins vegar,
að hann mundi hugsa sig um ef
honum yrðu boðnar 10 milljónir
dollara fyrir að berjast enn einu
sinni — fyrir minna færi hann
ekki í hringinn. — En núna ætla
ég til konunnar minnar og barn-
anna f jögurra, sagði hann, — hjá
þeim ætla ég að vera og njóta
titilsins. — En gleymið því ekki,
sagði hann við blaðamennina, —
að það var Allah sem átti rothögg-
ið. Það er hann sem veitir mér
hina yfirnáttúrlegu orku.
Ali sagði, að leikurinn hefði
farið nákvæmlega eins og hann
átti von á og nákvæmlega eins og
hann skipulagði hann. — Ég gaf
honum náðarhöggið með vinstri
hendi. Ég lét hann sækja. Ég
sagði ykkur alltaf að þessi maður
ætti ekki möguleika. Ég var bú-
inn að éta hann eftir fjórar lotur.
Ég sagði honum alltaf að koma og
sýna eitthvað, en hann gat það
ekki ræfillinn. Frazier er hættu-
legri en Foreman, Frazier er betri
baráttumaður.
FOREMAN HÓGVÆR
Andlit Foremans var illa leikið
eftir keppnina, en þó jafnaði
hann sig brátt. Hann var hinn
rólegasti er hann ræddi við blaða-
menn, og sagði ekki eitt einasta
niðrandi orð um Ali.
— Það tapaði enginn, sagði
Foreman. — Þetta var heiðarleg
barátta, og þegar menn berjast
raunverulega og gera það sem
þeir geta, þá tapar enginn keppni.
Og sízt af öllu baktalar maður
þann sem hefur unnið. Ali er
heiðursmaður. Hann er Banda-
ríkjamaður. Hann er baráttu-
maður. Honum er auðvitað frjálst
að segja það um mig og aðra sem
honum sýnist. Mitt mottó er hins
vegar þetta: Getir þú ekki sagt
sfzt fyrir þá sök, að með skozka
liðinu léku nú fjórir ieikmenn,
sem ekki höfðu leikið með blak-
landsliðinu áður, og tveir aðrir
höfðu aðeins einn leik að baki.
Þrátt fyrir svo marga reynslu-
lausa menn í skozka liðinu var
áberandi, að Islendingarnir voru
enn reynsluminni, og auk þess
var bersýnilegt, einkum til að
byrja með, að taugaóstyrkur herj-
aði á leikmennina. Voru þeir nán-
ast eins og áhorfendur í fyrstu
2—0. Bæði mörkin voru skoruð í
fyrri hálfleik. Þau gerðu: Chris
Nicholl á 6. mínútu og Martin
O’Neill á 22. min.
Wales — Ungverjaland
Leikur í 2. riðli Evrópukeppn-
innar fór fram f Cardiff i Wales.
Sigruðu Walesbúar í leiknum
2—0, eftir að staðan hafði verið
0—0 í hálfleik. Mörkin skoruðu
Arfon Griffiths og John Toshack.
England — Tékkóslóvakía
Leikur I 1. riðli Evrópubikar-
keppni landliða. Leikinn á
Wembley í London f gærkvöldi.
Englendingar sigruðu 3—0. Stað-
an í hálfleik var 0—0. Mörkin
skoruðu: Mike Channon og Colin
Bell (2).
Skotland — A-Þýzkaland
Skotar og A-Þjóðverjar léku
vináttulandsleik i knattspyrnu i
Skotlandi i gærkvöldi. Sigruðu
Skotar í leiknum með þremur
mörkum gegn engu.
eitthvað gott um menn, þá skaltu
halda þér saman.
FÖGNUÐUR
Það var sem þjóðhátíð ríkti víða
í Afríku eftir sigur Alis í keppn-
inni við Foreman, enda Ali með
ólíkindum vinsæll meðal Afríku-
búa, sem hann kallar jafnan sitt
fólk. Víða kom til óeirða, er fólk
hópaðist saman í fögnuði sínum,
og i Louisville í Kentucky í
Bandarikjunum gripu menn til
skotvopna til þess að komast að,
þar sem sjónvarpsmyndir voru
sýndar beint frá einvíginu, en
sjónvarp frá keppninni var á lok-
uðum rásum. Var einn maður
myrtur og tveir særðir hættulega
i þeirri viðureign.
— 10 stúlkur
Framhald af bls. 36
að hér væru hús hituð upp yfir
vetrartímann og því hefðu þær
kosið að koma hingað í stað þess,
að þurfa jafnvel að búa i köldu
húsi f Bretlandi eða einhversstað-
ar f Evrópu.
„Stúlkurnar eru allar mjög
föngulegar," sagði Páll, „ein er
t.d. lærður aðstoðartannlæknir,
önnur er hjúkrunarkona og þar
fram eftir götunum."
Á Þingeyri hefur Hraðfrysti-
húsið látið innrétta sérstakt hús
fyrir stúlkurnar, en þar munu
þær búa. Þær munu sjálfar elda
matinn og skiptast á um það.
Kemur það til af þvf, að þær eru
vanar allt öðru mataræði en við.
Páll viðurkenndi, að karlmenn
á Þingeyri hefðu verið annars
hugar við störf sín i gær, þegar
þeir sáu stúlkurnar f yrst.
Um þessar mundir er verið að
ljúka við 2. áfanga frystihússins,
en stækkun þess hefur staðið yfir
í nokkurn tfma.
— Kíttisverk-
smiðja
Framhald af bls. 36
því leyti, að fyrir væru 3 kíttis-
verksmiðjur í landinu, og enginn
kvartaði yfir þeim. En hinsvegar
hefðu menn fundið allt til foráttu
þessari verksmiðju þegar bygging
hennar átti að hefjast, sem verður
sú langfullkomnasta í landinu.
lotunni, sem Skotar unnu 15—4.
Skotar tefldu sínum beztu
mönnum fram i byrjun leiksins,
en hjá íslendingum byrjuðu inná
þeir Halldór Jónsson, Valdimar
Jónasson, Guðmundur E. Pálsson,
Gestur Bárðarson, Anton Bjarna-
son og Torfi R. Kristjánsson.
Komust Skotarnir í 11—0 á ör-
skammri stundu, en þá loksins
greiddist svolítið úr hjá Is-
lendingum og þeim tókst að vinna
sér inn 4 stig áður en hrinunni
lauk.
I annarri hrinu tefldu Skotar
svo fram þeim leikmönnum, sem
álitið var, að væru ekki eins góðir.
Þessi lota var afar jöfn og var
staðan orðin 13—13 og Islending-
ar með knöttinn, er þeir gerðu sig
seka um dýr mistök og töpuðu
hrinunni 13—15.
Skotar tefldu svo aftur fram
sínu bezta liði í þriðju hrinunni,
en hún var langbezt leikin af
hálfu Islendinganna, sem náðu
hvað eftir annað góðum leik, og
höfðu frumkvæðið allt til þess að
Skotum tókst að jafna á 9—9. En
aftur varð klaufaskapur islenzka
liðinu að fallí. Leikmenn misnot-
uðu upplögð færi til þess að
„smassa" og Skotar sigldu framm-
úr og unnu 15—11.
Beztur Islendinganna f leiknum
var Anton Bjarnason, en Halldór
Jónsson átti einnig góða kafla, en
gerði slæm mistök á milli. Gildir
það raunar um alla leikmenn fs-
lenzka liðsins. Þeir gerðu ýmsa
hluti f leiknum mjög vel, en
brugðust svo stundum illa og mis-
notuðu góð færi.
— Kissinger
Framhald af bls. 1
Var upplýst f dag, að Bandarfkin
muni senda 100 þúsund tonn af
korni til viðbótar því, sem heitið
hafði verið, til landsins.
Á fundi Kissingers og Rahmans
var einnig rætt um samskipti
Bangladesh og Pakistan og mun
Kissinger hafa heitið því að
kynna sjónarmið Bangladesha
þegar hann fer til Pakistan á
fimmtudaginn.
Henry Kissinger mun heimsækja
flest Miðausturlanda í þessari
ferð sinni. Ekki er ákveðinn fund-
ur milli hans og Arafats, leiðtoga
PLO, en sem kunnugt er voru
PLO, skæruliðasamtökin, viður-
kennd sem eini réttmæti talsmað-
ur Palestínumanna á fundinum f
Rabat. Að því er áreiðanlegar
heimildir herma mun Kissinger
vera þeirrar skoðunar, að sú
viðurkenning muni gera erfiðara
að ná friðsamlegu samkomulagi i
Miðausturlöndum en ella. Þó er
lögð áherzla á, að hann vilji hitta
arabísku leiðtogana að máli og
heyra sjónarmið þeirra áður en
hann taki endanlega afstöðu til
niðurstöðu Rabatfundarins.
♦ ♦ ♦—
— Nixon
Framhald af bls. 1
sagði dr. Lundgren, að Nixon yrði
ekki settur á blóðþynningarlyf að
nýju fyrr en læknar þættust
öruggir um, að það hefði engar
alvarlegar aukaverkanir í för með
sér. Hann sagði, að margir hefðu
snúið sér til sjúkrahússins og boð-
izt til að gefa blóð, en þessa stund-
ina benti ekkert til að hef ja þyrfti
blóðgjafir til Nixons að nýju.
Sérfræðingar og læknar og sér-
þjálfaðar hjúkrunarkonur eru við
beð Nixons og sagði Lundgren, að
allt yrði gert, sem í mannlegu
valdi stæði til að bjarga lífi hans.
Aðgerðin á Nixon var gerð til að
koma í veg fyrir, að blóðtappinn
gæti borizt til lungna eða
hjartans. Vitað hefur verið lengi,
að Nixon þjáðist af blóðtappa í
fæti og gerði hann vart við sig
skömmu áður en Nixon fór í
ferðaiag sitt til Miðausturlanda.
Sögðu þá læknar hans, að hann
setti sig í bráða lffshættu að
takast þá ferð á hendir í stað þess
að leita sér tafarlaust lækninga.
Knattspyrnuúrslit
SKUTTOGARINN Vestmannaey hóf að landa afla sfnum 1 heima-
höfn f Eyjum f haust, en fram til þess tíma hafði hann landað f
Hafnarfirði vegna eldgossins, sem var f fullum gangi þegar þetta
glæsilega skip kom til landsins frá Japan. Á meginlandinu
landaði Vestmannaey til Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og Is-
félags Vestmannaeyja á Kirkjusandi. Nú dreifist aflinn hins
vegar til tsfélags Vestmannaeyja f Eyjum, Fiskiðjunnar þar og
Vinnslustöðvarinnar.
Mikill akkur er að þvf fyrir stöðvarnar f Eyjum að fá Vest-
mannaey heim, en á þessu ári hefur skipið Iandað talsvert á 3.
þús. tonnum. Fyrsta löndun f Eyjum var 100 tonn af ýsu og
þorski. Aður en skipið hóf veiðar úr heimahöfn var það um 10
klst. að sigla á miðin, en nú tekur það örstutta stund, þvf miðin
eru við bæjardyrnar. Vestmannaey hefur reynzt mjög vel og
verið mikið aflaskip. Skipstjóri er Erling Pétursson, en einnig
hefur Sverrir Gunnlaugsson verið með skipið. A neðri myndinni
eru báðir skipstjórarnir. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir f Eyjum.
— Fangar
Framhald af bls. 1
tvö þúsund til tíu þúsund. Auk
þess væri svo mikill fjöldi, sem
sæti inni vegna trúarskoðana
sinna. Sovézk stjórnvöld hafa
harðneitað því, að f fangelsum
þar í landi sitji nokkrir pólitískir
fangar.
Sakharov sagði, að mjög erfitt
væri að afla upplýsinga um þessi
mál, en honum hefði þó tekizt að
gera all ítarlega skrá um pynding-
ar, sem uppvíst hefði orðið um í
fangelsum og vinnubúðum. Sýndi
Sakharov fréttamönnum þykkan
bunka af bréfum og bænarskjöl-
um, sem honum hafa borizt
sfðustu tvo mánuðina.
— Viðræður
Framhald af bls. 36
selt til Sovétríkjanna. Frekari
kaup á fslenskum vörum eru til
athugunar í sambandi við áætl-
anir fyrir árið 1975.
Gert er ráð fyrir verulegri
hækkun á yfirdráttarheimild frá
næstu áramótum. Ennfremur
urðu aðilar ásáttir um samnings-
bundinn greiðslufrest á hluta
skuldarinnar, sem formlega
verður gengið frá milli Seðla-
banka tslands og utanríkisvið-
skiptabanka Sovétríkjanna.
Viðræður ráðherranna voru
mjög vinsamlegar og kom fram
einlægur vilji beggja aðila að efla
viðskipti landanna. Var ákveðið,
að viðræður um nýjan viðskipta-
samning fyrir árin 1976—1980
fari fram í Reykjavík næsta
sumar, en gildistfmi núverandi
viðskiptasamkomulags rennur út
í árslok 1975.
I viðræðunum f Moskvu tóku
þátt auk viðskiptaráðherra Þór-
hallur Ásgeirsson, ráðuneytis-
stjóri, Hannes Jónsson, sendi-
herra, Davíð Ölafsson, banka-
stjóri, Björn Tryggvason, að-
stoðarbankastjóri, Valgeir Ar-
sælsson, deildarstjóri, og Helgi
Gíslason, sendiráðsritari.
Fyrirlestrar
á degi S.Þ.
1 TILEFNI dags Sameinuðu þjóð-
anna 24. október gekkst Félag
Sameinuðu þjóðanna á íslandi að
venju fyrir fyrirlestrum um sam-
tökin í skólum i Reykjavík, Kópa-
vogi og Mosfellssveit. Alls fóru 8
ræðumenn á vegum félagsins í
Kennaraskólann, Verzlunarskól-
ann, menntaskólana og nokkra
gagnfræðaskóla á framangreindu
svæði.
Fyrirlesarar félagsins að þessu
sinni voru Björn Þorsteinsson,
Dan Wíum, Elín Pálmadóttir,
Guðmundur S. Alfreðsson, Helgi
Skúli Kjartansson, Hjálmar
Hannesson, Hjördís Hákonardótt-
ir og Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson.
— Ekkert svar
Framhald af bls. 1
Ifðan sinni og verið hress í skrif-
um sínum.
í kvöld sagði talsmaður hol-
lenzku stjórnarinnar, að ekki
væri ljóst hvort Tanima, sem tók
þátt i flugvélaráni með einum
mannræningjanna, og krafizt hef-
ur verið að leystur yrði úr haldi,
ætlaði sér að ganga í lið með
mannræningjunum, ef honum
verður gefinn kostur á því. Áður
hafði hann sagt, að hann vildi
ekkert við mannræningjana tala
og ætlaði sér að afplána sinn dóm.
Virtist sem hann hefði eitthvað
breytt þeirri skoðun sinni, ef
marka má óljósar fréttir í kvöld.
Næringarskortur
Framhald af bls. 19
hefur sýnt, að barn, sem þannig er I
stakk búið, á yfir höfði sér andleg
jafnt sem líkamleg örkuml.
„í heiminum fæðast hundruð þús-
unda barna, sem munu síðar eiga
við andlegan vanþroska að stríða,"
segir Dr. Myron Winick, sem hefur
unnið brautryðjandastarf á sviði
rannsókna, sem miðast að því að
ganga úr skugga um, hver áhrif
næringarskortur hefur á þroska hug-
ar og heila."