Morgunblaðið - 31.10.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1974
23
H.F ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON REYKJAVÍK
Kiartan Norðdahl:
þegar siðmenntaóur og góðvilj-
aður maður tekur upp á því að
drepa dýr gjörsamlega að nauð-
synjalausu?
Á því er reginmunur, hvort
menn drepa vegna nauðsynjar
eða hvort menn drepa sér til
skemmtunar.
Mannkynið hefir enn ekki náð
þeim þroska að finnast allt dýra-
dráp og dýraát sér ósamboðið. Þar
er enn langt í land. En að minnsta
kosti sumar þjóðir hafa náð þeim
siðferðisþroska að finnast allt
ónauðsynlegt dýradráp órétt-
lætanlegt.
Siðmenntaðir menn drepa dýr
og neyta dýrakjöts, vegna þess, að
þeir telja það knýjandi nauðsyn
til fæðuöflunar og eins hafa sum-
ir lífsviðurværi sitt af því að selja
ýmsar dýraafurðir, kjöt, skinn,
bein, mjöl o.s.frv. Reynt er að
hafa þetta tvennt, 1) fæðu 2)
söluvöru, i beinu hlutfalli við
þörfina. Ofveiði er nú á dögum
fordæmd (víðast hvar) og allir
ærlegir menn fyrirlíta þá, sem
slíkt stunda.
En hvað er sportveiðimennska?
Hvernig getur nokkur maður
stundað það sér til skemmtunar
að veiða dýr? Hvers vegna eru
menn á Islandiað hlaupaupp um
fjöll til að skjóta fugla og hvers
vegna eru menn hímandi á ár-
bakka í von um að fiskur bíti á?
Það er alltaf hægt að spyrja en
erfiðara er að svara og við þessum
spurningum mínum fæ ég aðeins
eittsvar:
Það er drápsfýsnin í manninum
sem þarna fær útrás, þessi frum-
stæða hvöt, sem blundar i okkur
öllum en sem flestir siðmenntaðir
menn hafa óbeit á að láta ná tök-
um á sér. Ef menn skoða málið
alveg ofan í kjöl, þá hljóta þeir að
sjá að þetta er rétt.
Athugum þetta nánar. Hvaða
þörf er á því að veiða rjúpu t.d.?
Þjást iandsmenn af kjötskorti,
hafa landsmenn drjúgar tekjur af
rjúpnaafurðum?
Ef þetta er rétt, hvers vegna
eru þá ekki sett upp rjúpnabú
alveg eins og hænsnabú? Hvaða
þörf er á að skjóta gæs (til fæðu-
öflunar), er ekki auðvelt að rækta
alifugla (ef mönnum ber saman
um, að tilfinnanlegur skortur sé á
fuglakjöti)? Getur maður, sem
veiðir rjúpur, grætt á því? Hvað
er gróðinn mikill, þegar
kostnaðarliðir hafa verið dregnir
frá? Hvað kostar það mikið að
gera út bíl á rjúpnaveiðar, riffill
eða haglabyssa, kíkir, veiðifatn-
aður (hafið þið ekki heyrt í
útvarpinu: „Rjúpnaskyttur! Við
eigum réttu stígvélin“)? Hvað
kostar það rikið og einstaklinginn
að leita að týndum rjúpnaskyttum
Hvers vegna eru menn hímandi
á árbökkum með eina veiðistöng?
Ef nauðsyn ber til að afla silunga
og laxakjöts, af hverju er þá verið
að nota svona afkastalitla aðferð,
af hverju ekki að nota net og
eldisstöðvar, þá væri unnt að afla
eins og þörf krefði.
Myndi nokkur veiðimaður vilja
láta veiða sig á öngul? Enginn
veit hvort fiskar finna til sárs-
auka. Lætur nokkur maður sér til
hugar koma, að laxveiðimenn
myndu hætta að veiða á öngul og
færi, þótt þeir vissu fyrir víst, að
fiskurinn fyndi til?
Nei, það erdrápsfýsnin.sem hér
ræður ferðinni, hvort sem menn
Framhald á bls. 26.
/mitf \
’.APPELSlN •
©531
%9$
APPELSÍN
Drápsfýsn
Sá, sem drepur að nauðsynja-
lausu, á skilið fyrirlitningu með-
bræðra sinna.
Hvaða af 1 er það, sem fær knúið
friðsaman mann til að fara á fjöll
að skjóta rjúpu?
Er það sjálfsbjargarhvöt (lífs-
nauðsyn), er það gróðafíkn eða er
það löngun til útivistar og
náttúrudýrkunar? Hvaða sál-
fræðilega skýringu á að finna,
og hvað kostar ein rjúpnaskytta
aðstandendur? Er ekki gróðinn af
rjúpnaveiðum heldur rýr?
Myndi nokkur rjúpnaskytta
fara á fjöll, ef hún vissi fyrirfram,
að engin rjúpa myndi veiðast?
Nú, hvers vegna ekki, er þetta
ekki bara „trimm“ og náttúru-
sport, eins og sumir segja, hvers
vegna þarf endilega að drepa
rjúpuna?