Morgunblaðið - 31.10.1974, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1974
'ty/Ofar>
Svona urðu
beltisdýrin til
W'Rfg
Smásaga eftir
Rudyard Kipling.
Þýðandi
Ingibjörg Jónsdóttir
„Þú sagðir mér að stökkva í hið straumharða
Amazon-fljót og drukkna,“ sagði skjaldbakan. „Þú
ert bæði ókurteis og gleyminn í dag.“
„Ertu búinn að gleyma því, sem mamma þín sagði
þér?“ spurði broddgölturinn.
Skortir brodda en synda kann
seinfara er hann.
Skarpa brodda, synda ei kann
sker og meiðir mann.
HÖGGNI HREKKVÍSI
Jæja — það er Högni, sem aftur er kominn.
Svo veltu þeir sér I kuðung og ultu umhverfis
hlébarðann, sem hljóp að sækja móður sína.
„Það eru tvö ný dýr í skóginum í dag,“ sagði hann.
„Dýrið, sem þú sagðir að kynni ekki að synda, syndir.
Dýrið, sem þú sagðir að gæti ekki skotið upp kryppu
og oltíð, veltur. Þeir eru báðir með brodda, eða svo
held ég, því að þeir hafa skeljar eða hreistur um
skrokkinn, en áður hafði annar brodda en hinn var
sléttur. Svo velta þeir hring eftir hring og mér er
óglatt.“
„Sonur, sonur,“ sagði hlébarðamamma og veifaði
skottinu tígulega. „Broddgöltur er broddgöltur og
verður aldrei annað en broddgöltur. Skjaldbaka er
skjaldbaka og verður aldrei annað.“
„Þetta er hvorki broddgöltur né skjaldbaka. Þetta
er blanda af þeim báðum og ég veit ekki hvað er
hvað.“
„Vitleysa!" sagði hlébarðamamma. „Allt heitir
sínu nafni og ég ætla að kalla þetta dýr beltisdýr
þangað til að ég finn betra nafn á það. Ég myndi sjá
það í friði.“
Hlébarðinn hlýddi og þá sérstaklega því að láta
beltisdýrið vera, en það undarlega er, að allt frá
þessari stundu hefur enginn á bökkum hins straum-
harða Amazon-fljóts kailað broddgöltinn og skjald-
bökuna annað en beltisdýr. í öðrum löndum eru til
broddgeltir og skjaldbökur, en þessi gömlu og vitru
dýr, sem hafa skeljar eða hreistur á misvízl eins og
grenikönglar og bjuggu á bökkum hins straumharða
Amazon-fljóts áður fyrr, eru alltaf kölluð beltisdýr,
því að þau eru svo snjöll. Og þetta var nú sagan sú,
börnin ung og smá. Skiljið þið nú, hvernig beltis-
dýrin urðu til?
ANNA FRÁ STÓRUBORG - saoa frá sextándu old
eftir
Jón
Trausta
Páll lögmaður var einn þeirra fnanna, sem þótti dómur-
inn óþarflega harður, og leizt svo á hann, að hann mundi
fremur verða til ills en góðs. En hann fann, að hann mundi
ekki fá hnekkt honum; hann yrði að skrifa undir það, sem
lögréttan dæmdi, eða fyrirgera lögmannsembættinu þá þeg-
ar á þinginu. Auðvitað var hann maðurinn, sem rísa átti gegri
dóminum og taka að sér forystu þeirra, sem það sama vildu
gera. En hann var hræddur um, að það yrði árangurslaust.
Biskuparnir fylgdu höfuðsmanninum í þessu, vegna „kristi-
legrar" vandlætingasemi, og prestarnir fylgdu biskupunum
i fáfræði og einfeldni, og allur þessi skari studdi lögréttuna,
sem skipuð var leikmönnum. Hann mundi megna það eitt að
steypa sjálfum sér í glötun, en dómurinn gengi fram eftir
sem áður. Þess vegna fór hann hægt í sakirnar og leiddi málið
hjá sér svo lengi sem hann gat.
Páll lögmaður var orðinn allmjög hneigður til drykkju og
farinn að verða veiklaður af drykkju og ýmsum mótgangi.
Hann hafði aldrei mikill þrekmaður verið, og nú var þó
kjarkur hans minni en verið hafði. Margt, sem hann hafði
vel gert um ævina, hafði honum verið vanþakkað og launað
með illu einu. Hann var orðinn vantrúaður á vinafylgið,
og gremja og hatur og hefnigimi orðið ríkara i huga hans
en verið hafði.
— Eitt kvöld snemma á þinginu var hoð í tjaldi lög-
manns, sem eins og vant var endaði með samdrykkju langt
fram á nótt. Þar voru ýmsir kunningjar hans, bæði úr flokki
æðri og lægri þingmanna, og þar stóð undir það síðasta
áköf þræta um dóminn, sem dæma átti í lögréttunni dag-
inn eftir. Það var kominn hiti í umræðurnar, því að fylgis-
merm dómsins voru hinir áköfustu — eins og þeir væru að
verja dóminn gegn hrópandi samvizkum sjálfra sín.
Lögmaður sat hjá og lagði ekkert til málanna.
„Hvað segir þú um þetta mál, lögmaður?“ mælti einn af
andstæðingum dómsins og vænti sér styrks og fulltingis af
svari lögmanns.
Allur kliður þagnaði. Allir vildu heyra ummæli lögmanns-
ins.
En þau lágu ekki laus fyrir. Páll lögmaður þagði. Hann
sat kyrr með samanbitnar varir, nokkuð rauður í andliti af
drykknum, og var sem hann svæfi með opin augun. Hann
svaraði engu.
„Hvað ætli hann segi um þetta!“ gall við einhver af
fylgismönnum dómsins. „Hann, sem heldur hendi sinni yfir
hneykslanlegasta frillulifnaði heima í sinni eigin sýslu.“
„Hváð skyldi Hjalti Magnússon segja -um dóminn!“ gall
annar við og hló sjálfur að fyndninni úr sér.
Lögmann setti dreyrrauðan, en hann svaraði engu. Hann
var farinn að venjast því að taka slíkum dylgjum með still-
ingu. En þetta höfðu þær þó verið honum nærgöngulastar.
En nú var hinum nóg boðið. Enginn tók upp þrætuna að
nýju. Menn tíndust burt úr tjaldinu, hver á eftir öðrum;
menn skömmuðust sín fyrir að vera þar inni, eftir slíka
móðgun við húsbóndann, einkum þeir, sem ekkert voru í
móðguninni sekir.
Klárarðu þetta
hjálparlaust?
Það er smámál að kasta
sér niður.