Morgunblaðið - 31.10.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÖBER 1974 35
„I’m the King — I am greatest”
(Ég er konungurinn, ég er bezt-
ur) hrópaði Muhammad Ali til 70
þúsund öskrandi áhorfenda, er
hann stóð uppi sem sigurvegari í
„hnefaleikakeppni aldarinnar“
sem fram fór í Afríkuríkinu Zaire
í fyrrinótt. Þannig þakkaði hann
áhorfendum mikinn stuðningsem
þeir höfðu veitt honum allt fra
því að merki um upphaf keppn-
innar var gefið, og vist er að Ali
hefur sjaldan haft eins mikið til
síns máls og að þessu sinni. Fáir
höfðu búizt við sigri hans yfir
heimsmeistaranum George Fore-
man, og þá sízt þeir sem mest hafa
fylgzt með köppunum tveimur
gegnum árin. Veðmálin stóðu
8—1 Foreman í hag er keppnin
byrjaði. Það voru aðeins Zaire-
búarnir, sem Ali kallar landa
sína, sem voru sigurvissir fyrir
hans hönd, og byrjuðu að hvetja
hann strax og hann sást í hringn-
um, 20 minútum áður en slagur-
inn skyldi hefjast. — Þú er bezt-
ur, dreptu Foreman kölluðu
áhorfendurnir í kór.
Sennilega hefur aldrei farið
fram eins umtöluð íþróttakeppni
og viðureign þeirra Ali og Fore-
mans. Allt frá þvf að staður og
stund einvígisins var ákveðið,
hefur flætt yfir óstöðvandi flaum-
ur upplýsinga um þá kappa, og
varð straumurinn aldrei stríðari
en þegar einvíginu var frestað
vegna meiðsla Foremans og svo
núna siðustu daga. Mörg stór orð
hafa verið látin falla, sérstaklega
af hálfu Ali, en slíkt hefur jafnan
verið háttur hans og hefur raunar
fært honum ótaldar milljónir. Og
aldrei fyrr hefur önnur eins fjár-
hæð verið i boði fyrir eina iþrótta-
keppni. Kapparnir fengu i sinn
hlut 585 milljónir króna hvor og
það skattfrjálst, þar sem Zairerík-
ið hefur boðizt til þess að greiða
þá skatta sem á kappana kunna að
verða lagðir í Bandaríkjunum.
ALI MÆTTI
TÍMANLEGA
Löngu áður en einvígið skyldi
hef jast, en það var kl. 3.00 í fyrri-
nótt, byrjuðu áhorfendur að
streyma til leikvangsins í Zaire,
en hann rúmaði um 70 þúsund
áhorfendur. Meðal þeirra sem
þarna voru mættir voru um 1000
blaðamenn víðs vegar að úr
heiminum, og höfðu margir
þeirra dvalið í Zaire i rösklega
mánaðar tima til þess að fylgjast
með undirbúningi kappanna.
Keppt var á útileikvangi, en slíkt
er harla óvenjulegt í hnefaleik-
um.
Muhammad Ali birtist í hringn-
um um 20 mínútum áður en
leikurinn skyldi hefjast, klæddur
hvítum fötum og hóf hann þegar
að dansa öskrandi um hringinn.
Var það eins og við manninn
mælt. Allt ætlaði vitlaust að verða
á áhorfendapöllunum og söngur-
inn: „Ali, Ali Oma-Ye, Ali dreptu
hann,“ hljómaði margraddað úr
börkum viðstaddra. öðru hverju
tókst Ali þó að yfirgnæfa hávað-
ann: „Ég ætla að berja þennan
súkkulaðisdreng í kássu," hrópaði
hann, „ég ætla að drepa þennan
sykurmola".
Foreman birtist síðan i hringn-
um 10 mínútum eftir að Ali kom.
Var honum sæmilega fagnað af
áhorfendum, en þegar Ali stökk
að honum og þóttist ætla að berja
hann, ætlaði aftur allt um koll að
keyra. Var bersýnilegt að Ali
kunni bærilega að spila á hrifn-
ingu fjöldans.
8 Ara aldursmunur
Það sem margir töldu að þyngst
yrði á metunum I slag þessum var
aldursmunur keppendanna. Mu-
hammed Ali er orðinn 32 ára, eóa
kominn á þann aldur sem flestir
hnefaleikarar brenna út á, en
Foreman er hins vegar 24 ára — á
bezta aldri sem hnefaleikari. Báð-
ir eru þeir kappar nákvæmlega
jafnháir, en Foreman hins vegar
nokkru þyngri. Armmál þeirra er
mjög svipað og öll líkamsbygging.
Ferill þeirra Ali og Foremans
er hins vegar nokkuð ólíkur. Þeir
Ali var ómyrkur f máli að vanda,
er hann ræddi við blaðamenn
eftir keppnina f fyrrinótt. — Ég
er beztur, sagði hann, — ég var
búinn að éta hann eftir fjórar
lotur.
inni. Högg Foremans voru hins
vegar hættulítil, þar sem þau
lentu flest á skrokk og handleggj-
um Ali. Var það ekki fyrr en i lok
lotunnar sem Foreman náði að slá
Ali nokkrum sinnum i höfuðið.
Ali var dæmdur sigur i lotunni.
AIi dansaði í kringum Foreman
sem beið færis. Brátt fór þó að
verða meiri alvara i spilinu. Ali
átti fyrsta alvarlega höggið í
keppninni. Hitti hann nefið á
Foreman, án þess þó að hann
hefði skaða af. Síðan tók Foreman
að sækja og átti mörg góð högg i
skrokkinn á Ali, en það virtist
samt sem áður ekki hafa mikil
áhrif. Þau högg sem Foreman
miðaði á höfuð Ali, báru ekki
árangur, þar sem Ali var fljótur
að vikja sér undan eða beygja sig
niður undan þeim. Foreman hafði
betur í lotunni.
ÖNNURLOTA
gtrax i byrjun lotunnar króaði
Foreman Ali af í einu horni
hringsins og virtist ætla að
þjarma þar að honum. — Sjáðu
færið sem hann fær, kallaði Floyd
ALI
FIMMTA LOTA
Margir álitu að úrslit leiksins
mundu ráðast i þessari lotu, enda
hafði það ekki skeð síðan 1971 að
keppandi stæðist Foreman snún-
ing lengur en í fimm lotur. Til að
byrja með var mikið þóf og átök
milli kappanna, en þegar lotan
var um það bil hálfnuð náði
Foreman mjög góðu höggi á höf-
uð AIis, sem riðaði við og hrökkl-
aðist út í kaðlana. Hann var þó
fljótur að átta sig, og
gat vikið sér undan er
Foreman ætlaði að gera út um
leikinn. Seinna í lotunni náði svo
Ali tökum á leiknum og kom
mörgum höggum á keppinaut
sinn, sem hélt áfram að berja á
handleggi hans og skrokk, án
sýnilegra áhrifa. Þegar Ali hafði
jafnað sig eftir höfuðhöggið rak
hann tunguna út úr sér framan í
áhorfendur, svona rétt til þess að
hressa upp á stemmninguna, sem
var farin að nálgast hámarkið.
Ali var dæmdur sigur í lotunni.
SJÖTTA LOTA
I þessari lotu hafði Ali greini-
lega betur. Hann var á mun meiri
ROTAÐI FOREMAN
í ÁTTUNDU LOTU
Endurheimti heimsmeistaratitilinn í
sögulegustu viðureign hnefaleikanna
eiga það þó sameiginlegt að hafa
unnið gullverðlaun á Olympiu-
leikum. Þetta var 41. keppni
Foremans i atvinnumennsku og
aldrei hafði hann verið sigraður.
37 leiki af þessum 40 hafði hann
unnið á rothöggi, venjulega
snemma i keppninni. Heims-
meistari varð George Foreman 22.
janúar 1973, er hann sigraði Joe
Frazier í keppni í Kingston á
Jamaica og tvívegis hefur hann
varið titilinn næsta auðveldlega.
Þetta var hins vegar 47. leikur
Ali. Hann hafði unnið 44 leiki en
tapað tveimur. Af sigurleikjum
sinum hafði hann unnið 31 á rot-
höggi. Heimsmeistari varð Ali
1964 með þvi að sigra Sonny List-
on i keppni sem síóar varð mjög
umtöluð. Titil sinn missti
svo Ali, er hann neitaði að gegna
herþjónustu og var settur i fang-
elsi. Síðan gerði hann tilraunir til
að endurheimta hann, en tapaði
þá fyrir Joe Frazier eftir mjög
harða keppni.
Báðir kapparnir höfðu búið sig
mjög vel undir slaginn í
Kinshasa, en Ali þó betur, og hið
óvænta óhapp er Foreman varð
fyrir, er hann skarst á augabrún á
æfingu, dróg nokkuð úr æfingum
hans um tima.
FYRSTA LOTA
Gífurlegar varúðarráóstafanir
voru viðhafðar á leikvanginum,
þar sem keppnin fór fram. Þar
var mjög fjölmennt herlið, grátt
fyrir járnum, tilbúið að gripa inn
í ef áhorfendur hefðu hug á að
beita hnefunum eins og kapparn-
ir i hringnum.
Áður en dómarinn Zack Clayton
frá Fíladelfíu, gaf merki um að
leikurinn skyldi hefjast, kallaði
Ali ýmis ókvæðisorð til Fore-
mans, sem sat hinn rólegasti á stól
sfnum. Þegar keppnin svo hófst
hélt Ali áfram að skattyrðast til
að byrja með, en Foreman var
hinn rólegasti. Fyrstu sekúndurn-
ar þreifuðu kapparnir fyrir sér.
Patterson, sem lýsti keppninni i
útvarpi. En Foreman lét sér það
nægja að lemja Ali nokkrum sinn-
um i hausinn og sleppti honum
siðan úr prisundinni. Slagurinn
jafnaðist síðan. Báðir áttu góð
högg. Foreman hitti nú höfuð Ali
betur en áður, en fékk í staðin
væn högg á búkinn. Dómararnir
dæmdu Foreman sigur í lotunni.
ÞRIÐJA LOTA
Sama sagan og í annarri lotu
endurtók sig. Foreman króaði Ali
af, en missti af honum og fékk
þung högg á höfuðið. Alla lotuna
sótti Foreman, en Ali varðist
mjög vel, og svaraði með leiftur-
árásum, sem færðu honum fleiri
stig en Foreman. Dæmdu dómar-
arnir AIi sigur í lotunni.
FJÓRÐA LOTA
Gifurleg barátta var í þessari
lotu. Ali náði góðum höggum á
höfuð Foremans, sem sótti meira
en áður, en gætti sín illa í vörn-
Iþróttavöllurinn f Zaire, þar sem slagurinn mikli fór fram. Heldur er sjaldgjæft að slfk keppni sem þessi
fari fram undir berum himni.
hreyfingu en Foreman, sem mátti
teljast góður, ef eitt af hverjum
tíu höggum hans hittu Ali. Hins
vegar náði Ali nokkrum góðum
höggum á keppinaut sinn, sér-
staklega á síóustu sekúndum lot-
unnar, er hann hitti vel höfuð
Foremans.
Ali sigraði í lotunni.
SJÖUNDALOTA
Hvorugur kappanna settist
niður í hléinu fyrir þessa lotu, og
Foreman var kominn út á gólfið
áður en dómarinn gaf merki um
að lotan hæfist. Var hann rekinn
til baka i hornið. Þetta varð til
þess að Ali sendi honum allskonar
glósur og í fyrsta skiptið virtust
þær fara í taugarnar á Foreman,
sem greinilega var tekinn að
þreytast. Hann sótti þó meira, en
vörn hans var fremur léleg og
jafnvægið einnig, þannig að Ali
náði að koma mjög góðum högg-
um á höfuð hans í lotunni. Þegar
bjallan hringdi var greinilegt að
Foreman var ringlaður „groggi",
þegar hann gekk til þjálfara sins
og fékk sér sæti.
ROTHÖGGí
ATTUNDU LÓTU
Ali hafði betur í þessari lotu frá
byrjun. Foreman var greinilega
miður sín, þegar hann kom inn í
hringinn eftir hvildina og gerði
litið til þess að sækja. Vörn hans
var, eins og áður f þessari keppni,
fremur slök og þegar í byrjun
lotunnar kom Ali höggum á höfuð
hans.
Þegar á lotuna leið gerói Ali
nokkuð skyndilega harða hríð að
Foreman, hrakti hann út úr miðj-
um hringnum að köðlunum og
veitti hvert höggið af öðru. Fór
svo brátt að Foreman hneig i gólf-
ið og þar með var öllum viðstödd-
um ljóst að keppni þessi var búin.
Foreman reyndi að standa upp,
áður en talningunni lauk, en auð-
séð var að hann var ófær um að
halda áfram. Sigurinn var AIis —
Framhald á bls. 20