Morgunblaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÖVEMBER 1974 I Saga hans er ævintýri líkust Rætt við hinn landskunna athafnamann Einar Guðfinnsson um hann sjálfan og fyrirtæki hans í Bolungarvík, en í dag í DAG eru liðin nákvæm- lega 50 ár síðan ungur at- ar Guðfinnsson að nafni ‘ eru nákvæmlega 50 ár síðan það var stofnað festi kaup á eignum fyrir- tækisins Hæstikaupstaður- Nathan & Olsen í Bolung- arvík. 1. nðvember 1924 hefur sannarlega reynzt happadagur fyrir Bolung- arvík. Allir landsmenn kannast við Einar Guð- finnsson og þá stórkost- legu uppbyggingu sem orð- ið hefur í Bolungarvík beint og óbeint fyrir hans tilstilli. Hann er af kynslóð aldamótamanna sem ólust upp í sárri fátækt, en með dugnað og bjartsýni í veg- arnesti settu á laggirnar atvinnurekstur, svo hver hönd hefði verk að vinna. Og hann gerði betur en flestir aðrir, hann stýrði fyrirtæki sínu framhjá hættum efnahagssveiflna og kreppu, þannig að í dag á 50 ára afmælinu, er það eitt glæsilegasta og bezt rekna fyrirtæki landsins. Um það sannfærast menn þegar þeir koma til Bol- ungarvíkur. Og þeir veita því Ifka athygli, að fólk hefur það gott í Bolungar- vík. Það er m.a. að þakka Einari Guðfinnssyni og fjölskyldu hans en synir hans þrfr hafa um árabil starfað með föður sfnum að framgangi fyrirtækis- ins. Saga Einars Guðfinns- sonar er ævintýri Ifkust, eða eins og hann orðaði það sjálfur við blaðamann Frystihúsið er búið öllum nýjustu tækjum eins og sjá má á þessari mynd úr vinnusalnum. Nýir frystiklefar hafa verið teknir í notkun og þar eru notaðir lyftarar. Mbl., sem heimsótti hann f Bolungarvfk á dögunum, „nánast eins og lygasaga“. Erindið var að eiga samtal við Einar um hann sjálfan og fyrirtækið á þessum merku tfmamótum. Um fjölmörg opinber störf og stjórnsýslu verður ekki fjallað hér. 2Vi eyrir fyrir pundið „Ég er fæddur 17. maí 1898 á Litlabæ í ögurhreppi í Norður-lsa- fjarðarsýslu. Móðir min var Halldóra Jóhannsdóttir, ættuð úr Skagafirði, en faðir minn var Guðfinnur Einarsson frá Hvita- nesi, sonur Einars Hálfdanarson- ar bónda þar, en hann var bróðir Helga Hálfdanarsonar lektors. Foreldrar minir eignuðust 14 börn. Komust 9 þeirra til fullorð- insára og eru 7 þeirra á lífi í dag. A Litlabæ ólst ég upp til 17 ára aldurs. Á þessum árum gekk fisk- ur í Skötufjörð og ég byrjaði mjög ungur að róa til fiskjar með föður mínum. Lífsbaráttan var hörð og foreldrar minir unnu myrkranna á milli til að afla lífsviðurværis, og við systkinin hjálpuðum til eins og við gátum. Sjósóknin og verkun aflans var okkar lífs- brauð. I þá daga var gildi peninganna heldur ólíkt þvi sem það er nú. Ég man t.d. eftir því, að pabbi seldi pundið af ýsunni upp úr salti á 2'A eyri. Árið 1915 fluttum við frá Litla- bæ út í Tjaldtanga f Súðavikur- hreppi, og þar átti ég heima í 4 ár. Þaðan reri ég og tók á móti fiski fyrir Hæstakaupstað-Nathan & Olsen. Þar eignaðist ég litla skektu og siðar sexæring, sem ég kallaði Tóta, og reri ég honum á vetrum frá Bolungarvik. Haustið 1919 giftist ég Elisa- betu Hjaltadóttur frá Bolungar- vik, og fluttum við strax til Hnífsdals. Tók ég þar á móti fiski fyrir sama félag og varð fljótlega íshússtjóri. Ég var 4 ár i Hnifsdal og eignaðist á þeim árum tvo mótorbáta, 4—5 tonn að stærð.“ Til Bolungarvíkur „Eftir að hafa keypt fisk fyrir aðra í nokkurn tima, vildi ég fara sjálfur að kaupa fiskinn, en til þess hafði ég ekki aðstöðu í Hnífs- dal. Svo var það árið 1924 að Hæstikaupstaður-Nathan & Olsen dró saman seglin og hætti bæði í Hnífsdal og Bolungarvík. Félagið átti töluverðar eignir í Bolungar- vík, en engar í Hnífsdal. Varð það úr að ég keypti eignir félagsins hér í Bolungarvík, en þær voru verzlunarhús, 2 fiskhús og 2 ver- búðir. Var afsalið gefið 1. nóvem- ber 1924, og við það miða ég stofn- dag fyrirtækisins, þótt ég hafi byrjað með bátana nokkrum ár- um áður. Ég tók mótorbátana 2 og árabátinn með mér til Bolungar- vikur. Sjálfur fluttist ég ekki bú- ferlum til Bolungarvikur fyrr en í marz 1925. Ég fór undir eins að kaupa fisk af árabátum fyrir eig- in reikning bæði úr Bolungarvík og norðan úr Jökulfjörðum og Grunnvík. Fyrst saltaði ég fiskinn og seldi svo fiskkaupmönnum hann upp úr saltinu, þvi ég fékk ekki peninga hjá bankanum út á veiddan fisk eins og nú tíðkast. Þetta varð mér reyndar til góðs, þvi á þessum árum fór fiskverð lækkandi. Ég seldi minn fisk fyrirfram og slapp við tap og hélt góðri atvinnu. En þeir sem keyptu fiskinn og lágu með hann töpuðu miklu fé og urðu margir gjaldþrota. A þessum árum tíðk- aðist það, að framleiðendur seldu fiskinn útflytjendum hver Matvöru- og vefnaðarvöru- verzlanirnar f hinu nýja húsnæði gefa verzlunum f Reykjavík ekkert eftir að glæsileik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.