Morgunblaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1974 18 jUtfiogtistlrlftfrifr hf. Árvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur KonrðS Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6. slmi 10 100. Aðalstræti 6, slmi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuSi innanlands. j lausasölu 35.00 kr. eintakiS. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1975 var lagt fram á Alþingi í gær. Nið- urstöðutölur frumvarpsins bera óhjákvæmilega merki þeirrar óðaverðbólgu, sem ríkt hefur hér á landi á þessu ári. Eigi að síður er það athyglisvert, að tekizt hefur að halda útgjöldum innan ramma almennra verðlagshækkana og með því móti komið í veg fyrir frekari útþenslu i ríkisbú- skapnum en orðin er. Rík- isútgjöld munu á þessu ári fara talsvert fram úr áætl- un fjárlaga, og þar við bæt- ist, að sérstakar aðgerðir í efnahags- og kjaramálum hafa aðeins gilt hluta árs- ins og koma þvi fyrst fram með fullum þunga á næsta fjárhagsári. Þegar tillit hefur verið tekið til þess- ara aðstæðna er reiknað með, að ríkisútgjöld lækki samkvæmt fjárlagafrum- varpinu í hlutfalli við þjóö- arframleiðslu úr 29,1% niður í 28,7%. Hér er um að ræða athyglisverða staðreynd, sem sýnir, að ótvírætt er stefnt að því að hafa hemil á útþenslu ríkiskerfisins. Fjárlögin hljóta óhjá- kvæmilega að endurspegla að nokkru leyti ástand efnahagsmála hverju sinni, og svo er um þetta fjárlagafrumvarp. Hitt er einnig ljóst, að fjárlögin geta haft víðtæk áhrif á þróun efnahagsmálanna. í samræmi við þetta hefur markvisst verið stefnt að því við gerð þessa fjárlaga- frumvarps að hefta út- þenslu í ríkisbúskapnum miðað við önnur svið efna- hagsstarfseminnar, stilla opinberum framkvæmdum í hóf og treysta fjárhags- stöðu ríkissjóðs. Með að- gerðum af þessu tagi er þess freistað að hafa hemil á verðbólgunni, draga úr greiðsluhallanum við út- lönd og tryggja sem bezt lífskjör almennings eins og segir í athugasemdum með frumvarpinu. Telja verður mjög athyglisvert, að útgjöld fjárlaga skuli vera innan við meðalhækkun verðlags á þessu ári. Hitt er ekki siður mikilvægt, að frum- varpið gerir ráð fyrir 10 til 15% samdrætti í ríkisfram- kvæmdum að magni til. Framlög til verklegra framkvæmda hækka um 33,8% á sama tímabili og verðlag hefur hækkað um 50 til 55%. Á þennan hátt hefur í raun réttri verið dregið úr rikisframkvæmd- um sem nemur 1.200 millj. króna. Þess hefur jafn- framt verið gætt, að lækk- unin komi ekki niður á mikilvægustu og brýnustu framkvæmdum. Með þessu móti á einnig að vera unnt að draga nokkuð úr þeirri samkeppni um vinnuafl, sem ríkisvaldið hefur háð við atvinnuvegina. Magn- minnkun framkvæmda á þó ekki að leiða til svo mikils samdráttar, að at- vinna verði ónóg, enda hlýtur það að vera megin- markmið að tryggja fulla atvinnu. Aðhaldssemi í ríkisfram- kvæmdum hefur einnig skapað svigrúm til þess að styrkja f járhagsstöðu ríkis- sjóðs á næsta ári. Sérstakar ráðstafanir eru gerðar til þess að létta á skuldabyrði ríkissjóðs, en auk þess eiga þessar aðgerðir að hafa al- menn jafnvægisáhrif og draga þannig úr þeirri spennu, sem rikt hefur í efnahagslífinu. Þær hækk- anir á fjölskyldubótum og niðurgreiðslum, sem ákveðnar hafa verið á þessu ári, eiga aðeins að gilda til 1. júní 1975. Til þess að mæta hugsanlegum ráðstöfunum í verðlags- og kjaramálum, þegar þessu tímabili lýkur, eru til ráð- stöfunar samkvæmt frum- varpinu 500 milljónir króna. Með aðgerðum af þessu tagi á að vera unnt að styrkja stöðu ríkissjóðs og halda útgjöldum innan ramma fjárlaga. Þá er þess að geta, að frumvarpið gerir ráð fyrir, að skattvísitala verði hækkuð um 45% í sam- ræmi við hækkun meðal- tekna. En auk þess eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga lækkaðar um 500 millj. kr. Með því móti er greitt fyrir samræmingu algengustu bóta almannatrygginga og tekjuskattsins eins og kveðið var á um í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar. Skattbyrði beinna skatta í hlutfalli við tekjur fyrra árs lækkar því úr 16,6% í 16,3%. Heildarhækkun á út- gjöldum ríkissjóðs verður samkvæmt fjárlagafrum- varpinu 15,3 milljarðar kr. miðað við f járlög þessa árs, eða 52,2%, en sé borið sam- an við líklega útkomu árs- ins 1974, verður hækkunin 7,7 milljarðar kr. eða 21%. Mestur hluti hækkunar- innar rennur til almanna- trygginga eða 21%. Þá nemur hækkun launa- kostnaðar 14,9% heildar- hækkunarinnar, hækkun á niðurgreiðslum veldur 14,1% heildarhækkunar- innar og markaðir tekju- stofnar eru tæp 19% af hækkuninni. Allir þessir hækkunarliðir eru bundnir samkvæmt sérstökum lög- um eða heimildum. Með hliðsjón af því og þeirri þróun efnahags- og dýr- tíðarmála, sem átt hefur sér stað að undanförnu, verður að telja, að með þessu frumvarpi hafi náðst verulegur árangur í þeirri viðleitni að hefta útþenslu ríkisbúskaparins og draga úr opinberum framkvæmd- um. Fjárlagafrumvarpið á því að geta haft jákvæð áhrif í baráttunni við verð- bólguna. Ljóst er að ríkis- fjármálin hafa verið tekin föstum tökum. SPYRNT VIÐ ÚTÞENSLU í RÍKISBÚSKAPNUM Fréttabréf frá Þrándheimi: ILandhelgismál — Leikrit Lax- ness — Olíuævintýri o.fl. Eftir Svoin Torfa Þórólfsson (Jtfærsla landhelg- innar Þrándheimi 19. okt. Norðmenn virðast nú loksins vera að vakna fyrir alvöru hvað útfærslu Iandhelginnar varðar. Norskir fiskimenn urðu fyrir gífurlegu tjóni á veiðarfærum sl. vetur, bæði við Lofoten og strendur Finnmerkur, vegna ágangs erlendra togara. E.t.v. hefur gengið fram af ráða- mönnum vegna greiðslu til út- gerðarmanna úr ríkissjóði fyrir tjón þeirra. Alla vega eru málin komin á það stig, að stofnað hefur verið sérstakt ráðuneyti til að fara með landhelgismál og vinna að útfærslu. Ráðherra f hinu nýja ráðuneyti er fyrrverandi verzl- unarmálaráðherra Jens Even- sen. Evensen þessi virðist hafa sér margt til ágætis. Ríkisstjórn Korvalds fékk hann til að vera leiðtogi nefndar þeirrar, sem samdi við Efnahagsbandalagið eftir að Norðmenn höfðu sagt nei takk við inngöngu. Ennþá nýtur hann virðingar vegna þeirra samninga, sem Norð- menn náðu þar. Sem verzlunar- málaráðherra var hann sendur til Caracas af Bratteli-ríkis- stjórninni, sem leiðtogi nefndar Noregs á hafréttarráðstefn- unni. Hann hefur víða fengið nafn- giftina, hinn mikli hafréttinda- sérfræðingur, og má með sanni Jens Evensen segja, að ríkisstjórn Brattelis hafi tekið þá nafngift alvarlega með því að stofna nýtt ráðu- neyti fyrir hann. Evensen hef- ur ekki setið auðum höndum í hinu nýja embætti. Nú er hann nýkominn heim frá skyndivið- ræðum við Breta, Efnahags- bandalagið, Vestur-Þjóðverja og Austur-Þjóðverja. Á morgun heldur hann svo í austurveg til viðræðna við Pólverja og Rússa. Telja má víst, að Norð- menn grípi nú til einhliða út- víkkunar landhelgi í 50 mílur frá Lofoten til landamæra Rússlands snemma á næsta ári með 200 mílna landhelgi sem lokatakmark. Leikrit Laxness Leikrit Halldórs Laxness Kristnihald undir Jökli var frumsýnt hér á Þrándheimi á föstudagskvöldið. Sveinn Ein- arsson þjóðleikhússtjóri hefur sviðsett leikritið hér. Halldór Laxness var viðstaddur frum- sýninguna og hefur varla nokk- urn tima fyrr verið samankom- inn jafn fjölmennur hópur fréttaritara og ljósmyndara við leikhúsið í Þrándheimi eins og þegar von var á Halldóri. Leik- ritið hefur hins vegar fengið misjafna dóma í blöðunum og má jafnvel skilja á ýmsum skrifum gagnrýnenda, að þeir (Jr „Kristnihaldi undir Jökli“. Fyrir miðju er Jón prfmus (Stig Egede Nissen). séu alls ekki hrifnir af leikrit- inu, þótt gagnrýnin sé vel færð í stílinn. Halldór Laxness verður svo viðstaddur íslandsvöku í Kenn- araháskólanum hérna á sunnu- dagskvöldið. Áhugi á tslandi Mjög mikill áhugi ríkir nú meðal Norðmanna á Islandi og íslenzkri menningu, ennfremur lifnaðarháttum íslendinga. Er orðið mjög algengt, að haldin séu löng erindi eða fréttasend- ingar um ísland í fjölmiðlum hér í Noregi. Ekki ósjaldan eru Islending- ar hér í Þrándheimi beðnir um að koma fram á ýmiss konar samkomum hér og það gjarnan með einhver alíslenzkt atriði í pokahorninu. Slíkt var alveg óþekkt hér fyrir 4—5 árum. Hér getur maður ekki lengur verið viss um að í íslenzkri peysu eða úlpu sé Islendingur. Fyrir 4—5 árum var enginn efi á, að þar færi samlandi. Olíuævintýri Hins vegar má segja, að hér í Noregi hafi verið góðæri. Kart- öfluuppskera er 25% meiri í ár en í fyrra, sem var metár. Einn- ig er kornuppskera hér í landi í ár sú mesta hingað til. Mikil þensla er nú í öllum atvinnugreinum hér og þá sér- stpklega í stáliðnaðinum. Er engum vafa undirorpið, að innreið oliuævintýrins hér í Noregi er á næstu grösum. Bera allar ráðstafanir stærri fyrir- tækja vitni um það. Mörg stór fyrirtæki hér hafa tryggt sér góð landsvæði meðfram allri strönd Noregs allt frá Lindes- nes til Nordkap og allflest hafa byggingarplön tilbúin, svo að hefjast megi handa strax og rik- isstjórnin gefur grænt ljós á borun á svæðum meðfram ströndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.