Morgunblaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 1. NÖVEMBER 1974 Fjárlagafrumvarp 1975: Opinberum framkvæmdum stillt í hóf Spornað gegn útþenslu í ríkisbúskapnum Fjárlagafrumvarpið fyr- ir árið 1975 var lagt fram á Alþingi í gær. Niðurstöðu- tölur frumvarpsins eru 45,2 milljarðar kr. Útgjöld eru 44,7 milljarðar kr. og tekjur umfram gjöld eru því 512,7 milljónir kr. Greiðsluafgangur er áætl- aður 71,6 millj. kr. Hækk- unin frá fjárlögum 1974 nemur 52,2%, en sé miðað við væntanlega útkomu ársins 1974 nemur hækk- unin 21%. í athugasemd- um með frumvarpinu seg- ir, að sú hækkun, sem fram komi í krónutölu, sé fyrst og fremst afleiðing almennrar þróunar í efna- hagsmálum og sérstakra ráðstafana í ríkisfjármál- um, sem gerðar hafa verið á þessu ári. 1 athugasemdunum segir ennfremur, að við gerð frumvarpsins hafi verið lögð áhersla á þrjú megin- atriði: 0 í fyrsta lagi að sporna við útþenslu ríkisbúskap- arins miðað við önnur svið Afleiðing efnahagsþróun- ar 1 athugasemdum meö frum- varpinu segir m.a.: Fjármál ríkisins eru samofin efnahagsmálum þjóðarinnar, og hin almenna hagþróun endur- speglast einatt í þeim áætlunum um ríkisbúskapinn, sem settar eru fram í fjárlagafrumvarpi. Það frumvarp, sem hér liggur fyrir, er engin undantekning þeirrar reglu. Sú öra verðbólguþróun, sem ríkt hefur hér á landi að fundanförnu, ásamt ýmsum félagslegum og efnahagslegum aðgerðum, sem gripið hefur verið til á árinu, koma í ríkum mæli fram i þessu frumvarpi og eru reyndar höfuðorsök þeirrar hækkunar, sem fram kemur i samanburði við fjárlagatölur yfir- standandi árs. Við slíkar aðstæð- ur er þess vart að vænta að gefizt hafi ráðrúm til að marka djúp spor í fjármálastefnu ríkisins á þeim skamma tíma, sem hefur verið til að móta fjárlagafrum- varpið. Fjárlagafrumvarpið ber það með sér engu að síður, að Framhald á bls. 16 1 gær heiðraði Morgunblaðið fjóra íþróttamenn fyrir frammistöðu þeirra í Islandsmótunum f handknattleik og knattspyrnu 1974. Nánar ersagt frá verðlaunaveitingunni á bls. 39, en myndin er af gestum blaðsins við verðlaunaveitinguna: Frá vinstri: Hans Guðmundsson, formaður knattspyrnu- deildar Vals; Jóhannes Eðvaldsson, „Leikmaður lslandsmótsins f knattspyrnu 1974“, Þórður Þorkelsson, formaður Vals; Axel Kristjánsson, formaður FH; Viðar Sfmonarson, „Leikmaður tslandsmótsins f handknattleik 1974“; Ingvar Viktorsson, formaður handknattleiksdeildar FH; Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri Morgunblaðsins; Olafur A. Jónsson, formaður handknatt- leiksdeildar Fram með verðlaun Axels Axelssonar, Ellert B. Schram, formaður KSÍ; Teitur Þórðarson, „Markakóngur Islandsmótsins f knattspyrnu 1974“, Haraldur Sturlaugsson, formaður knattspyrnuráðs Akraness og Sigurður Jónsson, formaður HSt. (Ljósm. Mbl. Sveinn Þormóðsson). Kaupum olíu af Rússum fyrir um 6 milliarða ’75 efnahagsstarfseminnar í landinu. 0 í öðru lagi að stilla opinberum framkvæmdum svo í hóf, að ekki leiði til óeðlilegrar samkeppni um vinnuafl án þess að at- vinnuöryggi sé stefnt í hættu eða það komi niður á þjóðhagslega mikilvæg- ustu framkvæmdum. % 1 þriðja lagi að styrkja fjárhag ríkissjóðs og stuðla jafnframt að efnahagslegu jafnvægi í víðara skilningi. „Við getum sagt, að þetta séu viðunandi samningar, ellegar væri þess ekki að vænta að við hefðum gengið að þeim,“ sagði Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olfufélagsins, um nýju olfusamn- ingana við Sovétmenn. „En á hitt er einnig að Ifta að þegar gerður er samningur fyrir svo langan tfma og f ljósi þeirra miklu breyt- inga sem orðið hafa á olfuverðinu á nokkrum sfðustu mánuðum, þá er ákaflega erfitt að segja til um það hvort samningur gerður f dag muni reynast hagstæður út árið sem samið er fyrir.“ 1 fréttatilkynningu viðskipta- ráðuneytisins um þennan samn- ing segir svo: „Hinn 25. október sl. var undirritaður í Moskvu samningur milli viðskíptaráðu- neytisins og Sojusnefteexport um kaup á brennsluolíum og bensíni á árinu 1975. Samið var um 300 þúsund tonn af gasoliu, 100 þús- und tonn af fuelolíu og 80 þúsund tonn af bensíni. Verðmæti þessa magns er um 50 milljón dollarar eða rétt tæplega sex milljarðar íslenzkra króna. Verð á öllum olíutegundum er miðað við skráningar á heims- markaðinum án yfirgreiðslu og fellur þvi niður lA% yfirgreiðsla á gasoliu og bensíni, sem i gildi var í ár. Hér er þó um mjög óverulega upphæð að ræða eða um 50 cent af hverju tonni gasolíu, eftir þeim upplýsingum er Mbl. aflaði sér. I samningagerðinni tóku þátt af Islands hálfu þeir Þórhallur Ás- geirsson ráðuneytisstjóri, Hannes Jónsson sendiherra og fulltrúar olíufélaganna þeir Indriði Páls- son, Vilhjálmur Jónsson, önund- ur Ásgeirsson og Árni Þorsteins- son. Hart deilt um Glæsibæjarsamninginn: Sláturfélagsmönnum varnað inngöngu? I nótt var ráðgert, að SS tæki yfir rekstur matvörubúðar Silla og Valda SAMKVÆMT samningi, sem Sláturfélag Suðurlands hefur gert við fyrirtækið Silla og Valda og undirritað var af Valdimar Þórðarsyni, en dánarbú Sigurliða Kristjánssonar lftur á sem vilja- Hér sést hvernig starfs- menn matvöruverzlunar- innar höfðu f gærkvöldi bundið saman handföng á vængjahurð að innanverðu með vírspottum til að meina Sláturfélagsmönn- um inngöngu. Ljósm Mbl. SS. yfirlýsingu af Valdimars hálfu, átti Sláturfélagið að yfirtaka mat- vöruverzlunina f Glæsibæ á mið- nætti f nótt. Þegar Morgunblaðiö fór f prentun í gærkvöldi hafði starfsfólk Silla og Valda búið um sig f verzluninni og var þess við- búið að verja sláturfélagsmönn- um inngöngu, en talið var að þeir myndu koma f verzlunina strax eftir miðnætti til þess að gera Framhald á bls. 24. Kommisörun- um sagt upp FRAMKVÆMDASTJÓRUM Framkvæmdastofnunar rfkis- ins eða kommisörunum, eins og þeir hafa stundum verið nefnd- ir, hafa verið leystir frá störf- um og munu þeir láta af störf- um hinn 1. desember nk. Að sögn Guðmundar Vigfús- sonar, eins framkvæmdastjór- anna, hafa þeir nú fengið bréf frá ríkisstjórninni með tilkynn- ingu um að þeir væru leystir frá störfum og þá með þeim fyrirvara er kveðið væri á f lögum, sem er einn mánuður. Það þýddi því að þeir létu af störfum 1. desember nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.