Morgunblaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÖVEMBER 1974
Fa
/7 ni n \ v
4 FFIl"
LOFTLEIÐIR
BILALEIGA
CAR RENTAL
T2 21190 21188
BILALEIGA
Car Rental
SENDUM
41660-42902
Ferðabílar hf.
BilaleigaS—81260
5 manna Citroen G.S fólks og
stationbilar 1 1 manna Chervolet
8—22 manna Mercedes-Benz
hópferðabílar (með bilstjórn)
í sparaksturskeppninni
sönnuðu neistaspýtarnir
ágæti sitt umfram önnur
kerti. Við bjóðum upp á
30 DAGA
reynslu
án skuldbindinga
. HABERG ht
Skeitunni 3€‘Simi 13J45
Litið um öxl
Það er bæði lærdómsrfkt og
eilítið skemmtilegt að skyggn-
ast um ( stjórnaraðgerðum
Alþýðubandalagsmanna. Sé
ferill þeirra í vinstri stjórninni
og viðræðum um myndun nýrr-
ar slfkrar, eftir alþingiskosn-
ingarnar, athugaður, kemur f
Ijós, að þeir áttu ýmist beina
stjórnaraðild að, eða höfðu
efnislega fallizt á allar þær að-
gerðir f efnahagsmálum og til
stuðnings atvinnuvegunum,
sem núverandi ríkisstjórn
hefur framkvæmt. Þeir
stóðu að bráðabirgða-
lögum, sem stöðvuðu
vfsitöluskrúfuna og skertu
almenn laun um 15.5 vfsitölu-
stig. Ráðherra þeirra samdi
lagafrumvarpið um verð-
jöfnunargjald á rafmagn. Þeir
buðu 15% gengislækkun f
vinstri stjórnar umræðum og
féllust fúslega á hækkun
bensfngjalds. Lúðvfk Jósepsson
talaði um það á Alþingi, að
ótækt væri, að kaupgjald elti
hverja verðlagshækkun, enda
þýddi slfkt stöðvun atvinnuveg-
anna. Og hann var ekki efnis-
lega andsnúinn þeirri ráð-
stöfun gengishagnaðar og til-
færslu tekna f sjávarútvegi og
fiskvinnslu, sem kom f veg
fyrir rekstrarstöðvun útgerðar-
innar. Þetta var á þeim tfma, er
Alþýðubandalagið átti aðild að
rfkisstjórn eða stóð f umræðum
um myndun nýrrar.
Tvisvar vinstri
stjórn
Tvisvar sinnum f seinni tfma
sögu fslenzkra stjórnmála hef
ur Alþýðubandalagið staðið að
myndun vinstri stjórnar f land-
inu. t bæði skiptin var það
„heilagt“ vegarnesti flokksins
inn f rfkisstjórn að umbylta
rfkjandi viðhorfum f öryggis-
málum þjóðarinnar, koma
varnarliðinu úr landi og
tslandi úr varnarsamtökum
vestrænna þjóða. Þetta
„heilaga" vegarnesti er jafnan
framreitt úr kokkhúsi Alþýðu-
bandalagsins á borð almenn-
ings við suðumark, þegar það
er utan rfkisstjórnar. Þegar f
ráðherrastóla er komið er
þessu hugðarefni að vfsu haldið
volgu, eins og hentugum út-
göngudyrum, ef flokkurinn
þyrfti á ágreiningsefni að
halda til að hlaupast úr
stjórnarsessi af öðrum ástæð-
um, sem ekki væri æskilegt að
halda á loft. Málamyndayfir-
lýsingar eru gefnar til að friða
þá, sem „trúa á“ málstaðinn:
herinn skal fara f áföngum á
kjörtfmabilinu — en land-
helgismálið hefur algjöran for-
gang“. En f reynd er málstaður-
inn soðinn niður til geymslu,
unz f stjórnarandstöðu er kom-
ið. Og nú fara háleitar hugsjón-
ir að nálgast suðumarkið á nýj-
an leik, ef að Ifkum lætur.
Þar rauður loginn
brennur á ný
Alþingi tslendinga er komið
saman eftir sumarhléið. Fyrsta
þingið eftir sfðara vinstri-
stjórnar ævintýrið. Það endaði
úti f sömu mýri og hið fyrra.
Aðeins lengra út f henni. Og
hvert mannsbarn getur séð
fyrir sér hvert og eitt viðbragð
Alþýðubandalagsins í þeirri
endursýningu, sem sett verður
á sviði f þingsölum. Nú verður
Alþýðubandalagið aftur flokk-
ur hinna einu sönnu hernáms-
andstæðinga. Og gengislækkun
hefur aldrei komið í hug þess.
Vfsitölubinding verður nú
aftur bein árás á hagsmuni
launafólks. Rekstrarerfiðleikar
útgerðarinnar óþarfa barlóm-
ur. Og verðjöfnunargjald á raf-
magn og bensfnskattur eign-
aðir nýrri rfkisstjórn, einvörð-
ungu. Verðbólguarfurinn, sem
við verður að fást, sömu-
leiðis. Hinn rauði logi verður
tendraður á arni Alþýðubanda-
lagsins, eins og þeir hafi aldrei
f rfkisstjórn komið Magnús
Kjartansson og Lúðvík Jóseps-
son.
Og senuvanir sjónhverfinga-
menn munu ganga fram f hlut-
verkum sfnum af endurvakinni
snilld. Um það efast enginn,
sem man þeirra fyrri feril. Og
það verður enn sem áður hress-
andi tilbreyting f skammdegi
vetrar þegar þessir boðendur
stórra hluta ganga fram f „nýju
fötunum keisarans".
Sr. Ih rnhan) (iudrnundsson skrifar frá Xígeriu:
Fáum árum síð-
ar — I Biafra
Við ökum eftir breiðum, mal-
bikuðum vegi. Gróskumikil banana-
tré varna útsýnar á báða bóga.
Hópur fólks er að skera niður risa-
stóra bananabrúska og rogast með
þá upp á þjóðveginn. Af og til ökum
við framhjá spildum vöxnum pálma-
trjám. Hressir strákar hafa klifrað
þau upp og veifa fjörlega til okkar,
þar sem þeir kasta niður hnetunum.
Ég hef á orði, að þetta sé blómleg
byggð Samferðamaður minn, sem
heitir þvl ágæta nafni Sunday, enda
Sunday
fæddist hann á sunnudegi, játar þvl,
en bætir síðan við: — Hér hef ég
lifað erfiðustu stundir lifs mlns. —
Það kemur I Ijós, að við erum
staddir þar sem borgarastyrjöld I
Nigerlu geisaði sem hatramlegast
— I Bíafra. Hundruð þúsunda, að-
framkomin af hungri, leituðu hjálpar
við þjóðveginn þennan. Sunday
horfði á börn sin tvö deyja hér á
þessum slóðum og kona hans hefur
aldrei náð fullri heilsu síðan.
— Þetta var viti, segir Sunday —
við ræðum aldrei um þann tíma.
Það dugar ekki að koðna I fortiðinni.
Við höfum svo margt að stefna að I
framtíð. —
Það er erfitt að gera sér í hugar-
lund þá mannlegu þjáningu, sem
rikt hefur á þessum slóðum, fyrir
örfáum árum, þar sem við erum
meðal þessa glaðværa, hraustlega
fólks Þjóðvegurinn er ákaflega fjöl-
farinn, öll hugsanleg farartæki eru f
notkun. Flestir eru þó gangandi,
greinilega á leið til markaðarins og
bera miklar klyfjar á höfði sér. Við
veginn standa skólar og kirkjur,
ótrúlega þétt, enda þéttbýlt. Alls
staðar er fólk, hvert sem litið er.
Er ég hafði dvalið I Bíafra I nokkra
daga fór ég að finna til undarlegrar
tilfinningar, sem ég gat ekki greint
hver var, — einhver undarleg til-
finning, mitt I þessu mannhafi.
Þangað til einn daginn, að ég mætti
Hraust og glöð börn f Bfafra 1974
ungum manni á götunni, — hvltum
manni. Þá rann það upp fyrir mér,
að þetta var fyrsta, hvita andlitið,
sem ég hafði séð I heila viku. Ég
fann til léttis, sterkrar samkenndar,
en um leið var það óþægilegt að
uppgötva, hversu meðvitandi maður
er um húðlit sinn.
Nígerla er stærsta þjóð Afríku.
Nýlega hefur manntal farið fram þar
og þeir telja sig nú um 80 milljónir,
en viðurkenna þó, að það geti skeik-
að 5— 1 0 milljónum af eða á. Taln-
ingin sýnir, að meirihlutinn býr í
norðurhluta landsins. Kann það að
hafa mikla pólitíska þýðingu, þvi að
ættflokkarnir I suðri hafa verið
valdamestir I þessu samsetta þjóð-
félagi, þar sem þeir hafa verið taldir
fjölmennastir. Eftir borgarastyrjöld-
ina var Nigeriu skipt upp i 12 fylki.
Var það viturleg ráðstöfun, því að
nú geta helztu ættbálkarnir verið
hver á slnu landssvæði og einbeitt
sér að uppbyggingunni, í stað þess
að berja á öðrum ættbálkum. Herinn
hefur stjórn landsins með höndum,
en næsta ár eiga að fara fram lýð-
ræðislegar kosningar.
Nigerla er rfkt land Moldin er
gjöful, málmar I jörðu og nýverið
fannst þar olia i stórum stíl. Þjóðin
er lika þess meðvitandi, að hún er I
forystu Afrikjuríkjanna og á I fullu
tré við aðrar stórþjóðir heims, enda
eru blöðin full af afrekssögum um
Nígeriu og Nigeríumenn. Gagnrýni
Framhald á bls. 24.
Lækning kvefs
á næstu grösum
LÍKUR til að sigrast verði á
kvefinu hafa mjakast í áttina,
með árangri sem vísindamenn
hafa náð á þann hátt að nota
mótefni gegn veirum, sem
myndast á eðlilegan hátt fyrir
áhrif þeirra í mannslíkaman-
um. En dýrt er það drottins orð.
Hópur sjálfboðaliða gaf sig
fram við kvefrannsóknadeild-
ina í London. Reynt var að
smita þá með kvefveirum eftir
að búið var að gefa öllum
interferon: efni, sem myndast
að eðlidlegum hætti í líkaman-
um eftir kvef. Venjulega tekst
að smita yfirgnæfandimeiri-
hluta fólks, með þeim aðferð-
um, semþarna voru viðhafðar,
en í þetta skipti smitaðist að-
eins einn úr stórum hóp.
Tómas Hall, forstjóri
rannsóknardeildarinnar segir:
Þetta er í fyrsta sinn, sem
nokkrum hefur tekizt að hafa
áhrif á kvefveirur.
Interferon hefur verið þekkt
sem eðlilegt mótefni í meira en
20 ár, en það myndast aðeins í
mjög smáum stfl.
Samstarfshópurinn við Stan-
fordlæknaháskólann í Kalí-
forníu notaði interferonbirgðir
til rannsóknanna, sem voru
margra tugþúsunda sterlings-
punda virði. Samanburðartil-
raun var gerð í 'Salisbury. Hún
er alveg einstæð — hefur
hvergi verið gerð annars staðar
í heiminum. Enska læknatíma-
ritið Lancet skýrir frá henni.
Sjálfboðaliðarnir skiptust í 2
hópa. öðrum helmingnum var
gefiðí interferon, sem úði i nef-
ið, hinn hópurinn fékk óvirkt
efni, sem leit alveg eins út,
Reynt var að smita báða hópana
með sömu veirutegund daginn
eftir. Hall læknir bar læknis-
fræðilega ábyrgð á rannsókn-
unum. Arangur tilraunanna
varð sá, að 15 af 16 „tilrauna-
dýrum“ sem voru úðuð með
óvirka efninu fengu einkertni
kvefs en aðeins eitt af þeim
sem fengu interferon.
Öheyrilegt verð á interferon
veldur því, að það kemur ekki
til greina sem almennt varnar-
lyf. En lyfjafirmun sýna efninu
mikinn áhuga, og efnafræðing-
urinn, sem framleiddi efnið til
rannsóknanna og Hall læknir,
eru bjártsýnir á, að t^kast megi
að gera það svo ódýrt, að það
verði markaðshíjeft til al-
mennra nota semsérlyf.
Þegar það skeður, verður
sennilega rannsóknarstöðinni
lokað, en Halllæknir býst ekki
við að honum verði ofaukið þar
í náinni framtíð.
V Bj. Bj.þýddi