Morgunblaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1974
39
Fjórir íþrótta-
menn heiðraðir
Viðar Símonarson, Axel
Axelsson, Jóhannes Eðvalds-
son og Teitur Þórðarson
hlutu verðlaun Morgunblaðs-
ins í ár.
í gær voru afhent verðlaun Morg-
unblaðsins til tveggja knattspyrnu-
manna og tveggja handknattleiks-
manna. er fram úr sköruðu i íslands-
mótinu 1974. Er þetta í fjórða sinn
sem blaðið veitir slik verðlaun i
knattspyrnu og i þriðja sinn fyrir
handknattleik. Framkvæmdastjóri
blaðsins, Haraldur Sveinsson, af-
henti iþróttamönnunum verðlaunin,
en auk þeirra voru viðstaddir
Teitur Þórðarson, „Marka
kóngur íslandsmótsins
knattspyrnu 1974".
Jóhannes Eðvaldsson „Leik-
maður íslandsmótsins í
knattspyrnu 1974".
forystumenn viðkomandi íþrótta-
greina og félaga leikmannanna.
Þeir sem verðlaunin hlutu að
þessu sinni voru fyrir handknattleik
þeir Viðar Simonarson, FH, og Axel
Axelsson, Fram og fyrir knattspyrnu
þeir Jóhannes Eðvaldsson, Val, og
Teitur Þórðarson, Akranesi.
Áður en verðlaunin voru afhent
skýrði Steinar J. Lúðviksson,
iþróttafréttamaður Morgunblaðsins
frá tilhögun verðlaunaveiting-
arinnar, en hún er sú að fréttamenn
blaðsins gefa leikmönnum i hand-
knattleik stig fyrir frammistöðu
þeirra i hverjum og einum leik fs-
landsmótsins. og er sá leikmaður
sem flest stig hlýtur að meðaltali
valinn „Leikmaður fslandsmótsins",
af blaðamönnunum. Til þess að
koma til greina við verðlaunaveiting-
una þurfa leikmennirnir að hafa
tekið þátt i a.m.k. tiu leikjum í fs-
landsmótinu. Hins vegar er svo þeim
leikmönnum sem skora flest mörk i
1. deildar keppni fslandsmótsins,
veitt sérstök verðlaun, sem „Marka-
kóngum fslandsmótsins".
Sem fyrr greinir afhenti siðan Har-
aldur Sveinsson, framkvæmdastjóri
Morgunblaðsins, verðlaunin. Einn
iþróttamannanna var fjarstaddur,
Axel Axelsson, sem dvelur i Þýzka-
landi, og tók Ólafur A. Jónsson,
formaður handknattleiksdeildar
Fram, við verðlaunum hans.
Nokkrir gestanna tóku til máls að
lokinni verðlaunaveitingunni:
Þórður Þorkelsson, formaður Vals
kvaðst fyrst og fremst vilja færa
íþróttamönnunum hamingjuóskir
með verðlaunin og Morgunblaðinu
þakkir fyrir það framtak sem það
sýndi með verðlaunaveitingunni og
þann áhuga sem blaðið sýndi á
iþróttum og eflingu þeirra. Hann
sagði Valsmenn sérstaklega ánægða
með að Jóhannes Eðvaldsson hefði
verið valinn leikmaður Islandsmóts-
ins, hann væri vel að þeim kominn,
eftir glæsilegt leiktimabil i sumar.
Ingvar Viktorson, formaður hand-
knattleiksdeildar FH, sagði m.a. að oft
væru menn mjög ósammála um
stigagjöf blaðamanna Morgunblaðs-
ins, en þegar upp væri staðið og
dæmið gert upp, gætu allir verið
sammála um að niðurstaðan hefði
verið réttlát og sanngjörn. Stundum
hefði verið um það rætt, að stigagjöf
þessi gæti orðið til að auka eigingirni
leikmanna. en hann kvaðst vera þess
viss að svo væri ekki. f flokkaíþrótt-
um væri það heildin sem hefði mest
að segja, en það væri eigi að slður
staðreynd að alltaf sköruðu einstakl-
ingar fram úr. Þannig hefði t.d. verið
með Viðar Simonarson I siðasta ís-
landsmóti i handknattleik. Frammi-
staða hans þar hefði verið slik, að
varla gæti leikið á tveimur tungum
að hann væri verðugur þeirra verð-
launa sem hann hefði nú tekið á
móti.
Stigin og mörkin
Eftirtaldir leikmenn fengu
flest stig f stigagjöf Morgun-
biaðsins f Islandsmótinu i
handknattleik 1974:
Viðar Símonarson, FIl 45 (14) 3,21
Gunnar Einarsson, FII 44 (14) 3,14
Hjalti Einarsson, FII 30 (10) 3,00
Ragnar Gunnars., Armanni 41 (14) 2,93
Hörður Sigmars. Haukum 40 (14) 2,86
Axel Axelsson, Fram 39 (14) 2,79
Björgvin Björgvins. Fram 39 (14) 2,79
Auðunn óskarsson, FH 29 (11) 2,64
ólafur H. Jönsson, Val 37 (14) 2,64
Stefán Jðnsson, Haukum 36 (14) 2,57
Gfsli Blöndal, Val 32 (13) 2,46
Vilhjálmur Sigurgeirs. iR 32 (13) 2,46
Markhæstu leikmenn f ts-
landsmótinu f handknattleik
1974 urðu eftirtaldir:
mörk
Axel Axelsson, Fram 106
Hörður Sigmarsson, Haukum 100
Einar Magnússon, Vfkingi 98
Gunnar Einarsson, FH 97
Viðar Sfmonarson, FH 90
Sigtryggur Guðlaugsson, Þór 75
Agúst Svavarsson, IR 69
Björgvin Björgvinsson, Fram 65
Vilhjálmur Sigurgeirsson, IR 61
Eftirtaldir leikmenn fengu
flest stig f stigagjöf Morgun-
blaðsins f fslandsmótinu f
knattspyrnu 1974. Talan f sviga
er leikjafjöidi viðkomandi leik-
manns, og aftasta talan er
meðaltalsstig hans úr leikjun-
um sem hann lék:
Jöhannes Eðvaldsson, Val 42 (14) 3,00
Jón Gunnlaugsson, lA 41 (14) 2,92
Karl Þórðarson, tA 37 (14) 2,64
Páll BJörgvinss. Vfkingi 26(10) 2,60
Björn Lárusson, 1A 36 (14) 2,57
Þröstur Stefánsson, lA 36 (14) 2,57
Guðgeir Leifsson, Fram 33 (13) 2,53
Jón Alfreðsson, lA 33 (13) 2,53
Atli Þór Héðinsson, KR 34 (14) 2,42
Magnús Guðmundsson, KR 34 (14) 2,42
óskar Valtýsson, IBV 34 (14) 2,42
örn óskarsson, IBV 34 (14) 2,42
Grétar Magnússon, tBK 33 (14) 2,35
Marteinn Geirsson, Fram 33 (14) 2,35
Þorsteinn ólafsson, IBK 33 (14) 2,35
Haraldur Sturlaugsson, lA 30 (13) 2,30
Markhæstu leikmenn ls-
landsmótsins f knattspyrnu
urðu eftirtaldir:
Teitur ÞArðarson, IA
Steinar Jáhannsson, IBK
Ingi BJörn Albertsson, Val
Kristinn Jörundsson, Fram
Örn Oskarsson, IBV
Mörk
Ólafur A. Jónsson, formaður hand-
krfettleiksdeildar Fram, þakkaði fyrir
hönd Axels Axelssonar. Hann sagði
það engin tvímæli að verðlaunaveit-
ing sem þessi væri mjög örvandi,
ekki aðeins fyrir iþróttamennina,
heldur og íþróttimar. f flokkaiþrótt-
um væri það oft þannig, að iþrótta-
menn eignuðust fá verðlaun, jafnvel
á löngum ferli og væri þvi þetta
framtak Morgunblaðsins mjög
þakkarvert.
Haraldur Sturlaugsson, formaður
knattspyrnuráðs Akraness, óskaði
verðlaunahöfum til hamingju og
þakkaði sérstaklega verðlaunin sem
Teitur Þórðarson hlaut. Vakti hann
athygli á þvi að það afrek Teits
Þórðarsonar að skora flest mörk I
fslandsmótinu I knattspyrnu væri
eftirtektarverðara vegna þess að
Teitur hefði misst úr fjóra leiki I
mótinu.
Ellert B. Schram, formaður KSÍ,
Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri Morgunblaðsins, af-
hendir ViSari Símonarsyni, „Leikmanni íslandsmótssins í
handknattleik 1974" verðlaun sin.
þakkaði Morgunblaðinu þann áhuga
sem það sýndi iþróttum og þann
stuðning sem blaðið veitti þeim. Það
væri mjög mikilvægt að fjölmiðlar
veittu iþróttunum og Iþróttahreyf-
ingunni stuðning, en þvl mætti
heldur ekki gleyma að með iþrótta-
skrifum væru blöðin að veita les-
endum sinum þjónustu. Beindi Ellert
siðan orðum sinum til knattspyrnu-
mannanna, Jóhannesar Eðvalds-
Framhaid á bls. 24.
Glæsilegt
úrval af sérlega
fallegum dömu-
og herraleður-
jökkum.
Frottébolir.
Stórkostlegt
buxnaúrval í
báðum
búðum.
tnn
BERGSTAÐASTRÆTI, SÍMI 14350
BAN KASTRÆTI, SÍMI 28350