Morgunblaðið - 01.11.1974, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 01.11.1974, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÖVEMBER 1974 37 J \ Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jöhanna Kristjönsdöttir þýddi ^ 37 — Tekur þú ekki eftir því lika, Huntley? Hvaö er það nú. Já hár- greiðslan, — það er hárgreiðslan, sem er örðuvísi. Hann hló við og Elizabeth tók undir og slakaði á. Þaó var ekkert athugavert við það þótt hann hefði horft á hana, hann var bara eins og hver annar karlmaður að horfa á stúlku, sem hafði breytt um hárgreiðslu. Fyrstu mínúturn- ar hafði henni verið innanbrjósts, eins og nafnið Leary væri letrað stórum störfum á enni sér. — Það fer þér reglulega vel, elskan, sagði Dallas. Hún vildi vera þægileg og elskuleg eins og jafnan áður. — Við skulum fara inn í blóma- stofuna, sagði Huntley. — Eg hef ýmislegt að sýna ykkur. Huntley gekk á undan og þau komu öll í halarófu á eftir. Hún heyrði Dall- as ávarpa frænda og hann svaraði henni skætingi eða engu. Eliza- beth hugsaði með sér, að sjálfsagt væru það taugarnar, sem lékju hana grátt, því að hanni fannst ófyrirgefanlegt hvernig frændi hennar kom fram við Dallas. Hvernig hann marði persónuleika hennar undir fótum sér. Enginn maður gat leyft sér að koma fram á þennan hátt. Og hann ætlaði aldrei að ganga að eiga veslings stúlkuna. Allir vissu það, nema ef til vill Dallas sjálf. Allar konur Huntleys höfðu verið af ríkum og virtum ættum. Því var ekki að heilsa með Dallas og það eitt dugði, þvi að Huntley var ófor- betranleg höfðingjasleikja. Þau settust niður og Elizabeth gat ekki annað en hrifist, þetta var eins og að koma í aldingarð- inn Eden hugsaði hún með sér. Ótrúlegustu tegundir fegurstu skrautjurta í öllum regnbogans litum hvar sem litið var og ilmur- inn höfugur. Jafnskjótt og þau höfðu fengið sér sæti birtist þjónn með kampavín handa Dall- as og Eliazbeth, viskí handa King og sérstaka blöndu handa Hunt- ley. — Mér þykir vænt um að sjá þig góða, sagði Huntley við hana. Hann hugsaði með sér að hún væri fallegri en áður. Það var rétt athugað hjá King, það fór henni betur að greiða hárið svona. Hún varð yngri við það. Og einhvern veginn virtirtist hún grennri og stafa af henni ljóma, sem hann gat ekki fullkomlega greint í huga sér. Þó fann hann að henni var órótt innanbrjósts, en hann vissi ekki af hverju. Hann leit sem snöggvast á Eddi King og sá reiði- giampa í augum hans. Hann vissi að Eddi King var hrifinn af frænku hans og vegna þess að hún var honum skyld, gat Huntiey ekki áfellst hann fyrir það. En þótt hann gæti leyft sér að horfa á hana, þá fengi hann aldrei að ganga lengra. Hann var að vísu vinur hans, en hann skyldi aldrei fá þá grillu, að hann mætti gera hosur sínar grænar fyrir Elizabethu. Huntley vonaði að vísu, að Elizabeth færi senn að gifta sig, en Eddi King yrði ekki sá maður. — Eg var einmitt að hugsa um, hvenær þú hefðir þig upp í að hringja eða koma hingað, sagði hann. — Ég saknaði þín. Dallas var lika í burtu, að verða sér úti um brúnku i Florida, svo að ég var hálfeinmana. — Fyrirgefðu, frændi, sagði Elizabeth. — Ég ætlaði mér að hringja, en einhvern veginn varð aldrei neitt úrneinu. — Æ, krúttió mitt, sagði Dallas, stóð upp og vafði hann örmum. — Aleinn hér og enginn að hugsa um þig. En nú erum við öll hér, elskan mín og ég fer aldrei frá þér. — Ljúktu við drykkinn þinn, sagði Huntley hranalega og hún sleppti honum og gekk aftur að st’ólnum sínum, hnípin og döpur. Elizabeth sneri sér frá frænda sinum og horfði á Dallas. — I næsta skipti þegar þú ferð til Florida, sagði hún, — láttu mig þá vita, Dallas og ég slæst i för með þér. Ég hef enga trú á það drepi frænda þótt hann sé skilinn eftir einn um tíma. — Við sulum koma og skoða orkideurnar, sagði King i flýti. Hann sá að rifrildi gat verið í uppsiglingu hjá Huntley og frænku hans. Hann hafði aldrei séð Elizabethu svona áður, það var eins og hún væri hengd upp á þráð, eða eins og hún gæti fuðrað upp í bræði hvenær sem væri. Hún stóð upp og þau gengu meðfram blómábeðunum. Þegar þau voru komin spottakorn, nam Elizabeth staðar. Hitinn, þungur blómailmurinn og hugaræsingur- inn gerði það að verkum að það setti að henni velgju. — Við skulum koma Eddi. Ég þoli ekki við í þessum hita. — Dokaðu við, sagði King. Þau stóðu nálægt hvort öðru og hann fann til ákafrar löngunar að koma við hana. Kannski var það hitinn og anganin. Kannski var það þessi breyting sem honum fannst orðin á Elizabethu og honum var efst i huga að þrifa hana i fangið og taka hana á gólfinu milli blóma- beðanna. En með því að beita sig afli hélt hann aftur af sér. Hann sagði hljóðlega: — Segðu mér frá þessum manni. Ég gat ekkert sagt I sím- anum þarna um daginn. Var áreiðanlega allt í lagi? Hann hef- ur ekki komið ruddalega fram? — Ég get varla sagt ég hafi séð hann, sagði Elizabeth. — Hann svaf mest allan daginnn eða horfði á sjónvarpið. Ég get ekki sagt ég hafi orðið vör við hann, svo að orð sé á gerandi. — Ég hafði þungar áhyggjur af þessu, sagði King. — Ég hefði verið logandi hræddur ef ég hefði vitað af þessu fyrr. Svei mér ég hefði getað skorið mig á háls, þeg- ar ég vissi hvað hafði komið fyrir. Ég vona þú sért mér ekki reið. — Auðvitað ekki. Hún reyndi að vera létt í máli. — Þú gazt ekki að þessu gert, Og eins og ég hef sagt þér, var þetta allt i lagi. Hann lét ekkert á sér kræla og það var engin fyrirhöfn af honum. King hafði reynt að telja sér trú um þetta allar stundir síðan hann hafði komist að því að Keller hafði búið í ibúð hennar. Hann hafði ekkert sagt henni. Hann var atvinnumaður og þekkti reglurn- ar. Hann brosti feginsamlega til hennar og vék siðan að öðru at- riði, sem honum fannst ekki síður mikilvægt. — Elizabeth mig langar til að biðja þig að lofa mér dálitlu. Það er ákaflega þýðingarmikið, sagði hann. — Hvað er það? Hún rétti út höndina og fitlaði við blóm á suð- uramerískri orkideu. Huntley hefði bannað henni að stíga fæti sfnum í húsið, ef hann hefði séð hana snerta blómið. En hún gat ekki stillt sig. Hún. varð að gera eitthvað við höndina á sér. Hún varð að beita sig hörku til að ekki sæist á henni óttinn, sem hún var haldin, innra með sér. Óttinn við að vera í návist þessa manns — og skynja ósjálfrátt að hann girntist hana. — Hverju á ég að lofa þér, Eddi? Karlmaður hafi ógnað yður. — Ég minni á, að rangur framburður getur kostað yður fangelsi. VELVAKANDI Velvakandi svarar i slma 10-1C kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánuder. til föstudags 0 Hvað er að heyra, Hafnfirðingur? Jóhann Jónasson, forstjóri Grænmetisverzlunar landbún- aðarins, skrifar: „Einhver reiður „Hafn- firðingur" hefur sent Velvakanda pistil, útaf rauðu kartöflurusli, sem hann og væntanlega aðrir Hafnfirðingar, séu neyddir til að kaupa. Sjálfur vill hann eingöngu „gular kartöflur“ og virðist álykta að allir Hafnfirðingar séu sama sinnis. Ég verð nú að hryggja þennan ágæta umboðsmann Hafnfirðinga með því að mikill meiri hluti neyt- enda á íslandi vill fyrst og fremst rauðar kartöflur og eru Hafnfirð- ingar áreiðanlega engin undan- tekning í þvi efni. Nú vill svo til, þrátt fyrir hina hræðilegu einokun Grænmetis- verzlunar landbúnaðarins, að 65 fyrirtæki á landinu taka á móti kartöflum frá framleiðendum og selja þær án þess að Grænmetis- verzlunin komi þar nokkuð nærri. Eitt þessara fyrirtækja er Kaupfélag Hafnfirðinga, sem tekur kartöflur úr Hafnarfirði og nágrenni og selur þær án þess að við í Grænmetisverzluninni komum þar nokkuð við sögu. Hinsvegar eru hafnfirzkir kaup- menn að sjálfsögðu, sjálfráðir um hvort þeir skipta við kaupfélagið eða Grænmetisverzlunina i Reykjavik. Ég hef að gefnu þessu tilefni rætt við þá, sem sjá um söluna hjá Kaupfélagi Hafnfirðinga og kemur þá I ljós að mikill meiri hluti af þeim kartöflum, sem þar hafa verið til sölu eru Gullauga og Bintje, en það eru væntanlega þær gulu kartöflur, sem umboðs- maðurinn vill neyta. Honum ætti því að vera í lófa lagið, að fá einmitt það sem hann óskar. Hinsvegar skal það fúslega viðurkennt að við teljum mjög æskilegt að hægt væri að hafa meira úrval afbrigða á markaðn- um en nú er, en við getum þvi miður ekki selt annað en það sem framleitt er I landinu, meðan inn- flutningur er ekki leyfður. Skipting framleiðslunnar hér sunnanlands eftir afbrigðum er nokkurn veginn, sem hér segir, 85% eru rauðar islenzkar en um 15% önnur afbrigði. Ég hirði ekki að fara útí að eltast við að leiðrétta frekar rang- færslur og hrakyrði höfundar um neytendasamtök, kaupmenn og Grænmetisverzlunina, þar sem ég vona að umboðsmanninum sé nú runnin reiðin og iðrist þvi haéfi- lega eftir þetta frumhlaup sitt. Reykjavík, 29. október 1974 Jóhann Jónasson." 0 Snjóholtsmelar — ekki Snjóholts- sandar Sigurður Magnússon, Hrafn- hólum 2, Reykjavík, skrifar: „Velvakandi góður. Ekki var það meining min þegar ég ritaði greinarkornið, sem birtist I dálkum þinum sunnudaginn 27. október að búa til ný örnefni austur á Héraði, heldur vildi ég minna á að Austurland væri haft útundan. Þegar ég ræddi um stað fyrir nýja flugvöllinn þar eystra stóð í handritinu, að hann yrði byggður á Snjóholtsmelum en ekki Snjó- holtssöndum, eins og prentað var í blaðinu. Þetta skiptir að visu ekki miklu máli — og þó. Breytingin gefur til kynna, að það sé ókunnur maður i Eiðaþinghá sem ritar greinina. Ég er þar allvel kunnugur, og Snjó- holtssanda hefi ég aldrei heyrt nefnda. Vænti ég þess, að þú birt- ir þessa leiðréttingu. En fyrst ég er að biðja um þessa leiðréttingu langar mig til þess að bæta einu atriði við umtalið um landsfjórðungaáætlanirnar, og það er um menntaskólana. Vestfirðingafjórðungur hefur sinn menntaskóla á Isafirði. Norð- lendingafjórðungur á Akureyri. Sunnlendingafjórðungur hefur þá marga, að Reykjavik meðtal- inni. — En Austfirðingafjórð- ungur hefur engan. Fjórða sætið er autt — sæti Austfirðinga. Þarna þarf réttlát byggðastefna að láta að sér kveða og úr að bæta, svo fljótt sem efni og ástæður leyfa. Sigurður Magnússon.“ Leitt var að örnefnið Snjóholts- melar skyldi brenglast I meðför- um. Reyndar er ekki hægt að kenna prentvillupúkanum um þennan grikk, þar sem honum hefur verið úthýst hér fyrir fullt og allt. Þegar farið var að nota offsettæknina hér, vörpuðu marg- ir öndinni léttar, og héldu að nú tækist að svelta púkann í hel, og þar með væru prentvillur úr sög- unni. Púkinn títtnefndi mun lika hafa gefizt upp á rófunum, en í staðinn er bara kominn annar ári, sem enginn hefur augum litið enn sem komið er, enda eins vist að hann sé með öllu ósýnilegur. Þetta fyrirbrigði á það til að gera okkur lifið leitt, og stendur fyrir- rennaranum fyllilega á sporði. % Nýr þáttur fyrir ungt fölk Utvarpshlustandi hringdi, og sagðist hafa hlýtt á lok þáttar s.l. þriðjudagskvöld. Þarna hafi verið um að ræða nýjan þátt, ætlaðan ungu fólki. Hefði stjórnandi þáttarins komið með glósur um varnarmál I lok þáttarins, og þær harla ósmekklegar. Að vísu hefði verið svo að skilja, að þetta inn- legg hefði átt að vera fyndið, sem reyndar hefði mistekizt gjörsam- lega. I framhaldi af lexiu þessari vildi útvarpshlustandi þessi koma þvi á framfæri við útvarpsstarfs- menn, að þeir uppfræddu nýja umsjónarmenn þátta um óhlut- drægnisákvæði í útvarpslögun- um, og sæju til þess að þeim væri fyigt. Heiðraður SVEINN Sigfússon forstjóri frá Lundar i Manitoba var I sumar útnefndur meðlimur reglunnar „Order of Canada“ fyrir frábæra þjónustu við kanadiska ríkið og mikið og ágætt starf á sviði mann- úðarmála. Sveini var stefnt til Ottawa til þess að taka á móti tignarmerki reglunnar. Hann er fæddur í Kanada þann 15. júni 1912, en foreldrar voru Skúli Sig- urðsson löggjafarþingmaður og Guðrún Guðmundsdóttir. Hann er að bezt er vitað eini Kanadamað- urinn af íslenzku ætterni, sem hlotnazt hefur sá heiður, sem fyrr er getið. Vestur- íslenzkur barnakór stofnaður ELMA Gislason hefur afráðið að reyna að koma á fót íslenzkum barnakór í Winnipeg og hafa hann fullþjálfaðan til að koma fram á skemmtunum þegar haldið verður hátíðlegt 100 ára afmæli íslenzka landnámsins i Kanada 1975. Er miðað að þvi að kórinn komi fyrst fram á Frónsmótinu í Winnipeg seint í janúar, en þjóðræknisdeildin Frón styrkir kórinn f járhagslega. Tildrög þess að kórinn er stofn- aður eru þau, að þvi er segir í Lögbergi-Heimskringu, að Álf- heiður, kona Garðars Garðarsson- ar í St. Vital, kom til Elmu, þegar hún var að velta þessu fyrir sér og spurði hana, hvort ekki væri til íslenzkur barnakór i Winnipeg, sem Díana litla dóttir þeirra hjóna gæti fengið inngöngu í, sagði að sig langaði til að barnið glataði ekki áhuganum á íslenzk- um ljóðum og lögum. Afréð Elma þá að stofna kórinn. Taugaveiki- bróðir í V- Þýzkalandi - 3 hafa látizt Stuttgart V-Þýzkalandi 30. okt. Reuter. ÞRÍR hafa nú látizt úr taugaveikibróður í Suð- vestur-Þýzkalandi og nýtt tilfelli kom upp í dag í grennd við landamæri V- Þýzkalands og Danmerkur. Nú hafa 159 manns tekið veikina. Rúmlega sjötug kona lézt úr veikinni í dag, áður höfðu dáið úr henni 64 ára gömul kona og I rúmlega þrítugur maður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.