Morgunblaðið - 01.11.1974, Síða 14

Morgunblaðið - 01.11.1974, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÖVEMBER 1974 Launajöfnunarbætur í framkvæmd 1 septembermánuði sl. gaf ríkisstjórnin út bráðabirgðalög um launajöfnunarbætur, sem koma eiga f stað verðlagsbóta á laun fram til 31. maf 1975. Fyrr f þessum mánuði var síðan gefin út regiugerð, þar sem mælt er fyrir um framkvæmd laganna um launajöfnunarbætur. Launajöfn- unarbætur verða greiddar frá 1. október 1974 til 31. maí 1975. Þær nema 3500 kr. á laun, sem eru 50.000 kr.og lægri. Verðlagsupp- bót verður ekki greidd fyrir utan þá kaupgreiðsluvfsitölu, sem er f gildi og svarar til 106,18 stiga. Grunnkaup að viðbættri þessari vfsitöluuppbót er viðmiðun launajöfnunarbóta. Hverjir fá bætur? Allir þeir, sem hafa 50.000 kr. mánaðarlaun eða lægri miðað við kaupgreiðsluvísitölu 106,18, fá 3500 kr, launájöfnunarbætur á mánuði fyrir fulla dagvinnu. Mánaðarlaun að upphæð 50.000 kr. samsvara 11.538 kr. vikukaupi og 288,50 kr. tímakaupi. Launa- jöfnunarbætur á vikukaup verða því 808 kr. en 20,20 kr. á klukku- stund. Þeir, sem hafa laun á milli 50.000 kr. og 53.500, fá hlutfalls- lega hækkun, þannig að öll laun á þessu bili verða kr. 53.500. Á sama hátt verður vikukaup á bilinu kr. 11.538 til kr. 12.346 allt 12.346 kr. og tímakaup á bilinu 288,50 til kr. 308,70 verður allt kr. 308,70. Bætur á yfirvinnukaup Bætur á yfirvinnukaup greiðast hlutfallslega þannig, að gildandi tengsl yfirvinnu- og dagvinnu- kauptaxta haldist. Eftirvinnu- kaup á með öðrum orðum að mið- ast við dagvinnukaup eins og það er eftir að launajöfnunarbótum hefur verið bætt við. Ef tímakaup í dagvinnu hefur t.d. hækkað vegna launajöfnunarbóta úr kr. 288,50 í kr. 308,70 og næturvinna hefur verið greidd með 80% álagi, á að miða það við kr. 308,70. Grunnkaupsbreytingar Grunnkaupshækkanir á gildis- tíma laganna, sem samið var um fyrir 1. október sl. og koma til framkvæmda á tímabilinu, valda ekki missi launajöfnunarbóta. Af því leiðir, að mánaðarlaun, eftir 3% grunnkaupshækkun 1. desem- ber n.k., á bilinu 51.500 til 55.000 verða öll kr. 55.000. Þau laun, sem eftir 3% grunnkaupshækkunina verða kr. 51.500 eða lægri hækka eftir sem áður um 3.500 kr. Á sama hátt verður vikukaup á bilinu 11.884 kr. til 12.692 kr. allt kr. 12.692 og tímakaup á bilinu 297,20 til kr. 317,40 allt kr. 317,40. Gildandi verðiagsuppbót, 6,18%, reiknast á laun eftir að grunnkaupshækkunin hefur ver- ið bætt við. Launajöfnunarbætur bætast síðan við þá upphæð, en grunnkaupshækkunin á ekki að valda missi launajöfnunarbóta. Afleiddir kauptaxtar Þegar um er að ræða afleidda kauptaxta, sem eru ákveðið hlut- fall af grunntaxta, á að miða þá við grunntaxtann eins og hann er án launajöfnunarbóta. Siðan fer það eftir upphæð afleidda taxt- ans, hvort við hann skuli lagðar launajöfnunarbætur. Þá fer það eftir þeim reglum, sem að framan greinir. Álög og kaupaukar Þegar launajöfnunarbætur eru ákveðnar á að miða við kaup eins og það er að viðbættum hvers kyns álögum og kaupaukum. Ef álög og kaupaukar svara með beinum og ótviræðum hætti til útlagðs kostnaðar launþega við öflun launatekna, ber ekki að telja þessa liði með við ákvörðun launajöfnunarbótanna. Sem dæmi um álög, er leggja ber við kaupið áður en til álita kemur, hvort greiða skuli launa- jöfnunarbætur, eru: Aldurs- hækkanir, starfsþjálfunarhækk- anir, löggildingarálag, námskeiðs- álag, verkstjóraálag, flokksstjóra- álag, óþrifaálag, yfirborgun, við- gerða- og breytingaálag, þunga- álag, tengivagnaálag, hæðarálag, erfiðisáiag svo að nokkur dæmi séu nefnd. Sem dæmi um greiðslur, sem svara til beins og ótvíræðs kostnaðar launþega við tekjuöfl- un má nefna: verkfærapeninga, flutningapeninga, fæðispeninga, fatapeninga og fataþvottapen- inga. Launajöfnunarbætur valda hins vegar ekki hækkun á framangreindum álögum eða kaupaukum í krónutölu. Sé yfir- borgun t.a.m. ákveðið hlutfall grunnkaups ber að reikna hana áður en launajöfnunarbótum er bætt við. Vaktaálag Vaktaálag á ekki að teljast með taxta við ákvörðun launajöfn- unarbóta, nema að því leyti sem það kann að vera hærra en svarar til yfirvinnu, næturvinnu- og helgidagaálags. Að því er varðar vaktaálagið sjálft ber að miða það við taxtann eins og hann er orð- inn að launajöfnunarbótum með- töldum. Undantekning er þó gerð varðandi þann hluta vaktaálags- ins, sem er hærri en svarar til yfirvinnu eða helgidagaálags. Þessi hluti skal talinn með taxta og launajöfnunarbætur eiga ekki Framhald á bls. 29. £ó LFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓ Q. Q. UJ 'O O Q. Q. UJ O o Q. Q. UJ Seljum í dag og næstu daga nokkrar rúllur á mjög lágu verði af Acrylteppum og nylonteppum. Verð frá kr. 1.200.- pr. fermeter einning nokkrar rúllur af ullarteppum. Q. Q. o o GÓLFTEPPI Við sníðum, tökum mál og önnumst ásetningu Teppaverzlunin Friðrik Bértelsen, Lágmúla 7 — Sími 86266 GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI LFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPPI GÓLFTEPo

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.