Morgunblaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÖVEMBER 1974
31
Jóhannes Jónasson
trésmiður — Minning
Fæddur 17. nóv. 1888.
Dáinn 25. okt. 1974.
I sólríkri laut, með birkiskóg
allt um kring, stendur sumarbú-
staður, sem heitir Svanahvamm-
ur. Rétt fyrir neðan seytla fram
tærar lindir undan mosagrónum
hraunrinda og mynda lygna tjörn.
Ur tjörninni rennur lækur út í
Álftavatn við Þrastarskóg í
Grímsnesinu góða. Þennan unaðs-
reit byggðu Jóhannes og Anna, og
í fjölskyldunni eru þau alltaf
kennd við hann.
Nokkru ofar er annar sumarbú-
staður, sem heitir Varmahlíð. Þar
byggði bróðir Jóhannesar ásamt
svila sínum. A milli liggur stígur,
sem bugðast um þúfur og birki-
hríslur. Vegalengdin er tæpast
steinsnar og varla telst hún
ógreiðfær. Samt er ein fyrsta
bernskuminning undirritaðs
bundin því þrekvirki að þræða
þennan stig. Auðvitað mátti hann
ekki fara einsamall. En góðu mót-
tökurnar I Svanahvammi voru
öllu yfirsterkari, og ferðirnar
urðu margar. Strok á vangann,
brjóstsykur í skál, rólur og vega-
salt, allt var þetta til staðar. Væri
minnst á þessar ferðir kom sú
afsökun að auðvitað væri einung-
is verið að sækja vatn í lindina,
þótt ílátið hefði kannski gleymst.
En „sól tér sortna“, og ský dró
fyrir hamingjudagana. Bróóir Jó-
hannesar dó. Ennþá var heimili
Jóhannesar og önnu opið með
hlýju og yl og huggun í sorg.
Þannig býst ég við að allir hafi
þekktu þau, en nú er mannkosta-
maðurinn allur.
Guðbrandur Jóhannes Jónasson
var fæddur að Ytri-Fagradal á
Skarðsströnd i Dalasýslu.
Snemma fluttist hann með for-
eldrum sinum, Ingibjörgu Lofts-
dóttur og Jónasi Jónassyni, bónda
og smið, að Efri-Brunná í Saurbæ
og siðan að Galtárhöfða í Norður-
árdal og enn síðar að Litla-Skarði
í Stafholtstungum. Jóhannes var
elstur i stórum systkinahópi, og
heita þau í aldursröð, Ingibjörg
Sigriður, Ragnheiður, Magnús,
Árni, en tvíburi við hann dó í
fæðingu, Sveinn og Karl. Eru þau
nú öll látir nema Ingibjörg Sigríð-
ur og Árni, sem búa i Reykjavík
Einnig er uppeldissystir, Lilja
Júlíusdóttir, búsett í Reykjavík.
Á uppeldisárum þessa systkina-
hóps var mikið harðrétti í land-
inu. Fjöldi fólks flúði land i von
um betri daga, en þeir sem eftir
voru urðu að berjast harðri bar-
áttu fyrir lífinu. Snemma varð
Jóhannes, sem var elstur í þess-
um stóra systkinahóp að taka til
hendinni við aðdrætti til heimilis-
ins. Jónas, pabbi hans, stundaði
bæði smíðar um Borgarfjörð og
sótti sjóróðra á verstöðvarnar á
Snæfellsnesi, og var þannig oft
langdvölum að heiman. Hefur þvi
daglegt uppeldi systkinanna kom-
ið til kasta Jóhannesar ásamt
móður sinni. Oft var sulturinn
nærri. Fór Jóhannes þá snemma á
morgnana uppá heiðar, til að
reyna að finna rjúpu eða að veiða
silung. Nestið var ein brauðsneið
og mátti hann oft takmarka veið-
ina við það eitt að geta borið hana
heim vegna hugurs og þreytu.
Svona var lif þeirrar kynslóðar,
sem nú er að kveðja og samt skil-
aði hún þjóðinni til þess, sem hún
er í dag. Leiðarljósið var trúin á
landið og þann guð, sem gaf það
og veganestið rækt við reynslu og
menningu þeirra kynslóða, sem á
bak við stóðu.
Foreldrar Jóhannesar voru sem
áður segir Ingibjörg Loftsdóttir,
fædd í Garpsdal í Geiradalshreppi
í Barðastrandasýslu, og Jónas
Jónasson, fæddur að Háreksstöð-
um í Norðurárdal i Borgarfirði.
Loftur faðir Ingibjargar dó ungur
sem vinnumaður, en hann var
sonur Jóns Jónssonar bónda að
Viðivöllum i Steingrimsfirði og
var hans fólk bæði úr Stranda-
sýslu og Barðastrandasýslu.
Móðir Ingibjargar var Sigríður
Magnúsdóttir Sigurðssonar bónda
i Múla í Geiradalshreppi, en bróð-
ir Magnúsar í Múla var Sigurður á
Felli í Kollafirði, en sonur hans
var Sigurður kirkjusmiður i
Hólmavik, faðir Stefáns í Hvita-
dal, skálds.
Kona Magnúsar var Ingibjörg,
dóttir Jóns Jónssonar hrepps-
stjóra í Snartartungu á Ströndum
og konu hans, Sigríðar Sveins-
dóttur, bónda á Kleifum í Geira-
dalshreppi, Sturlaugssonar. Um
Jón í Snartartungu er þáttur I
þjóðháttum Finns Jónssonar á
Kjörseyri og um Svein á Kleifum
er þáttur i sagnaþáttum Fjallkon-
unnar. Báðum er þeim lýst mjög
lofsamlega.
Fóstursonur Jóns og Sigriðar i
Snartartungu og systursonur
hans og bróðursonur hennar var
séra Sveinn Níelsson prófastur að
Staðarstað, en hann var sem
kunnugt er faðir Hallgríms bisk-
ups, Elísabetar móður Sveins
Björnssonar forseta og, Sigriðar
móður Haraldar Níelssonar pró-
fessors, ömmu Dungalsystkin-
anna og langömmu Völundar-
bræðranna.
Faðir Jónasar eða Jónas Jónas-
son eldri, fæddist í Bjarnarhöfn á
Snæfellsnesi, en móðir hans var
Ingibjörg Jónsdóttir, fædd á
Bjarnastöðum í Dalasýslu og var
hennar fólk Dalafólk í ættir fram.
Faðir Jónasar eldra var Jónas
Samsonarson, hreppstjóri i Bjarn-
arhöfn i Helgafellssveit, en kona
hans var Sigriður Pálsdóttir
prests á Undir- (Undorn-) felli í
Vatnsdal i Húnaþingi Bjarnason-
ar, en samtímaheimildir lýsa hon-
um sem góðum klerki, radd-
manni, skáldmæltum gáfumanni
og mjög vel látnum. Hann var
sonur Bjarna prests á Melstað í
Miðfirði, Péturssonar lögréttu-
manns á Kálfaströnd I Mývatns-
sveit, Ormssonar, og konu Bjarna,
Steinunnar Pálsdóttur prests á
Upsum í Svarfaðardal Bjarna
Pálssonar landlæknis, en Bjarni
var svo sem kunnugt er faðir
Steinunnar móður Bjarna Thorar-
ensen, skálds og amtmanns.
Móðir Sigríðar Pálsdóttur var
Guðrún Bjarnadóttir, prests á
Mælifelli i Skagafirði, prests á
Mælifelli í Skagafirði, Jónssonar,
en móðir Guðrúnar var Sigríður
Jóhannsdóttir, prests á Mælifelli,
Kristjánssonar, prests á Sauða-
nesi i Norður-Þingeyjarsýslu,
Bessasonar og konu hans Valgerð-
ar Pétursdóttur, Bjarnasonar,
sýslumanns á Burstafelli í Vopna-
firði, Péturssonar.
Bróðir Sigriðar Jóhannsdóttur
var svo séra Einar á Sauðanesi,
faðir séra Stefáns á Sauðanesi,
faðir Einars á Reynistað, faðir
Katrínar, móður Einars Bene-
diktssonar, skálds og sýslumanns.
Systir Sigríðar var aftur á móti
Margrét, móðir Hólmfriðar Jóns-
dóttur, móðir Jóns Þorsteinssonar
prests i Reykjahlið við Mývatn.
Við hann er hin fræga Reykja-
hliðarætt kennd með öllum sínum
nafntoguðu einstaklingum: Jóni
Þorsteinssyni skáldi á Arnar-
vatni: Sigfúsi Blöndal, skáldi og
konunglegum bókaverði: Gaut-
landabræðrunum, ráðherrunum
Kristjáni og Pétri og alþingis-
manninum, Steingrími Jónsson-
um: Sigurði á Arnarvatni: Þorgils
gjallanda, Árna i Múla, Hallgrími
Benediktssyni, Steingrimi Stein-
þórssyni og Haraldi Guðmunds-
syni.
Foreldrar Jónasar Samsonar-
sonar hreppsstjóra voru Samson
Sigurðsson skáld og bóndi að
Klömbrum i Vesturhópi og Ingi-
björg Halldórsdóttir, Hallssonar
prests á Breiðabólstað í Vestur-
hópi. Sonur Halldórs var séra Pét-
ur á Tjörn á Vatnsnesi, faðir Pét-
urs prófasts á Víðivöllum f Skaga-
firði, föður Péturs biskups, Jóns
dómstjóra og Brynjólfs Fjölnis-
manns. Jón var svo sem kunnugt
er afi Páls Zophaníassonar búnað-
armálastjóra og alþingismanns og
annarra ágætra manna.
Séra Halldór var sonur Halls
prófasts á sama stað, en til er
eftirfarandi lýsing á. Halldóri í
samtímaheimildum: „Hann var
hraust menni mikið og talinn með
fríðustu mönnum, málsnjall og
raddmaóur ágætur enda kunni
vel söng, kennimaður góður og
bar skyn á lækningar, góður
minni háttar mönnum, en skap-
stór og harður i mannraunum“.
Faðir Samsonar var svo Sigurð-
ur hreppsstjóri i Vesturhópi,
Jónssonar, Sigurðssonar bónda á
Gröf á Vatnsnesi, Jónssonar.
Þessa tölu sagði mér sá ágæti
ættfræðingur, Sigurgeir Þor-
grimsson.
Það er gott að vera kominn af
svona fólki. Fólki, sem þekkir Is-
land og stendur að íslenskri
alþýðu í öllum sínum margbreyti-
leika, þótt fjöldinn sé ekki sá
sami og hjá stórþjóðum. Enda er
það manngildið sem skiptir máli.
Vegna kynna Jóhannesar af bú-
skap fékk hann áhuga á þvi að
mennta sig frekar í landbúnaðar-
málum. Stundaði hann nám bæði
við Hvítárbakkaskóla og við
bændaskólann á Hvanneyri. Eftir
námið þar starfaði hann við jarð-
vinnslu i Borgarfirði í eitt eða tvö
ár. Þá var ekki sú tækni til sem
nú rikir en mest treyst á hand-
verkfæri og frumstæð hestaverk-
færi. Á þessum tíma hjálpar hann
einnig bróður sínum Magnúsi að
reisa myndarlegt steinhús í Borg-
arnesi, þar sem foreldrar hans
áttu svo athvarf. Stendur það hús
ennþá við Borgarbraut 7 og er
staðarprýði í þeim annars mynd-
arlega stað.
Um 1920 flyst Jóhannes til
Reykjavíkur og lærir trésmíði.
Stundaði hann húsasmiðar hér í
borg til ársins 1930, þá stofnar
hann iðnfyrirtæki, kassagerð, og
var hún staðsett við suðurenda
tjarnarinnar. Starfrækti hann
hana í um 30 ára skeið, en varð þá
að hætta starfseminni þar, vegna
skipulagsbreytinga borgarinnar.
Jafnframt hafði hann með hönd-
um timburinnflutning og verslun
með timbur. Leysti hann vand-
ræði margra í þessum efnum, sér-
staklega á hinum erfiðu striðsára-
tímum þegar vöru- og timbur-
skortur var mikill. Á þessum ár-
um voru trékassar líka einu um-
búðirnar fyrir iðnvarning, enda
voru pappakassar þá lítt komnir
til sögunnar.
Jóhannes hefur kynnst mörgum
hliðum lífsins. Hann ólst upp í
fátækt og örbirgð og tók þátt i
vonleysi umkomulausrar þjóðar.
En „fjöll kenni torsóttum gæð-
umað ná“. Glæstar vonir um sjálf-
stæði landsins og bjargálna þjóð
urðu að veruleika og þótt Islenzku
heiðarnar séu ekki árennilegar
hálfstálpuðum unglingi til fæðu-
öflunar að haustnóttum, þá eru til
á Fróni þeir unaðsreitir með lækj-
arnið og birkiangan, sem jafnvel
fá hlýju til að stafa af ísköldum
Eiríksjökli.
Umfram allt átti hann þó yndis-
lega konu. 17. maí 1941 giftist
hann Önnu Kristmundsdóttur frá
Þjóðólfstungu í Hólshreppi við
Djúp vestur. Ég reyndi í upphafi
þessara fátæklegu orða að lýsa
þvi hversu gott var að koma á
þeirra heimili. Það veit ég að allir
geta tekið undir, sem þekktu þau.
Börn þeirra eru tvö: Gústaf,
kvæntur Sólveigu Björling, og
Ingibjörg Jóna og barnabörnin
eru f jögur.
Um leið og ég þakka unaðsrik
kynni við látið góðmenni, þá votta
ég syrgjendum mina dýpstu sam-
úð. Guð gefi látnum ró og þeim
líkn sem lifa.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Kveðjuorð:
Magnús Sigurðsson
fyrrv. skólastjóri
Einhverju sinni fyrir mörgum
öldum var saga sögð af manni
nokkrum, sem var á ferð. Nafns
hans var ekki getið, en hann var
af samverskum ættum kominn.
Hann reið af tilviljun fram á
nauðstaddan, særðan einstæðing
við veginn.
Þá sögu þekkja allir, sem lesa
þessi kveðjuorð, og þeir hafa e.t.v.
gert sér ljóst, að sagan hefur ekki
aðeins reynst aflvaki í margra
manna lífi, heldur einnig vafa-
Iaust átt allmikinn þátt í að valda
straumhvörfum í menningarsögu
jarðarbúa. — Sögunni fylgja
þessi sterku og nærgöngulu
hvatningarorð: Far þú og gjör þú
slikt hið sama.
Magnús Sigurðsson, frv. skóla-
stjóri, var einn þeirra manna, sem
ganga ekki blindandi fram hjá
bróður í neyð. Hann var skyggn á
náungans nauðir, þungar byrðar
böls og harma, orsakir óhamingju
og afleiðingar víxlspora og glat-
aðra tækifæra I lífi samferða-
manna, ekki til dóms, heldur af
rikri samúð.
Umfangsmikið ævistarf hans,
fræðsla og uppeldi barna og ungl-
inga, leiddi hann fram fyrir
vandamál skjólstæðinga sinna,
mörg og margvisleg. Þungar
byrðar leggjast stundum á lítil-
magnann, ofraun bernskuþreki,
ofvaxnar unglingsherðum. Það
væri engin furða, þótt jafnvel
fullþroska karlmenni féllust
hendur við þá tilhugsun að eiga
að gera tilraun til að aflétta svo
víðtæku böli svo margra varnar-
lausra manna. Augljóslega óvið-
ráðanlegt sérhverjum einstakl-
ingi.
Hver hafði hugrekki og þrek til
þess að hefjast handa við svo
erfitt og umfangsmikið verk?
Eða, hver hafði trú til þess að
hlýða orðunum: Far þú og gjör
þú!?
Magnús Sigurðsson hafði það,
sem til þess þurfti að hefjast
handa. Og hann gerði það.
Hann stofnaði Hjálparsjóð
æskufólks og tengdi hann jafn-
framt minningu foreldra sinna.
Stofnun þessa sjóðs tel ég stór-
lega merkilegt átak bróðurkær-
leikans vor á meðal, mikilvægt
skref, stigið i rétta átt.
Hvernig hefur svo reynslan
orðið, að takast á við þau verk-
efni, sem virðast máttu óviðráðan-
leg? Sjóðurinn byrjaði i smáum
stfl fyrst, meðan hann var lítt
þekktur. En skjólstæðingum hans
hefur fjölgaó með hverju ári og
jafnframt hefur velunnurum
hans fjölgað og skilningur
almennings aukist. Ég minnist
þess ekki, að nokkru sinni hafi
þurft aó synja beiðni um aðstoð.
Þótt skjólstæðingum fjölgaði og
upphæóir styrkja hækkuðu, hefur
sjóðurinn eflst að sama skapi og
umfram það með hverju ári. Ég
hygg að sérhver aðstoð sjóðsins
hafi leyst nokkurn vanda og verið
meó þökkum þegin, en aldrei mis-
notuð. — Á örlagaríkri ævistund
hefur Hjálparsjóður æskufólks
getað rétt ungu fólki örvandi
hönd, hjálpað mörgum yfir tor-
færu eða lyft þeim yfir ófæru.
Magnús Sigurðsson stóð að visu
ekki einsamall að þessu verkefni.
Hann var stofnandi sjóðsins, og
það var hugsjón hans, hug-
kvæmni hans og þrotlaust, fórn-
fúst starf, hvenær sem heilsan
leyfði, það var þetta, sem gæddi
sjóðinn lífi og þrótti.
En það væri ekki rétt að láta að
engu getið vinar hans hins ný-
látna, trausta félaga, Gunnars
Guðmundssonar, frv. skólastjóra,
sem styrkti allt þetta starf með
viturlegum ráðum og dáð.
Svo skammt varð milli andláts
þeirra samrýndu vina. Hlýt ég nú
að minnast þeirra beggja með
söknuði. Virðing fyrir þessum
starfsbræðrum og þakklæti til
þeirra býr mér i huga. Allt frá
sjóðsstofnuninni fyrir áratug
síðan hefur það fallið i minn hlut
að sitja með þeim félögum báóum
í stjórn sjóðsins, fram til þessa
hausts. Fyrir það ljúfa samstarf
og þau vináttubönd, sem þar
bundust, er ég þakklátur. Þrátt
fyrir alvarlegan brest á heilsu,
unnu þeir báðir æðrulaust
Hjálparsjóði æskufólks til ævi-
loka allt það gagn, sem hann
þurfti og þeim var unnt að veita.
Blessuð sé minning þessara
mætu vina. Fylgi þeim báðum i
Fyrirheitna landinu friður Guðs
og náð.
Ingólfur Astmarsson
Mosfelli. —
Hjálmtýr Pétursson
kaupmaður - Minning
Fæddur 24. ágúst 1907
Dáinn 24. október 1974
Hjálmtýr Pétursson varð bráð-
kvaddur að heimili sinu Barða-
vogi 28 hér i borg, siðastliðinn
fimmtudag. Hann hafði um all-
mörg ár, átt við vanheilsu að
stríða og leitað hjálpar færustu
lækna bæði innanlands og utan. í
sumar er leið virtist liðan hans
betri og batnandi og síðustu vik-
urnar voru honum þó léttastar, og
væntu þvi þeir sem þekktu til, að
líf og heilsa entist enn um skeið
og gerðu hann færan til enn meiri
starfa en að baki voru, en skjótt
hefur sól brugðið sumri — eins og
oft fyrri.
Hjálmtýr var Dalamaður, fædd-
ur á Hörðubóli i Miðdölum.
Foreldrar hans voru þau góð-
kunnu hjón Helga Þórðardóttir
og Pétur Hjálmtýsson er
þar bjuggu þá, en voru siðar
búsett á Skógarströnd i Snæfells-
nessýslu og hjá þeim er hann al-
inn upp. Um tvítugsaldur hóf
hann nám í skóla Arnórs Sig-
urjónssonar á Laugum í Suður-
Þingeyjarsýslu og var í þeim
skóla árin 1928—30 en eftir
það var hann nemandi Sam-
vinnuskólans og tók próf úr
honum 1932. Hann naut þvi
kennslu og áhrifa þeirra
tveggja þjóðkunnu skólamanna
Arnórs Sigurjónssonar og
Jónasar Jónssonar og mun þeim
báðum hafa verið það ljóst þá
þegar að þar var á ferðinni ungur
maður er vænta mætti meira af
en meðal-manni ef líf og heilsa
entist. Þeir munu báðir hafa orðið
þess vísari síðar á lífsleiðinni, að
þar var maður sem var mikils
megnugur og f ús til átaka og fórn-
ar, fyrir þau málefr.i er þjóðar-
hagur krafðist og þar sem of fáir
sátu undir árum. Báðir þessir
skólagrömuðir og forystumenn
nutu óslitinnar virðingar og
vináttu Hjálmtýs alla tíð. Að
loknu námi í þessum tveim skól-
um stundaði hann ýms störf hér i
Framhald á bls. 24.