Morgunblaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1974 BANKASTRÆTI ®-14275 LAUGAVEGUR ®-21599 'Wl/M/kfu/f/Mftk Gallabuxur — Gaberdine buxur — Rúllukragabolir Rúllukragapeysur — Jakkapeysur — Tweed- peysur — O.fl o.fl. o.fl. Kennedy greiddi ekki grænan eyri Boston 30. október — AP BIFREIÐATRYGGING Edward Kennedys, öldungadeildarþing- manns, greiddi fjölskyldu Mary Jo Kopechne 140,923 dollara eftir að hún fórst er bifreið Kennedys ók fram af brú á Chappaquiddick árið 1969, að því er blaðið Boston Globe hefur eftir lögfræðingi for- eldra stúlknanna í dag. Fyrri bollaleggingar fjölmiðla hljóð- uðu upp á allt að 500.000 dollara greiðslu. Þá segir lögfræðingur- inn, að foreldrarnir hafi ekkert fengið úr vasa þingmannsins sjálfs. „Þetta er allt og sumt, sem þau fengu beint eða óbeint frá öldungadeildarþingmanninum." Boston Globe segir ennfremur, að foreldrarnir séu miður sín og reiðir vegna „eyðanna i sögu Kennedys“ af atburðinum. „Það væri gott ef einhver leysti frá skjóðunni,“ er haft eftir frú Kop- echne. 50 tunnur 1 reknetin Höfn í Hornafirði 30. október NOKKRIR reknetabátar lönduðu hér síld í morgun og var Akurey með mestan afla, 50 tunnur, hinir voru með nokkru minna. Þokka- legur afli hefur verið hjá línu- bátunum og hafa þeir fengið á 12. tonn í róðri, en róið er með rétt um 40 bjóð. Hinsvegar hefur afli trollbáta verið lélegur. Elfas. Leigia Cargolux þotu Flugleiðir H.F. hafa gert samn- ing við vöruflutningaflugfélagið Cargolux f Luxemborg um leigu — með áhöfnum — á þotu af sömu gerð og þær, er halda uppi áætlunarflugi Loftleiða. Þotan er af gerðinni DC-8 Super 63 og var hún afhent í Luxemborg s.l. föstudag. Annast hún vöruflutn- ingaCargolux milli Luxemborgar og Hong Kong fram f miðjan desember n.k. og verða farnar þrjár ferðir f viku. Fyrstu fjórar áhafnirnar, þ.e. fjórir flugstjórar, fjórir aðstoðar- flugmenn og fjórir flugvélstjórar, fóru utan á fimmtudag og föstu- dag í síðustu viku. Fór hin fyrsta langleiðina til Hong Kong, tvær til Dubai við Persafíóa, en þar fara fram áhafnaskipti, elds- neytistaka o.fl„ og hin fjórða til Luxemborgar. Tók sú við þotunni í Luxemborg við komuna þangað og lagði upp í austurförina síðla dags s.l. laugardag. Flugleiðin austur til Hong Kong er um Beirut, Dubai og Bangkok í Thailandi og er flugtíminn sam- tals allt að 17 klst. Rekstur Cargolux gengur til- tölulega vel, þótt félagið hafi ekki farið varhluta af örðugleikum vegna mikiilar hækkunar á elds- neyti — og tímabundins skorts á því. Flugliðar eru nú samtals 63, flestir Islendingar. Af þeim starfa 18 á annarri leiguþotu af gerðinni DC-8-55. I vetur verður sú þota í vöruflutningum milli Evrópu og borgarinnar Lubumbashi í Zaire í Afríku skv. sér^tökum samningi og verða flognar tvær ferðir í viku. Auk þess starfrækir Cargo- lux fimm vöruflutningavélar af gerðinni CL-44. Wilson til USA London 30. okt. Reuter. HAROLD Wilson, forsætisráð- herra Bretlands, fer fljótlega til Bandaríkjanna að eiga viðræður við Gerald Ford, forseta. Upplýsti Callaghan, utanríkisráðherra, þetta á fundi I Neðri málstofunni I dag. Ekki var tilkynnt um dag- setningu. Hann sagði, að Wilson hefði einnig Moskvuferð I huga, áður en langt um liði og Gromyko, utanríkisráðherra, hefur verið boðið að koma til Bretlands. Verkefnin eru mörg og marg- breytileg. Nú er t.d. flogið viku- lega með vörur milli Evrópu og Lagos I Nigeriu og þrisvar í viku til Lusaka í Zambiu. Og fyrir nokkru stigu flugliðar Cargolux á sovéska grund, er þeir fóru fjórar leiguferðir fyrir Air India milli Moskvu og Nýju Delhi. Fraktin var rússneskt kynbótafé — alls 1.600 sauðkindur. Sölukerfi Cargolux nær til fjar- lægra landa viða um heim og hafa dótturfyrirtæki verið stofnuð í Hong Kong og Tokyo. Sölumann eða söluskrifstofu hefur félagið og í Seoul i Suður Kóreu, Singa- pore og Bangkok. Starfsmenn eru nú rúmlega 240, þar af 100 I við- gerða- og viðhaldsdeildinni á Luxemborgarflugvelli og allt að 80 á skrifstofum félagsins. Aðal- skrifstofan er á Luxemborgar- flugvelli og þar er félagið nú að byggja stórt og mikið flugskýli, sem verður tilbúið I janúar næsta ár. Verður það 9.405 fermetrar að stærð og getur rúmað tvær stórar DC-8 þotur. Þar verður viðhalds- deildin til húsa og önnur starf- semi félagsins á annarri og þriðju hæð byggingarinnar. Cr leikritinu „Prinsessan, sem gat ekki sofnað“, sem Leikklúbbur Laxdæla ætlar að sýna f Kópavogi og á Seltjarnarnesi um helgina. Leikklúbbur Laxdæla sýnir barnaleikrit Leikklúbbur Laxdæla I Búðar- dal sýnir barnaleikritið „Prinsessan sem gat ekki sofnað“ í félagsheimilinu i Kópavogi laugardaginn 2. nóv. og félags- heimilinu á Seltjarnarnesi, sunnudaginn 3. nóv. kl. 3 s.d. Höfundur og leikstjóri er Kristján Jónsson og söngtexta- höfundur er Anna Kristjánsdótt- ir. Leikendur eru 11, og 2 hljóð- færaleikarar. Leikritið hefur fengið frábærar undirtektir i Búðardal, var það sýnt fyrir troð- fullu húsi á 17. júní. Það og Skugga Sveýin, sem var sýndur 6 sinnum í vor við mjög góðar undirtektir, voru enduræfð nú i haust og sýnd þrisvar sinnum. Leikstjóri Skugga Sveins er einn- ig Kristján Jónsson. Starfsemi Leikklúbbs Laxdæla hefur staðið með miklum blóma frá stofnun hans, sem var fyrir rúmum þrem árum. Átta verk hafa verið tekin fyrir. Aðstæða i Dalbúð er mjög góð og hefur Leikklúbburinn bætt allan sviðsútbúnað. Formað- ur er Rósa Sigtryggsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.