Morgunblaðið - 02.11.1974, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR
215. tbl. 61. árg.
LAUGARDAGUR, 2. NÓVEMBER 1974
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Heimsókn Fords
Nixon stuðningur
— að mati Dr. Johns Lundgrens
Langasandi, Kaliforníu, 1. nóv.
AP—REUTER—NTB.
GERALD Ford, forseti Banda-
ríkjanna, heimsótti fyrirrennara
sinn f embætti f dag f Memorial-
sjúkrahúsinu á Langasandi. Að
heimsókninni lokinni sagði Ford,
að Nixon væri greinilega fár-
veikur en hann virtist á batavegi
og hefði sýnt mikinn áhuga á þvf,
sem þeir töluðu um. Ford kvaðst
hafa sagt honum frá fyrirhugðu
ferðalagi sínu til Japans, Suður-
Kóreu og til Viadivostock að hitta
Leonid Brezhnev, og sömuleiðis
hefði hann sagt honum frá ferða-i
lagi og viðræðum Kissingers f
yfirstandandi ferðalagi hans í
Sovétrfkjunum og Asfu.
Ford átti sjálfur frumkvæði að
heimsókninni í sjúkrahúsið.
Hann hringdi til eiginkonu
Nixons, Patriciu, og spurðist fyrir
um það, hvort hún héldi, að
maður hennar hefði gott af slíkri
heimsókn. Hann fékk það svar,
að fátt yrði honum til meiri
upplyftingar. I sama streng tók
læknir Nixons, dr. John Lund-
gren, sem sagði, að það yrði
honum mikill stuðningur. Ford
kom til Kaliforniu til að taka þar
þátt í kosningabaráttunni fyrir
þingkosningarnar í næstu viku.
Kissinger
í íran
Teheran, Rawalpindi, Kabul,
1. nóv. AP—Reuter—NTB
HENRY A. Kissinger, utanríkis-
ráðherra Bandarfkjanna, kom til
Irans f dag f þriggja daga heim-
sókn frá Pakistan og Kabul f
Afghanistan, þar sem hann hafði
stutta viðdvöl. Viðræður hans og
Iranskeisara hófust þegar sfð-
degis og fjölluðu um ástandið f
Miðausturlöndum, olfukreppuna
og tillögur keisarans um sam-
veldi þjóðanna við Indlandshaf.
Bandarfkjastjórn hefur árangurs-
laust reynt að fá keisarann til að
faflast á lækkun olfuverðs en
Framhald á bls. 22
Fyrr í dag hafði dr. John Lund-
gren tilkynnt, að hann gerði ráð
fyrir, að næstu þrír dagar myndu
skera úr um það, hvort Nixon
næði sér eftir áföllin, sem hann
hefur orðið fyrir eftir skurðað-
gerðina á dögunum. Innvortis-
blæðingar hefðu hætt en þær
gætu tekið sig upp að nýju.
Fjöldi stuðnings- og heillaóska-
skeyta hefur borizt til sjúkrahúss-
ins síðustu daga víðsvegar að úr
heiminum, að sögn starfsmanna
forsetans, m.a. fékk hann f dag
kveðju frá íranskeisara.
„Fleygið út-----“
Þegar Ford kom til sjúkrahúss-
ins í dag tóku þar á móti honum
Patricia Nixon og dæturnar tvær,
Julia og Tricia. Úti fyrir gisti-
húsinu höfðu 200—300
manns safnazt saman. Ford stóð
við í sjúkrahúsinu í rúman hálf-
Framhald á bls. 22
Frakklandsforseti stefnir
að þríhliða olíuráðstefnu
Patricia Nixon og dætur
hennar Julia og Tricia koma
til Memorial-sjúkrahússins á
Langasandi f Kalifornfu, þar
sem Richard Nixon fyrrver-
andi Bandarfkjaforseti hefur
legið þungt haldinn sfðustu
daga.
París, Algeirsborg, Moskvu,
1. nóv. AP-Reuter NTB.
# HAFT er eftír áreiðanlegum
heimildum f Parfs, að Vafery
Giscard d’Estaing, forseti Frakk-
lands, sé f þann veginn að senda
a.m.k. fjóra háttsetta fulltrúa
sfna til ýmissa landa heims með
það fyrir augum aðhrinda f fram-
kvæmd hugmynd hans um þrf-
hliða orkumálaráðstefnu. Tii
þessa hafa einungis olfufram-
leiðslurfkin sýnt hugmynd forset-
ans áhuga, en hún gengur út á
það f aðalatriðum, að fulltrúar
10—12 þjóða frá olfuframleiðslu-
rfkjunum, iðnrfkjunum, sem telj
ast meirí háttar olfuneytendur,
og vanþróuðu rfkjunum reyni að
finna heildarlausn á olfumálun-
um.
• Jafnframt kom fram i ræðu,
sem Houari Boumedi enne, for-
seti Alsír hélt heima fyrir í dag,
að hann hefði i hyggju að bjóða
öilum olíuframleiðsluþjóðum
heims til ráðstefnu til þess að þau
gætu samræmt stefnu sína.
Kvaðst Boumedienne telja nauð-
synlegt að gera nýjar tilraunir til
lausnar olíuvandamálunum.
# Þá gerðu Rússar olíu-
kreppuna að umtalsefni í dag.
Pravda sakaði kapitalisku ríkin i
vestri um að heyja „taugastrið"
við olíuframleiðslurikin með það
fyrir augum að neyða þau til að
lækka verð á olíu. Sagði þar, að
þetta strið væri háð samkvæmt
Framhald á bls. 22
Yfírmaður argentínsku
ilögreglunnar drepinn
Buenos Aires, 1. nóv.
AP—REUTER NTB
YFIRMAÐUR argentfnsku lög-
reglunnar, Alberto Villar, var
drepinn f dag ásamt eiginkonu
sinni og tveimur manneskjum
öðrum, ónafngreindum, þegar
sprengja sprakk f skemmtibát
hans f námunda við Buenos
Aires.
Að sögn innanrfkisráðherra
Úrskurður grískra dómara:
Papadopoulos og 46
herforingiar fyrir rétt
Aþenu, 1. nóvember
AP-Reuter-NTB
SAMÞYKKT var með 85 atkvæð-
um gegn 3 á sérstökum, lokuðum
fundi 88 dómara áfrýjunarréttar-
ins f Aþenu að stefna skyldi
Georg Papadopoulosi, fyrrum ein-
ræðisherra í Grikklandi, og 46
öðrum fyrrverandi herforingjum
fyrir rétt, þar sem þeir skyldu
svara ákærum um landráð vegna
valdatökunnar árið 1967. Verði
Papadopoulos og félagar hans
sekir fundnir, eiga þeir dauða-
refsingu yfir höfði.
Ákvörðun þessa tóku dómar-
arnir eftir að hafa hlustað á
skýrslu um bráðabirgðarannsókn,
sem núverandi stjórn hefur látið
fara fram í sambandi við máls
höfðanir af hálfu ýmissa, sem
telja sig hafa sætt ofsóknum í
stjórnartíð herforingjanna.
Landráðakærurnar á hendur
herforingjunum verða sendar sér-
stökum saksóknara ríkisins, en
þar verður m.a. kveðið á um
valdarán, afnám stjórnarskrár og
laga, ólöglegar handtökur opin-
berra starfsmanna og þúsunda
andstæðinga herforingjastjórnar-
innar.
Búizt er við, að mennirnir verði
allir hafðir i varðhaldi eða fang-
elsi meðan á rannsókn málsins
stendur.
Papadopoulos og fjórir herfor-
ingjanna voru nýlega fluttir til
eyjar einnar i Eyjahafi, sakaðir
um að hafa gert samsæri um að
koma í veg fyrir kosningarnir 17.
nóvember nk. Sömuleiðis hafa
Papadopoulos og fleiri stjórnar-
menn hans verið sakaðir um að
bera siðferðilega ábyrgð á mann-
drápum i sambandi við stúdenta-
uppreisn í Grikklandi á sl. ári, en
þá féllu 18 manns fyrir kúlum
lögreglu og um þúsund manns
særðust.
Papadopoulos skoraði á æðsta
dómstól Grikklands í dag, að
ógilda útlegðarúrskurðinn, sem
yfir honum var kveðinn, og sjá
svo um, að hann fengi þegar í stað
að fara frjáls ferða sinna.
landsins, Albertos Rocomoras,
hafði sprengju verið komið fyrir f
bátnum og sprakk hún skömmu
eftir að hann lagði frá landi f
Tigre, um 30 km norðaustur af
Buenos Aires. Hugðust hjónin
nota daginn, sem var almennur
frfdagur, til skemmtisiglingar á
Parana-fljóti.
Næstráðandi Villars I lögregl-
unni, Luis Margaride, aflýsti
þegar í stað öllum leyfum lög-
regiumanna og kallaði út til
starfa 18.000 manna lið.
Villar lögregluforingi var 51 árs
að aldri. Hann var sérfræðingur i
baráttu gegn skæruliðum og var
talinn einn helzti skotspónn
vinstri sinnaðra skæruliðasveita,
sem hafa sakað hann um að beita
vinstri menn kúgun og þvingun-
araðgerðum — sérstaklega síð-
ustu mánuði þar sem ofbeldisalda
hefur gengið yfir landið með
þeim afleiðingum, að 130 manns
hafa látið lifið frá því 1. júlí sl., er
forseti landsins, Juan Peron, lézt.
Villar þjálfaði sérstakar sveitir
til starfa gegn borgarskæruliðum,
er hafa orðið æ snarari þáttur i
argentinsku lifi siðustu árin.
Hann stjórnaði m.a. „bláu sveit-
unum" svonefndu, sem fóru um á
mótorhjólum og óku þeim
miskunnarlaust inn i hópa fólks,
er safnaðist saman til andófsað-
gerða. Á eftir fylgdu jafnan bak-
liðar er börðu á fólkinu.
Villar olli hneyksli árið 1971 er
hann skaut sér leið inn I lögreglu-
stöð í Cordoba og lagði þar hald á
bréf, þar sem óbreyttur borgari
hafði formælt lögreglunni fyrir
Framhald á bls. 22
Karpov—Korchnoi:
Jafntefli
í 18. skák
AP—REUTER—NTB.
SOVÉZKU stórmeistararnir
Anatoli Karpov og Victor Korc-
hnoi sömdu um jafntefli i 18.
skák sinni í dag eftir 42 leiki.
Þar með hefur Karpov enn for-
ystuna 3—0. Eftir eru þá sex
skákir i keppni þeirra um hvor
eigi að skora á heimsmeistarann,
Bobby Fischer.
Haig yfir
her USA
í Evrópu
Stuttgart, 1. nóvember.
Reuter. AP.
ALEXANDER M. Haig hers-
höfðingi, áður starfsmanna-
stjóri Hvfta hússins, tók form-
lega f dag við starfi yfirmanns
bandarfska herliðsins f
Evrópu.
Haig tekur við af Andrew J.
Goodpaster hershöfðingja,
sem hefur gegnt starfinu í
fimm ár. 15. desember tekur
Haig við starfi Goodpasters
sem yfirmaður herliðs NATO.
Goodpaster mætti ekki við
athöfnina þegar Haig tók við
starfi hans f Heidelberg þótt
það sé venja og var sagður
„einhvers staðar” f aðalstöðv-
um NATO f Brússel.
Skipun Haigs hefur verið
gagnrýnd vegna náins sam-
starfs hans við Nixon fv. for-
seta. Herforingjar eru Ifka
óánægðir vegna þess, að Haig
var aðeins ofursti áður en
hann hóf störf f Hvfta húsinu.