Morgunblaðið - 02.11.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1974 Fa AIAlt', ® 22*0-22* RAUDARÁRSTIG 31 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL W 21190 21188 LOFTLEIÐIR HVAD GAMALL TEMUR UNGUR § SAMVINNltBANKINN il Æbílaleigan '&IEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIONEEJR ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI Ferðabílar hf. Bílaleiga S 81260. 5 manna Citroen G.S. fólks- og stationbllar 1 1 manna Chevrolet 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðabllar (með bllstjórn). SKIMAIlÍCíCBÐ KIKISINS M/s Hekla fer frá Reykjavlk um miðja nœstu viku austur um land til Akureyrar og snýr þar við austur um til Reykjavikur með viðkomu á Norður- og Austurlandshöfnum. Vörumóttaka: mánudag og til há- degis á þriðjudag. RYSUNGE H0JSKOLE 5856 RYSLINCE. FYN TELEFON (09) 6710J0. Nýr og endurbyggður. Margar greinar, t.d. bókm., félagsfr., uppeldisfr. sálarfr, tungum., staerðfr., eðlis- og efnafr., kvikmyndun, heimspeki. Aukafög: leikrit, tónlist, leikfimi. Aðrar greinar eru valgreinár, Sendum bækling Hjartanlegar þakkir færi ég öll- um vinum og vandamönnum fjær og nær fyrir auðsýnda vin- semd á 85 ára afmæli mlnu. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Teitsdóttir, Árnesi, Skagaströnd. Aukið sjálfsforræði sveitarfélaga Blaðlð Siglfirðingur, mál- gagn siglfirzkra sjálfstæðis- tnanna, ræðir f leiðara um auk- ið sjðlfsforræði sveitarfélaga. Fjallað er um þrjár leiðir f þvf efni, sem efst eru á baugi. Blað- ið segir: „Fyrsta atriðið, það að færa rfkisstofnanir út um land, get- ur varla talist raunhæft. Það er tvfmælalaust stðrt spor aftur á bak frð sjðnarmiði sveitar- stjðrnarmanna að þurfa að ferðast hringinn f kring um landið til að leita fyrirgreiðslu einstakra rfkisstofnana, f stað þess að geta f elnni ferð ti) Reykjavfkur rekið mörg erindi samtfmis. Auk þess er fullvfst, að slfkt fyrirkomulag yrði mun dýrara og þyngra f vöfum en núverandi kerfi. önnur hugmyndin, stðrlega aukið valdsvið lanshlutasam- taka sveitarfélaga, án raun- verulega auklns ákvörðunar- valds hinna einstöku byggðar- laga, verður einnig að teljast hæpin. Með þvf væri komið á fðt valdamiklum millilið milli rfkis og sveitarfélaga, og vand- séð, hvort einstök sveitarfélög ættu von á betri fyrirgreiðslu hjá embættismönnum þessa milliliðs en beint frá rfkisvald- inu sjálfu. Auk þess sem kostir staðþekkingar mundu ekki nýt- ast til fulls með þessu fyrlr- komulagi. Slfkt fyrirkomulag leiðir og til sðrlega aukinnar skriffinnsku, sem nðg er fyrir. Þriðja leiðin Þriðja leiðin, að auka sjálfs- forræði hvers sveitarfélags fyr- ir sig, hefur marga kosti, og er sú eina þessara hygmynda, sem getur talist raunhæf. 1 fyrsta lagi er aukið sjálfsforræði sveitarfélaganna eina raun- hæfa lelðin til að draga úr hinu geigvænlega skriffinskubákni, sem fslenska rfkið er orðið, ásamt með þvf að dregið yrði úr ýmsum afskiptum hins opin- bera af atvinnuvegum lands- manna. 1 öðru lagi nýtast kostir staðþekkingar þeim mun betur sem hin einstöku byggðarlög eru sjálfráðari gerða sinna. En það þýðir minni mistök f fram- kvæmdum og hagnýtari og skynsamlegri vinnubrögð að öðru jöfnu. 1 þriðja lagi miðar aukið sjálfsforræði sveitar- félaga að valddreifingu f þeim skilningi. að áhrifamáttur hlns almenna borgara á stjórn kerfið eykst, og hann verður þar af leiðandi áhugasamari og jákvæðari f allri umræðu og athöfn viðkomandi ýmsum vandamálum stjórnskipulegs og framkvæmdalegs eölis. Eins og kunnugt er, er vald- dreifing eln höfuð undirstaða sjálfstæðisstefnunnar, og mun SJálfstæðisflokkurlnn þvf að sjálfsögðu beita sér fyrir raun- hæfri lagfæringu þessara mála f átt til aukins sjálfsforræðis sveitarfélaga f samstjórn sinni mcð Framsóknarflokknum. Og þó framsóknarmenn virtust heldur fylgjandi auknu mið- stjórnarvaldi i samstjórn sinni með kommúnistum, þá virðist f raun og veru ekkert það f upp- byggingu eöa stefnuskrá flokksins, sem gæti staöið f vegi fyrir þvf, aö framsóknarmenn styðji sveitarstjórnarmenn f baráttu þeirra fyrir auknu sjálfsforræði sinna heima- byggða. —“ Fjárhagslegt sjálfstæði Þessi skrif eru þörf hug- vekja, sem erindi á til allra. En sjálfsforræði sveitarfélaga verður svo bezt tryggt, að þau fái tekjustofna til að mæta eðli- legum útgjöldum sfnum, en á það skortlr verulega. Hafnar- sjóðir og þjónustustofnanir sveitarfélaga þurfa og að fá raunhæfan rekstrargrundvöll, f stað þess að vera þungir fjár- hagslegir baggar á sveltarsjóð- unum. Verka- og tekjuskiptin rfkis og sveitarfélaga verður þvf eitt helzta endurskoðunar- atriðið, er staða sveitarfélag- anna verður treyst og efld. 1 stefnuyfirlýsingu núverandi rfkisstjórnar segir skýrt og skorinort: „Sveitarfélögum séu falin aukin verkefni og fjár- hagslegur grundvöllur þeirra endurskoðaður til þess að tryggja sjálfstæði þeirra og framkvæmdagctu." Arnþór Helgason: Nokkurorð um Islandsvin EINS og kunnugt er opnuðu Kínverjar sendiráð hér f borg vorió 1972, er nokkrir sendi- menn kfnverska alþýðulýöveld- isins komu hingaö, en þá var tæpt ár liðið frá því, er undir- ritaöur var samningur um gagnkvæm skipti á sendiherr- um milli rfkisstjórnar tslands og þeirrar kínversku. Forystu fyrir sendisveit Kfn- verja hafði maöur nokkur aö nafni Lin Hwa. Alþekkt er, hversu almennri hylii kfnversku sendiráösstarfs- mennirnir náðu og hafa náö meðal fslenzkrar alþýöu meö ljúfmannlegri og falslausri framkomu sinni í garö allra, jafnt hárra sem lágra. Þvf er min nzt á þetta hér aö bor izt hafa fregnir um það, að áöur nefndur Lin Hwa hafi nú horfið héöan af landi á brott fyrir fullt og allt og tekið við annarri stöðu hjá kfnverska utanríkisráöuneytinu. Þaö get- ur varla talizt undarlegt, þótt um þessi stööuskipti fréttist, þvf aö verðleikar manna afla þeim aukinnar virðingar og ábyrgðar, þegar þeir eru fyrir hendi í jafnríkum mæli og hjá Lin Hwa. Með ljúfmannlegri fram- komu sinni heillaöi hann hvern þann, sem honum kynntist og nærfæriö oröalag hans f garö þeirra, sem áttu á einhvern hátt örðugt og áhugi hans á aö bæta hag þeirra með öllu móti, leiddi til þess, aö mönnum þótti vænt um hann. Sá, sem þessi oró ritar, varö þeirrar gæfu aónjótandi aó kynnast Lin Hwa mjög náiö og þykist þess fullviss, að íslenzka þjóóin muni eiga sér góóan mál- svara meðal Kínverja, þar sem hanner. Kína er enn þá mjög f jarlægt land okkur Islendingum og því hljóta vinir Lin Hwa hér á ls- landi að finna til nokkurs sakn- aðar, er þeir heyra um stööu- breytingu hans, en um leið hljóta þeir aó gleðjast yfir þeim viröingarauka, sem honum hef- irfalliö f skaut. ViÓ getum einnig glatt okkur yfir því, aó við, þessi smáþjóó í norórinu, skulum hafa orðió þess heiðurs aónjótandi, aó stórveldiö Kína sendi annan eins afbragósmann hingaó og Lin Hwa er. Lin Hwa er verðug- ur fulltrúi þjóöar sinnar er- lendis. Hann er maóur fjöl- menntaður og fjölfróður og gagnkunnugur er hann oróinn fslenzkum aóstæöum, enda gáfur hans og eftirtekt með slfkum eindæmum, aó slfks finnast ekki oft merki. Hann þurfti ekki nema aó hitta mann einu sinni á förnum vegi til þess að geta síðar sagt, hvar fundum þeirra hefói borió sam- an. Hann minnir mest á sögu- sagnir þær, sem ganga af þvf, hversu mannglöggur Þórarinn heitinn Björnsson, skólameist- ari, var. Lin Hwa, fyrsta sendiráósrit- ara við kfnverska sendiráðió hér f borg, sem nú hefir hlotn- azt ný staöa, fylgja héöan ein- lægar vinakveöjur þeirra, sem kynntust honum. Þeir, sem halda þvf fram, aö kenningar Maos formanns hafi afleitt kfn- versku þjóóina og gert hana að lftt siðuðu villifólki, ættu að kynnast mönnum eins og Lin Hwa. Auósjáanlegt var, að hann mat leiðtoga sinn aö verðleik- um og útskýringar hans á eóli átrúnaðar kfnversku þjóöarinn- ar á Hugsun Maos formanns leiddu til þess, að andstæóingar Maos fylltust djúpri viröingu fyrir leiötoganum mikla. Utanrfkisþjónustu hverrar þjóðar væri heióur af öðrum eins starfsmanni og Lin Hwa. Lifi samstarf og vinátta kfn- verzku og fslenzku þjóðarinnar. Ferming Fermingarbörn f Hallgrfms- kirkju sunnudaglnn 3. nóv. kl. 11 árd. Prestur sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Ása Þorkelsdóttir, Bergþórugötu 18, Ragnhildur Hjartardóttir, Fjölnisvegi 1, Heióar Hálfdán Bjarnason, Leifsgötu 8, Jón AÓalsteinn Gestsson, Alfahólar 6, Magnús Magnússon, Grettisgötu 92. Ferming f Garðakirkju sunnu- daginn 3. nóv. kl. 2 sfód. Ingibjörg Olafsdóttir, Laufási 4, Rut Sigurðardóttir, Blikanesi 14, Arnar Bragason, Hlíóarbyggó 12. Messur á morgun Kársnesprestakall. Barnaguós- þjónusta f Kársnesskóla kl. 11 árd. Guósþjónusta f Kópavogs- kirkju kl. 11. Sr. Grfmur Gríms- son. Digranesprestakall. Barnaguös- þjónusta kl. 11 árd. Guösþjón- usta f Kópavogskirkju kl. 2 síðd. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. Gaulverjabæjarkirkja. Kirkju- dagur safnaðarins. Guósþjón- usta kl. 2 sfðd. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson skólaprestur prédikar. Ungt fólk aóstoóar og syngur vió guósþjónustuna Sóknarprestur. Stokkseyrarklrkja. Barnaguös þjónusta kl. 10.30 árd. Sóknar prestur. Arbæjarprestakall. Barnasam koma í Árbæjarskóla kl. 10.30. Guösþjónusta í skólanum kl. 2 sföd. Æskuiýðsfélagsfundur á sama staö kl. 20.30, Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Jfáteigskirkja. Lesmessa kl. 9.30 árd. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Arngrfmur Jónsson. Messa kl. 2 sfðd. Sr. Jón Þor- varósson. Frfkirkjan f Reykjavfk. Barna- samkoma kl. 10.30 árd. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2 sfód. Sr. Þorsteinn Björnsson. Neskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Sr. Jóhann S. Hlíöar. Guósþjónusta kl. 2 sfód. Sr. Frank M. Halldórsson. Félagsheimilió Seltjarnarnesi Barnasamkoma kl. 10.30 árd Sr. Frank M. Halldórsson. Dómkirkjan. Messa kl. 11 árd Sr. Óskar J. Þorláksson dóm prófastur. Allra sálna messa kl 2. Sr. Þórir Stephensen. Barna samkoma kl. 10.30 í Vestur bæjarskólanum vió Öldueötu Sr. Þórir Stephensen. Hallgrfmskirkja. Fermingar guósþjónusta kl. 11 árd. Sr Ragnar Fjálar Lárusson. Messa kl. 2 sfðd. Ræðuefni: Endur fundir eftir dauöann. Dr. Jakob Jónsson. Langholtsprestakall. Barna- samkoma kl. 10.30 árd. Guðs- þjónusta kl. 2 sfód. Sr. Arelíus Níelsson. Óskastundin kl. 4 síðd. Sr. Siguróur Haukur Guðjónsson. Hafnarfjarðarkirkja Barnasam koma kl. 11 árd. Sr. Bragi Bene- diktsson. Ffladelffa f Reykjavfk. Sunnu- dagaskóli kl. 10.30 árd. Safnaó- arsamkoma kl. 2 sfðd. Almenn guösþjónusta kl. 8 síðd. Grensássókn. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guósþjónusta kl. 2 síód. Sr. Halldór S. Gröndal. Dómklrkja Krists konungs, Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lág- messa kl. 2 sfðd. Bústaðaklrkja. Barnasamkoma kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Róbert Jack prédikar. Sr. Ólafur Skúlason. Frfkirkjan, Hafnarfirði. Barna- samkoma kl. 10.30 árd. Guös- þjónusta kl. 2 sfód. Sr. GuÖ- mundur Óskar Ólafsson. Garðakirkja. Barnasamkoma kl. 11 í skólanum. Messa kl. 2 sfðd. Ferming, altarisganga. Sr. Bragi FriÓriksson. Utskálakirkja, Messa kl. 2 sföd. Sr. Guömundur Guðmundsson. Lágafellskirkja. Barnaguðs- þjónusta kl. 2 sfód. Sr. Bjarni Sigurðsson. Breiöholtsprestakall. Messa f Breiðholtsskóla kl. 2 sfód. Barnaguósþjónusta kl. 10.30 árd. Sr. Lárus Halldórsson. Keflavfkurkirkja. Messa kl. 2 sfód. (á öllum stööum allra heilagra messa, látinna minnzt). Björn Jónsson. Ytri-Njarðvfkursókn. Messa kl. 3.30 sfód. Allra heilagra messa, látinna minnzt). Sr. Björn Jóns- son. Innri-NJarðvfkurkirkja. Messa kl. 5 sfód (Allra heilagra messa látinna minnzt). Sr. Björn Jóns- son. Við guósþjónusturnar í Njaróvfkunum verður tekið á móti framlögum til Hallgrfms- kirkju f Reykjavfk. Asprestakall. Barnasamkoma kl. 11 f Laugarásbfói. Messa kl. 1.30 á sama staó. Sr. Grfmur Grímsson. Heimatrúboðið. Sunnudaga- skólinn að Óðinsgötu 6A er kl. 2 sfðd. Kirkja Jesú Krists af seinni- daga heilögum (Mormónar). Al- menn samkoma kl. 2 síöd. að Fálkagötu 17 fjóröu hæð til vinstri. David Payne.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.