Morgunblaðið - 02.11.1974, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÖVEMBER 1974
IÞROTTAFRETnR MORGUiyBLAOSINS
Kvennalands-
leikur í
Færeyjum
íslenzka kvennalandslið-
ið í handknattleik heldur
til Færeyja í dag, en þar
mun það leika landsleik á
morgun. Er þetta 31. lands-
leikur íslenzkra handknatt-
leikskvenna, en jafnframt
fyrsti landsleikur þeirra
við Færeyinga. Af leikjun-
um 30 hafa íslenzku stúlk-
urnar unnið 8, 2 hafa orðið
jafntefli og 20 hafa tapazt.
Landsliðsnefnd kvenna er nú
skipuð þeim Guðmundi Fr. Sig-
urðssyni, Svönu Jörgensdóttur,
Gunnari Kjartanssyni, Kristjáni
Erni Ingibergssyni og Þórði Sig-
urðssyni, en þjálfari liðsins er
Sigurbergur Sigsteinsson, sem
verið hefur þjálfari kvennaliðs
Fram og náð mjög góðum árangri
með liðið. Fararstjórar stúlkn-
anna í Færeyjaferðinni verða
Guðmundur Fr. Sigurðsson og
Svana Jörgensdóttir.
íslenzka kvennalandsliðið sem
leikur I Færeyjum er þannig skip-
að: (Tala landsleikja í svigum)
Gyða Úlfarsdóttir, FH (0)
Jónína Kristjánsdóttir, KR (0)
Alda Helgadóttir, UBK (2)
Arnþrúður Karlsdóttir, Fram (8)
Bergþóra Ásmundsd., Fram (0)
Björg Jónsdóttir, Val (0)
Hansína Melsted, KR (11)
Erla B. Sverrisd., Ármanni (5)
Guðbjörg Jónsdóttir, ÍBK (0)
Guðrún Sigurþórsd., Ármanni (5)
Hjálmfríður Jóhannsdóttir,
KR (0)
Hrefna B. Bjarnadóttir, Val (0)
Oddný Sigsteinsdóttir, Fram (3)
Svanhvít Magnúsdóttir, FH (0)
Svo sem sjá má af upptalning-
unni hafa átta stúlknanna ekki
leikið landsleik fyrr. Sumar
þeirra hafa þó leikið unglinga-
landsleiki, fleiri eða færri, og þvf
orðnar nokkuð leikreyndar.
Björgvin Björgvinsson — leikur nú aftur með landsliðinu, og er ekki
að efa að hann mun styrkja það mikið.
Níu leikmenn úr Kyndli
í færeyska landsliðinu
NIU leikmenn af fimmtán í færeyska
landsliðinu í handknattleik, sem
mætir íslendingum í landsleik i
Laugardalshöllinni á morgun. leika
með sama félagi í Færeyjum; Kyndli,
en félag þetta hefur verið Færeyjar-
meistari í handknattleik undanfarin
ár og tekið a.m.k. tvivegis þátt i
Evrópubikarkeppninni. í ár lék
Kyndill i fyrstu umferð við dönsku
meistarana Arhus KFUM, og tapaði
báðum leikjunum með nokkrum
mun. Frammistaða liðsins var hins
vegar miklu betri i fyrra, en þá máttu
norsku meistararnir þakka fyrir sigur
i leik sinum við Færeyingana.
Handknattleikur er mjög vinsæl
íþróttagrein í Færeyjum og vitað er að
leikmenn landsliðsins eru í mikilli
framför. Það er því full ástæða til þess
að vara við óhóflegri bjartsýni um að
þeir verði auðveldir andstæðingar í
leiknum á morgum. Slíkt hefur oft
orðið liðum að falli. Islenzku landsliðs-
mennirnir verða að ganga ákveðnir til
leiks — enginn leikur er unninn fyrir-
fram, og það ber einnig að lita til þess
að nokkuð önnur viðhoif gilda með
þennan leik en aðra landsleiki við Fær-
eyinga. Þeir hafa ekki verið taldir
gildir, þar sem Færeyingar áttu ekki
aðild að Alþjóðasambandi handknatt-
leiksiþróttarinnar. Nú hafa þeir hins
vegar öðlast hana og landsleikurinn á
morgun verður skráður sem slikur.
Færeyingar hafa til þessa leikið níu
„landsleiki" í handknattleik, en leikur-
inn á morgun verður þó sá fyrsti sem
fæst skráður. Af þessum níu leikjum
eru fimm við íslendinga þar af hefur
einn farið fram hérlendis. Úrslit í
leikjum Færeyinga hafa verið sem hér
segir:
18.7. 1 964:
Færeyjar — Island 1 7—26 (1 3— 1 2)
24.7 1 968:
Færeyjar—ísland 17—27 ( 8—11)
10.7 1 970:
ísland— Færeyjar 29—1 1 (1 1— 5)
25.7. 1 970:
Færeyjar—ísland 14—29 ( 6—11)
26.7. 1 970:
Færeyjar—ísland 16— 32 ( 9—16)
7.4. 1971.
Færeyjar—Danmörk 8—24
( 5—14)
18 1. 1 972:
Danmörk — Færeyjar 26—12
(13—5 1.4. 1973:
Finnland — Færeyjar 1 7—14 (8—8)
3.4 1973:
Noregur Ul. — Færeyjar 17—15
(10—10)
Af þessum tölum má sjá að Islend-
ingar hafa jafnan unnið leiki sina við
Færeyjar, en ekki hefur verið leikið
siðan 1970. Athyglisverð eru
úrslitin i leik Finnlands og Fær-
eyja, sem fram fór í Finnlandi í
fyrra, en þeim leik töpuðu Fær-
eyingar aðeins með 3 marka mun,
eftir jafntefli i hálfleik Að vísu má ætla
að íslenzkir handknattleiksmenn séu
betri en finnskir, en því má þó ekki
gleyma að íslendingum hefur enn ekki
tekizt að vinna Finna i landsleik i
handknattleik.
BerÍA
vel
söguna
Nýlega birtu tvö ensk blöð
viðtöl við George Kirby, þann er
þjálfaði Akranesliðið 1 sumar, og
f viðtölum þessum ber hann
Akurnesingum og raunar Islandi
mjög gðða sögu. — Það er stór-
kostlegt að vera á íslandi, sagði
hann, — fólk gerir sér örugglega
ekki grein fyrir því hversu gott
land þetta er. Veðrið var gott,
fólkið dásamlegt. Allt gekk f hag-
inn fyrir mig og f jölskyldu mína.
Þetta var stórkostlegt. En það er
alltaf gott að vera kominn heim,
bætti Kirby svo við.
1 viðtölunum er getið ýtarlega
um árangur Kirbys með Akranes-
liðið. Að það hafi ekki tapað leik í
Islandsmótinu, en hins vegar tap-
að úrslitaleik bikarkeppninnar:
1:4. — Sá úrslitaleikur dróst mjög
á langinn vegna þess að jafntefli
urðu í undankeppninni og þörf
var á aukaleik. Okkar lið fékk
ekki leik i tvær vikur, og það var
aðalskýringin á því hvernig fór.
Kirby segir, að það hafi komið
sér mjög á óvart hversu mikil
aðsókn var að leikjunum á ís-
landi. — Á Akranesi eru íbúar
aðeins 4.200 talsins, sagði hann,
— en á heimaleiki okkar komu
1.500 til 1.800 manns. — Mér var
sagt, þegar ég kom, að ef við
töpuðum myndi áhorfendum stór-
lega fækka, og það kom fljótlega í
ljós hver ástæðan myndi vera.
Fólkið tók nefnilega þátt i knatt-
spyrnunni af lífi og sál og stóð
mjög þétt saman um liðið. Það var
þvi ekki aðeins liðið, sem hefði
tapað leik, heldur einnig íbúar
Akraness.
George Kirby á nú í málaferlum
við lið það í Englandi, sem hann
var framkvæmdastjóri hjá, Wat-
fort, og segir í viðtölunum, að
hann muni ekki taka að sér lið
Framhald á bls. 22
Unglingarnir æf a
fyrir Polar Cup
Unglingalandsliðsnefnd Körfu-
knattleikssambandsins hefur val-
ið 13 leikmenn til áframhaldandi
æfinga með Norðurlandamótið
sem fyrsta áfanga. 10 þessara
pilta munu síðan skipa liðið sem
leikur þar fyrir islands hönd, en
mótið verður f Svfþjóð í byrjun
næsta árs. Leikmennirnir eru
þessir:
Clarenc Glad Ármanni
Símon Ölafsson Ármanni
Guósteinn Ingimarsson Ármanni
Björn Magnússon Ármanni
Arngrímur Thorlacius Ármanni
Pétur Guðmundsson Val
Þorvaldur Kröyer Val
Ríkharður Hrafnkelsson Val
Björn Skúlason Í.B.K.
Sigurbergur Bjarnason ÍR
Erlendur Magnússon ÍR
Jónas Ketilsson Fram
Óskar Bjarnason U.B.K.
Unglingalandsliðsnefnd skipa
þeir Gunnar Gunnarsson og Krist-
inn Stefánsson. Flestir piltanna
sem valdir voru leika með m.fl. í
sínum félögum og eru sumir í
fremstu röð.
Einn piltanna, Guðsteinn Ingi-
marsson, stundar nám í Banda-
ríkjunum í vetur og æfir þar og
leikur með liði Luther College
undir handleiðslu Kent Finnang-
er. í liðinu eru tveir hávöxnustu
körfuknattleiksmenn okkar, þeir
Símon Ólafsson (199 cm) og Pét-
ur Guðmundsson (212 cm).
Landsliðin á morgun:
ÍSLAND - FÆREYJAR
Landslið Íslands og Færeyja sem leika í Laugardalshöllinni kl. 16.00 á morgun verða þannig
skipuð:
ÍSLAND: FÆREYJAR:
Nr. 1 Hjalti Einarsson, FH Nr. 1. Finn Bærentsen, Kyndli
Nr. 12 Gunnar Einarsson, Haukum Nr. 12. Bjarni Samuelsen, Neistin
Nr. 2 Pétur Jóhannesson, Fram Nr. 2 Joan P. Midjord, Kyndli
Nr. 4 Viðar Sfmonarson, FH Nr. 3 Finnur Helmsdal, Kyndli
Nr. 7 Ólaf ur H. Jónsson, Val Nr. 4 Sverri Jacobsen, Kyndli
Nr. 8 Jón H. Karlsson, Val Nr. 5 Kari Mortensen, Efterslægten
Nr. 10 Pálmi Pálmason, Fram Nr. 6 Palli Askham, Kyndli
Nr. 13 Gunnar Einarsson, FH Nr. 10 Jogvan M. Mörk, Neistin
Nr. 5 Viggó Sigurðsson, Vfkingi Nr. 11 Niels Nattestad, Kyndli
Nr. 6 Björgvin Björgvinsson, Fram Nr. 13 Hanus Joensen, Kyndli
Nr. 9 Brynjólfur Markússon, ÍR Nr. 14 Hilmar Joensen, Kyndli
Nr. 3 Stefán Halldórsson, Vfkingi Nr. 15 Anfinn R. Nielsen, Kyndli
Þjálfari: Birgir Björnsson Þjálfari: Torbjörn Mikkelsen
Liðsstjóri: Páll Jónsson Fararstjóri: Sverri Trond-Hansen