Morgunblaðið - 02.11.1974, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1974
20
Utgjöld sem hlutfall af þjóðarframleiðslu:
Verða 28,7% í
stað29,l%
Samkvæmt niðurstöðutölum
fjárlaga má búast við, að ríkisút-
gjöld verði 28,7% af þjóðarfram-
leiðslu næsta árs í stað 29,1% á
þessu ári, þegar mikilvægustu
efnahagsráðstafanir, sem gerðar
hafa verið, eru metnar á árs-
grundvelli.
Gert er ráð fyrir, að útgjöld
rikisins verði 37 milljarðar
króna á þessu ári, en niðurstöður
fjárlaga 1974 hljóðuðu upp á 29,4
milljarða króna. Utgjöld rfkisins
fara því 7600 milljónum króna
fram úr ákvörðun fjárlaga. Þær
sérstöku efnahagsráðstafanir,
sem gerðar hafa verið á þessu ári,
hafa aðeins gilt hluta ársins. Ef
reiknað er með áhrifum ráð-
stafana í tryggingamálum, launa-
málum og niðurgreiðslum á árs-
grundvelli, yrðu heildarútgjöld
ríkisins 39 milljarðar króna á
þessu ári eða 29,1% af áætlaðri
þjóðarframleiðslu.
Þeir 44,7 milljarðar, sem fjár-
lagafrumvarpið fyrir árið 1975
gerir ráð fyrir eru á hinn bóginn
28,7% áætlaðrar þjóðarfram-
leiðslu á næsta ári. Af þessu sést,
að fjárlagafrumvarpið gerir ráð
fyrir, að spornað verði gegn frek-
ari útþenslu rfkisbúskapsins mið-
að við önnur svið efnahagsstarf
seminnar.
Skipting ríkisútgjalda
eftir hagrœnu eðli
Millj. kr.
16.820,7
28.391,5
Uppbæturá útfluttar
landbúnaðarvörur ........................................ 716,0
Til almannatryKninga ..................................13.215,2
Aórar tilfærslur ...................................... 2.930,5
Fjármagnstilfærslur ................................... 7.861,8
Millj. kr.:
Kaup á vörum þjónustu .............................................
Samneysla 13.388,5
FjárfeslinK .................................... 3 432,2
Tilfærslur ..............................................
Neyslu- og rekstrai tslfærslur ........................... 20.529,7
NiðurKreióslur 3.668,0
Samtals 45.212,2
Hvernig skiptast tryggingabœturnar?
Framlög til almannatrygginga
nema nú 13,2 milljörðum króna
eða 30,7% rfkisútgjalda. Mestur
hluti hækkunarinnar á fjárlaga-
frumvarpi 1975 miðað við fjárlög
1974 fer til tryggingamálanna eða
21%. 1 athugasemdum með fjár-
lagafrumvarpinu segir svo um
Tryggingastofnun rfkisins:
„Framlög til almannatrygging-
anna undir þessum lið renna til
lífeyristrygginga, slysatrygginga
og sjúkratrygginga. Samtals
hækka þessi framlög um 3.575.640
þús. kr. frá f járlögum 1974, þar af
lífeyristryggingar 1.598.600 þús.
kr., slysatryggingar 166.500 þús.
kr. og sjúkratryggingar 1.810.540
þús. kr. Af þessari heildarhækk-
un nemur hækkun lffeyristrygg-
ingagjalds atvinnurekenda
188.200 þús. kr. og hækkun slysa-
tryggingagjalds sömu aðila
Lífeyristryggingar
KjarlöK 1974 Fru invarp 197á
Ellililcyrir . 2 522,1 3 573,2 1 051,1
Örorkulíi'eyrir 704,1 904,4 140,3
Örorkubælur 180,4 231,2 50Í8
Barnalíleyrir 189,4 318,3 128,9
Mæðralaun 100,4 205,9 45,5
Kícðingarslyrkur 107,5 139,5 32,0
hkkjubætur og liícyrir 115,8 203,9 88,1
4 039,7 p 576,4 1 536,7
Kjölskvldiibælur 855,9 870,0 14,1
4 895,0 6 446,4 1 550,8
kostnaður 04,8 85,3 20,5
Til varasjóðs 98,5 125,8 27,3
5 058,9 6 657,5 1 598,6
Þar af liluli alviniiurckcnda 560,0 754,2 188,2
Hluli ríkissjóð . 4 492,9 5 903,3 1410,4
Á þessu yfirliti er sýnd áætlun samanburður við fjárlög 1974, í
um heildarkostnað lffeyris- millj. kr.
trygginga árið 1975 og jafnframt
Hlutfallsleg skipt-
ing ríkistekna
Heinir skjittar.............................................
Persónuskntlnr ................................................. 2.0
Kignnrskattar ................................................. t.O
Tekjuskattar 14.8
(*)bei nir skattar..........................................
Gjöld af innflutningi ........................................ 26.8
Gjöld af framleiðslu ........................................... 1,1
Gjöld af selduni vöruni og þjónustu .......................... 48,0
Aðrir óbeinir skattar .......................................... 4,5
Arðgreiðslur frá fyrirtækjum og sjóðum í B-hluta
Ýmsar tekjur ....................................
80. t
0,3
0,6
Samtals
100.0
166.500 þús. kr., þannig að eigin-
legt framlag ríkissjóðs hækkar
um 3.220.940 þús. kr. Af hækkun
framlags til lífeyristrygginga eru
14.100 þús. kr. vegna fjölskyldu-
bóta. Við þann samanburð er
tvenns að gæta. 1 fyrsta lagi voru
fjölskyldubætur vanáætlaðar í
fjárlögum 1974 um 210.000 þús.
kr., eins og getið hefur verið. I
öðru lagi eru bætur á hvert barn
miðaðar við 20.000 kr. fram til 1.
júní 1975 í samræmi við bráða-
birgðalögin frá 24. september s.l.,
en frá þeim tíma og út árið við
15.000 kr. á hvert barn, eins og
getið er um í athugasemdum við
liðinn til ráðstafana í kjara- og
verðlagsmálum.
Frá þvf að fjárlög 1974 voru
samþykkt hafa verið gerðar ráð-
stafanir, sem áhrif hafa á framlög
til almannatrygginganna, eða sem
hér segir: Almennar bætur líf-
eyristrygginga voru hækkaðar til
samræmis við verðlags- og launa-
hækkanir um 25% 1. apríl og með
lögum nr. 62 frá 21. maf 1974 voru
felldar niður fjölskyldubætur
með fyrsta barni hjá þeim fram-
færendum, er höfðu yfir 700 þús.
kr. tekjur á næstliðnu ári, ef börn
á framfæri eru fimm eða færri.
Þá voru bætur lífeyristrygginga
hækkaðar um 6% og tekju-
tryggingarviðmiðun um 10% með
bráðabirgðalögum f september
1974 svo og fjölskyldubætur úr
kr. 15.000 í kr. 20.000 með hverju
barni. Utgjöld sjúkratrygging-
anna munu á hinn bóginn aukast
vegna laga nr. 62/1974, einkum
vegna ákvæða um greiðslu
kostnaðar af vissum tannlæknis-
aðgerðum af sjúkratryggingum
og einnig röntgenmynda- og lyfja-
kostnaðar. Nákvæm áætlun um
útgjaldaauka af þessum sökum er
ekki fyrir hendi, en gert var ráð
fyrir, að þar yrði á jöfnuður við
sparnað á fjölskyldubótum. Þá
voru daggjöld á sjúkrahúsum
hækkuð frá ársbyrjun, f maf og
enn í september. Lífeyris- og
slysatryggingaiðgjöld atvinnurek-
enda voru hækkuð í ársbyrjun
umfram fjárlagaáætlun.“
Sjúkratryggingar
i'júrlÖK lí>74 Kruinvui|) 1 I97á Hækkun
Yislgjöld á sjiikrahiisiiiu og liæliun . . 3 742 5 050 1 308
I.æknislijálp 329 428 99
Lyf 444 562 118
140 352 212
Ýinis sjiikrakostnaður 223 424 201
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður . .. 79 153 74
Til varasjóðs 22 36 14
Framlag og útgjaldahluti ríkissjóðs: 4 979 7 005 2 026
Innstæða i órsbyrjun . ~ 837 -í- 1 025 188
l'tgjaldabluli . 4 576 6 487 1 911
Framlag . 4 388 6 198 1 810
-t- 1 314 289
Á þessu yfirliti er sýnd áætlun um kostnað við sjúkratryggingar buróur kr. við fjárlög 1974, í millj.
árið 1975 og jafnframt saman-
Kjara- og verðlagsmál:
500millj. kr.
til ráðstöfunar
Sérstakur liður er í fjárlaga-
frumvarpinu að upphæð 500
milljónir króna. Er þar um að
ræða fjármuni, sem áætlað er
fyrir til ráðstafana í kjara- og
verðlagsmálum, eftir því sem
ástæða þykir til eins og segir í
athugasemdum með frumvarp-
inu.
í kjölfar bráðabirgðalaga um
launajöfnunarbætur, sem sett
voru í september, voru þær auka-
niðurgreiðslur, sem ákveðnar
voru í maí sl., lækkaðar um 25%.
Fyrirhugað var að lækka þær um
50%, en frá því var horfið, eftir
viðræður ríkisstjórnarinnar og
launþegasamtakanna. í athuga-
semdum við fjárlagafrumvarpið
kemur fram, að ráðgert er að
lækka þessar niðurgreiðslur um
fjórðung 1. júní 1975, en áætlað
er það geri 350 millj. kr. til ára-
móta. Jafnframt er ráðgert að
hætta þeim viðbótargreiðslum
varðandi fjölskyldubætur, sem
ákveðnar voru með bráðabirgða-
lögunum f september sl., en þar
er um að ræða 150 millj. kr. það
sem eftir er ársins.
Til þess að mæta hugsanlegum
útgjöldum ríkissjóðs vegna kjara-
og verðlagsmála í kjölfar þessara
ráðstafana er þessi sérstaki fjár-
lagaliður, er nemur 500 millj. kr.,
settur inn í frumvarpið.