Morgunblaðið - 02.11.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÖVEMBER 1974
23
Matthías Bjarnason
á Varðarfundi:
Heilbrigð-
isþjónustan
og trygg-
ingakerfið
Fundarstjóri, góðir Varðarfélagar.
Þegar formaður félagsins fór þess á
leit við mig, að ég talaði hér á þessum
fundi, þá var hann svo elskulegur að
skammta mér hvorki umræðuefni né
tíma, en fundarstjóri hefur talað um
það, að ég ætti að ræða þau málefni,
sem heyra undir þau ráðuneyti, sem ég
veiti forstöðu í þessari rikisstjórn. Ég
skal lofa mönnum þvi að fara fljótt yfir
sögu og vil taka fram í upphafi, að það
er ekki hægt að gera þessum mála-
flokkum viðhlitandi skil i tiltölulega
stuttu máli, fyrst að ég hefi þann
háttinn á, að tala bæði um heilbrigðis-
og tryggingamál og sjávarútvegsmál.
Lög um heilbrigðismál
Ég ætla þá að byrja á heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytinu. Ráðuneytið hef-
ur nú i undirbúningi nokkur frumvörp
til laga á sviði heilbrigðis- og trygg-
ingamála, sem sennilega verða lögð
fyrir það Alþingi, sem nú er nýlega
sett. Sum þessara mála hafa verið lögð
fyrir Alþingi áður, en ekki fengið af-
greiðslu, og er þvi gert ráð fyrir, verði
þau lögð fram að nýju, þá verði tekið
tillit til þeirra athugasemda og álits-
gerða, er fram hafa komið bæði á þingi
og utan þess um málið. Fyrsta málið,
sem ég ætla að nefna, er frumvarp til
laga um fóstureyðingar Þetta frum-
varp var samið af nefnd, sem lengi
hafði unnið að endurskoðun reglu-
gerða og lagaákvæða um þessi efni.
Frumvarpið var lagt fram á siðasta
þingi, en meginatriði þess hlaut mikla
gagnrýni, þ.e.a.s. það atriði, að gefa
fóstureyðingar svo til frjálsar. Frum-
varpið, eins og það var lagt fyrir,
verður nú tekið til endurskoðunar af
fulltrúum stjórnarflokkanna og þá tekið
fullt tillit til þeirrar gagnrýni, sem fyrr
er nefnd.
Á síðasta þingi var lagt fram frum-
varp til laga um breytingará lögum um
tannlækningar, sem að stofni til eru frá
árinu 1929. Þetta frumvarp náði ekki
fram að ganga á þinginu og ollu þvi
deilur um nokkur minniháttar atriði í
sambandi við réttindi samstarfsfólks
tannlækna. Ráðuneytið hefur nú sett á
laggirnar nefnd til endurathugunar á
þessu frumvarpi og er þess að vænta,
að nýtt frumvarp um breytingar á lög-
um um tannlækningar verði lagt fyrir á
þessu þingi.
Á síðustu tveimur þingum hafa verið
lögð fram frá ráðuneytinu 2 frumvörp
um lyfjamál, annað um lyfjaheildsölu
og hitt um lyfjaframleiðslu. Flvorugt
þessara frumvarpa fékk afgreiðslu
þings og var auðséð, að frumvarp um
lyfjaheildsölu átti ekki fylgi að fagna
innan þingsins og er því harla óliklegt
að reynt verði að taka það upp að nýju
af þessari ríkisstjórn. Flins vegar var
frumvarp til laga um lyfjaframleiðslu
komið áleiðis á síðasta þingi, en hlaut
ekki fullnaðarafgreiðslu. Hér er um að
ræða mál, sem er mikilsvert í sam-
bandi við lyfjaframleiðslumál landsins í
heild og samræmingu á framleiðslu
ríkisfyrirtækis og einkafyrirtækja og er
þess vegna mikilvægt að samstaða
náist um afgreiðslu málsins. Ekki hefur
verið tekin afstaða enn I ráðuneytinu til
þess á hvern hátt málið verði tekið upp
að nýju, en það er nú til athugunar og
er þess að vænta, að nýtt frumvarp um
lyfjaframleiðslu verði lagt fram seinna
á þessu þingi.
Tryggingadómur og
félagsráðgjöf
Tvö önnur frumvörp voru lögð fram
af ráðuneytinu á siðasta þingi, en náðu
ekki fram að ganga Það var frumvarp
til laga um tryggingadóm og frumvarp
til laga um félagsráðgjöf og fer nú fram
athugun á þvi í ráðuneytinu, hvort
þessi mál verði tekin upp að nýju og þá
með hvaða móti. Því liklegt er að
samstaða sé um málin með svipuðu
sniði og frumvörpin gerðu ráð fyrir.
Tvær nef ndir vinna nú að endurskoður
laga á vegum ráðuneytisins, annars
vegar nefnd, sem starfað hefur lengi
og stöðugt að endurskoðun almanna-
tryggingalaga og hefur nú síðast feng-
ið það verkefni að gera tillögur um
lifeyrissjóð fyrir alla landsmenn, auk
þess sem hún hefur það hlutverk að
reyna sifellt að fylgjast með þróun og
breytingum, sem gefa tilefni til breyt-
inga á lögum um almannatryggingar. I
öðru lagi er starfandi nefnd á vegum
ráðuneytisins til að endurskoða frum-
varp til laga um Ljósmæðraskóla ís-
lands og er þess að vænta, að sú nefnd
skili áliti á þessum vetri.
Á þessu ári hafa komið til fram-
kvæmda ný lög bæði á sviði heil-
brigðismála, vátryggingamála og al-
mannatryggingamála og er fram-
kvæmd laganna mislangt komið. Lög
um vátryggingastarfsemi gerði ráð fyr-
ir því, að tryggingaeftirlit tæki til starfa
í byrjun þessa árs og hefði gert tillögu
til ráðherra i september um hvaða
tryggingafélög, sem sæktu um starfs-
leyfi, fengju starfsréttindi Mikið verk
er þó óunnið í þessum málum og er
sennilegt, að við frekari reynslu af
lögunum um vátryggingastarfsemi og
reglugerðum settum samkvæmt þeim,
þurfi að gera þær breytingar á þessum
lögum, sem reynslan sýnir að nauðsyn-
legar eru og koma til að taka af mestu
agnúana, sem nú eru á framkvæmd
þessara laga
Heilbrigðisþjónusta
Ný lög um heilbrigðisþjónustu tóku
gildi 1 janúar á þessu ári, en eins og
kunnugt er, gera þau ráð fyrir mjög
víðtækum breytingum á þjónustu heil-
brigðiskerfisins á öllum sviðum. Er
þess ekki að vænta, að lögin komist til
fullra framkvæmda fyrr en á mjög
löngum tíma, bæði vegna takmarkaðs
fjármagns í uppbyggingu heilbrigðis-
stofnana og skorts á starfsliðí I ýmsum
þjónustustéttum heilbrigðisþjónustunn
ar. Fjöldi reglugerða verður settur sam-
kvæmt þessum lögum, en aðeins tvær
hafa enn verið settar þ.e.a.s. reglugerð
um embætti landlæknis og landlækni
og reglugerð um starfsmannaráð
sjúkrahúsa. Aðrar reglugerir, svo sem
um heilsugæzlustöðvar, um sjúkrahús.
svo og sú áætlun um framkvæmdir á
sviði heilbrigðisþjónustu, sem gera á
samkvæmt lögunum eru á mismun-
andi undirbúningsstigi i ráðuneytinu
og er þess að vænta, að á þessu og
næsta ári þá verði meginstofn þessara
reglugerða til. Sérstaklega vil ég benda
á, að nauðsyn þess að gera þá heildar
áætlun um uppbyggingu heilbrigðis-
stofnana, sem gert er ráð fyrir, vegna
áætlana um forgangsröðun verkefna i
uppbyggingu heilbrigðisstofnana. i
ráðuneytinu er nú unnið að undir-
búningsvinnu í sambandi við stöðlun
bygginga, bæði heilsugæzlustöðva I
og heilsugæzlustöðva II og alla þá
starfsemi, er i þessum stöðvum á að
fara fram og þá sérstaklega tekið tillit
til þess hvernig uppbygging heilsu-
gæzlustöðvakefisins verður i framtið-
inni og hvernig tengsl heilsugæzlu-
stöðva verða við sjúkrahúsin. Enda
þótt lögin taki afstöðu til staðsetningar
og starfssvæðis heilsugæzlustöOva, þá
hefur ekki verið tekin afstaða til stað-
setningar og verksviðs sjúkrahúsa og
er það eitt af þeim verkefnum, sem
liggja fyrir og á að afgreiða i reglu-
gerð og er þá sennilegt, að lögð verði
til grundvallar sú vinna, sem unnin
hefur verið í sambandi við vistunar-
rýmisþörf sjúkrahúsa, en skýrsla þess
efnis kom út frá ráðuneytinu á árinu
19 73. Meginhugmynd þess kerfis var,
að meginstöðvar sjúkrahúsþjónustunn-
ar yrði í Reykjavik og á Akureyri en
uppbygging sjúkrahúsakerfisins siðar
eftir landshlutum að nokkru leyti í
samræmi við það sem nú er, en að
nokkru leyti í samræmi við þær þarfir,
sem talið erað hver landshluti hafi
Dvalarheimili aldraðra.
í þessu sambandi má minnast á lög
um dvalarheimili aldraðra, sem sett
voru 1973 og raunverulega eru nú
fyrst að koma til framkvæmda, þar sem
fjárveitingar voru ekki til þessara verk-
efna frá rikissjóði fyrr en á yfirstand-
andi ári. I ráðuneytinu er einnig unnið
að stöðlun á lágmarkskröfum, sem
gera þarf til stofnana af þessu tagi og
reynt að ná amræmingu á þjónustu-
stigi þeirra og þá gert ráð fyrir tengsl-
um dvalarheimila aldraðra við heilsu-
gæzlustöðvar eins og lög um heill-
brigðisþjónustu gera ráð fyrir. Breyting
á lögum um almannatryggingar var
gerð I lok síðasta Alþingis. Þar voru
ýmsar veigamiklar breytingar, svo sem
breyting á greiðsluskyldu sjúklinga
bæði fyrir sérfræðiþjónustu, rannsókn-
ir og lyf, en veigamesta breytingin er
vissulega sú breyting, að nú er gert ráð
fyrir þvi, að sjúkrasamlög fari að greiða
tannlæknisþjónustu eftir föstum regl-
um. Þessi breyting átti fram að ganga
fyrir börn og unglinga frá 6—15 ára
aldri frá 1. sept. sl. og var þá gert ráð
fyrir, að sjúkratrygging greiddi að
hálfu, en sveitarfélag að hálfu Siðan er
gert ráð fyrir, að frá 1. jan. taki þessi
ákvæði einnig til barna 3—5 ára,
unglinga 16 ára, ellilifeyrisþega, ör-
yrkja og vanfærra kvenna. Skilyrði
þess, að þessi þáttur almannatrygg-
ingalaganna geti náð fram að ganga
byggist á þvi, að tannlæknar starfi við
heilsugæzlustöðvar eins og lögin um
heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir, hjá
skólatannlæknum eða hjá tannlækn-
um, sem Tryggingastofnun rlkisins
hefur samning við Samningaviðræður
við tannlækna fara nú fram og er þess
að vænta, að enda þótt nokkur dráttur
verði á framkvæmd þessara ákvæða,
sem taka áttu gildi 1. sept. sl., að lögin
megi ganga fram svo sem ætlazt ertil.
Bætur almannatrygg-
inga
í bráðabirgaðlögum um launajöfn-
unarbætur almannatrygginga og verð-
lagsmál er gert ráð fyrir, að bætur
almannatrygginga hækki til samræmis
við láglaunabætur. Hafa þær bóta-
hækkanir þegar tekið gildi eins og
kunnugt er. Auk þess var sett af heil-
brigðisráðuneytinu reglugerð þannig
að tryggt var, að bætur slysatrygginga
og dagpeningar sjúkratrygginga hækk-
Á FUNDI Varðar, heildarfélags hverfasamtaka
sjálfstæðisfólks í Reykjavík, sem haldinn var að
Hótel Sögu í fyrrakvöld, flutti Matthías Bjarnason,
ráðherra heilbrigðis- og sjávarútvegsmála, yfirlits-
ræðu um þá málaflokka, er undir ráðuneyti hans
heyra. Fyrri hluti ræðunnar, sem fjallar um heil-
brigðismál, er birtur í blaðinu í dag. Síðari hlutinn,
sem spannar landhelgismál og sjávarútvegsmál
almennt, verður birtur í blaðinu síðar. Hér fer á
eftir heilbrigðismálaþátturinn í ræðu ráðherrans.
uðu á sama hátt og gert var ráð fyrir
um almennan elli- og örorkulifeyri.
Þessar bótahækkanir hafa einnig komið
til greina frá sama tima. Kostnaðar-
hækkanir Tryggingarstofnunarinnar á
ársgrundvelli vegna þessara bótahækk-
ana allra eru um 676—680 millj. kr.
Við heyrum það æði oft, að þessi mál
og þessar greiðslur hækki lítið, og
þegar við lítum á, að almennur ellilif-
eyrir hækkaði 30.9 úr 12.215- kr. á
mán. í 12.950 - kr. og hámark tekju-
tryggingar einstaklings úr 6.667 kr i
7.825 kr., almennur ellilifeyrir og
örorkulifeyrir hjóna úr 21.987 kr. i
23.310 kr. þá finnst kannski flestum,
að þarna sé um lítilfjörlegar hækkanir
að ræða. En eigi að síður þá kosta þær
eins og ég sagði áðan á ársgrundvelli
um 680 millj. kr.
Fjárlagafrumvarpið hefur ekki verið
lagt fyrir Alþingi ennþá, en þvi verður
dreift á borð þingmanna á morgun,
svo að ég get ekki farið út í fjárlaga-
frumvarpið, þvi fyrst verða eðlilega
þingmenn að sjá það, en ég tel að ég
brjóti engan trúnað þó að ég segi það,
að langstærsti útgjaldaliður fjárlag-
anna eru framlögin til tryggingamála.
Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið er
með um '/3 af heildarútgjöldum rikisins
og þá er þar fyrst og fremst um trygg-
ingamálin að ræða. Og ég held það sé
rétt munað hjá mér, að hækkanir frá
árinu á undan til tryggingamála nemi
hvorki meira né minna en u.þ.b 3500
millj kr., þaraf hækka lifeyristrygging-
arnar að mig mminnir um 1 600 millj.
kr , slysastryggingarnar um eitthvað
160 millj. kr. og sjúkratryggingarnar
hækka hvorki meira né minna en um
1800 millj. kr. Hækkun rikisins til
almannatrygginga frá árinu 1 974, frá
yfirstandandi ári, koma til með að
nema um 3220 millj. kr., en munurinn
á þessum hækkunum og þvi sem rikið
greiðir kemur auðvitað frá atvinnuíf-
inu.
Byggingaframkvæmdir á
sviði heilbrigðismála
Mig langar að fara aðeins inn á
byggingarframkvæmdir á sviði heil-
brigðismála og þá ætla ég ekki að
þreyta ykkur með því að fara alveg yfir
allar byggingarframkvæmdir á öllu
landinu heldurað halda mig eingöngu
hér við Reykjavík, því að hitt yrði of
langt mál upp að telja, og nefna þá það
helzta, sem hér er á döfinni í
byggingarframkvæmdum á sviði heil-
brigðismála í sambandi við ríkisspltal-
ana og ennfremur i samvinnu við
Reykjavikurborg.
Á árinu 1972 náðist samkomulag i
lok ársins, um að heilbrigðisráðuneytið
og menntamálaráðuneytið stæðu sam-
an að byggingaframkvæmdum á lóð
Landspitalans, að byggingu Landspital-
ans sjálfs og þeirra bygginga, sem
Háskólinn þarfnaðist vegna lækna- og
tannlæknakennslu. Áður en þetta sam-
komulag varð þá hafði farið fram mikið
skipulagsstarf á lóð Landspítalans og
var þessi samvinna í beinu framhaldi af
því. Þessu samstarfi er nú það langt
komið að nokkurn veginn liggur fyrir
heildarskipulagsáætlun um þær bygg-
ingar, sem þarna verða reistar sam-
eiginlega fyrir Landspitala, læknadeild
Háskólans og tannlækningadeild á
næstu áratugum, og nefndin fjallar nú
um forgangsröðun þessara verkefna.
Af öðrum byggingarframkvæmdum á
Landspítalalóð verður að minna á
byggingu geðdeildar, sem boðin var út
á þessu sumri og felst I útboðinu, að
húsið hefur verið boðið út til fullnaðar
uppsteypu og lokafrágangs að utan.
Byggingu fæðingardeildar hefur seink-
að vegna fjárskorts á þessu ári og
kemur þar bæði til vanáætlun i lok sl
árs á fjárþörf á þessu ári, svo og
hækkun byggingarkostnar á árinu og
er nú unnið að þvi á vegum byggingar-
stjórnar að kanna hver fjárþörf sé til að
Ijúka byggingu fæðingardeildarinnar,
en vafalaust vantar þar um
100—1 10 millj. kr. til þess að bygg-
ingin geti komið í full not Stöðugar
breytingar og umbætur eru á bygging-
um Landspitalans að öðru leyti og má
þar til nefna, að i elztu byggingu
spitalans hefur verið komið fyrir gjör-
gæzludeild, sem tók til starfa nú fyrir
nokkrum vikum. Verið er að innrétta
nýja deild, þar sem skapnaðarlækning-
ar fá sérstaka aðtöðu. Nýlega hefur
tekið til starfa legudeild fyrir endur-
hæfingarsjúklinga og miklar breytingar
og viðbætur hafa verið framkvæmdar
við röntgendeild spítalans, sem mjög
lengi hefur verið i ófullnægjandi og í
alltof litlu húsnæði. Á þessu og næsta
ári mun röntgendeildin fá mun betri
aðstöðu og ný tæki til rannsókna og
hefur sú framkvæmd eins og flest
annað á þessu ári tafizt bæði vegna
erfiðleika i sambandi við útvegun
tækja og sífellt hækkandi verðlags
I fjárlögum ársins i ár er fé til sam-
eiginlegra bygginga Reykjavíkurborgar
og rikisins að Arnarholti og nýrrar
þjónustudeildar við Borgarspitala.
Fullnaðarhönnun byggingar í Arnar-
holti er lokið og byggingarframkvæmd-
ir eru hafnar, en hönnunarvinna er enn
í gangi vegna þjónustudeildar Borgar-
spítala. Reykjavikurborg hefur lokið
fullnaðarhönnun B-álmu Borgarspitala,
en byggingarframkvæmdir hafa ekki
hafizt, enda hefur ekki verið veitt fé á
fjárlögum til þessarar byggingar enn.
Áfengisvarnir
Eins og kunnugt er, þá er gert ráð
fyrir því, að fé úr gæzluvistarsjóði sé
varið til byggingarframkvæmda vegna
stofnana fyrir áfengissjúklinga. Á veg-
um gæzluvistarsjóðs hefur á þessu ári
verið unnið við nýbyggingar, dvalar-
og meðferðarheimilis fyrir drykkjusjúka
við Vlfilstaðaspitala og gert er ráð fyrir,
að þeirri byggingu Ijúki á þessu ári og
hún geti tekið til starfa á næsta ári. Þar
að auki hefur úr gæzluvistarsjóði verið
veitt til Bláa bandsins vegna vist-
heimilisins I Viðinesi, bæði reksturs-
styrkur og byggingarstyrkur og til
gæzluvistarheimilisins i Gunnarsholti
byggingarstyrkur vegna starfs-
mannahúsa Fjölmörg verkefni á þessu
sviði eru óleyst og er þvi mjög nauð-
synlegt að aukið verði það fé, sem
rennur i gæzluvistarsjóð, enda í beinu
samræmi við upphaflegar hugmyndir
um gæzluvistarsjóð og tekjur af
áfengissölu, sem til hans áttu að
renna Vandamál vegna áfengissjúkl-
inga eru sífellt vaxandi og vegna þess
að sérstakar stofnanir fyrir þá eru
ekki fyrir hendi, þá eru málefni
þeirra að mestu leyst á geðsjúkrahús-
um og geðdeildum landsins nú.
Málefni vangefinna
Um árabil hefur uppbygging stofn-
ana vegna vangefinna verið leyst með
framlögum úr Styrktarsjóði vangef-
inna, sem raunar eru á vegum félags-
málaráðuneytis. Þannig hafa hælis-
byggingar ! Kópavogi, í Skálatúni og á
Akureyri verið byggðar undanfarin ár
að miklu leyti fyrir framlög úr þessum
sjóði. Þar að auki hafa félög áhuga-
manna, er að þessum málum hafa
unnið leyst af hendi mjög mikið verk,
einkum með byggingu og starfrækslu
dagheimila fyrir vangefna. Á árinu
1973 var samþykkt þingsályktunartil-
laga, þar sem ríkisstjórninni var falið
að kanna þörf fyrir stofnanir fyrir van-
gefna á landinu í heild, og sérstak-
lega hvort ekki væri eðlilegt, að slíkar
stofnanir yrðu byggðar víðar en i
Reykjavík og á Akureyri. Félags-
málaráðuneyti og heilbrigðismálaráðu-
neyti var falið að annast um þessa
könnun og liggja nú fyrir niðurstöður
hennar, en ráðuneytin hafa hana enn
til athugunar og væntanlega verður
hún kynnt bráðlega og þær niðurstöð-
ur, er af henni leiða
Áður en þessi könnun fór fram var af
hálfu heilbrigðisstjórna búið að
taka afstöðu til stækkunar Sólborgar á
Akureyri og hefur hönnunarstarf í því
skyni farið fram, og er gert ráð fyrir, að
á næsta ári verði þar byggt við»þann-
ig að sérstök örvitadeild rísi þar.
Hvernig fer um byggingar að öðru leyti
úti á landsbyggðinni, ss á Austur-
landi og á Vestfjörðum fer að sjálf-
sögðu eftir ákvörðunum rlkis-
stjórnar og Alþingis og verður þá til-
greind könnun væntanlega lögð til
grundvallar að einhverju leyti.
Eins og er þá er mjög mikill skortur á
vistunarrými fyrir vangefna og er því
mjög nauðsynlegt að halda áfram á
þeirri braut, sem lögð var, er ákveðið
var að Styrktarsjóður vangefinna hefði
fastan fjáröflunarstofn
Menntun
heilbrigðisstétta
Áður en ég lýk við heilbrigðismálin,
langar mig að koma lítillega inn á
menntunarmál heilbrigðisstéttanna.
Víða er um það deilt nú, hvort mennt-
un heilbrigðisstétta eigi fremur að vera
inni i hinu almenna menntunarkerfi
eða undir umsjón heilbrigðisráðuneyt-
Framhald á bls. 22