Morgunblaðið - 02.11.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÖVEMBER 1974
27
Minning:
Bjarni Kolbeinsson
í Stóru-Mástungu
Við andlát Bjarna Kolbeinsson-
ar í Stóru-Mástungu hverfur af
sjónarsviðinu einn af merkustu
bændum þessa héraðs og um leið
einn af svipmeiri mönnum hinnar
rómuðu kynslóðar, sem kennd er
við aldamótin, en Bjarni fæddist
13. júni 1886 í Stóru-Mástungu í
Gnúpverjahreppi og hefur því
verið fullvinnandi maður alla
þessa öld þangað til heilsan bilaði
snemma á þessu ári, en hann lést
þann 22. f.m. rúmlega 88 ára að
aldri.
Foreldrar Bjarna voru þau
Jóhanna Bergsteinsdóttir, sem
var fædd og uppalin i StóruMás-
tungu og Kolbeinn Eiríkssor. frá
Hömrum í Gnúpverjahreppi, að-
sópsmikill og stórbrotinn
persónuleiki. Þau Kolbeinn og
Jóhanna bjuggu allan sinn bú-
skap í Stóru-Mástungu rausnar-
búi og eignuðust mörg mannvæn-
leg börn, sem urðu mikilhæft
fólk, merkir bændur og húsfreyj-
ur og víða kunnu sökum mann-
dóms og dugnaðar, en nú við lát
Bjarna öll farin héðan.
Af kynnum við mörg hinna
gömlu Stóru-Mástungu systkina
verður mér hugsað til þess, að þau
hljóti að hafa mótast á sterku og
heilbrigðu heimili, þar sem ráð-
deild og dugnaður réðu ríkjum,
en hjálpsemi og umhyggja fyrir
þeim, sem minna máttu sín,
gleymdist ekki.
Á þeim árum, sem Bjarni Kol-
beinsson var að alast upp, var
fátítt að ungir bændasynir hlytu
nokkra menntun utan tilsögn í
lestri og skrift og venjulegan
fermingarundirbúning, sem raun-
ar var sumstaðar býsna heilla-
drjúgur undirbúningur fyrir lífs-
starfið. Bjarni var einn þeirra,
sem hlaut góðan fermingarundir-
búning hjá sr. Valdimar Briem,
síðar vígslubiskupi á Stóra-Núpi.
En Bjarni átti þegar á æskuskeiði
stóra drauma um framtíðarverk-
efni og hann vissi, að til þess að
þeir rættust þyrfti hann að auka á
þekkingu sína á sem flestum svið-
um.
milli ánna, sem er jafnlent og
frjótt, er nú allt orðið að gras-
gefnum túnum, sem teygja sig
orðið hátt upp í hlíðar Mástungna-
fjalls.,
í Stóru-Mástungu er óvenju-
lega skýlt enda bærinn I dalverpi,
en grasigróin fjöll og ásar á alla
vegu. Þau Bjarni og Þórdís voru
einstaklega samhent að stofna
þarna heimili, sem stafaði hlýju
og veitti öllum, sem þar dvöldu,
skjól svo gott, að vistaskipti hjúa
voru þar næsta fátíð. Þau eignuð-
ust 6 börn, 4 syni og 2 dætur, sem
flest hafa nú stofnað sin eigin
heimili og einnig mörg barna-
barnanna.
Þau Þórdís og Bjarni fengu að
njótast í 32 ár, en Þórdís dó 13.
júlí 1946 og var það mikill sárs-
auki fyrir heimilisfólkið allt, og
þó sérstaklega fyrir Bjarna, því
að sambúð þeirra hjóna var ein-
staklega ástrik. En Bjarni sýndi
þá sem oftar hve hann var sterkur
og óbugandi. Með aðstoð barn-
anna og tryggra hjúa hélt heimil-
ið í Stóru-Mástungu áfram að vera
hlýtt og skjólgott fyrir alla, sem
þar áttu heima og fyrir gesti, sem
að garði bar. Síðan eru nú liðin 28
ár og Bjarni hefur búið þar öll
þessi ár blómlegu búi, sem alla tfð
hefur gefið vel af sér, en búið
hefur hann minnkað eftir því sem
aldurinn hefur færst yfir og
kraftarnir dvínað, en þó átti hann
síðastliðið vor yfir 100 ær loðnar
og lembdar. Hann hafði þá fyrir
Iöngu fengið sonum sínum tveim
búskaparaðstöðu á jörðinni og
höfðu þeir nú að síðustu mest alla
jörðina til sinna nytja og um-
ráða.
Það dylst engum, sem til
þekkja, að Bjarni Kolbeinsson var
öndvegisbóndi og um leið djarfur
framkvæmdamaður. Hann var
fljótur til að af la sér nýrra tækja,
sem auðvelduðu búverkin og
reyndust hagkvæm í rekstri og
alla ævi var Bjarni að bæta jörð-
ina með ræktun, húsabótum og
annarri mannvirkjagerð. Á öllum
þessum sviðum var Bjarni í farar-
broddi í sinni sveit og þó víðar
væri leitað. Svo eitthvað sé nefnt
þessu til staðfestingar þá byggði
Bjarni rafstöð í Tungnaá rétt við
bæinn, sem- skilaði 10—15 kw.
árið 1927 og var þannig brautryðj-
andi í sinni sveit um það að nýta
raforkuna til margra nota á heim-
ilinu og til ómetanlegra þæginda
Framhald á bls. 22
Kópavogsbíó
Hann lagði því land undir fót og
stundaði nám í einn vetur við
Hvitárbakkaskólann I Borgarfirði
og síðar fór hann til Noregs og var
þar við verklegt búnaðarnám í
eitt ár.
Að þessu námi loknu var Bjarni
þess albúinn að takast á við það
verkefni, sem hann hafði dreymt
um svo stóra drauma í æsku sinni,
en það var að gerast bóndi á
föðurleifðinni, Stóru-Mástungu í
Gnúpverjahreppi.
Atvikin höguðu því svo til, að
honum bauðst jörðin til kaups og
ábúðar vorið 1914 og þann 14.
júní giftist hann heitkonu sinni
Þórdísi Eiríksdóttur frá Votu-
mýri á Skeiðum og hófu þau bú-
skap á jörðinni það sama vor. Það
er fallegt bæjarstæði I Stóru-Más
tungu. Bærinn stendur undir lágu
fjalli með ávalar brúnir og
grösugar hliðar, en á báðar hend-
ur nokkuð straumharðar berg-
vatnsár, Kálfá og Tungnaá, sem
mætast nokkur hundruð metra
suðvestur frá bænum, en nesið á
C'JUMP")
Oumofíiw C Dn>«y and Otnnn FrtaiUnd Prwmi A Cannon Praduelton
TOMUGON. FURY 0N WHEELS
Logan Ramsey i coihnWiicox-Harne&^x^rr^X-.,
wnM by Rlchard Wheelwrlght | Preducad by Chrtstopher C. Dewey | DMcMd by Joe Manduke CahrbyDwun
|QP|^=£TT- £}acannonreuease
OFSI Á HJÓLUM
Sýnd kl. 6, 8 og 1 0
laugard. og sunnud.
Spennandi ný kappakstursmynd.
ÍSLENZKUR TEXTI.
Júdas á neðri hæð
Hljómsveit \
Þorsteíns Guðmundssonar
í nýja salnum á 2. hæð
FÉLAGSHEIMILIÐ FESTI
Grindavik
OPNUM í DAG
í nýjum húsakynnum aö Auðbrekku 61, Kópavogi.
Kappkostum að hafa fjölbreytt úrval húsgagna.
HUSGAGNAHUSIÐ HF.
AUÐBREKKU 61, KÓPAVOGI