Morgunblaðið - 02.11.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1974
Fyrri grein
Hver
mun
taka við völdum
Chou En-lai
í Kína?
Nýlega var minnzt með pompi
og prakt aldarfjórðungsafmælis
Kfnverska alþýðulýðveldisins.
Enda þótt þess væri vendilega
gætt, að fulltrúar allra afla innan
flokksins kæmu fram við þetta
tækifæri, var Chou En-lai forsætis-
rððhera óumdeildanlega hetja
dagsins. Maó formaður, sem er
nógu hress til að taka ð móti
fjölda erlendra gesta, kom ekki
fram ð þessari afmælishðtfð, en
forsætisrððherrann, sem Ið ð
sjúkrahúsi eftir hjartaaðgerð, lét
sig ekki muna um að snara sér úr
nðttfötunum og búa sig upp ð til
að ðvarpa 4.500 gesti, sem saman
voru komnir f þjóðarhöllinni.
Og hvað var það sem hann
sagði? Að sjðlfsögðu hafði hann
yfir gömlu þuluna um yfirþyrm-
andi (bandaríska) heimsvalda-
stefnu og sósfalfska (rússneska)
heimsvaldastefnu, en kjami ræðu
hans var um það, að vinsamleg
samskipti við aðrar þjóðir, sem
hann hefði boðað, en hlotið hefði
gagnrýni Shanghai-klikunnar, þ.e.
róttækra Maóista, væri það, sem
Kínverjum hefði komið bezt. „Við
eigum vini um heim allan" sagði
hann með ðherzlu.
Enda þótt Chou En-lai segði það
ekki berum orðum, var augljóst,
að hann ðtti við bætt samskipti
Kfnverja og Bandarikjamanna ð
kostnað Rússa, en hann var helzti
formælandi þeirrar stefnu. Það var
þvf engin tilviljun, að skömmu
fyrir afmælishðtíðina voru mðð
brott andbandarfsk vfgorð ð aðal-
torginu i Peking, andspænis hliði
hins himneska friðar. Og þegar
kynntir voru merkustu erlendu
gestirnir f afmælishófinu (aðrir en
þeir, sem sðtu við aðalborðið)
voru þar efst ð blaði nöfn tveggja
bandarfskra „vina", en sjðlfur
utanrikisrððherra Norður-
Vfetnams var kynntur sfðar. Enn
neðar ð listanum komu nöfn
margra annarra „vina" frð Banda-
rfkjunum, en endanfarna mðnuði
hafa Bandarfkjamenn i hrönnum
slegizt um að heimsækja Peking,
þingmenn, vfsindamenn og margir
fleiri.
Sfðar ð afmælishðtíðinni var hin
harðskeytta utanrfkismðlastefna
Chou En-lais ðréttuð af flokks-
manni, sem sagði, að enn mundi
það taka Kfnverja 50 ðr að nð eins
langt og hin úrkynjuðu Vesturlönd
væru komin. Þessi staðhæfing
kallaðí fram mótmæli af hðlfu
þeirra vinstrimanna, sem setja
stjórnmðl ofar framleiðslugetu og
telja mikilvægara, að Kfnverjar
geti verið sjðlfum sér nægir, held-
ur en að þeir taki stórstfgum fram-
förum ð tæknisviðinu, og vfsa þvf
ð bug eftiröpun ð erlendum hug-
myndum og hugsunarhætti.
Séu mðlin skoðuð frð sjónarhóli
þeirra er vissulega ðstæða til að
mögla. Bandarfkin eru þriðji helzti
viðskiptaaðili Kfnverja, ð eftir
Hong Kong og Japan, og allar
horfur eru ð þvf, að þau færist
brðtt upp f annað sæti. Samfara
þessari þróun hafa viðskipti Kfn-
verja og Rússa dregizt saman.
Árið 1961 voru rúm 50% utan-
rfkisviðskipta Kfnverja tengd
kommúnistaríkjum, en núna
aðeins 20%, og Kfnverjar verzla
nú meira við Bandarfkjamenn en
Rússa. Það er nú borin von, að
Sovétrfkin aðstoði Kfnverja við
þróun kjarnorkuvopna, og nú eru
ýmsir hðttsettir aðilar f Peking
farnir að gæla við þð hugmynd að
lokka Bandarfkjamenn með alla
sfna hðþróuðu þekkingu til þess
að vera þeim innan handar ð
þessu sviði.
Eftir Dennis
Bloodworth
Frjðlslyndari öflin f kfnverska
kommúnistaflokknum voru þó
ekki ein um hituna ð afmælishð-
tfðinni. Þarnagat að líta eiginkonu
Maós formanns, Chiang Ch'ing,
sem er ðkafur vinstrisinni og
Wang Hung-wen sem er 38 ðra
gamall og tilheyrir hinum róttæku
öflum f Sjanghai. Hann þykir ræn-
legur til mikilla ðhrifa. Á síðasta
ðri flaug hann upp f þriðja sæti f
æðstu valdaklfku kfnverska
kommúnistaflokksins. Einn helzti
fylgismaður hans er Li Teh-sheng,
en hann var nýlega og fyrirvara-
laust skipaður f embætti æðsta
fulltrúa Kommúnistaflokksins f
kfnverska hernum ðn þess að
nokkurs staðar væri frð þvf skýrt.
i sambandi við afmælið, skaut Li
þessi upp kollinum öðru sinni, og
hafði þð fengið það verkefni, að
sjð um hðtfðahöldin f Mansjúriu.
K'ang Sheng, yfirmaður hinnar
öflugu leyniþjónustu Kfnverja tók
þðtt i aðalhðtfðahöldunum, en
hann hefur nú um langt skeið
verið utangarðs f opinberu Iffi ðn
þess að nokkur skýring hafi verið
gefin þar ð.
En þðtttaka þessara helztu
Maóista f hðtfðahöldunum endur-
speglar fyrst og fremst styrkleika
hinna frjðlslyndari afla, þótt þver-
stæðukennt kunni að virðast. Ber-
sýnilega hafði verið um það sam-
ið, að sýna opinberlega fram ð
eindrægni flokksforustunnar, og
samstaða og eindrægni hafa verið
helztu kappsmðl Chou En-lai og
fylgismanna hans. Róttæku öflin
hafa verið óstýrilðtari og hafa haft
f frammi hðværar kröfur um „rétt-
inn til uppreisnar" þ.e. hvatningu
til fjöldans um að skerast í leikinn,
ef flokksleiðtogamir gerast frð-
hverfir bylgingunni og hugsa um
það eitt að búa f haginn fyrir sjðlfa
( /UJH------
íSSfe THE OBSERVER
THE OBSERVER
sig. f sfðasta mðnuði sættu öfl
þessi harðri gagnrýni hinna frjðls-
lyndari.
Hið opinbera mðlgagn Rauði
fðnin, veittist að þeim, sem
reyndu að skaða eindrægnina
innan flokksins, og beittu sér fyrir
klofningstilraunum. Voru þeir kall-
aðir hættulegir tækifærissinnar og
stéttarandstæðingar. Þð voru þeir
ðsakaðir fyrir að ðstunda endur-
skoðun, fyrir að safna að sér
„púkum og djöflum" og gæla við
andbylingasinnaðar klíkur. Þeir
svfvirtu þannig fyrirmæli Mao Tse-
tungs formanns sem hvatt hefði
eindregið til að allir „stæðu fast ð
samheldninni og að menn treystu
byltinguna f sessi og þróuðu hana
ðfram f aigeru bræðralagi."
Barðtta hinna frjðlslyndu afla
fyrir „byltingarbræðralaginu
mikla" gæti vel hafa orðið til
þess, að hinir róttæku hafi Iðtið
undan sfga. Sextfu manns af þeim.
sem viðstaddir voru hðtíðahöldin,
voru fyrrverandi hermenn og
borgarar, sem hafa verið flæmdir
frð störfum af Rauðum varðliðum
sfðan f menningarbyltingunni,
ðkærðir um afturhaldssemi. Þar ð
meðal eru menn, sem ekkert hefur
verið um getið opinberlega um
langa hrfð, þ ð. m. Hsiao Hua og
eiginkona Ho Lung.
Hsiao Hua var aðalfulltrúi
flokksins f hernum fram til ðrsins
1968, þegar honum og fimm nðn-
ustu undirmönnum hans var
skyndilega vikið frð störfum að
undirlagi Chiang Ch'ing. Ho Lung,
sem verið hafði virtur yfirmaður
fyrsta landhersins, var til skamms
tfma talinn spilltur óhófsseggur og
drykkjuhrútur og einn af leiðtog-
um hreyfingar endurskoðunar-
sinna, sem uppvfs hafði orðið að
samsæri um að steypa Maó af
stóli. Þð var Ho talinn ðbyrgur
fyrir þvf að hafa Iðtið efna til
herþjðlfunarkeppni um allt Kfna
fyrir 10 ðrum. Leynilegt markmið
þessarar keppni var að fð hersveit-
irnar til að eyða ekki öllum stund-
um til að kynna sér maóisma,
heldur einbeita sér að hemaðar-
þjðlfun. En mikið vatn hefur siðan
til sjðvar runnið og nú var kona
Ho viðstödd hátfðahöldin í þjóðar-
höllinni, og ennfremur höfðu 5 af
brottreknum samstarfsmönnum
hans birzt ð nýjan leik, en þar ð
meðal voru þrfr, sem ðður höfðu
gegnt lykilstöðum f kfnverska her-
rððinu. Og það sem mest er um
vert, nú er aftur f tfzku að halda
keppni ! hernaðarlist í Kfnverska
alþýðulýðveldinu.
Af framangreindu virðist svo
sem hin frjðlslyndu öfl innan
flokksins. sem menningarbylting-
in beindist gegn, eigi nú vaxandi
gengi að fagna. En eftir þvf sem
aldurinn færist yfir helztu stjórn-
málakempurnar f Peking og valda-
tfmi þeirra styttist, gerist æ óljós-
ara, hvaða stjörnur muni renna
upp. Sumir sérfræðingar segja. að
Wang Hung-wen muni taka við af
Chou En-lai, en aðrir telja, að það
muni verða Teng Hsiao-p'ing að-
stoðarforsætisréðherra, sem til
skamms tfma var álitinn endur-
skoðunarsinni, en hefur nú hlotið
uppreisn æru. Sömu menn telja,
að Wang Hung-wer, verði eftir-
maður Mao formanns. En það er
erfitt að gera sér f hugarlund, að
verksmiðjuvörður frá Shanghai,
sem örfðir höfðu heyrt getið fyrir
fimm ðrum, geti farið i föt Chou,
sem er dðður og tignaður af þjóð
sinni, enda frumkvöðull að stofn-
un kfnverska kommúnistaflokks-
ins, og sjðlfur Mao var undir hann
gefinn þegar ð ðrinu 1930. Á
sama hátt er erfitt að ímynda sér
þennan unga og reifa maóista
stjórna hinu tröllaukna kinverska
„rfkisapparati" þar sem úir og
grúir af hægfara mönnum, sem
maóistar flæmdu brott, en eru nú
komnir f nððina á nýjan leik.
Það er óhugsandi, að Wang
gæti að öllu leyti komið f stað
Chou En-lai, ef hann tæki við emb-
ætti forsætisrððherra. Þó er
ennþð frðleitara, að hann gæti
leikið hlutverk Mao Tse-tungs, ef
honum yrði falin formennska f kfn-
verska kommúnistaflokknum.
Vegtyllur og embættt duga
skammt þeim, sem ekki hafa verð-
leika til að sinna þeim. f Peking
eru hagsmunahópar, sem gera sér
þetta fullljóst, og ber þar hæst
Chou En-lai forsætisrððherra, en
hann hefur jafnan verið ötull for-
svarsmaður fyrir einbeittri og
samhentri forustu f kínverskum
stjórnmðlum.
7
2ja — 3ja herb. íbúð óskast á leigu i Reykjavik eða Kópavogi. Upplýsingar í sima 83145. íbúð íbúð til leigu i Kópavogi. 3ja herb. og eldhús. Fyrirframgreiðsla. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 5. nóvember merkt: „4463 ".
Foco krani 1 tonn til sölu. Uppl. i sima 82553. Sumarbústaður óskast til kaups eða leigu, ekki meira en ca. 200 km frá Reykja- vik. Má gjarnan vera við sjó, en ekki skilyrði. Tilboð sendist Mbl. merkt: „5375".
Píanó sem nýtt Steinway og son pianó til sölu. Uppl. í sima 13214 kl. 5—7 i kvöld. Akranes íbúð óskast til leigu, helst 3ja herbergja. Vinsamlega hringið í síma 93/2288.
Opel Caravan '64 Til sölu Opel Caravan árg. '64 í góðu lagi. Verð kr. 65 þús. Upplýsingar í síma 14369. Timbur til sölu 1 x6 og 7/8x6 2.500 metra, ónotað. Uppl. á kvöldin að Hátúni, Ölfusi, sími um Selfoss.
Prjónakonur takið eftir Kaupum lopapeysur, sjónvarps- sokka og vettlinga. Unex, Aðalstræti 9, símar: 27460—1 1 995. Volvo FB 86 '68 til sölu. Simí 95-1 344.
Tapaður hestur í september tapaðist frá Setbergi við Hafnarfjörð, jarpur hestur, 5 vetra. Mark blaðstýft framan hægra og biti aftan vinstra. Uppl. i simum 50221 og 53046. Athugið Þurfið þið að láta mála? — Hring- ið þá í síma 73927.
Stúdentfrá V.í. 1974 óskar eftir góðri vinnu — helzt við - bókhald. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir4. nóv. n.k. merkt: ,,4464". Verksmiðjuútsala. Buxur, úlpur, peysur, húfur. Opið frá kl. 10—6. Anna Bergmann, Dalshrauni 1, Hafnarfirði.
Til sölu 55 — 60 fm notað gólfteppi, einnig sófasett. Simi 37874. f'vmnRGFntoflR 1 mnnKnnvnnR
Foreldra- og
styrktarfélag
heyrnardaufra
heldur basar og kaffisölu sunnudaginn 3.
nóvember kl. 2 að Hallveigarstöðum. Góðar
vörur og gott verð.
Stjórnin.
aö Hótel Sögu
sunnudagskvöld 3. nóvember.
Kl. 19.30 — ítalskur kvöldverður
PIGGATA MILANAISE (verð aðeins kr.
895.-)
Myndasýning — Ítalíuminningar frá síðast-
liðnu sumri.
it Ferðabingó — Vinningar: 3 Útsýnarferðir.
it Skemmtiatriði.
Dans, Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leik-
ur fyrir dansi.
Athugið að panta borð snemma
hjá yfirþjóni, því að alltaf er fullt
hús og fjör hjá Útsýn.
Ferðaskrifstofan ÚTSÝN