Morgunblaðið - 02.11.1974, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1974
18
Fjárlagafromvarp
1975
Hvernig skiptist hækkunin?
15,3 milljarðar kt.
15,3 milljarða kr. hœkkun milli ára:
Stœrsti hlutinn til
almannatrygginga
Heildarútgjöld f járlagafrum-
varpsins nema 44,7 miiljörðum
króna, en eru á fjárlögum þessa
árs 29,4 milljarðar króna.
Hækkunin nemur þvf 52,2%.
Meðaltalshækkun . verðlags á
sama tfmabili hefur verið 50 til
55%. Af 15,3 milljarða kr. hækk-
un eru 2,8 milljarðar kr. vegna
markaðra tekjustofna og er það
87,9% hækkun frá fjárlögum
þessa árs. Hækkun eiginlegra
rfkisútgjalda f þrengri merkingu
er þvf 12,4 milljarðar kr. eða
47,7%, sem er talsvert innan við
almenna hækkun verðlags.
Markaðir tekjustofnar eru þeir
tekjuliðir kallaðir, sem renna
samkvæmt almennum lögum til
sérstakra þarfa og upphæð þeirra
er ekki ráðin á fjárlögum. Gert er
ráð fyrir, að markaðar tekjur
muni nema 6,1 milljarði króna.
Stærsti markaði tekjustofninn er
innflutningsgjald af bensíni, sem
fer til Vegagerðar ríkisins, áætlað
er, að það muni nema 1,7 milljörð-
um kr. Þá má nefna álgjald, sem
rennur í byggðasjóð, launaskatt,
sem rennur til Húsnæðismála-
stofnunar ríkissins og lífeyris-
tryggingagjald atvinnurekenda,
sem fer til Tryggingastofnunar-
innar. Alls eru þessir mörkuðu
tekjustofnar38 að tölu.
Hækkun f járlaga milli ára verð-
ur nú samkvæmt frumvarpinu
15,3 milljarðar. Stærsti hækkun-
arliðurinn eru framlög til al-
mannatrygginga, en þau hækka
nú um 3,2 milljarða kr. og er það
21% heildarhækkunarinnar. Af
öðrum liðum, sem hækka veru-
lega, má nefna markaða tekju-
stofna, sem hækka um 2,8 millj-
arða kr. eins og áður sagði, og er
það 18,9% heildarhækkunarinn-
ar. Launaliðurinn hækkar um 2,2
milljarða kr. og er það 14,9%
heildarhækkunarinnar. Niður-
greiðslur á vöruverði hækka frá
fjárlögum 1974 um 2,1 milljarða
kr. eða sem samsvarar 14.1%
heildarhækkunarinnar. Samtals
er hér um að ræða 10,5 milljarða
kr. af þeim 15,3 milljörðum kr.,
sem fjárlögin hækka um eða
68,9% hækkunarinnar. Afgangur-
inn 31,1% dreifist á fjölmarga
smærri liði.
Heildarhækkun launakostnaðar
er 35%, ef miðað er við fjárlaga-
tölur 1974, en vegna þess að þar
voru áætlaðar 400 millj. kr. upp í
væntanlega kjarasamninga, er
hækkunin frá þeim töxtum, sem
giltu við samþykkt fjarlaga, þeim
mun meiri, eða 43,8%. Af þessari
hækkun eru 29,3 prósentustig af-
leiðing kjarasamninga, 1,0 stig
stafar af láglaunabótum í septem-
ber og 6,2 stig eru verðlagsbætur
og magnaukning er 7,3 stig. Af
magnaukningunni stafa 2,4 stig
vegna grunnskólalaganna og 4,9
stig vegna annarrar magnaukn-
ingar, einkum í skólakerfinu og
vegagerð, en nokkuð af þeirri
aukningu er þegar komið fram á
þessu ári.
Breyting á útgjöldum
l-'járlöK 1ÍI74 Frumvarp 1975 Htvkkun
! ji rt lxslrarreikningi hús. kr. hús. kr. |»ús. kr. %
29 402 ttn 14 7Ö2 450 15 350 340 52,2
\larkafiir lukjustnfnar 3 295 07« 0 189 «2« 2 8ÍI4 750 87.9
l'lííjiilil án niarkaAra lekjuslnfnii .. 20 J07 032 ;w 502 022 12 455 590 47.7
Meðalhækkun verðlags 50—55%
4,8
milljarSar kr.
31,1% Dreifist á ýmsa Ii8i
3,2
milljarSar kr.
2,8
milljarBar kr.
2,1
milljarBar kr.
21,0%
18,9%
14,9%
2,2
milljarSar kr.
14,1%
Almannatryggingar
Markaðir tekjustofnar
Laun
NiBurgreiðslur
Niðurstöðutölur fjárlagafrumvarpsins hækka um 15,3 milljarða
króna miðað við fjarlög þessa árs. Á þessari mynd sést hlutur
stærstu hækkunarliðanna f heildarhækkuninni.
Hœkkun eiginlegra útgjalda
Millj. kr.
Frumlög lil almannatrvgginga ............................. 3 220,9
Laun ..................................................... 2 291,4
Niðurgreiðslur á vöruverði innanlands ................... 2 170,0
Til ráðslafana í kjarti- og verðlagsinálunt ................ 500,0
Franilög i Byggöasjóð ..................................... 440,0
l'pphæltir á úlflultar landbúnaðaraftirðir ................ 316,0
Vaxlagreiðslnr............................................. 300,6
Yegagerð................................................... 233,8
Landgræðsluáætlun ......................................... 200,0
l'tgjöld skv. sérstökum lögum og heiinildarlögimi ......... 145,0
Atvinnuleysislryggingasjóður ............................ 144,0
Bygging grunnskóla ......................................... 141,6
Bvgging sjúkrahúsa og heilsugæzlustöðva .................... 136,1
Lánasjóður íslenzkra námsnianna ........................... 119,4
Flugmálast jórn ............................................ 109,3
Landsliafnir vegna Iramkva-inda ............................ 107,0
Fiskveiðisjóður ........................................... 102,0
Þangverksmiðja Reykhólum .............................. . 100,0
Annað, nettó .......................................... 1 678,5
12 455,6
Þessi tafla sýnir rekstrargjöld
fjárlaga 1974 og fjárlagafrum-
varps 1975, hækkun milli ára og
meðalhækkun verðlags.
Þessi tafla sýnir hvernig sú 12,4
milljarða hækkun eiginlegra
rfkisútgjalda skiptist á einstaka
gjaldliði.
Léttá
skulda-
byrði
ríkis-
sjoðs
Sérstakt átak verður gert til
þess að létta á skuldabyrði rfkis-
sjóðs. Aðhaldssemi f rfkisfram-
kvæmdum á að skapa svigrúm til
þess aö styrkja f járhagsstöðu
rfkissjóðs eins og segir í athuga-
semdum við fjárlagafrumvarpið.
Yfirdráttarskuld rfkissjóðs f
Seðlabankanum verður að Ifkind-
um um einn milljarður króna við
næstu áramót. 1 frumvarpinu er
gert ráð fyrir, að 250 millj. kr.
þeirrar skuldar verði greiddar á
árinu 1975.
Samkvæmt áætlunum um af-
komu ríkissjóðs á þessu ári má
gera ráð fyrir, að heildarútgjöld
verði 37 milljarðar kr., en tekjur
ríkissjóðs verði 36 milljarðar
króna. Fyrirhugaðurgreiðsluhalli
á þessu ári er því 1.000 milljónir
króna.
Eins og áður segir gerir fjár-
lagafrumvarpið ráð fyrir, að 250
millj. kr. verði greiddar af
áætluðum yfirdrætti í Seðla-
bankanum um næstu áramót. Auk
þess verða greiddar 250 millj. kr.
vegna eldri yfirdráttarskuldar. I
athugasemdum við frumvarpið
segir, að hér sé vart nóg að gert,
og verði þess freistað við meðferð
frumvarpsins á þingi að hækka
þessa endurgreiðslu verulega.
Fyrstu spariskírteinin, sem út
voru gefin 1964, koma til endur-
greiðslu á næsta ári. Samkvæmt
lögum er heimilt að gefa út ný
bréf hl þess að mæta þessum
greiðslum, en frumvarpið gerir
ráð fyrir 500 millj. kr. endur-
greiðslu úr ríkissjóði og 215 millj.
kr. endurútgáfu skírteina. í at-
hugasemdum með frumvarpinu
segir, að æskilegt sé, að öll endur-
greiðslan komi úr ríkissjóði.
í athugasemdunum segir enn-
fremur: „Þessar aðgerðir til þess
að létta skuldabyrði munu jafn-
framt hafa umtalsverð áhrif til að
stuðla að efnahagslegu jafnvægi í
víðari skilningi, bæði verðlags-
þróunin og viðskiptastaðan gagn-
vart útlöndum krefjast þess, að
meiri efnahagsjöfnuði en ríkt
hefur verði náð á árinu 1975.“