Morgunblaðið - 02.11.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NOVEMBER 1974
33
J
\
Evelyn
Anthony:
LAUNMORÐINGINN
Jóhanna
Kristjónsdóttir
þýddi ^
38
— Segðu engum, að þú hafir átt
þátt I þvl að koma með þennan
manna til Bandarfkjanna, sagði
King.-----Ég bað þig um hjálp
vegna þess mér fannt ég ekki geta
gert þetta án aðstoðar þinnar. En
ég skal vera hreinskilinn við þig:
Huntley vissi ekki að ég bað þig
um þetta. Ef hann vissi að þú
værir eitthvað viðriðin þetta mál
myndi hann ganga af göflunum.
Og ég væri ekki ofsæll af þvf
hlutskipti, sem ég ætti þá f vænd-
um.
— Ég veit það, sagði hún. — Ég
þekki svo sem mitt heima-
fólk. Hann er ófyrirleitinn og
hann gæti átt það til að troða þig
niður Eddi, ef hann hefði á til-
finningunni, að þú heföir farið á
bak við hann. Mamma mfn sagði
stundum, að það væri hættulegt
að eiga hann að vini, ef ske kynni
hann breyttist í óvin manns. Ailt f
lagi. Ég lofa að ég skal ekki láta
hann vita neitt um þetta. En þá
verður þú að segja mér dálftið.
— Og hvað er það? sagði King.
Hann var undir spurninguna bú-
inn.
— Hver er þessi maður og hvað
erhannaögera hér?
— Hann á að bera vitni, sagði
King. — Vitni f stórkostlegasta
máli sem frændi þinn hefur
nokkru sinni hafið gegn glæpalýð
í Bandarfkjunum. Þess vegna
þurfti að koma honum inn f land-
ið með mestu leynd, svo að þeir
sem fylgjast með honum, hefðu
engin tök á að klófesta hann. Þvf
verður hann lfka að fara huldu
höfði núna. Og guði sé lof fyrir að
þú faldir hann. Ég get sagt þér
það, að vissu ákveðnir aöilar hvar
hann væri niðurkominn, væri líf
hans ekki hátt metið.
, — Ætlar frændi að ráðast gegn
Maffunni aftur?
Hann kinkaði kolli.
— Og full ástæða til. Allt veð-
ur uppi f eiturlyfjum, vændi og
fjárbraski. Og spillingin innan
stjórnarinnar bætir ekki úr skák.
Mér þykir það leitt vina mfn, að
ég skyldi ekki hafa þá hreinskilni
að segja þér, hvað málið væri þýð-
ingarmikið, en ég var hræddur
um að þú myndir draga þig f hlé.
Fiestar konur hefðu gert það.
— Þá er hann sem sagt glæpa-
maöur, sagði Elizabeth.
— Það er hverju orði sannara
sagði King. — Og hann fær rfku-
lega borgað fyrir ómakið. Nú hef
ég svarað spurningu þinni? Og þú
lofar mér þvf hátfðlega að þú seg-
ir ekki orð við Huntley um þetta.
— Ég býst við það sé eins gott
ég láti það vera, ekki satt?
Hún hló við og þá stundina var
hún ákaflega svipuð frænda sfn-
um, hugsaöi King með sér og það
fór ósjálfrátt hrollur um hann.
Kannski hún væri lfkari frænda
sfnum í sér en hann hafði haldiö.
Kannski þyrfti hann að vera á
verði gagnvart henni.
— Ég get vel fmyndað mér að
Huntley fengi aigert æðiskasl ef
hann vissi, að ég væri eitthváð
viðriðinn þetta. Ég veit ekki hvað
hann tæki til bragðs, en þú skalt
engar áhyggjur hafa. Þú getur
treyst mér.
Hann tók um hönd hennar og
kyssti hana. Hún færði sig snögg-
lega frá honum.
— Ég er orðin hálfdösuð að
vera hér, sagði hún. — Ég ætla aö
fara inn.
Hann veik til hliðar og svo að
hún kæmist framhjá honum og
svo gekk hann hægt á eftir henni
til Dallas og Huntleys aftur.
Frá þvf andartaki, sem King hóf
sögu sfna um Keller, vissi Eliza-
beth að hvert orð sem hann sagði
var lygaþvættingur. Maffan, eit-
urlyf, vændi og spilling f stjórnar-
hringnum. Þetta voru innantóm
orð og ekkert nema lygi. Huntley
hafði vissulega ráðist gegn
Maffunni áður, hún vissi allt um
það og þvf hafði henni ekki komið
á óvart, þegar King ákvað að
grfpa til þeirrar skýringar nú.
Fólk var margt þannig gert að
það trúði þvf sem þaö hafði heyrt
áður. En hann hafði látið hjá lfða
að vfkja að mikilvægu atriði f
málinu, eða kannski hafði hann
ekki vitað neitt um það.
Hann hafði gripið hennar eigin
ósannindi tveimur höndum. Um
að maðurinn hefði haldið sig út af
fyrir sig I herberginu sfnu. Með
þvf að trúa þvf hafði King sýnt
fávizku sína, svo að ekki varð um
villst. Hann hafi ekki einu sinni
tekið eftir háðinu f orðum hennar
þegar hún iýsti honum. Keller var
ekkert lfkur þeirri tegund af
glæpamanni, sem King hafði ver-
ið að lýsa. Hún hafði sofið við hlið
hans, snortið örin á lfkama hans
og fundið hendur hans fara um
lfkama sinn. Keller var ekki
Mafiu-glæpamaður; þeir lifðu
hátt, og klæddu sig skartlega og
rökuðu sig- á hverjum degi. Þeir
sem ætluðu að ráðast til atlögu
gegn mafiunni fóru ekki f aörar
heimsálfur og fundu þar snauðan
og ótfndan flóttamann sem hvergi
átti höfði sfnu að halla.
Hvernig sem hann var maöur-
inn sem hún elskaði, þá var hann
ekki sá sem King sagði hann vera.
Og þegar hún vissi þessa lygi, þá
vissi hún að fleira var bogið við
þetta allt saman. Hún vissi ekki,
hver var þáttur frænda hennar í
málinu en hún þóttist oróin sann-
færð um, að King væri að leika
tveimur 'skjöldum. Og Elizabeth
skynjaði allt í einu, að þrátt fyrir
þennan tvískinnung var Eddi
King ekki hræddur við frænda
hennar, Þvf meira sem hún hugs-
aði máliö þvf flóknara varð það.
Hún var heldur fámál við mat-
boröið, hún var hrædd og óróleg
og hún hafði litla matarlyst. Hún
nartaói f matinn og hlustaði með
ööru eyranu á King skemmta
Huntley með alls konar frásögn-
um um dvölina í Vestur-Þýzka-
landi. Hann virtist I ljómandi
skapi og lék á alls oddi og þeir
veltust um af hlátri. Þetta var f
sjálfu sér afrek, því að Huntley
var venjulega fúll og ekki auðvelt
að koma honum til að hlæja. Hún
hafði aldrei hugsað út f það áður,
hversu afburða slyngur King var,
en nú horfði hún athugandi á,
hvernig hann lék sér að frænda
hennar eins og köttur og mús.
Hann var fyndinn, hann var
kurteis og hann var alltaf f góðu
skapi. Elizabeth varð hugsað til
þess, að hún hafði alltaf kunnað
vel að meta þessa kosti. Fyrir
aðeins fáeinum vikum hafði hún
farið með honum til Beirut og
komist að raun um að hann var
fróður um margt og ágætis ferða-
félagi. Hún hefði talió hann góðan
vin sinn — nema þegar hún hugs-
aði um blómavöndinn sem hann
hafði sent henni — þá setti að
henni hálfgerð innilokunar-
kennd. Og svo skelfingin, sem
hafðí heltekió hana, þegar þau
voru ein saman úti f gróðurhús-
inu áðan.
Því meira sem hún reyndi að
tengja Eddi King, við þann svik-
ara sem Leary hafi lýst fyrir
henni, þvf ruglaðri varð hún I
rfminu. Þeir voru tveir menn — f
einum og sama manni. Annar var
snjall og elskulegur, hinn var
—
VELVAKAIMDI
Velvakandi svarar I slma 10-10
kl, 10.30 — 1 1,30, frá mánudefe
til föstudags.
% Vatnsþróin
og umhverfi
hennar
K.S. skrifar.
Fyrir nokkrum dögum var rætt
hér f blaðinu um vatnsþróna
gömglu, Mjölni og veitingahúsið
Noröurpólinn við Laugaveg. Frá-
sögnin var öll rétt svo langt sem
hún náði. Vatnsþróin stóð þvert
þar sem Suðurlandsbraut klofn-
aði I Laugaveg og Hvergisgötu.
Hún var úr sléttri steinsteypu um
það bil tveggja faðma löng og
jafnan full af vatni. Yfir henni
stóð skilti með þessari áletrun:
Lofið hestunum að drekka. Þessi
þró var byggð nokkru eftir að
vatnsveitan var lögð til Reykja-
vfkur og sennilega fyrir at-
beina Dýraverndunarfélagsins
(Tryggva Gunnarssonar). Allir
hestar bæjarins þekktu vatns-
þróna og vagnhestar tóku sér þar
jafnan smáhvfld, jafnvel þótt þeir
væru ekki þyrstir, þetta voru
þeirra vagnhestaréttindi.
Mjölnir, sem enn stendur að
nokkru þarna rétt hjá, var hvorki
reistur sem fiskverkunarstöö né
timburverzlun, enda hefði nafnió
þá verið út f hött. Mjölnir var
upphaflega grjótmulningsverk-
smiðja, stofnsett fyrir hvatningu
Sturlubræðra, sem voru menn
framtakssamir og framsýnir. Var
grjótið rifið upp f Rauðarárholti
og mulið f vélum, en þessi starf-
semi átti ekki langan aldur. Ann-
ars var erfitt með útvegun á góðu
steypuefni áður en vörubílar og
vegir komu f gagnið. Ymsir verka-
menn gerðu sér þó til atvinnubót-
ar að mylja grjót I höndum og
fengu þeir 20 aura fyrir hverja
tunnu.
Þegar malbikun hófst á götum,
setti bærinn upp allmikió grjót-
nám á næsta horni vestan við
Kennaraskólann. Gufuvaltarinn
Brfet, sem nú er varðveittur í
Arbæjarsafni, dreif grjótkjaftinn
sem muldi.
Nokkuð bætti úr efnisskortin-
um, að sjávarmöl var flutt á 100
tonna pramma úr landi Gufuness,
og var henni mokað upp f hest-
vagna á Steinbryggjunni.
K.S.“
• Þjóðhátíðar-
söngvar á
hljómplötu
Húsmóðir skrifar:
„Núna, 28. október, voru aug-
lýstir Þjóðhátfðarsöngvar á
hljómplötu eftir Böðvar Guð-
mundsson. Platan fæst f Bókabúð
Máls- og menningar.
Aldrei fór það svo, að ekki gerð-
ist stór menningaratburöur, sem
getur lengi minnt komendur okk-
ar á, hversu geysimerkileg menn-
ing okkar var á þjóðhátíóarárinu,
Við vitum sem sagt það, sem
meistari Hallgrfmur Pétursson
vissi ekki þegar hann sagði, að
sálin væri f útlegð. Við vitum að
sálin I menningarpostulum okkar
f dag er f Moskvu. Efalaus trú
þeirra á kommúnismann eins og
hann er f framkvæmd austur þar
og hjálpræði er bara þar að finna.
Heimurinn f dag er búinn f yfir 60
ár að horfa á það hjálpræði og
veit f hverju það er fólgið. Þar er
ekkert frelsi og þar má ekki yrkja
vfsur og syngja,móti því Bessa-
staðavaldi, þá er vfs fangabúða-
vist eða geðveikrahælisvist. Þar
eru milljónir manna á launum til
þess að fylgjast með orðum og
gerðum almennings, og landa-
mæraverðirnir við múra og
gaddavfrsgiróingarnar, sem eru
kringum löndin þar f sveit, skjóta
á alla, scm reyna að flýja hið
kommúnistfska hjálpræði. Þar má
enginnn fara fram á kauphækk-
un.
Hrædd er ég um, að f dag mundi
Hallgrfmi Péturssyni sáluga finn-
ast lffskjör fólks f Ráðstjórnar-
rfkjunum vera ekki ósvipuð þvf,
sem gerðist á Suðurnesjum f hans
tíð, og ekki bætir það úr skák, að
mega ekki bölva illu hlutskipti
sínu.
Húsmóðir."
Hér á ,,húsmóðir“ sennilega við
plötu, sem stundum hefur heyrzt
f útvarpi að undanförnu. Það
skyldi þó ekki vera, að Rússarnir
hafi kostað útgáfu plötunnar,
svona til að gleðja okkur á þjóðhá-
tfðarárinu, og þá náttúrlega fyrst
og fremst útlegðarsálirnar bless-
aðar.
• Ávfsanir
f Rfkinu
Siguróli Jóhannsson hringdi.
Kvaðst hann hafa farió f áfengis-
útsöluna við Lindargötu og ætlað
að fá þar fiösku, sem kostaði 760
krónur. Greiddi hann með ávfsun
útgefinni á A.T.V.R. að upphæð
800 krónur. Þegar afgreiöslumað
urinn leit á ávfsunina tók hann
flöskuna aftur, og sagðist ekk
taka við ávísunum, nema upphæð
in væri nákvæmleg borgun fyrir
vörunni. Siguróli sagði þá, að
óþarfi væri að gefa sér til baka 60
krónurnar, en það kom fyrir ekki.
Sagðist Siguróli hafa farið út úr
verzluninni við svo búið, og hefð
hann þá haldið rakleiðis I næstu
útsölu, fengið þar sfna flösku um
yróalaust, og 60 krónur til baka af
þessari sömu ávfsun.
Við snerum okkur til Einars
Ölafssonar, verzlunarstjðra
áfengisútsölunni við Lindargötu
og bárum undir hann þessa sólar
sögu.
Einar sagði, að ávfsanaviðskipt
væru nú orðin svo erfið, að dag
lega fengi verzlunin tvær og upp
tfu innstæðulausar ávfsanir send
ar frá SeÓIabankanum. Þetta
gerði það að verkum, að starfs
menn væru nú orðnir mjög
hvekktir á þessum viðskiptum, o;
f þvf tilfeli, sem hér um ræðir
hefði gremjan bitnað á manni
sem hefði ekki átt álfkt skilið.
Hann sagði ennifremur skoöun
sina vera þá, að' viðskiptabank
arnir ættu að láta viðskiptavinum
sfnum f té skilríki um það, að
viðkomandi banki bæri traust ti
þeirra, ellegar þá persónuskilrfk
af einhverju tagi. Sér skildist, að
ætlunin væri að taka einhver slfk
skilríki f notkun á næstunni, en
með hvaða hætti það yrði og
hvenær.vissi hannekki.
Siglfirðingar fá
skurðlækna
Borgarspítalaris
Siglugirði — 31. október.
SIGLFIRÐINGAR hafa nú fengið
arsæla lausn á læknavandamáli
sfnu, sem varð er skurðlæknirinn
iér veiktist. Lengi tókst ekki að
fá annan skurðlækni f hans stað,
en nú hafa skurðlæknar f Borgar-
spftalanum ákveðið að hlaupa
undir bagga með okkur Siglfirð-
ngum og skiptast á um að vera
hér sinn mánuóinn hver. Mun
Sverrir Haraldsson læknir koma
hingaö fyrstur þeirra til starfa.
— Matthfas.
Lausn
skipstjórans
Hentugasti dýptarmælirinn fyrir
10—40 tonna béta, 8 skalar
niður á 720 m dýpi, skiptanleg
botnllna, er greinir fisk frá botni.
Dýpisllna og venjuleg botnllna,
kasetta með 6" þurrpapplr, sem
má tvlnota.
SIMRAD
Bræðraborgarstíg 1,
s. 14135 — 14340.
STÆKKUNAR-
LAMPAR
FRÁ LUKO
■OPIB AH
ÍLAUGARDÖGUM
LJOS &
ORKA
SENDUM I' PÓSTKRÖFU
LANDSIHS MESTA
LAMPAÚRVAL
LJOS &
ORKA
Suóurl<in(lsbrautl2
sími S4488