Morgunblaðið - 26.11.1974, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÖVEMBER 1974
Harður
árekstur á
Reykjanesbraut
MJOG harður árekstur varð
milli tveggja fólksbifreiða á
Reykjanesbraut skammt
vestan við Grindarvfkur-
afleggjara um klukkan 8 á
sunnudagsmorguninn. Öku-
mennirnir voru einir f bíl-
unum. Slösuðust þeir mikið,
en þó ekki Iffshættulega.
Liggja þeir báðir á Borgar-
sjúkrahúsinu. Rétt eftir að
áreksturinn átti sér stað, bar
að þriðja bílinn. Tókst öku-
manni hans ekki að stöðva f
tæka tíð, enda hálka mikil.
Rakst bíllinn á annan hinna og
skemmdist nokkuð, en öku-
meðurinn meiddist lítils-
háttar.
Nánari tildrög voru þau, að
Lanciabfll var á leið til Kefla-
víkur en Citroenbill á leið til
Reykjavíkur. Ók Lanciabíll-
inn á öfugum vegarhelmingi
og varð árekstrinum ekki af-
stýrt. Sem fyrr segir voru
báðir ökumennirnir fluttir til
Reykjavíkur. Bflarnir eru
mikið skemmdir, ef ekki ónýt-
ir.
Tveir í 60
daga gæzlu-
varðhald
TVlTUGUR piltur var i síð-
ustu viku úrskurðaður i 60
daga gæzluvarðhald vegna sí-
brota. Lögreglan hefur þurft
að hafa mikil afskipti af pilti
þessum, og hefúr hann t.d.
framið mörg afbrot á siðustu
vikum. Þá var fullorðinn
maður i gær úrskurðaður í allt
að 60 daga gæzluvarðhald
vegna gruns um íkveikju í
Þverholti s.l. föstudag. Saka-
dómur Reykjavíkur felldi báða
þessa úrskurði.
Ók niður
r p • • •
i rjoru
JEPPABIFREIÐ af Scout-
gerð hafnaði niðri í f jöru fyrir
neðan Sætún í Reykjavfk um
klukkan 14 í gærdag. Fór bíll-
inn á töluvert mikilli ferð
fram af kambinum, sem er
nokkuð hár, og stöðvaðist í
stórgrýti rétt áður en hann fór
í hafið. Ekki liggur ljóst fyrir
hver voru tildrög þess að bíll-
inn fór þarna fram af. Öku-
maður var einn i bflnum, og
skarst hann í andliti. Bíllinn
er stórskemmdur.
Stuttu síðar varð árekstur
milli strætisvagns og vélhjóls
á mótum Gullteigs og Kirkju-
teigs. Var hann töluvert
harður. Piltur ók vélhjólinu.
Hann skall f götuna og skarst
við það mikið í andliti.
Skorið á
hjólbarða
SPELLVIRKI voru unnin á
leigubifreið fyrir framan
húsið númer 30 við Bergstaða-
stræti á tfmabilinu 7—14 á
sunnudagsmorguninn. Höfðu
þrfr af fjórum hjólbörðum bif-
reiðarinnar verið" sundur-
stungnir og gjöreyðilagðir.
Þetta er f annað sinn á hálfum
mánuði sem bifreiðin fær
þessa meðferð, og í fyrra skipt-
ið var sami hjólbarðinn látinn
óáreittur, en hinir þrfr eyði-
lagðir! Rannsóknariögreglan
hefur óskað eftir því, að þeir,
sem einhverjar upplýsingar
geta gefið í máli þessu, hafi
strax samband við hana.
Gáfust upp á
háhyrnings-
veiðunum
Höfn Hornafirði 25. nóv.
FRAKKI sá, sem hér hefur verið f
haust f þeim tilgangi að ná lifandi
háhyrningi, hefur nú gefizt upp
við veiðarnar. Honum til aðstoðar
síðustu vikuna var enskur dýra-
læknir, sem var með sérstakar
náladeyfisprautur. Þeir komust
hinsvegar að þvf, áð náladeyf-
ingin hreif ekki á fslenzka
háhyrninginn, hefur að Ifkindum
ekki komizt inn úr spikinu. Þurfa
þeir þvf að útbúa nýtt deyfitæki
og hingað ætla þeir að koma
næsta sumar eða næsta haust með
nýjan útbúnað.
Reknetabátunum hefur gengið
mjög vel að undanförnu og f
fyrradag fengu þeir um 1000
tunnur. Aflahæst var Akurey með
um 300 tunnur, sem er metafli í
reknetin hér. Öll sfldin er söltuð.
Þýzki togarinn Arcturus f Friðarhöfninni f Vestmannaeyjum.
16 ára piltur viður-
kennir 30-40 innbrot
Meðal annars 620 þúsund króna þjófnað frá Vogue
LÖGREGLAN f Reykjavfk hand-
tók um helgina 16 ára pilt vegna
smá innbrots f bílasölu Matthfas-
ar við Borgartún. Rannsóknarlög-
reglan fékk piltinn til yfir-
heyrslu, og varð árangur hennar
sá, að pilturinn játaði á sig 30—40
innbrot á sfðustu tveimur mán-
uðum, og leikur jafnvel grunur á,
að hann hafi enn ekki játað allt,
sem hann hefur á samvizkunni.
Stærsta innbrotið, sem hann ját-
aði. var í skrifstofu Vogue f
Klettagörðum fyrir u.þ.b. mán-
uði. Þar stal hann 617,300 krón-
um í reiðufé úr peningaskáp.
Peninganna gróf hann f jörðu
skammt frá heimili sínu í
Bústaðahverfi, og komu þeir nær
allir í leitirnar þegar lögreglan
gróf fenginn upp um helgina. Tvö
þúsund krónur hafði pilturinn
tekið til eigin þarfa, en 615,300
krónur komust til skila. Pilturinn
hefur verið úrskurðaður í 7 daga
gæzluvarðhald á meðan rannsókn
Vestmannaeyjar:
48 ára gamall mað
ur lézt eftir átök
KARLMAÐUR um fertugt hefur
verið úrskurðaður f 7 daga gæzlu-
varðhald í Vestmannaeyjum,
eftir að maður, sem hann lenti f
átökum við aðfararnótt s.l. sunnu-
dags, lézt skömmu eftir að átökin
áttu sér stað. Sá, sem lézt heitir
Þorleifur Guðjónsson, skipstjóri
á Sjöfn VE. Þorleifur heitinn var
48 ára að aldri, kvæntur en barn-
laus.
Mennirnir tveir eru kunningjar
og höfðu farið saman á dansleik í
samkomuhúsið kvöldið áður
Sögusýningin:
30 þúsund gestir
sóttu sýninguna
SÖGUSVNINGUNNI að Kjarvals-
stöðum lauk á sunnudaginn. A*
sögn Indriða G. Þorsteinssonar,
framkvæmdastjóra Þjóðhátíðar-
nefndar 1974, komu um 30 þús-
und manns á sýninguna, þar af
stór hópur úr skólum. Skólanem-
endur fengu ókeypis aðgang, og
er því ljóst, að einhver halli
verður á sýningunni. Enda stóð
það aldrei til, að sögn Indriða, og
hann bætti þvf við, að slfka sýn-
ingu væri ekki hægt að meta til
fjár. „Tilvist okkar á ekki að vera
neitt kassastykki,“ sagði Indriði.
Nú er unnið að því verkefni að
mynda sýninguna fyrir Fræðslu-
myndasafn rikisins. Verða út-
búnar litmyndaglærur frá sýn-
ingunni. Þá er nú í athugun hvað
gert verður við sýninguna, en það
er mikið áhugamál Þjóðhátíðar-
nefndar, að sögn Indriða, að
henni verði bjargað frá notkunar-
leysi, eins og Indriði orðaði það.
ásamt konum sínum. Að dansleik
loknum héldu þau saman frá sam-
komuhúsinu. Þegar þau voru
stödd fyrir framan húsið númer
25 við Vestmannabraut kom til
ryskinga milli mannanna tveggja,
en að sögn sjónarvotta kom ekki
til harðra átaka. Talið er, að Þor-
leifur heitinn hafi fallið með
höfuðið á steyptan vegg eóa stétt,
hlotið höfuðhögg og misst við það
meðvitund. Hinn maðurinn hélt
rakleitt á lögreglustöðina og til-
kynnti, að maðurinn lægi meðvit-
undarlaus á þessum ákveðna stað.
Lögreglan fór strax á staðinn og
flutti Þorleif á sjúkrahúsið, og
samkvæmt úrskurði lækna var
hann látinn þegar þangað var
komið.
Mái þetta er í rannsókn hjá
bæjarfógetaembættinu í Vest-
mannaeyjum. Hefur sá, sem lenti
í átökunum við Þorleif, verið úr-
skurðaður í 7 daga gæzluvarðhald
fyrst um sinn, á meðan rannsókn
fer fram, en ifk Þorleifs var í gær
flutt til Reykjavíkur til krufn-
ingar.
stendur yfir. Hann hefur ekki
áður komið við sögu lögreglunn-
Sem fyrr segir var pilturinn
handsamaður vegna innbrots í
fyrrnefnda bilasölu í Borgartúni
aðfararnótt s.l. sunnudags. Var
hann handtekinn þar í nágrenn-
inu, og var þá með billykla í vas-
anum, sem hann hafði fengið þar
inni. Hann játaði þetta innbrot
strax, en önnur innbrot byrjaði
hann síðan að játa seinnipartinn á
sunnudag, að sögn ívars Hannes-
sonar rannsóknarlögreglumanns,
sem hafði rannsókn málsins með
höndum. Var það orðinn langur
lestur áður en yfir lauk, milli 30
og 40 innbrot. Að sögn ívars var
innbrotið í Vogue það lang-
stærsta, en önnur innbrot voru
smávægilegri. Hafði hann yfir-
leitt nokkur þúsund krónur upp
úr krafsinu, en víða vann hann
mikil spjöll. Á einum stað, hjá N.
Mancher og Co. í Borgartúni, stal
hann miklu magni af ávísanaheft-
um, og komu þau öll í leitirnar.
Þá játaði hann nokkur innbrot
utan Reykjavíkur, m.a. að hafa
stolið 64 þúsund krónum frá
bensinstöð á Höfn í Hornafirði.
Síðustu innbrotin framdi hann
um þessa helgi. Við þau notaði
hann lítið kúbein, eins og í flest
fyrri skiptin, og vann mikil spjöll,
en eftirtekjan var víða litil. Fór
hann m.a. inn í Smjörlíkisgerðina
í Þverholti, stal litlu en rótaði
miklu. Hjá bókaútgáfunni Leiftri
vann hann mikil spjöll, en stal
sömuleiðis litlu. Þá heimsótti
hann kaffistofu Guðmundar í Sig-
túni, en þangað inn hefur hann
a.m.k. farið einu sinni áður. 1
Bolholti 6 fór hann inn hjá mörg-
um fyrirtækjum, stal litlu en
vann mikil spjöll, braut m.a. upp
margar hurðir. Þá fór hann loks
inn í fyrirtæki í Skipholti 1, og
vann þar spjöll sem og annars
staðar.
Þór átti
að draga
Andvara
Höfn, Hornafirði, 25. nóv.
VESTMANNAEYJABÁTUR-
INN Andvari VE 100
strandaði á sunnudag við aust-
anverðan Ingólfshöfða í blíð-
skaparveðri. Strax var haft
samband við björgunarsveitir
Slysavarnarfélagsins I Ör-
æfum og á Höfn f Hornafirði.
Fóru þær strax á strandstað og
voru allir skipbrotsmenn, 6 að
tölu komnir heim að Fagur-
hólsmýri og Hofi um kl. 22 á
sunnudagskvöld. Á flóðinu í
nótt ætlar varðskipið Þór að
gera tilraun til þess að draga
Andvara á flot.
Það var um kl. 17 á sunnu-
dag, sem Andvari strandaði og
tilkynnti Loftskeytastöðin á
Höfn strandið til Slysavarnar-
félagsins, sem þegar hafði
samband við björgunarsveit-
irnar á Höfn og í Öræfum.
öræfingar voru fljótlega
komnir á staðinn og komu þeir
línu um borð i skipið. Gátu
mennirnir svamlað i land með
aðstoð taugarinnar, svo stutt
var báturinn frá landi. Rétt í
þann mund, sem síðasti maður-
inn kom i land, kom björgunar-
sveitin frá Höfn á Hornafirði á
vettvang.
Fljótlega var farið að kanna
björgun skipsins, en eina varð-
skipið, sem nálægt var strand-
staðnum, Ægir, var upptekið
við að góma landhelgisbrjót.
Biðu menn því eftir öðru varð-
skipi og eftir hádegi í gær kom
varðskipið Þór á vettvang. I
gærkvöldi var búið að koma
dráttartaug i land og undirbúa
allar björgunaraðgerðir, sem
bezt mátti. Fremstur í flokki
við undirbúning björgunar-
starfsins var Iögreglustjórinn
á Höfn, Friðjón Guðröðarson.
Vann hann þarna eins og
þræll. Nokkur sjór var kominn
i Andvara í gærkvöldi og átti
að reyna að dæla honum úr
skipinu áður en Þór freistaði
þess að draga skipið út, en það
átti að gera kl. 04 i nótt.
Elías.
Tvö hjörtu berjast í sama brjósti
Höfðaborg, Suður-Afríku,
25. nóv. AP.
CHRISTIAN Barnard, skurð-
læknir, sem fyrstur varð til að
reyna hjartaflutninga, hefur nú
reynt nýja hjartaflutningaaðferð,
sem er í þvf fólgin að setja annað
hjarta við hliðina á þvf veika og
slá síðan bæði hjörtun 1 brjóst-
inu. I þessu fyrsta tilviki fékk 58
ára gamall maður hjarta úr tíu
ára telpu, sem lézt í slysi.
Barnard nam á brott vinstri
hluta úr gamla hjartanu og kom
því næst hinu nýja fyrir hjá því.
Gamla hjartað á að anna þvi, sem
það hefur kraft til, en það, sem á
vantar, á nýja hjartað að sjá um
og eru æðar úr gamla hjartanu
tengdar við hið nýja. Réynt verð-
ur að búa svo um, að hjörtun tvö
slái I takt, sagði Barnard, en það
hefur ekki tekizt fullkomlega.
Hann sagðist hafa gert tilraunir i
þessa átt ásamt starfsfólki Groote
Schuursjúkrahússins upp á síð-
kastið. Reynslan myndi leiða í ljós
hvernig þetta reyndist, en hann
hefði góða von um að betta
heppnaðist.
I kvöld var líðan mannsins góð
og enn höfðu engin einkenni kom-
ið í ljós, sem bentu til, að líkami
hans ætlaði að hafna aukahjart-