Morgunblaðið - 26.11.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1974
7
Dœmdur til
dvalar á
geðveikrahœU
Victor Fainberg, sem
nú er 42ja ára, var til-
tölulega litt þekktur fé-
lagi sovézku mannrétt-
indahreyíingarinnar
þegar hann var handtek-
inn vegna þátttöku í mót-
mælum á Rauða torginu
gegn innrás Sovétríkj-
anna í Tékkóslóvakíu ár-
ið 1968. Hann neitaði að
verða við kröfum full-
trúa KGB, sem yfir-
heyrðu hann, um að
skýra frá starfsemi
hreyfingarinnar, og var
því sendur til vistar á
geðveikrahæli, þótt þau
örlög séu aðallega ætluð
hörðustu gagnrýnendum
Sovétríkjanna.
Ásamt samfanga sín-
um, Vladimir Borisov,
ákvað hann að halda
áfram andófinu á tvenn-
an hátt. I fyrsta lagi
ætluðu þeir að senda á
laun frá sér upplýsingar
um barsmíðar, innspraut-
anir á lyfjum til að
minnka viljaþrek fang-
anna, og þann stöðuga
ótta, sem ríkti meðal vist-
manna. Þessum upp-
lýsingum var svo komið
áfram til Vesturlanda
sem liður í baráttunni
gegn misnotkun á geð-
veikrahælum í Sovétríkj-
unum.
I öðru lagi ætluðu þeir
persónulega að virða að
vettugi þá grundvallar-
kröfu kerfisins að enginn
fangi skyldi fá frelsi fyrr
en hann hefói afneitað
stjórnmála- eða trúar-
skoðunum sínum, viður-
kennt að geðbilun hefði
stjórnað gerðum hans, og
þakkað læknunum fyrir
að hafa veitt sér bata.
Barátta þeirra — eins og
barátta Pavels Litvinovs
— miðaði að því að láta
sannleikann kveða niður
lygina og kúgunina, sem
kerfið lifði á.
í júní 1971 tókst hon-
um að senda frá sér frá-
sögn, sem enn er talin
einhver bezta lýsing á
þessum „einangraða ó-
heimi með sín ó-lög“, sem
geðveikrahælin geyma.
Varó þessi frásögn helzta
undirstaða mótmælaað-
gerðanna á Vesturlönd-
um.
í marz 1971 hófu þeir
félagar hungurverkfall
til að undirstrika kröfur
um bætur á aðbúð fang-
anna. Þeir kröfðust þess
að hætt yrði að gefa föng-
unum sprautur gegn
vilja þeirra, að þeir
fengju lögfræðilega að-
stoð og skoðun hjá geð-
læknum er þeir sjálfir út-
nefndu en ekki KGB, að
mál þeirra yrðu tekin
fyrir hjá dómstólum, og
að aðbúnaður þeirra yrði
bættur.
Eftir LAURENCE
MARKS
Hungurverkfallið stóð í
82 daga. Sovézk yfirvöld
vissu að misnotkunin á
geðveikrahælunum yrði
tekin til umræðu á al-
þjóðaþingi geðlækna í
Mexíkóborg þá um haust-
ið. Var því gengið að
kröfunum.
„Yfirvöldin voru að
undirbúa það að láta
fjölda fanga lausa úr geð-
veikrahælunum," segir
Fainberg. „Grein var birt
í Izvestia til að undirbúa
almenning undir þessa
stefnubreytingu. En að-
gerðum var frestað með-
an beðið var eftir niður-
stöðum alþjóðaþingsins.“
Sovézku fulltrúarnir í
Mexíkóborg gátu komið i
veg fyrir að þingið tæki
fyrir ítarlegar skýrslur,
sem tekizt hafði að
smygla út úr Sovétríkj-
unum.
„Vestrænu fulltrúarn-
ir sviku okkur í tryggð-
um er þeir létu undir
höfuð leggjast að krefj-
THE OBSERVER
ast þess að skýrslurnar
yrðu teknar til umræðu.
Eftir það gat KGB gripið
til hefndarráðstafana. Öll
loforðin voru svikin.“
1 desember 1971 hófu
þeir Fainberg og Borisov
annað hungurverkfall
sitt. „1 þetta skiptið var
meiri hörku beitt við að
neyða okkur til að taka
næringu," segir Fain-
berg. „Svo var farið að
sprauta í mig eiturlyfj-
um. Ég hótaði að fremja
sjálfsmorð. Það var eina
vopnið, sem ég átti eftir.“
Þegar hér var komið
sögu var nafn Fainbergs
orðið vel þekkt á Vestur-
löndum vegna baráttu
hans. KGB þorði ekki að
taka afleiðingunum af
hugsanlegu sjálfsmorði
hans — og þeim alþjóða-
mótmælum, sem áreiðan-
lega fylgdu í kjölfarið.
Yfirvöldin drógu í
land, og fangarnir tveir
voru sendir til læknis-
skoðunar á ný hjá
Serbsky-stofnuninni ill-
ræmdu í Moskvu. Þeir
hættu þá tveggja mánaða
hungurverkfalli sínu.
Þeim var tilkynnt að
þeir yrðu nú sendir til
dvalar i venjulegu geð-
veikrahæli um hríð, en
það er venjulega fyrsta
sporið í átt til frelsis.
Þetta leiddi til þess að
herferðinni til að fá þá
leysta úr haldi var hætt.
Þegar KGB fann að farið
var að draga úr þrýst-
ingnum, voru þeir aftur
sendir á fanga-geðveikra-
hælið.
Nú var svo komið aö
fanga-geðveikrahælið í
Leningrad var orðið al-
ræmt á Vesturlöndum
vegna upplýsinga Fain-
bergs. Yfirvöldin ákváðu
því að dreifa föngunum
til annarra hæla, allt að
1.500 kílómetrum frá
heimilum þeirra og fjöl-
skyldum, í því skyni að
torvelda þeim að koma
frá sér fréttum og upp-
lýsingum.
Fainberg komst að því
að hann yrði einn eftir í
Leningrad og að vilja-
þrek hans yrði brotið nið-
ur. Honum tókst að senda
frá sér áskorun til Kurts
Waldheims fram-
kvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna, og
hann hóf þriðja hungur-
verkfall sitt til að mót-
mæla dreifingu fang-
anna.
Yfirvöldin voru nú tek-
in að óttast að langvar-
andi þjáningar þessa
óstýriláta fanga þeirra
gætu leitt til dauða hans.
Hætt var við fangadreif-
inguna. I desember 1972
var hann svo fluttur í
venjulegt geðveikrahæli.
Enn var eftir að fá
hann til að játa syndir
sínar og viðurkenna að
hann hefði verið geðveik-
ur. Margir áhrifamenn
meðal andófsmanna
höfðu litið á þessi atriði
sem kjánaleg formsatr-
iði. En Fainberg lét sig
ekki og neitaði að taka
þátt í þessum skrípaleik.
Aðrir læknar voru
kvaddir til, og reyndu
þeir að fá hann til að
skilja vandann og skipta
um skoóun. „Til að sann-
færa rannsóknarnefnd-
ina,“ sögðu þeir honum,
„verðum við að gefa ein-
hverja ástæðu fyrir bata
þínum. Nefndu eitthvað
meðal, og við gefum þér
lyfseðil.“
„Það,“ sagði Fainberg,
„er ykkar mál.“
„Þér getur ekki verið á
móti skapi að taka nokkr-
ar svefntöflur," spurðu
læknarnir.
„Ef það er eitthvað,
sem ég hef lært undan-
farin fjögur ár,“ svaraði
Fainberg, „þá er það að
meta gildi svefnsins."
Hann var kallaður fyr-
ir hjá rannsóknarnefnd-
inni. „Þeir sögðu vió mig:
„Jæja, við ætlum ekki aó
krefjast þess að þú af-
neitir skoðunum þínum,
en við verðum að spyrja
Framhald á bls. 11.
Teborð úr reyr með áfastri blaðagrind. KÖRFUGERÐIN, INGÓLFSSTRÆTI 16. Brotamálmar Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN27 Sími 25891.
Heimilisstóllinn. Við gerum ekki upp á milli kynj- anna. Nafnið á nýja hvíldarstóln- um er heimilisstóllinn. Greiðsluskilmálar. Nýja bólsturgerðin Sími 1 6541. Bólstrun Tek bólstruð húsgöng í klæðn- ingu. Fast verðtilboð, ef óskað er. Bólstv. Bjarna Guðmundssonar, Laugamesvegi 52, sími 32023.
Milliveggjaplötur vorar eru nú aftur fyrirliggjandi. Athugið að nákvæmni í stærð og þykkt sparar pússningu. Steypustöðin h.f., sími 33603. Bókhaldsþjónusta Viðskitastofan, Austurstræti 10, 5. h. Sími 13995.
Húseigendur — Verktakar Smíðum handrið og stiga, og framkvæmum allskonar járnsmíði, svo og rennismlði. Dreki h.f., sími 86040. Er vaskurinn stiflaður? Tek stlflur úr handlaugum, baðkör- um, eldhúsvöskum og niðurföll- um. Baldur Kristiansen Plpulagningameistari. Simi 19131.
Milliveggjahellur Steypuiðjan s.f., Selfossi, slmi 99- 1399. 2Wor:0Mní)lnt>i& mnRGFmonR mÖGULEIKR VÐflR
Spariúlpa vetrarins
65% Polyester, 35% bómull, vatteruð og vel gerð
flík með loðfóðraðri hettu.
Litir: Gulur með bláu loðfóðri í hettu og bláum rennilásum,
rauður með bláu loðfóðri í hettu og bláum
rennilásum, dökkblár með rauðu loðfóðri í hettu
og rauðum rennilásum.
Stærðir:
(líkamshæð í cm.) 86 — 92 — 98 — 104 — 1 10.
Verð kr. 3.250.00.
I SKEIFUNNI151iSIMl 86566