Morgunblaðið - 26.11.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.11.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÖVEMBER 1974 Jón Jörundsson á þarna körfuskot f leik IR og Ármanns. Kristinn Jörundsson fylgist spenntur með framvindu mála. 1R 4 4 0 339:305 & stig. KR 4 3 1 384:320 6 stig. Valur 4 2 2 347:334 4 stig. Ármann 4 2 2 321:313 4 stig. 1S 4 2 2 295:289 4 stig. UMFN 4 2 2 309:310 4 stig. Snæfell 4 1 3 247:289 2 stig. HSK 4 0 4 264:337 0 stig. Stighæstir: Stefán Bjarkason UMFN 104 Kolbeinn Pálsson KR gg Jón Sigurðsson Ármanni 96 Kristinn Jörundsson iR 86 Agnar Friðriksson ÍR 82 Einar Sigfússon Snæfell 77 Kristján Ágústsson Snæfeli 73 Kári Marfsson Val 73 Torfi Magnússon Val 73 Vftaskotanýting (10 skot eða fleiri). Kolbeinn Kristinsson tR 10:9 =90 % Ingi Stefánsson lS 21:16= 76,2 % Guðmundur Svavarsson HSK 14:10= 71,4 % Kristinn Jörundsson IR 26:18=69,2 % Jón Jörundsson tR 16:11= 68,8 % Stefán Bjarkason UMFN 18:12= 66,6 % Kolbeinn Pálsson KR 18:12= 66.6 % en hefur lítið leikið með Fram að þessu. Þeir bræður Birkir og Bjarni Þorkelssynir eru bestu menn HSK þessa dagana. Guðmundur Svavarsson er mikill baráttu- maður, en mér finnst hann ekki fá nægjanlega mikið út úr leik sínum. Vörnina leikur hann vel, en sóknarleikinn ekki nægjanlega yfirvegað. En meginástæðan fyrir óförum HSK liðsins það sem af er þessu móti hefur e.t.v. ekki komið nógu skýrt fram. Að missa á einu bretti leikmenn eins og Þröst Guðmundsson og Ölaf Jóhannes- son er heljarmikið áfall fyrir lið- ið. Stighæstir: UMFN: Stefán Bjarkason 25, Gunnar 16, Brynjar Sigmundsson 13. HSK: Birkir 17, Stefán Hallgríms- son 13, Gunnar Jóakimsson 11. , _______________________ gk. KR-stúlkurnar sigruðu IS með nokkrum yfirburðum. Þarna er ein KR-stúlka að skora körfu, án þess að IS komi við vörnum. KR-stúlkurnar unnu ÍS KÖRFUKNATTLEIKSSTULK- URNAR léku einn leik um helg- ina, en þá mættust lið KR og IS. Sá leikur var allfurðulegur, a.m.k. ef litið er á leikskýrsluna. Leikurinn var lengi vel afar jafn, og þó hafði IS fremur frum- kvæðið. Jafnt var í hálfleik 20:20. IS komst síðan yfir í byrjun s.h. 29:26, en þá snerist leikurinn skyndilega KR í vil. Skoraði KR þá 27 stig f röð, og IS stúlkurnar voru sem áhorfendur. Lokatölur urðu 53:32 fyrir KR, og eru flestir á þeirri skoðun að KR stúlkurnar séu með eina liðið sem getur veitt lR einhverja keppni í vetur. ÁRMANN VANN ÍS í HÖRKULEIK ÁRMENNINGAR náðu í tvö mjög dýrmæt stig þegar þeir léku gegn IS sl. laugardag. Bæði þessi lið eru orðuð við baráttuna á toppnum f 1. deild- ar keppninni í vetur, og stig úr leikjum liðanna innbyrðis eru því afar mikilvæg. Stúdentar mættu til leiksins með tvö stig úr sfðustu viðureign, en þá lögðu þeir Islandsmeistara KR, en Ármann hafði tapað fyrir Val í næsta leik liðsins á undan þessum leik. Það mátti líka auðveldlega greina það í upphafi leiksins, að taugaóstyrkur hrjáði leik- menn beggja liða. Sóknarlot- urnar gengu á víxl, og lítið gekk. 2:0 fyrir IS eftir 2 mín., og 2:2 eftir 4 mín. leik. En fljótlega fór að greiðast úr sálarflækju leikmanna, og þeir fóru að sýna eðlílegan leik. Ár- menningar urðu fljótari til, þeir náðu forustu, og á 13. mín. hálfleiksins virtist allt benda til stórsigurs þeirra. Þeir voru þá búnir að ná yfirburðastöðu 29:14, og IS liðið virtist vera aó brotna. En skyndilega hófu stúdentar að rétta úr kútnum, og með sívaxandi leik allan hálfleikinn minnkuðu þeir muninn i eitt stig fyrir hálfleik 33:32. Síðari hálfleikur var svo á þann hátt sem allflestir leikir eru í mótim í vetur, æsispenn- andi og úrslitin ekki ráðin fyrr en á siðustu sek. leiksins. Eftir að ÍS jafnaði í byrjun hálfleiks- ins 39:39 má segja að jafnt hafi verió á öllum tölum þar til Ár- mann skoraði 8 stig í röð undir lok hálfleiksins, og sá kafli liðs- ins gerði út um leikinn. Þótt ÍS minnkaði muninn i þrjú stig, kom það fyrir ekki, Ármann átti lokaorðið og sigraði með 70 stigum gegn 66 stigum stúdenta. Eg álit, að IS hafi tapað þess- um leik vegna rangra inn- áskiptinga. Um miðjan síðari hálfleik þegar allt var i járnum var sú stefna tekin að hvíla leikmennina undir lokaátökin, en það var bara ekki gert á réttan og skynsamlegan hátt. Því þegar Ármenningar eru að gera út um leikinn sitja fjórir af fimm leikmönnum úr byrjunarliðinu fyrir utan, og þegar Símon kom inn á i síðari hálfleiknum þá var Bjarna Gunnari kippt út af um leið. Þegar svo leikið var með fullu liði í lokin þá rétti IS sinn hlut en það kom bara of seint. Ég hef sjaldan séð Jón Sigurðsson leika betur en i þessum leik. Hann hitti að vísu ekki eins vel og oft áður, en uppbygging hans á öllum leik Armanns var frábær og send- ingar á fría samherja voru hreint gull. Þá áttu þeir Hall- grímur Gunnarsson og Jón Björgvinsson mjög góðan leik á örlagaríkum augnablikum í s.h. og það bjargaði miklu fyrir liðið. — En sé litið á heildina, þá var þessi leikur ekki eins góður og margir leikir topplið- anna hafa verið, og olli því greinileg spenna sem virtist koma illilega í ljós. Stigin: Armann: Jón Sigurðs- son 17, Símon Ölafsson 12, Jón Björgvinsson 11, Björn Christensen 8, Hallgrímur 6, Haraldur Hauksson og Björn Magnússon 4 hvor, Guðmundur Sigurðsson og Birgir Örn 2 hvor. — IS: Jón Héðinsson 17, Ingi Stefánsson 14, Bjarni Gunnar 12, Albert Guðmunds- son 8, Steinn Sveinsson 6, Þórð- ur Öskarsson 5, Jón Indriðason Staðan Slakur leikur HSK og UMFN EINS OG flestir höfðu reiknað með, þá ðtti UMFN ekki f miklum vandræðum með að sigra HSK. | Eg hafði þó reiknað með meiri og betri mótspyrnu þeirra austan- manna en raun varð á, eftir leik liðsins gagn KR um s.l. helgi, en leikur liðsins að þessu sinni var afar slakur og gefur ekki glæstar vonir um mikið gengi liðsins f vetur. Sumir halda þvf fram, að þegar Anton Bjarnason komi inn í liðið þá breytist allur leikur þess, en þegar við ræddum við Ánton í vikunni og spurðum hann hvenær hann ætlaði að byrja að leika með liðinu þá svaraði hann þvf til að hann væri ekki mjög áhugasamur um það að byrja, hefði reyndar sáralftið æft. En á hann hefði verið ýtt mjög að koma til leiks með liðinu, og yrði hann þvf að öllum Ifkindum með. En sannast að segja, að þá held ég að Anton, þótt góður sé, geti ekki gjörbylt HSK liðinu. Það virðist nefnilega alls ekki vera í þannig ástandi þessa dagana að vera til stórræða líklegt. Að vísu — og þaó gerir gæfumuninn fyrir liðið þá er „gamli refurinn" Birkir Þorkelsson enn í fullu f jöri, og fáir leikmenn eru honum fremri í seiglunni. Án hans væri liðið ekki boðlegt í 1. deild. Þetta kann að hljóma einkennilega, að svona þurfi að ræða um eitt lið i 1. deild. En þegar UMFN liðið sem að vísu er í mikilli framför vinnur HSK með 16 stiga mun með slökum leik og notar varamenn mikið þá er e.t.v. réttlætanlegur þessi harði dómur. Gangur leiks- ins var í stuttu máli sá, að UMFN náði fljótlega öruggri forustu, og var yfir 41:27 í hálfleik. Sami munur hélst út allan leikinn og lokatölur urðu 85 stig Njarð- vikinganna gegn 69 stigum HSK. Það kom glögglega i ljós í þess- um leik hversu sterkur leikmaður Stefán Bjarkason er orðinn. Við hann réðu HSK menn alls ekki, og það þrátt fyrir hæðarmun þeim í hag gagnvart honum. Það virkaði því á mann sem hálfgerð neyðar- vörn þegar Stefán Böðvarsson sem annars leikur lítið með liðinu var settur honum til höfuðs í seinni hálfleik leiksins, og hann tók Stefán engum vettlingatök- um. Gekk þetta svo langt að Stef- án Bjarkason tók nafna sinn Böðvarsson hugðist slá hann. Þá var Gunnar Þorvarðarson góður i þessum leik, svo og Einar Guð- mundsson sem er að ná sér eftir slaka byrjun í haust. En mest kom samt á óvart Guðbrandur Lárus- son sem er ört vaxandi leikmaður Kristinn skoraði frá miðju og IR vann Armann 84:82 iR-ingar standa óneitanlega mjög vel að vfgi f 1. deildar keppninni í körfuknattleik. Eftir sigur lR gegn Ármanni um helgina er lið- ið eina taplausa liðið í deildinni, öll hin liðin hafa tapað leik, og sumir aðalkeppinautarnir hafa tapað 4 stigum. Þrátt fyrir forföll landsliðs- mannsins Kolbeins Kristinssonar mæta iR-ingar nú til leikjanna að þvf er virðist fullir öryggi. Spilar þar örugglega inn f að Birgir Jakobsson er nú með á ný, og styrkir hann liðið mjög mikið — í það minnsta gefur það hinum leikmönnum liðsins öryggi að vita af honum með þó ekki sé Birgir kominn f fufla æfingu enn. Leikur Reykjavíkurmeistara Ármanns gegn IR var ákaflega jafn og skemmtilegur, og til að fá úrslit i ieiknum þurfti að fram- lengja. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan jöfn 74:74, og allt útlit var fyrir að framlengja þyrfti á ný er staðan var jöfn 82:82 og 2 sek. til leiksloka. IR var þá með boltann, og rétt um það bil að bjallan glumdi lyfti Kristinn Jörundsson sér við miðlínu vallar- ins og sendi boltann með „geim- skoti" beint í körfu Ármanns. Kristinn var rétt búinn að sleppa boltanum þegar flautað var af, og e.t.v. getur þetta skot ráðið úr- slitum um það hvar Islandsmeist- arabikarinn hafnar í vor. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um gang leiksins, hann var í engu frábrugðinn leikjum topp- liðanna í 1. deild. Allan tímann skiptust liðin á um forustuna, og það var e.t.v. sekúnduspursmál hver staðan var þegar leiktíma lauk. Liðin höfðu þá skipst á um að hafa forustu, en skildu jöfn að venjulegum leiktíma loknum. Agnar Friðriksson var heldur betur með miðið stillt í þessum leik, og flest sin 33 stig skoraði hann með afar löngum skotum sem engin leið er að stöðva, enda ekki alltaf reynt því „færið“ virðist vonlaust. Þá spilaði Krist- inn Jörundsson stórleik þótt ekki skoraði hann jafn mikið og oft áður, en hann byggði upp allt spil ÍR og var geysisterkur í vörninni. En enginn kemur meir á óvart þessa dagana er Jón Jónasson. Hann hefur dvalið erlendis undanfarin ár við nám, en kemur nú inn í liðið á ný og þarf að fylla skarð Kolbeins Kristinssonar. Og ekki verður annað sagt en Jón eigi hér glæsilega afturkomu í liðið. „Primus motor“ Armenninga Jón Sigurðsson var ekki öfunds- verður i þessum leik. Hann var stöðvaður að svo miklu leyti sem iR-ingar réðu við og oftast tekinn föstum tökum af varnarmönnum Framhald á bls. 25. —gk.—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.