Morgunblaðið - 26.11.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.11.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1974 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1974 23 IslandsmóliA 2. deild KA — UBK 29-21 Á SUNNUDAGINN léku KA og Breiðablik i íslandsmóti 2. deildar í handknattleik og fór leikurinn fram á Akureyri. Var þar um að ræða jafnan leik framan af og virtust liðin mjög áþekk að getu. En í siðari hálfleik átti Þorleifur Ananiasson hinn frábæri linumaður KA þvilikan snilldarleik, að annað eins hefur ekki sézt á fjölum Iþróttaskemmunnar i fjölda ára. Lagði hann grunninn að sigri liðs sins. Ef hans hefði ekki notið við, er óvist hver úrslit hefðu orðið. Fyrri hálfleikurinn var jafn sem fyrr segir, og munaði aldrei meira en tveimur mörkum. Fyrstu tvö mörkin skoruðu heimamenn, 2—0, og eftir 10 min. leik var staðan 3—2. Um miðjan hálfleikinn mátti sjá 6—4 á markatoflunni, en Blikarnir, drifnir áfram af fvrirliðanum. Herði Má, jöfnuðu 7—7. f leikhléi var staðan jöfn 11 —11 og þótti KA-áhang- endum það heldur slök frammistaða sinna manna. Og Halldór Rafnsson, þjálfari þeirra KA-manna og leikmaður, hefur verið sama sinnis, þar sem hann breytti um leikaðferð i vörninni hjá liði sínu. Fyrstu 10. min. siðari hálfleiksins voru framhald af bamingi þess fyrri og staðan var 1 5—1 3. Þá hófst fyrir alvöru þáttur Þorleifs Ananiassonar i leiknum og var hann slikur að ógleymanlegt verður þeim er á horfðu. Hann skoraði mörk af linu og úr hornunum, sum hverá ótrúlegan hátt. Og þar að auki skoraði „ Leibbi" mörg mörk úr hraðaupphlaupum. Allt gekk hjá KA á timabili og stemmningin var orðin geysileg í Skemmunni. 10 min. fyrir leikslok var KA yfir 23—15 og munurinn átti eftir að aukast. Varð hannn mestur 11 mörk er staðan var 28—17, en lokaminúturnar réttu Blikarnir sinn hlut nokkuð, mest fyrir tilstilli Diðriks Ólafssonar, landsliðsmarkvarðar r knattspyrnu. Lokastaðan var 29—21. Að óbreyttu ástandi verður Breiðablik sennilega i neðri hluta 2. deildar keppninnar. Hörður Már var beztur Breiðabliksmanna, ásamt Diðrik. Helgi Þórisson komst vel frá leiknum, svo og Marteinn Árnason mark- vörður í fyrri hálfleik. KA liðið lék vel í siðari hálfleik er það var að ná afgerandi forystu. En eftir það ætluðu leikmenn liðsins að skora tvö mörk i hverju upphlaupi og árangurinn var mistök á mistök ofan, siðustu min., „fastir liðir eins og venjulega." Innáskiptingar liðsins voru ekki i sem beztu lagi og þurfa þjálfari og liðsstjóri að ráða bót á þvi. Annað sem KA menn þurfa að lagfæra er sóknarleikurinn, en sóknirnar standa alltof stutt. Áður hefur verið minnst á stórkostlegan leik Þorleifs, en hann gerði 9 mörk i siðari hálfleik. Er ekki nokkur vafi að Þorleifur væri fastur landsliðsmaður ef hann léki með einhverju 1. deildar liði, eða liði af höfuðborgarsvæðinu. Vist er, að nóg virðist vera til af góðum linuleik- mönnum úr því að „Leibbi" kemur ekki til greina i landsliðið okkar. Geir Friðgeirsson, fyrrum leikmaður með KR, leikur i vetur með KA og er liðinu mikill styrkur. í þessum leik var hann bezti vanarmaður liðsins, en var óheppinn með skot, — átti t.d. sex stangarskot. Viðar Kristmunds- son var i marki mest allan leikinn og átti sinn bezta leik með KA. Mörk Breiðabliks: Hörður Már Kristjánsson 8, Diðrik Ólafsson 4, Páll Eyvindsson 3, Helgi Þórisson 3, Valdimar Bergsson 2 og Björn Björnsson 1. Mörk KA: Þorleifur Ananíasson 12, Geir Friðgeirsson 7, Hörður Hilmarsson 4, Halldór Rafnsson 4, Hermann Haraldsson 1, Sverrir Meldal 1. Dómarar voru þeir Kristján Örn Ingibergsson og Kjartan Steinback, dæmdu þeir vel þegar á heildina er litið. háhá Vörn Stjörnunnar er þarna illa á verði og leikmaður Þróttar fær ákjósanlegt næði til þess að stökkva inn af Ifnunni og skora. Þróttur — Stjarnan 29:19 SÍÐARI leikurinn í 2. deildinni á sunnudagskvöldið, vará milli nýliðanna i deildinni, Stjörnunnar úr Garðahreppi. og Þróttar. Þrótti hefir bætzt mikill liðstyrkur nú i haust, þar sem er Bjami Jónsson, fyrrum Valsmaður og landsliðsmaður. Bjami er einnig þjálfari Þróttar. Fyrirfram reiknuðu menn með auðveldum sigri Þróttar og sú varð raunin. Leikurinn sem slikur var þó langt frá þvi að vera vel leikinn, og fáir áhorfendur áttu oft erfitt með að halda sér vakandi. Þróttarar tóku þegar forystu, forystu sem þeir héldu út allan leikinn. í hálfleik var staðan 11 mörk gegn 6. i síðari hálfleik héldu Þróttar sinu striki og sigruðu auðveldlega með 29 mörkum gegn 1 9. Lið Þróttar virtist engan veginn hresst i þessum leik. Þess ber þó að gæta, að andstæðingarnir voru ákaflega slakir, og ef til vill hafa Þróttararnir ekki tekið eins á og þeir gátu af þeirri ástæðu. Þeir hafa þó alla burði til að gera stóra hluti i vetur. Friðrik og Sveinlaugur voru beztu menn Þróttar i leiknum, en litið sást til Bjarna, enda hans vel gætt og einnig það, að nýlega var gerður skurður á einum fingra hans, og Bjami er ekki búinn að jafna sig fullkomlega eftir það. En það verður gaman að fylgjast með Þrótti í vetur. Lið Stjörnunnar er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Fljótt á litið virðast þeir verða auðsigraðir af hinum liðunum i deildinni. Þess ber þó að gæta, að félagið á við erfiða aðstöðu að búa, hafa ekkert æfingahúsnæði. og verða því að æfa undir berum himni, og er slikt sjálfsagt einsdæmi. Mörkin. Þróttur. Friðrik 9(4v), Sveinlaugur 7, Jóhann 5(1 v) Halldór 4, Trausti 3, Konráð 1. Stjarnan: Gunnar 5, Guðmundur 5(2v). Guðjón 4, Árni 3, Kristján og Magnús J. eitt hvor. Leikinn dæmdu Ólafur Steingrímsson og Haukur Hallsson, og hafa gert betur. Grótta ystii HVERNIG má það vera að jafn leikreynt lið og Reykjavíkur- meistarar Fram eru, missir niður sex marka forystu sfna í leik á móti nýliðum 1. deildar? Þetta var spurning sem margir veltu fyrir sér eftir leik Gróttu og Fram á sunnudaginn, en leiknum lykt- aði óvænt með jafntefli og þar með hafði Grótta krækt sér í sitt fyrsta stig f 1. deildar keppninni, en örugglega ekki hið síðasta. Þegar aðeins 15 mínútur voru til leiksloka var staðan 18:12 fyrir Fram, og allir héldu að nú væri spurningin aðeins sú hversu stór- an sigur Fram myndi vinna. En á þessum lokamfnútum leiksins gekk Framliðinu svo bókstaflega allt f óhag. Grótta vann upp for- skotið jafnt og þétt og tókst að jafna á fokamfnútunni. Mikill darraðardans var á vellinum með- an sfðasta mfnútan var að Ifða og fengu þá bæði liðin tækifæri til þess að skora sigurmarkið, en mistókst. Þorbjörn Guðmundsson var einna atkvæðamestur Valsmanna f leiknum og er þarna að skora eitt marka sinna. var þeim kippt útaf, og á meðan greinilega lögð höfuðáherzla á að halda knettinum og láta tfmann líða. Valsliðið er algjörlega óráðin gáta. Það hefur ekki verið sann- færandi í tveimur fyrstu leikjum sinum í mótinu, en það er skoðun undirritaðs, að senn komi að því að liðið smelli vel saman og þá þarf ekki að efa að það verður erfitt viðureignar. En spurningin er bara hvort það verði ekki of seint, hvort Valsmenn verða þá ekki búnir að missa af lestinni í deildinni. Víst er að Valur hefur yfir öllu meira mannvali að ráða en flest önnur lið í 1. deildinni — flestir þeir ungu piltar sem félagið er nú að koma fram á sjónarsviðið með eru hinir efni- legustu, og hinir gamalreyndu eiga að standa fyrir sfnu. Bar- áttan sem einkenndi Valsliðið þegar það var upp á sitt allra bezta, er hins vegar vart sjáanleg lengur, og enginn mulningsvélar- bragur á vörninni, nema siður sé. Þá virðist svo sem að markvarzlan sé höfuðverkur hjá liðinu, eins og fleiri liðum hérlendis. Ölafur yfir Val Benediktsson virðist eiga töluvert eftir til að komast í bærilegt form, en nái hann þvf, er ekki að efa að það kann að verða Valsliðinu sá neisti sem nú vantar í það. í STUTTUMALI: ISLANDSMÓTIÐ 1. deild Iþróttahús Hafnarfjarðar 24. nóv. Urslit: Haukar — Valur 20-18 (7- 8) Gangur leiksins: Mín. Haukar Valur 3. 0:1 Jón K. 5. Ölafur 1:1 7. Stefán 2:1 10. Ellas 3:1 11. 3:2 Jón P.(v) 16. 3:3 Þorbjörn 17. Stefán 4:3 17. 4:4 Þorbjörn 18. Hörður(v) 5:4 19. 5:5 Jón P.(v) 20. Logi 6:5 22. 6:6 Stefán 23. 6:7 Jón K. 28. Hörður(v) 7:7 29. 7:8 Bjarni Hálfleikur 31. 7:9 Jón K. 33. Stefán 8:9 34. Hörður 9:9 35. Elias 10:9 35. 10:10 Þorbjörn 37. Hörður 11:10 38. Hörður 12:10 39. Stefán 13:10 40. 13:11 Þorbjörn (v) 41. Guðmundur 14:11 41. 14:12 Jón K. 46. 14:13 Bjarni 46. EHas 15:13 47. 15:14 Jón K. 47. ólafur 16:14 48. 16:15 Jón K. 49. Hörður 17:15 50. 17:16 Þorbjörn (v) 52. Hörður 18:16 57. Hörður 19:16 58. Hörður 20:16 59. 20:17 Guðjón 60. 20:18 Jón P. Mörk Hauka: Hörður Sigmarsson 9, Stefán Jónsson 4, Elías Jónasson 3, Ólafur Ólafsson 2, Logi Sæmundsson 1, Guðmundur Haraldsson 1. Mörk Vals: Jón Karlsson 6, Þor- björn Guðmundsson 5, Jón P. Jónsson 3, Bjarni Guðmundsson 2, Stefán Gunnarsson 1, Guðjón Magnússon 1. Brottvísanir af velli: Ágúst ögmundsson, Val í 5 mín. Misheppnuð vftaköst: Gunnar Einarsson varði vitakast Jóns Péturs Jónssonar á 27. mín. Dómarar: Jón Friðsteinsson og Kristján örn Ingibergsson. Þeir dæmdu yfirleitt nokkuð vel. _stjj_ • % v.#' *; • ♦ V-#4, •» v/ • * v.#' t ♦ V.#- ÞEGAR Valsliðid hljðp inn á völlinn til leiks við Hauka í 1. deildar keppni íslandsmótsins í hand- knattleik í Hafnarfirði á sunnudagskvöldið kom í ljós að Ólafur H. Jónsson, fyrirliði Valsliðsins var ekki í hópnum. Hann hafði meiðst í landsleiknum við AÞjóð- verja á dögunum og gat ekki verið með. Hins vegar höfðu Valsmenn endurheimt þá Ólaf Benediktsson, Guðjón Magnússon og Gunnstein Skúlason, þannig að þrátt furir allt áttu fæstir von á því að liðið væri veikara fyrir nú en það var í sínum fyrsta leik í mótinu — á móti Víking sem tapaðist. En það þurfti ekki lengi að fylgjast með Valsliðinu í þessum leik til þess að sannfærast um að skarð var fyrir skildi, þar sem Ólafur var ekki með, og leikinn út vantaði allan þann kraft í Valsliðið sem Ólafur hefur jafnan í kringum sig og með sér, og bikarmeistararnir urðu að bíta í það súra epli að tapa fyrir Haukunum 18:20. Þar með minnka möguleikar Valsmanna verulega á því að hreppa Islandsmeistaratitilinn í ár, þar sem hvert stig sem tapast getur ráðið úrslitum í þeirri jöfnu keppni sem séð er framá að þessu sinni. Leikurinn var lengst af fremur jafn. I fyrri hálfleik léku bæði liðin allgóðan varnarleik, sér- staklega þó Valsmenn. Tókst þeim að stöðva hættulegasta leik- mann Haukanna, Hörð Sigmars- son, það framarlega að hann náði ekki að skjóta. Við það losnaði reyndar nokkuð um Stefán Jóns- son, en yfirleitt tókst Vals- mönnum einnig að ná til hans í tima. Sóknarleikur Valsmann- anna var hins vegar fremur slakur, og ekki mikil ógnun í hon- um. Var það ekki fyrr en Hilmar Björnsson tók Guðjón Magnússon útaf og skipti Þorbirni Guð- mundssyni inná að svolítið líf færðist i sóknarleik Valsmanna. Yfirleitt var þó hnoðað of mikið ofan í Haukavörninni, með þeim árangri að sárafá færi gáfust. I seinni hálfleík misstu Vals- menn svo sjónar af þeim varnar- leik sem þeir höfðu náð að leika i fyrri hálfleik. Og það var þeim dýrkeypt. Hörður Sigmarsson not- færði sér út í yztu æsar þá mögu- leika sem hann fékk og skoraði sjö mörk i hálfleiknum úr lítið fleiri skottilraununum. Var fjöl- hæfni Harðar mjög mikil í skot- unum, og Valsmarkverðirnir áttu engin svör við þeim. Eftir að Haukarnir höfðu náð forystunni á 5. mínútu hálfleiksins tókst þeim að halda henni leikinn út og mun- aði minnst einu marki, er staðan var 16:15 á 48. mínútu. Var Jón H. Karlsson eini leikmaður Valsliðs- ins sem verulega kvað að i seinni hálfleik, en þá átti hann ágæt skot og góða skotanýtingu. Erfitt er að dæma um hvernig þessi tvö lið muni koma út úr mótinu í vetur, ef miðað er við þennan leik. Þó má ljóst vera að Haukaliðið er nú sennilega betra en það hefur verið um langt skeið, og nái það að leika jafn yfirvegað og það gerði lengst af í þessum leik, þyrfti engan að undra þótt það yrði ofarlega. Vert er að geta um frammistöðu þjálfara liðsins, Viðars Símonar- sonar í þessum leik. Hann stjórn- aði liðinu mjög vel i leiknum, og innáskiptingar hans voru hinar skynsamlegustu. Þegar lykilleik- menn liðsins voru orðnir þreyttir vann upp 6 marka for- Framara og náði jöfnu Varla er á því vafi að Framarar vanmátu andstæðinga sína í þess- um leik, og ef til vill var það það sem varð þeim fyrst og fremst að falli. Einstakir leikmenn liðsins gerðu sig seka um mikið kæru- leysi, einkum eftir að Framliðið var búið að ná góðri forystu, og þá virtist einnig svo að aðalatriðið ætti að vera að kafsigla Gróttulið- ið algjörlega. Reynd voru ótima- bær skot, sem ágætur markvörður Gróttuliðsins, Guðmundur Ingi- mundarson, tók auðveldlega, og i vörninni léku Framarar ekki af neinum krafti. Þegar Grótta fór svo að vinna upp forskotið greip sýnilegur ótti um sig í Framliðinu og missti það enn frekar tökin á leiknum. Vantaði liðið tilfinnan- lega mann inn á völlinn á loka- minútunum, sem gat róað leik þess. Þegar á þennan leik er litið sem heild verður tæpast sagt að hann hafi verið tilþrifamikill. Það eina sem hlýjaði í kuldanum í Iþrótta- húsinu i Hafnarfirði voru úrslit- in, sem komu mjög á óvart. Lengst af var leikurinn fremur leiðinlegur á að horfa. Mikið um mistök af hálfu beggja liðanna og tilbreytingarleysið allsráðandi i leik þeirra. Knötturinn var látinn ganga fyrir framan varnirnar, og tilviljun réð því svo hvort skot- færi gafst eða ekki. Urslit leiksins eru svo staðfest- ing á því, sem margir hafa haldið. Að Islandsmótið verði mjög jafnt í vetur og liðin slíti stigin hvert af öðru. Eftir þetta leyfa víst fá lið sér að vanmeta nýliðana, enda greinilegt að Gróttuliðið hefur ýmislegt til að bera, sem getur gert það að ágætu handknattleiks- liði. Sem fyrr virtist það vera mannaskortur sem hrjáir liðið fyrst og fremst. Þeir leikmenn sem bera það uppi eru ekki nema þrír eða fjórir, og þegar þeir þurfa eða verða að fara útaf dett- ur leikur liðsins niður. Björn Pét- ursson var langbezti maður liðs- ins i þessum leik, og raunar bezti maður vallarins. Hann reyndi að vísu nokkuð oft að skjóta, en hann skoraði líka niu mörk í leiknum, og sum úr mjög þröng- um færum. Var stundum undra- vert hve Björn var fljótur að eygja smugur sem mynduðust í vörn Framaranna og senda knött- inn i gegnum þær, með óverjandi skotum fyrir Guðjón markvörð. Oft mynduðust þessar smugur með aðstoð Arna Indriðasonar, sem átti þarna einnig ágætan leik, og er kletturinn í vörn Gróttuliðs- ins. Þá var markvarzlan einnig góð hjá Gróttuliðinu, og sama hvor markvörðurinn átti þar i hlut. Framliðið lék þennan leik fyrir neðan styrkleika sinn. Vörn liðs- ins sem oft hefur verið hrósað fyrir hreyfanleika og baráttu- gleði, gerði alltof margt með hangandi hendi, og i sóknarleikn- um var bráðlætið of áberandi. Það eina sem sást skemmtilegt til Framliðsins í þessum leik voru „blokkeringar“ á hægri bakvörð Gróttuliðsins, sem báru þann ár- angur að Pálmi Pálmason náði tvívegis að stökkva þannig upp og skjóta með árangri. Yfirleitt gekk spilið hjá Fram mest inn á miðj- una, þar sem oft var mikill handa- gangur og pústrar og hrindingar. Fannst manni dómararnir: Björn Kristjánsson og Öli Olsen stund- um ekki taka nægjanlega strangt á slikum brotum, og eins var ósamræmi í túlkun þeirra á víta- köstum. Ahorfendur í Hafnarfirði hvöttu Gróttuliðið óspart undir lokin, og hafði það sýnileg áhrif á gang leiksins. Sem kunnugt er, þá er Iþróttahúsið í Hafnarfirði heimavöllur Gróttuliðsins, þar sem i hinu nýlega iþróttahúsi á Seltjarnarnesi er ekki löglegur völlur fyrir handknattleik, frekar en i flestum öðrum Iþróttahúsum landsins. I STUTTU MÁLI: Islandsmótið 1. deild. íþróttahúsið i Hafnarfirði 24. nóv. ORSLIT: Grótta — Fram 19-19 (10-13) Mörk Gróttu: Björn Pétursson 9, Árni Indriðason 3, Magnús Sig- urðsson 2, Atli Þór Héðinsson 2, Halldór Kristjánsson 1, Sigurður Pétursson 1, Axel Friðriksson 1. Björn Pétursson átti mjög góðan leik með Gióttuliðinu og skoraði mörg mörk úr erfiðum færum. Gangur leiksins: Mín. Grótta Fram. 2. Árni 1:0 2. 1:1 Arnar 3. 1:2 Björgvin 4. Björn 2:2 4. 2:3 Pálmi 5. 2:4 Árni 6. Haildór 3:4 8. 3:5 Björgvin 12. Atli 4:5 12. 4:6 Stefán 12. Árni 5:6 16. 5:7 Björgvin 17. Björn (v) 6:7 18. 6:8 Pálmi 18. Sigurður 7:8 19. Björn (v) 8:8 23. 8:9 Guðmundur 25. 8:10 Guðmundur 26. Magnús 9:10 27. 9:11 Sigurbergur 28. Magnús 10:11 29. 10:12 Kjartan 30. 10:13 Björgvin Hálfleikur 31 Björn 11:13 32. 11:14 Sigurbergur 35. 11:15 Kjartan 39. Björn 12:15 40. 12:16 Sigurbergur 40. 12:17 Pálmi 41. 12:18 Björgvin 45. Axel 13:18 47. Björn 14:18 51. Björn (v) 15:18 53. Arni 16:18 56. 16:19 Björgvin 56. Björn 17:19 59. Björn (v) 18:19 59. Atli 19:19 Mörk Fram: Björgvin Björg- vinsson 6, Pálmi Pálmason 3, Sig- urbergur Sigsteinsson 3, Kjartan Gislason 2, Guðmundur Sveinsson 2, Stefán Þórðarson 1, Arni Sverr- isson 1, Arnar Guðlaugsson 1. Brottvfsanir af velli: Pétur Jó- hannesson og Sigurbergur Sig- steinsson, Fram i 2 mín. Halldór Kristjánsson og Kristmundur Ás- mundsson, Gróttu í 2 min. Misheppnuð vítaköst: Pálmi Pálmason skaut í þverslá á 9. min. og Guðjón Erlendsson varði víta- kast Björns Péturssonar á 21. mín. Dómarar: Björn Kristjánsson og Öli Olsen. Frammistaða þeirra verður varla talin nema rétt sæmileg. — stjl. V..#' • * LIÐ GRÓTTU: tvar Gissurarson 2, Atli Þór Héðinsson 2, Björn Pétursson 3, Arni Indriðason 3, Halldór Kristjánsson 1, Krist- mundur Ásmundsson 1, Magnús Sigurðsson 2, Sigurður Péturs- son 1, Axel Friðriksson 1, Sigurður Indriðason 1, Grétar Vil- mundarson 1, Guðmundur Ingimundarson 2. LIÐ FRAM: Guðjón Erlendsson 1, Guðmundur Sveinsson 2, Björgvin Björgvinsson 3, Árni Sverrisson 1, Stefán Þórðarson 1, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Pétur Jóhannesson 2, Arnar Guð- laugsson 2, Kjartan Gislason 1, Pálmi Pálmason 2. LIÐ HAUKA: Gunnar Einarsson 3, Logi Sæmundsson 1, Ingimar Haraldsson 1, Ólafur Ólafsson 2, Stefán Jónsson 3, Guðmundur Haraldsson 2, Elías Jónasson 3, Hörður Sigmarsson 4, Arnór Guðmundsson 1, Þórir Ulfarsson 1. LIÐ VALS: Ólafur Benediktsson 1, Ágúst Ögmundsson 2, Gunnsteinn Skúlason 2, Jón P. Jónsson 2, Stefán Gunnarsson 2, Bjarni Guðmundsson 2, Guðjón Magnússon 1, Þorbjörn Guð- mundsson 2, Jón Karlsson 3, Steindór Gunnarsson 1, Jón Breiðf jörð Ólafsson 2. Hörður Sigmarsson var Valsmönnum erfiður á sunnudagskvöldið. Þarna sKorar hann eitt nfu marka sinna. Övæntur Haukasigur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.