Morgunblaðið - 26.11.1974, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.11.1974, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1974 41 J Evelyn Anthony: S LAUNMORÐINGINN Jöhanna Kristjönsdóttir þýddi / 58 Elizabeth sat í leigubílnum og horfði út á auðar göturnar og tóm- ar gangstéttirnar Það var kulda- legt veður og skýin voru að hrann- ast upp á himninum. Sólskinið á Freemont um morguninn hafði verið eins konar dagmálaglenna. Hún hafði ekki munað eftir þvi að bíllinn hennar var enn á Free- mont, svo að hún varð að panta sér leigubíll. Hún hélt dauðahaldi um miðann í vasanum þar sem heimilisfang Kellers var skrifað. Hún hafði lagt af stað tíu mínút- um eftir að Peter Mathews var farinn. Hún varð að komast til Kellers. Hún vissi að menn Learys myndu komast á slóð hans á hverri stundu. Þessi eina spurn- ing: ,,Kom einhver með þér heim aftur...?“ hafði sýnt henni, svo að ekki varð um villzt, að þeir voru I þann veginn að komast að öilu saman. Og morðin tvö í Beirut. Souha, arabiska stúlkan sem hafði verið kyrkt. Það hafði ekki verið tilvilj- un. Hún hafi fengið peninga og skömmu áður hafði evrópski sam- býlismaðurinn hennar horfið. Jafnskjótt og Mathews nefndi nafn stúlkunnar hafði hún verið sannfærð um að það hefði verið vinstúlka Kellers. — Fröken, þekkið þér einhvern sem á bláan Chevrólet? Bílstjórinn beindi þessari spurningu til hennar kurteislega. — Nei, það held ég ekki. Því spyrjið þér? Maðurinn leit um öxl til henn- ar. Hann sagði: — Það hefur stór blár Chevro- let verið á hælum okkar. Hann ók af stað í humátt á eftir okkur, strax og þér komuð inn í bílinn. — Eruð þér alveg viss? Haldið þér að hann sé að elta okkur? — Handviss, fröken. Það er svo litil umferð núna og ég hef veitt honum eftirtekt frá því við lögð- um af stað. Ég vil ekki lenda i neinu klandri. Væri ekki betra þér færuð úr bilnum? .— Æ, nei, sagði Elizabeth hrað- mælt. — Hér eru tiu dollarar. Haldið áfram stundarkorn. Þér ráðið ferðinni. Hún Ieit um öxl og sá bilinn beygja fyrir næsta horn og koma á eftir þeim. Öttalegur kjáni var ég að hafa ekki hugsað út í þetta. Auðvitað lét Matthews elta hana. Og nú hafði sáralitlu munað, að hún uppfyllti óskir þeirra og leiddi þá til Kellers. Hún skalf af bræði. Hann hafði þá verið að leika sér að henni eins og fyrri daginn. Það var sama sagan með Peter, hann var alltaf að hafa hana að ginningarfifli. Hún hallaði sér fram og sagði við bílstjórann. — Látið mig úr við Lexington- götu. — Allt i lagi. Bifreiðastjórinn á Chevrolet- bilnum virtist kunna til verka. Við næstu umferðarljós voru sex bilar á milli þeirra og rétt grillti i þakið á honum, af því að hún vissi að hann var þarna. Elizabeth beið ekki boðanna né heldur sagði hún neitt við bilstjórann. Hún opnaði dyrnar, beygði sig niður og hljóp út úr bílnum og upp á gangstétt. Siðan nam hún staðar skammt frá og starði inn i búðarglugga og sneri baki að götunni unz grænt ljós kom og báðir bilarnir óku af stað. Hún batt trefilinn um höfuðið á sér. Það var farið að rigna og veðrið var hráslagalegt. Hún gekk af stað og skimaði eftir leigubil. Rigningin varð þéttari og hún sá enga bila I grenndinni. Elizabeth gekk hægt, þrátt fyrir rigning- una. Loks kom hún auga í bíl, veifaði honum og stökk inn, þegar hann nam staðar hjá henni. — Morris Hótel. Vesturgötu 39. Chevroletbifreiðin sem hafði elt fyrri leigubilinn hafði numið staðar við enda götunnar. Bil- stjórinn uppgötvaði að hann sá ekki stúlkuna sem hafði setið í aftursætinu. Hann ók upp að hlið- inni á leigubilnum og sá að I hon- um var enginn farþegi. Hann bölvaði, tók upp talstöðvartækið og kallaði inn: „Rauði Charlie kallar skiptiborð. Ég missti af stúlkunni. Hún lék á mig.“ Hún hafði sýnt snarræði, hann varð að viðurkenna það. Hann fékk fyrirmæli um að fara aftur að húsinu, sem hún bjó i og biða þar. Þegar Elizabeth sté út úr leigu- bilnum hikaði hún við. Bilstjór- inn tók við ökugjaldinu og drykkjupeningum og leit á hana. Svipurinn á andliti hans sagði henni meira um það en hefði hann gert það með orðum, hvers konar gististaður Morrishótel var. — Góða skemmtun, sagði hann flirulega og ók á brott. Aldrei hafði hún komið inn á slíkan stað áður. Hún gekk inn og alls staðar blöstu við nektarmynd- ir, allt var sóðalegt og fátæklegt í senn og þegar hún kom að stigan- um gekk hún fram á húsvörðinn. Hann var að lesa sorpblað og reykja sigarettu og óhreinn kaffi- bolli stóð á litlu borði skammt frá ho'num. Hann virtist hvorki hafa komið nálægt vatni né sápu lang- timum saman og fötin voru snjáð og fnykinn lagði af honum. Hann hafði heyrt til hennar, en leit ekki upp og þóttist vera niður- sokkinn i að lesa. — Ég er að leita að herra Kell- er, sagði Elizabeth. Henni fannst hún eigaerfittummál.svo örog óreglulegur var hjartslátturinn og andardráttur hennar þungur. Aldrei hafði það hvarflað að henni áður að það væri eins víst að henni yrði nauðgað eða hún rænd fyrr en nú. Maðurinn lét blaðið siga og pirði augun á hana. — Skil ekki, tautaði hann. — Keller, endurtók Elizabeth. — Hann kom á föstudaginn var. Gerið þér nú það fyrir mig að hjálpa mér. Það er afskaplega áriðandi. Aftur lét hann blaðið siga og horfði á hana. Hann sagði ekkert. En hún hafði skilið, hvað hann átti við. Hún opnaði veskið. Eliza- beth vissi ekki, hvað hún þyrfti að láta hann fá mikið, svo að hún rétti honum næsta seðilinn sem hún fann i veskinu. — Hér eru tiu dollarar, sagði hún. — Visið mér nú til hans. — Hvernig litur hann út? sagði maðurinn fýldur. — Það eru allt- af að koma einhverjir firar hing- að. Og ekki veit ég hvað þeir heita. Elizabeth hafði gert sér það ljóst fáeinum sekúndum áður að auðvitað var Keller ekki skráður á hótelinu undir sinu rétta nafni. — Hann er hávaxinn, ljóshærð- ur og bláeygður. Hann er ekki bandarískur... hún þagnaði og allt i einu fylltist hún svo óendan- legu vonleysi og tárin komu fram í augu hennar. Hana langaði mest Blessaður hættu þessum fíflalátum — við skulum koma okkur af stað. VELVAKAIMDI | ----------------------------->. Velvakandi svarar I slma 10-100 kl. 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags V____________________________7 0 Hávaði frá hljðmsveitum Kjartan Eggertsson skrifar: „Velvakandi góður. Vegna klausu, sem birtist i dálkum Velvakanda 14. þessa mánaðar þar sem kvartað er und- an því, að hljómsveitin Dögg hafi viðhaft mikinn hávaða er hún spilaði í góðgerðarskyni á barna- skemmtun I Háskólabiói fyrr í þessum mánuði, þá vil ég undir- ritaður biðjast afsökunar fyrir hönd hljómsveitarinnar. Ætlun okkar var alls ekki að hafa of hátt. Við vissum ekki, að hávað- inn var svona mikill, og enginn kvartaði við okkur. Kjartan Eggertsson.“ Kjartan skrifar þetta daginn eftir að klausan birtist í dálkun- itm. en því miður hefur hún orðið út undan hjá okkur þar til nú, og biðjum við Kjartan velvirðingar á þvi. Annars er þetta með hávaðann mál, sem þyrfti að taka til gaum- gæfilegrar athugunar hið allra fyrsta, áður en heyrn obba hinnar uppvaxandi kynslóðar hefur skerzt til mikiila muna. Við erum nú svo gamaldags og sljó, að okkur er alveg fyrirmun- að að skilja hver getur haft ánægju af tónlist, sem flutt er með slíkum gauragangi og háv- aða, sem nú mun vera mjög al- gengt. Er þessum hávaða ætlað að æra þá, sem eru viðstaddir? Eða er verið að breiða yfir slælegan flutning og lélega tónlist með þessum ógnarlegu látum? Eða er þetta kannski bara orðinn ein- hver vani, sem allir eru orðnir samdauna? Svo við tökum nú sem dæmi dansleik, þar sem flestir koma með þá von í brjósti að geta nú blandað geði við náungann. Þá upphefst skemmmdarstarfsemin með hinum ægilegasta hávaða, sem kemur i veg fyrir, að menn geti skipzt á orðsendingum. Útkoman verður svo fjarrænt augnaráð viðstaddra og algjört sambandsleysi. Kannski er þetta að taka einum of djúpt í árinni, en þannig kem- ur þetta okkur fyrir sjónir. Við höfum víst einhvern tíma minnzt á tæki, sem Sviar eru búnir að koma sér upp og skylda hljóm- sveitir til að nota. Þetta eru mæli- tæki, sem virka þannig, að þegar hávaðinn er að komast á visst stig, fara lítil rauð ljós að blikka. Þau eru aðvörun um það, að nú eigi að draga úr hávaðanum annars muni magnaradótið hreinlega úr sambandi. Sé þessari aðvörun ekki sinnt, er það einfaldlega það, sem gerist. Notkun þessara tækja mun hafa gefizt vel hjá þeim sænsku, og við höfum gert tals- vert af því að taka okkur þá til fyrirmyndar. Þess vegna væri ekki úr vegi að taka þetta snjali- ræði þeirra sér til fyrirmyndar hér. 0 Áfengisneyzla í Þjóðleikhúsinu Kona nokkur hringdi. Hafði hún farið í Þjóðleikhúsið fyrir viku og skemmt sér ágætlega. Hún sagðist hins vegar vera undr- andi á því, að nú hefði verið tek- inn upp sá þáttur í þessari ágætu menningarstofnun að veita vin þar i svokölluðum Kristalssal meðan á leiksýningum stæði. Hún sagði, að umrætt kvöld hefði verið tvö fimmtán mínútna hlé, og þá hefðu leikhúsgestir tekið sprett- inn á barinn. Hún sagði, að sér fyndist það miður, að varla væri hægt að koma á nokkurn stað lengur, þar sem áfengið væri ekki fljótandi. Þá minntist hún á Þjóð- leikhúskjallarann þar sem fram fara leiksýningar og gestirnir sitja við borð. Hún sagðist hafa farið að sjá sýningu þar nýlega og þá hefðu flestir gestanna setið með glas við borðin og verið að sötra drykkina meðan þeir horfðu á leiksýninguna. Talsvert hafi verið um framíköll gesta, og hefði sér þótt þetta setja leiðinlegan svip á þessa leikhúsheimsókn sína. Þar að auki hefðu þessi framíköll verið truflandi fyrir þá, sem vildu fá að fylgjast með þvi, sem fram fór. I sjálfu sér sjáum við ekkert athugavert við það, að fólk fái sér hressingu I leikhléum, jafnvel þótt dreytillinn sé áfengur, með- an ekki verður eitthvert allsherj- ar fyllerí, sem spillir friði fyrir leikhúsgestum. Hins vegar hlýtur það að vera leiðinlegt þegar svo tekst til eins og konan lýsir að hafi verið í LeikhúskjallaranUm. 0 Barnið, sem aldrei ví 11 fara að sofa Móðir skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég veit að þú ert engirí „frú hjartakær“ eins og þær, sem eru með dálka i dönsku blöðunum, en samt langar mig til að leita álits þins á ákveðnu vandamáli, sem ég á við að striða. Svo er mál með vexti, að ég á tvo drengi, sem aldrei vilja fara að sofa á kvöldin. Það er gjörsamlega ómögulegt að fá þá I rúmið og oftast sofna þeir ekki fyrr en eftir miðnætti. Þeir eru sex og tíu ára gamlir, og sá eldri er I skólanum fyrir hádegi Hann þarf að vakna kl. hálf átta og eins og þú getur nærri gengur mjög illa að koma honum á fætui á þessum tíma þegar hann hefur kannski ekki fengið nema sjó tíma svefn. Ég er búin að reyna mikið til að koma reglu á svefn timann hjá þeim, en það er alltaf sama sagan. Getur þú bent mér eitthvert ráð? Ég verð að taka það fram, að báðir eru drengirnir rólegir og þægir, en það er kannski bara af þvi að þeir eru alltaf vansvefta og þreyttir. Móðir.“ Þetta er nú vandamál, sem við er að stríða á mjög mörgum heim ilum. Við höldum, að eina ráðic gæti verið það, að foreldrarnii leggðu það á sig, a.m.k. um tima að fara að sofa t.d. kl. 10. Þegar fullorðna fólkið vær komið í ró er ekki víst að krökk unum þætti jafn spennandi að vera á ferli og ella. Hins vegai ma'tti líka benda á, að hér í borg inni eru starfandi barnasálfræð ingar, sem kannski gætu gefið góð ráð. „Flugrán”, ný bók eftir James Hadley Chase Komin er út þriðja bókin i íslenzkri þýðingu eftir James Hadley Chase, en hann hefur verið metsöluhöfundur. Nefn- ist hún „Flugrán", en hinar tvær fyrri eru „Hefndarleit og „Sektarlamb". A kápusiðu segir, að skáld- sögur Chases hafi náð gífur- legri útbreiðslu og vinsældum erlendis og til marks um það birt úr ritdómi í La Revue de Paris, en þar segir: „Chase er einn hinna fáu æsisagna- höfunda, sem alltaf á skynsam- legt svar við spurningunni: Hvað gerist næst? Þegar tekið er mið af hugkvæmni hans, skörpum skilningi á aðstæðum og persónulegum stíl hlýtur hann að teljast mesti æsisagna- höfundur okkar tíma.“ Jón G. Sveinsson hefur þýtt bókina, en útgefandi er Iðunn. „Jón Oddur °g Jón Bjarni” Barnabók eftir Guðrúnu Helgadóttur Komin er út ný barnabók eftir Guðrúnu Helgadóttur, „Jón Oddur og Jón Bjarni“. Fjallar hún um tvíbura, „sem eru uppfullir af skrýtnum hug- myndum og kostulegum fram- kvæmdum eins og títt er um sex ára börn“, segir á kápu- síðu. „Þeir eru stundum óþæg- ir og erfiðir og valda foreldr- um sínum þungum áhyggjum, en endanlega eru þeir ævin- lega ómótstæðilegir og bræða hvers manns hjarta.“ Sagan lýsir einnig fjölskyldu þeirra, hinum f jölskrúðugusta hópi. „Jón Oddur og Jón Bjarni" er fyrsta bók Guðrúnar Helga- dóttur, en sagan var flutt í útvarp á s.l. sumri. — Bókin er prýdd fjölda mynda eftir Kol- brúnu S. Kjarval. Hún er 117 bls. að stærð. Útgefandi er Ið- unn. JHurgúnþlabiþ RUCLVSIDGRR ^^.22480 □ Edda 59741 1267 — 2 □ HAMAR 59741 1268 — 1 1.0.0.F. Rb. 1 S 1241 1268% — Kertakv. Filadelfía Almennur bibliulestur í kvöld kl. 20:30. Ræðumaður Einar Gísla- son. KFUK Reykjavík Bibllulestur I kvöld kl. 20.30. Guðni Gunnarsson talar um efnið Gamlatestamentið og kristniboð. Munið að basarinn verður laugar- daginn 7. desember. Stjórnin. Félagskonur í verka- kvennafélaginu Framsókn basarinn verðuc 7. desember. Tek- ið á móti gjöfum til basarsins á skrifstofunni. Þvi fyrr þvi betra sem þið getið komið með framlag ykkar. Gerum allt til að basarinn verði glæsilegur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.